Fréttablaðið - 16.03.2006, Qupperneq 64
48 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
13 14 15 16 17 18 19
Fimmtudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Keflavík og Fjölnir mætast í
úrslitakeppni Iceland Express-deild-
arinnar í körfubolta í Keflavík.
20.00 KR og Snæfell mætast í
úrslitakeppni Iceland Express-deild-
arinnar í körfubolta í DHL-höllinni.
■ ■ SJÓNVARP
19.10 Gillette World Cup á Sýn.
Öll liðin á HM eru tekin ítarlega fyrir.
19.45 Iceland Express-deildin á
Sýn. Bein útsendnding frá leik KR og
Snæfells.
21.40 HM í Þýskalandi 2006 á
Sýn. Upphitunarþáttur fyrir þetta
stærsta fótboltamót í heimi.
22.10 A1Grand Prix á Sýn.
Fréttaþáttur um kappaksturinn.
Handboltamaðurinn Bjarni Fritszon er
búinn að koma sér vel fyrir hjá franska
úrvalsdeildarliðinu Créteil, en þangað
fór hann í sumar eftir að hafa leikið
með ÍR síðustu ár. Créteil er rétt
utan við höfuðborgina París og
hefur Bjarna líkað vistin afar vel
það sem af er, en hann og Ragnar
Óskarsson eru einu fulltrúar
Íslands í frönsku úrvalsdeild-
inni í handbolta. „Þetta
hefur tekið smá tíma en
mér líður mjög vel hérna í
Frakklandi,“ sagði Bjarni við
Fréttablaðið.
„Fyrst eftir að ég kom var
ég að basla við að klára sál-
fræðina í fjarnámi frá Íslandi og
það tók sinn toll. Ég gerði mér
í raun ekki grein fyrir því hvað það var
mikilvægt að komast inn í tungumálið
og menninguna hér. En eftir að ég lauk
náminu hefur þetta gengið mun betur
og núna eftir áramót hef ég verið að
spila mjög mikið,“ segir Bjarni, sem er
nú orðinn fyrsti kostur í hægra hornið
hjá Créteil. Liðið er um miðja deild
í Frakklandi og hefur ekki staðið
undir væntingum í heima-
landinu en í Evrópukeppninni
hefur gengið mun betur og
er liðið komið í undanúrslit
í EHF-keppninni þar sem
andstæðingurinn er lið
Göppingen í Þýskalandi.
„Hópurinn samanstendur að
miklu leyti af leikmönnum
sem hafa spilað lengi saman
og það virðist sem það vanti aðeins
upp á metnaðinn fyrir að standa sig vel
í deildinni. Við erum miklu betri í Evrópu-
keppninni og það er eins og menn leggi
sig einhvern veginn miklu frekar fram
þar,“ segir Bjarni og bætir því við að liðið
stefni að sjálfsögðu að komast í úrslitin í
EHF-keppninni.
Bjarni kveðst hafa bætt sig töluvert
sem leikmaður, enda varla annað hægt
í jafn sterkri deild og sú franska er.
„Deildin er sterkari en ég átti von á og
liðin hér æfa gríðarlega mikið, allt að tíu
sinnum í viku fyrir utan sjálfa leikina,“
segir Bjarni, sem spilar eingöngu í horn-
inu en ekki neitt í skyttustöðunni eins
og hann gerði jafnan hjá ÍR í fyrra. „Ég
hef ekkert að gera í skyttuna í þessum
alþjóðlega bolta. Ég er allt of lítill.“
HANDBOLTAMAÐURINN BJARNI FRITZSON: HEFUR KOMIÐ SÉR VEL FYRIR Í FRAKKLANDI
Er allt of lítill til að spila í skyttustöðunni
> Ísland fellur um eitt sæti
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 97.
sæti á styrkleikalista alþjóða knatt-
spyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn
var út í gær. Liðið hefur fallið um eitt
sæti frá því í febrúar og tvö sæti frá því
á sama tíma í fyrra. Frá því að síðasti
listi var
gefinn
út hefur
landsliðið
leikið
einn leik,
vináttu-
leik gegn
Trínidad
og Tóbagó í London sem tapaðist,
2-0. Brasilíumenn er sem fyrr í efsta
sæti listans en Tékkar eru í öðru sæti
og Hollendingar í því þriðja. Þá eru
Bandaríkjamenn komnir upp í fimmta
sæti listans.
Lacetti
Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12
Sími 590 2000 - www.benni.is
Opnunartilboð!
DVD ferðaspilari
fylgir öllum nýjum
Chevrolet bílum
Chevrolet gæði - frábært verð !
FÓTBOLTI Enski miðjumaðurinn Ian
Jeffs, sem leikið hefur með ÍBV
síðustu þrjú ár, fór nýlega á
reynslu til sænska úrvalsdeildar-
liðsins Örebro og var þar í fjóra
daga. Jeffs lék tvo æfingaleiki
með liðinu á þeim tíma og að því
er fram kemur á heimasíðu félags-
ins stóð Jeffs sig mjög vel, en hann
er samningsbundinn Eyjamönn-
um út næsta sumar. Þess má geta
að Hlynur Stefánsson, fyrrum
leikmaður ÍBV, lék með Örebro á
sínum tíma.
Að sögn Viðars Elíassonar, for-
manns knattspyrnudeildar ÍBV,
hafði félagið ekkert heyrt í for-
ráðamönnum Örebro og því var
málið í biðstöðu. „En við viljum
alls ekki missa Jeffs. Hann er
algjör lykilmaður hjá okkur,“
sagði Viðar, en Jeffs hefur leikið
48 leiki með liði ÍBV í Landsbanka-
deildinni síðustu þrjú ár og skorað
í þeim átta mörk. - vig
Ian Jeffs fór á reynslu til Örebro í Svíþjóð:
Viljum ekki missa hann
IAN JEFFS Hefur verið einn albesti leikmað-
ur ÍBV síðustu ár og má liðið illa við því að
missa hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Halldór í tveggja leikja bann
Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkur, var
í gær dæmdur í tveggja leikja bann af
aganefnd KKÍ í kjölfar brottrekstursvillu
sem hann hlaut í leik gegn Keflavík í
Iceland Express-deildinni sl. fimmtudag.
Halldór var kærður fyrir óhófleg mót-
mæli við dómara en þetta er í annað
sinn sem hann er kærður til aganefndar
í vetur.
HANDBOLTI Bæði Arnóri og Sigfúsi
Sigurðssyni var tjáð á dögunum af
hálfu Magdeburg að þjónustu
þeirra væri ekki óskað lengur en
fram á næsta sumar. Arnór er
samningsbundinn Magdeburg
fram á sumar 2007 en eðli málsins
samkvæmt vill hann ekki vera
lengur hjá félagi sem vill ekki
nýta krafta hans og því er hann
farinn að líta alvarlega í kringum
sig en Magdeburg mun ekki standa
i vegi fyrir brottför hans finni
hann sér nýtt félag.
„Það eru tvö þýsk úrvalsdeild-
arfélög búin að setja sig í samband
við mig og ég funda væntanlega
með þeim í næstu viku,“ sagði
Arnór en það er ekki eingöngu
áhugi frá Þýskalandi á skyttunni
öflugu frá Akureyri. „Ég hef feng-
ið fyrirspurnir frá liðum í Dan-
mörku, Svíþjóð og Frakklandi en
hef ýtt þeim til hliðar á meðan ég
skoða mín mál í Þýskalandi því
hér vil ég helst vera. Þýskaland er
klárlega minn besti kostur.“
Arnór vildi ekki tala um hvaða
lið það væru sem hefðu áhuga á
honum en sagði þau bæði sigla
frekar lygnan sjó í úrvalsdeildinni
og ekki líkleg til að falla.
„Þetta gæti verið fínn kostur
fyrir mig enda fengi ég örugglega
að spila meira hjá þessum liðum
en ég hef fengið hjá Magdeburg
og ég þarf klárlega á því að halda
að spila meira á meðal þeirra
bestu ef ég á að bæta minn leik,“
sagði Arnór. henry@frettabladid.is
Áhugi frá Þýskalandi og víðar
Arnór Atlason þarf ekki að kvíða framtíðinni þótt þýska liðið Magdeburg vilji ekki nýta krafta hans áfram.
Tvö þýsk úrvalsdeildarfélög hafa sýnt honum áhuga, sem og lið frá Danmörku, Svíþjóð og Frakklandi.
ARNÓR ATLASON Mun ræða við tvö þýsk félög fljótlega en Magdeburg hefur ekki áhuga á
að nýta krafta hans lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FÓTBOLTI Margir stuðningsmenn
Liverpool stukku hæð sína í loft
upp í gær þegar Sky-fréttastofan
greindi frá því að knattspyrnu-
stjóri félagsins, Rafael Benitez,
hefði framlengt samning sinn
við félagið.
Mikið hefur verið rætt og
ritað um framtíð spænska stjór-
ans síðustu vikur en fullvíst var
talið að spænska stórliðið Real
Madrid myndi freista hans veru-
lega. Af því verður augljóslega
ekki eftir þessi tíðindi.
Í frétt Sky kemur einnig fram
að Benitez hefði framlengt samn-
ing sinn við félagið um eitt ár.
Samningur hans nær því til árs-
ins 2010. - hbg
Gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool:
Benitez búinn að
framlengja
RAFAEL BENITEZ Er ekki búinn að ljúka
ætlunarverki sínu hjá Liverpool.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES