Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 56
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is Pierce Brosnan fer með aðalhlutverkið í kvikmynd- inni The Matador en þar leikur hann taugaveiklaða útgáfu af þekktustu per- sónu sinni, James Bond. Danny Wright heldur til Mexíkó í þeirri von að fá stórt verkefni og bjarga ástríðulausu hjónabandi sem stendur höllum fæti. Allt geng- ur að óskum og Wright fagnar með margarítudrykk í þeirri von að ein- ungis sé formsatriði að ganga frá samningum. Á hótelbarnum hittir hann Julian Noble sem er frekar ómannblendinn og fráhrindandi náungi en þeir taka tal saman. Eftir frekar stutt kynni hefur Wright fengið ógeð á náunganum sem virð- ist ljúga og svíkja án nokkurs til- efnis. Tíminn líður og ekkert virð- ist bóla á öruggum sigri Wrights en til að stytta sér stundir vingast hann við hinn stórfurðulega Noble sem er ekki eins og fólk er flest. Á nautaati trúir Noble honum fyrir leyndarmáli; hann sé leigu- morðinginn Matador og tilbreyt- ingalaust líf hans tekur óvænta beygju þegar Wright fær stutta kennslustund í nákvæmum fræð- um leigumorðingja. Spennan ber hann nánast ofurliði en vinabönd- in styrkjast til muna. Þegar leið- ir skiljast vill Wright þó sem minnst af þessum kynnum vita enda lítur það illa út á pappírun- um ef fréttist að hann eigi leigu- morðingja sem vin. Á meðan Wright gengur allt í haginn heima fyrir fjarar smám saman undan ferli Nobles. Öll mistök eru dýrkeypt og þegar morð á valdamiklum Indverja mistekst hefja atvinnurekend- urnir leit að Noble í þeim tilgangi að láta hann hverfa af yfirborði jarðar. Noble á aðeins einn vin sem hann getur treyst en það er Danny Wright. Þegar leigumorð- inginn birtist óboðinn á heimili Wright-hjónanna á eftir að draga til tíðinda en leigumorðinginn virðist eiga hönk upp í bakið á vini sínum. Greg Kinnear leikur Danny en margir kannast við hann úr kvikmyndinni As Good as it Gets þar sem Jack Nicholson fór hamförum í hlutverki Melvin Udall. Kinnear vakti fyrst athygli fyrir leik í sjónvarpi en ferill hans á hvíta tjaldinu tók mikinn kipp þegar hann lék á móti Harri- son Ford í Sabrinu. Það vakti mikla athygli þegar Pierce Brosnan hætti við að leika James Bond og Daniel Craig var ráðinn í hans stað. Brosnan hafði tekist að koma enska leyniþjón- ustumanninum aftur á þann stall sem honum bar en eftir hrakfarir Die Another Day var ljóst að ferskt blóð þurfti. Hvort rétt var að skipta Brosnan út skal ósagt látið en fjöl- margir aðdáendur hans hafa látið Craig finna fyrir óánægju sinni. Leikarinn írski hefur sjálfur sagst feginn að vera laus undan oki Bond-veldisins og getað einbeitt sér enn frekar að öðrum hlutverk- um. -fgg Taugaveiklaður Bond Írski leikarinn Peter O‘Toole hefur verið að í fimm áratugi og hefur þegar hlotið heiðursverðlaun Óskarsaka- demíunnar. Hann er þó hvergi nærri hættur og er með tvær kvikmyndir í burðarliðunum. Ekki er langt síðan að O‘Toole lék við hlið Erics Bana og Brads Pitt í Troy en „ungstirnin“ áttu varla roð í aldna höfðingjann. O‘Toole ætlaði sér alltaf að verða blaðamaður og hóf störf sem slíkur. Þegar leikarinn náði átján ára aldri átt- aði hann sig á því að leiklistin heillaði hann meira og ákvað að reyna fyrir sér sem slíkur. Hann starfaði fyrst um sinn sem útvarpsþulur en komst síðan að hjá hinum Konunglega Leiklistarskóla þar sem skólafélagar hans voru ekki ómerkari menn en Richard Harris og Albert Finney. Árið 1960 birtist leikarinn í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu með eftirminnilegum hætti í kvikmyndinni The Day They Robbed the Bank of England. Tveim árum síðar réði David Lean hann til að leika Arab- íu-Lawrence og stjarna leikarans reis ógnarhratt enda hreppti hann Bafta- verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Persónur O‘Toole hafa yfirleitt mikla réttlætiskennd og sterka sannfæringu. Leikur hans er oftar en ekki óaðfinnanlegur þó mörgum kunni að þykja O‘Toole tilgerðarlegur. Sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna segja hins vegar alla söguna sem þarf um gæði þessa mikla leikara þótt stundum hafi kvikmyndagagnrýnend- ur velt vöngum yfir hlutverkavali hans og nægir þar að nefna Caligula sem var heldur „vafasöm“ og jaðraði við klám að margra mati. PETER O‘TOOLE Hinn aldni höfðingi sem nýtur mikillar virðingar innan kvikmynda- heimsins og mörgum leikur- um þykir forréttindi að starfa við hlið hans. Lifandi goðsögn Seinni heimsstyrjöldin fer illa með námubæinn Yorkshire og kröpp kjör Carraclough-fjölskyld- unnar neyðir hana til að selja sína heittelskuðu tík Lassie til hertog- ans af Rudling. Þegar henni tekst loks að sleppa úr búri sínu áttar Lassie sig á því að hún er stödd á Skotlandi í 250 kílómetra fjarlægð frá eigendum sínum. Þrátt fyrir það er tíkin harðákveðin í að kom- ast aftur til síns heima og leggur upp í mikla hættuför þar sem bæði náttúran og mannfólkið reyna að bregða fyrir hana fæti. Heimþráin rekur hana þó miskunnarlaust áfram og Lassie vonast til að koma heim fyrir jólin. Ellefu kvikmyndir hafa verið gerðar um undrahundinn Lassie en tíkin hefur heillað heimsbyggð- ina frá árinu 1938 þegar sagan birtist fyrst á prenti í The Satur- day Evening Post. Fyrsta kvik- myndin um tíkina var frumsýnd árið 1943 en þá var sjálf Elisabeth Taylor í aðalhlutverkinu auk Mick- ey Rooney. Nokkrar framhalds- myndir voru gerðar og lék stór- leikarinn Jimmy Stewart meðal annars í einni slíkri. Þá hafa verið gerðir sjónvarpsþættir um þenn- an loðna vin og hlutu þeir meðal annars Emmy-verðlaunin tvö ár í röð um miðjan sjötta áratuginn. Að þessu sinni er það einvalalið leikara sem aðstoðar Lassie en það eru þau Samantha Morton og Peter O‘Toole og leikstjóri er Charles Sturridge. ■ Lassie snýr aftur HINN ELSKAÐI HUNDUR Carraclough-fjölskyldan neyðist til að selja Lassie þegar hún lendir í miklum fjárhagsörðugleikum. Árið 2000 sló Martin Lawrence eftirminnilega í gegn með kvik- myndinni Big Momma‘s House þegar FBI fulltrúinn Malcolm Turner dulbjó sig sem stórbein- ótta frænkan Hattie Mae Pierce sem gætti mikilvægs vitnis og klófesti hættulegan bankaræn- ingja. Hollywood er aldrei lengi að þefa uppi framhaldsmyndir sem gætu hugsanlega malað gull og sex árum síðar er Turner mætt- ur aftur. Að þessu sinni varðar málið þjóðaröryggi en Turner kemst á snoðir um vírus sem gæti sýkt allar tölvur helstu öryggisstofn- ana Bandaríkjanna. Til að koma höggi á hönnuðinn Tom Fuller neyðist FBI lögreglumaðurinn að dulbúast sem barnapía fyrir fjöl- skylduna en verður fljótlega ljóst að stærsta vandamálið er ekki Fuller heldur hin mjög svo van- stillta fjölskylda. Warner leggur þó ekki árar í bát heldur tekst á við vandamálið eins og Big Momma er einni lagið. Martin Lawrence er einn af vinsælustu gamanleikurum Bandaríkjanna en hann komst á allra varir þegar Bad Boys-mynd- irnar tvær slógu í gegn. Hann er þó viðriðinn fleira en kvikmynda- leik því Lawrance er hugmynda- smiðurinn á bak við sjónvarps- þáttinn Def Comedy Jam og á heiðurinn af ferli Chris Tucker og Damon Wayans, svo einhverjir séu nefndir. ■ HATTIE MAE PIERCE Lætur Fuller-fjölskyld- una finna til tevatnsins enda er fjölskyldu- faðirinn hönnuður að hættulegum vírus. Endurkoma frænkunnar „There may be honor among thieves, but there‘s none in politicians.“ T.E. Lawrence, betur þekktur sem Arabíu-Lawrence þekkti muninn á þjófum og stjórnmálamönnum. Peter O‘Toole lék þessa mögnuðu frelsishetju með tilþrifum í Lawrence of Arabia. > Ekki missa af... Syriana eftir Stephen Gaghan. Skuggaleg lýsing á spillingu olíuiðnaðarins og afleiðingum hans á daglegt líf ólíkra manna. Spennandi mynd um eldfimt efni í orðsins fyllstu merkingu. NOBLE OG WRIGHT Koma úr ólíkri átt en með þeim tekst vinskapur sem á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Aðalvinningur er: Playstation2 + PSP+24 + The Godfather Aukavinningar eru: 24 Tölvuleikir • The Godfather tölvuleikir PS2 stýripinnar • Playstation minniskort DVD myndir • Varningur tengdur PS2 og tölvuleikjum Fullt af öðrum tölvuleikjum • Pepsi kippur og margt fleira Þú sendir SMS skeytið BTC F24 á númerið 1900 Þú svarar spurningu Þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Playstation 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.