Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 62
Stjórn á
blóðþrýstingi
LH inniheldur náttúruleg
lífvirk peptíð sem geta
hjálpað til við stjórn
á blóðþrýstingi
LH-drykkurinn er gerður úr
undanrennu og er því fitulaus.
Auk peptíðanna inniheldur
hann í ríkum mæli kalk,
kalíum og magníum en
rannsóknir benda til að þessi
steinefni hafi einnig jákvæð
áhrif á blóðþrýsting.
F restur hjá popparanum Michael Jackson til að borga starfsfólki sínu á
Neverland-búgarð-
inum rann út í
gær. Starfsfólkið
á inni vangoldin
laun upp á rúmar
tuttugu milljónir
og geti Jackson
ekki borgað á hann
yfir höfði sér enn
eina málssóknina.
���������
����������������
��������������������������
�������������
��
�����������������
���
�������
����������
H
rin
gb
ro
t
����������������
Shadow of the Colossus er frá sömu
aðilum og gerðu ICO, leik sem
margir hörðustu spilarar telja ein-
hvern besta leik sem komið hefur
út á PlayStation 2. Sá leikur fékk þó
ekki þá athygli sem hann átti skilið
og í raun fór hann framhjá flestum
þannig að væntingarnar mínar
voru gríðarlegar og spennan eftir
því þegar ég horfði á eftir Shadow
of the Colossus-disknum hverfa inn
í vélina. Að því búnu var ekkert
annað að gera en að koma sér vel
fyrir þar sem magnað myndskeið
þaut áfram á skjánum til þess að
koma manni í stemningu fyrir leik-
inn.
Myndbrotinu lýkur á því að aðal-
persóna leikjarins ber stúlku upp á
eins konar altari, leggur hana frá
sér og fær tilskipanir frá drunga-
legri röddu að hann þurfi að sigra
nokkrar illar verur til þess að vekja
stúlkuna aftur til lífs. Þetta hljómar
eins og söguþráður í öðrum hverj-
um ævintýraleik og því er mjög
mikilvægt að slagkrafturinn í
framsetningunni sé mikill og mögn-
uð stemning náist upp. Það tekst
heldur betur í þessu tilfelli enda
gerist leikurinn í stórbrotnu lands-
lagi þar sem aðalsöguhetjan geysist
um á fögrum fáki í leit að þessum
illu verum sem hann þarf að sigrast
á.
Allar þessar illu vættir eiga það
sameiginlegt að vera gríðarstórar
og er litlu púðri eytt í einhverja
smákalla sem eiga að stöðva mann í
leitinni að þeim. Leikurinn er því í
raun uppfullur af aðal vonduköll-
um eða „endaköllum“ eins og þeir
nefnast í daglegu tali. Verurnar eru
allar það stórar að hetjan þarf
að finna ýmsar leiðir til að ráða nið-
urlögum þeirra og oftar en ekki
hangir hetjan á þeim í örvæntingu
og bíður eftir tækifæri til þess að
reka sverðið á bólakaf, hvort sem
það er í höfuð, bak eða hvað annað
sem þarf til þess að sigra.
Þetta finnst mér heppnast gríð-
arlega vel og spennan magnast
verulega þegar verið er að klára
kvikindi sem er svo stórt að maður
sér það sjaldnast í heilu lagi og
varla þá helminginn af því.
Grafíkin í leiknum er öll til fyrir-
myndar og nokkuð ljóst að hún er
ein sú flottasta sem sést hefur á
PlayStation 2. Í raun er leikurinn
frábær í alla staði og fátt hægt að
setja út á hann nema kannski að
hann á til að verða svolítið auðveld-
ur þegar á líður en þó aldrei svo
auðveldur að það verði óþolandi.
Sumsé er hér á ferðinni magnaður
leikur fyrir alla þá sem vott af
ævintýraþrá og kunna að höndla
stýripinnann. Sverrir Bergmann
Ævintýralega
góður risaleikur
SHADOW OF THE COLOSSUS
Vélbúnaður: PLAYSTATION 2
Heildareinkunn: 9.5.
Niðurstaða Frábær leikur í alla staði og fátt
sem hægt er að setja út á. Grafíkin er með því
flottasta sem sést hefur en hann verður þó full
auðveldur á köflum.
Daniel Craig þarf engu að kvíða
þegar kemur að stuðningi frá
leikstjóranum Martin Campbell
en hann lýsti því yfir í viðtali að
Craig væri betri Bond en Conn-
ery, Moore og Brosnan. „Daniel
Craig er einfaldlega besti James
Bond allra tíma,“ sagði Camp-
bell við blaðamenn á dögunum
en hann ætti að hafa reynsluna
því Campbell var við stjórnvöl-
inn í fyrstu mynd Brosnans,
Goldeneye. „Bond mun þjást
bæði líkamlega og andlega en
við hefðum ekki getað gert slíka
hluti með Pierce,“ hélt Campbell
áfram og Craig hlýtur að vera
honum ævinlega þakklátur fyrir
þennan opinbera stuðning enda
orðið fyrir miklu aðkasti undan-
farið. „Hann berst með hnefun-
um en ekki einhverjum tölvu-
gerðum hlutum,“ bætti Campbell
við og vísaði á bug þeim fregn-
um að Craig kynni ekki að keyra
sjálfskiptan bíl. „Tökudagarnir
verða honum líkamlega erfiðir,“
sagði hann. ■
Besti Bond sögunnar?
DANIEL CRAIG Nýtur stuðnings hjá leikstjór-
anum Martin Campbell, sem segir hann
besta Bond allra tíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FRÉTTIR AF FÓLKI
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 8 og 10
RENT kl. 10 B.I. 14 ÁRA
YOURS, MINE & OURS kl. 8
PINK PANTHER kl. 6
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA
BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 6.50, 9 og 11.10
RENT kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 14 ÁRA
CAPOTE kl. 5.30 og 8 B.I. 16 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5.20 og 10 B.I. 12 ÁRA
CONTANT GARDENER kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA
BANGSALINGUR kl. 8 HINSEGIN BÍÓDAGAR
BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15
BIG SÝND Í Í LÚXUS kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA
RENT kl. 8 og 10.45 B.I. 14 ÁRA
YOURS MINE AND OURS kl. 4 og 6
PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50 og 10.10
NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50
WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
BANGSALINGUR
SÝND KL. 8
SKEMMTU ÞÉR VEL
Á FRÁBÆRRI FJÖLSKYLDUMYND!
UPPLIFÐU MAGNAÐAN
SÖNGLEIKINN!!
STÚTFULL AF
STÓRKOSTLEGRI
TÓNLIST!
2 FYRIR 1
FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR
ÓSKARS-
VERÐLAUNIN
sem besta leik-
kona í aðalhlut-
verki - Reese
Witherspoon
ÓSKARSVERÐLAUNIN
Besta leikkona
í aukahlutverki
Rachel Wisz
8 KRAKKAR.
FORELDRARNIR.
ÞAÐ GETUR ALLT FARIÐ
ÚRSKEIÐIS.
- DÖJ, kvikmyndir.com
ÓSKARSVERÐLAUNIN
sem besti leikari í
aðalhlutverki
STEVE MARTIN
KEVIN KLINE
JEAN RENO
BEYONCÉ
KNOWLES
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
Pink Panther demanturinn er
horfinn og heimsins frægasta
rannsóknarlögregla gerir allt
til þess að klúðra málinu...
Mamma allra
grínmynda er
mætt aftur í
bíó!
Fór beint
á toppin í
Bandaríkjnum
Í REGNBOGANUM
- SV MBL.IS
WWW.XY.IS
200 kr.
afsláttur fyrir
XY félaga