Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 66
 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR50 KÖRFUBOLTI Alls níu þjálfarar af tólf tilnefndu Friðrik sem besta leik- mann tímabilsins og undirstrikar það hversu mikla yfirburði hann hafði í kjörinu. Þjálfararnir voru beðnir um að tilnefna þrjá bestu leikmenn tíma- bilsins að þeirra mati og voru gefin fimm stig fyrir þann besta, þrjú stig fyrir þann næstbesta og eitt stig fyrir þann þriðja besta. Taka skal fram að þjálfurum var ekki heimilt að velja leikmann úr eigin liði og því voru það í raun aðeins tveir þjálfarar sem töldu einhvern annan en Friðrik vera besta leik- manninn í ár, en Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, mátti ekki tilnefna Friðrik. Friðrik hlaut alls 46 stig, rétt rúmum þriðjungi meira en Ing- valdur Magni Hafsteinsson úr Snæfelli, sem varð í öðru sæti með 30 stig. Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík varð síðan þriðji í kjör- inu með 14 stig. Alls fengu sjö leikmenn atkvæði í kjörinu en Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, er fjórði besti leikmaður deildarinnar að mati þjálfara og Þorleifur Ólafsson úr Grindavík sá fimmti. Félagarnir úr Njarðvík, Jóhann Ólafsson og Brenton Birmingham, lentu síðan í 6. og 7. sæti en Jóhann hlaut þrjú stig og Brenton eitt. Besta tímabilið á ferlinum „Það hefur gengið mjög vel og ég get varla sagt annað en að þetta komi mér á óvart. Þetta er mjög ánægjulegt og bætir kannski aðeins upp fyrir vonbrigðin gegn Keflavík í síðasta leiknum,“ sagði Friðrik þegar Fréttablaðið færði honum tíðindin. Friðrik, sem verður brátt þrí- tugur, hefur átt frábært tímabil með Njarðvíkingum í ár og átt hvað stærstan þátt í velgengni liðsins á tímabilinu. Hann varð næststiga- hæsti leikmaður liðsins á eftir Jeb Ivey í vetur með 17,1 stig að meðal- tali í leik auk þess sem hann hefur hirti 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann hefur auk þess varið um tvo skot í leik og gefið 3,3 stoðsend- ingar að meðaltali. Skotnýting hans er með besta móti, eða 54,2% sem er fimmta besta nýting deildarinn- ar og þá má ekki gleyma því að Friðrik er maðurinn sem bindur saman vörn Njarðvíkurliðsins, sem samkvæmt tölfræðinni er sú besta í deildinni. „Mér finnst þetta hafa verið besta tímabilið mitt á ferlinum. Ég finn það alveg,“ segir Friðrik, sem tekið hefur stórstígum framförum í vetur þegar horft er til flestra af mikilvægustu þáttum tölfræðinn- ar. Hann hefur bætt stigaskorið frá því í fyrra um rúm þrjú stig í leik og einnig bætt sig verulega frá- köstum og stoðsendingum. Friðrik þakkar árangurinn þrotlausum æfingum síðasta sumar. „Ég var í þéttri dagskrá með landsliðinu í sumar og síðan tók við langt undirbúningstímabil hjá Njarðvík. að er að skila sér í góðu formi. Síðan er ég náttúrulega í frá- bæru liði með frábærum leikmönn- um og þeir eiga stærstan þátt í þess- ari velgengni minni á tímabilinu,“ segir Friðrik, sem telur Njarðvíkur- liðið eiga mikið inni fyrir úrslita- keppnina. „Við höfum alls ekki verið að spila okkar besta bolta eftir jól og getum bætt okkur mikið. Von- andi höfum við bara verið að spara okkur fyrir úrslitakeppnina.“ Friðrik er á sömu línu og þjálf- ararnir þegar hann er spurður um hvern hann telji hafa staðið upp úr í deildinni í vetur. „Magnús og Páll Axel hafa átt frábært tímabil ef horft er til sóknarleiksins en Magni hefur hefur verið ótrúlega drjúgur fyrir Snæfell í vetur, bæði í sókn og vörn. Hann fengi líklega mitt atkvæði.“ vignir@frettabladid.is Friðrik bestur að mati þjálfara Friðrik Stefánsson, miðherji Njarðvíkur, er besti leikmaður Intersport-deildarinnar í körfubolta í ár að mati allra þjálfara deildarinnar. Friðrik hafði mikla yfirburði í kjörinu, sem allir þjálfarar deildarinnar tóku þátt í. Ingvaldur Magni Hafsteinsson úr Snæfelli varð þriðji og Páll Axel Vilbergsson, Grindavík, þriðji. MAGNI HAFSTEINSSON Hefur tekið að sér hlutverk leiðtogans í liði Snæfells eftur að Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvalds- son hurfu á braut í sumar og spilað frábær- lega í vetur, jafnt í sókn sem vörn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRIÐRIK STEFÁNSSON Segir sjálfur að tíma- bilið í ár hafi verið hans besta á ferlinum. Friðrik hefur bætt sig í langflestum þáttum tölfræðinnar og verið einn af lykilmönnun- um á bakvið velgengni Njarðvíkur-liðsins í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR BESTI LEIKMAÐUR TÍMABILSINS Stig 1. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 46 2. Ingvaldur Magni Hafsteinsson. Snæfell 30 3. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 14 4. Magnús Gunnarsson - Keflavík 9 5. Þorleifur Ólafsson, Grindavík 5 6. Jóhann Ólafsson, Njarðvík 3 7. Brenton Birmingham, Njarðvík 1 STIGAHÆSTU LEIKMENN 1. A.J. Moey, Keflavík 28,9 2. Jeremiah Johnson, Grindavík 27,5 3. Clifton Cook, Hamar/Selfoss 27,3 4. Nemjana Sovic, Fjölnir 26,4 5. Jeb Ivey, Njarðvík 24,2 6. Theo Dixon, ÍR 24,0 7. Jovan Zdravevski, Skallagrímur 23,6 8. Eugene Christopher, Höttur 22,5 9. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 20,7 10. Nate Brown, Snæfelli 19,7 FLEST FRÁKÖST 1. George Byrd, Skallagrímur 16,5 2. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 11,3 3. A.J. Moey, Keflavík 10,7 4. Ómar Örn Sævarsson, ÍR 10,1 5.-6. Igor Beljanski, Snæfelli 10,0 5.-6. Mario Myles, Þór Ak. 10,0 7. Svavar Páll Pálsson, Hamar/Selfoss 8,6 8.-9. Kristinn Jónasson, Haukar 8,4 8.-9. Páll Kristinsson, Grindavík 8,4 10. Clifton Cook, Hamar/Selfoss 7,9 FLESTAR STOÐSENDINGAR 1. Jeremiah Johnson, Grindavík 7,0 2. Sævar Ingi Haraldsson, Haukar 6,8 3. Nate Brown, Snæfelli 6,7 4. Jeb Ivey, Njarðvík 5,9 5. Dimitar Karadzovski, Skallagrímur 5,3 6. Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 5,1 7. Lárus Jónsson, Fjölnir 4,7 8.-9. Clifton Cook, Hamar/Selfoss 4,4 8.-9. Mario Myles, Þór Ak. 4,4 10. Hörður A. Vilhjálmsson, Fjölnir 4,2 FLEST VARIN SKOT 1. Egill Jónasson, Njarðvík 3,62 2. George Byrd, Skallagrímur 2,63 3. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 1,91 4. Peter Gecolovsky, Höttur 1,40 5. Þorsteinn Húnfjörð, Þór Ak. 1,36 6. Ingvaldur M. Hafsteinsson, Snæfell 1,27 7. Nedsad Biberovic, Grindavík 1,25 8. Ómar Örn Sævarsson, ÍR 1,18 9. Jón Nordal Hafsteinsson, Keflavík 1,11 10. AJ Moey, Keflavík 0,84 FLESTIR STOLNIR BOLTAR 1. Clifton Cook, Hamar 3,50 2. Sævar Ingi Haraldsson, Haukar 3,18 3. Jeremiah Johnson, Keflavík 3,16 4. Nate Brown, Snæfell 3,11 5. Brenton Birmingham, Njarðvík 3,09 6. Eugene Cristopher, Höttur 3,00 7. Theo Dixon, ÍR 2,27 8. Eiríkur Önundarson, ÍR 2,19 9. Helgi Reynir Guðmundsson, Snæfell 2,18 10. Mario Myles, Þór Ak. 2,00 BESTA VÍTANÝTING 1. Nemjana Sovic, Fjölni 86,4% 2. Jeb Ivey, Njarðvík 83,5% 3.-4. Þorleifur Ólafsson, Grindavík 82,9% 3.-4. Magnús Gunnarsson, Keflavík 82,9% 5. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 82,5% 6. Marvin Valdimarsson, Fjölni 82,0% 7. Sveinbjörn Claessen, ÍR 81,6% 8. Sigurður Þ. Einarsson, Haukar 80,8% 9. Pétur M. Sigurðss., Skallagrímur 80,4% 10. Mark Woodhouse, Þór Ak. 80,0% BESTA 3-STIGA SKOTNÝTING 1. Brynjar Þór Björnsson, KR 43,9% 2. Jeb Ivey, Njarðvík 43,7% 3. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 43,3% 4. Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík 43,2% 5. Gunnar Einarsson, Keflavík 43,1% 6. Jovan Zadrevski, Skallagrímur 42,9% 7. Pétur M. Sigurðss., Skallagrímur 42,4% 8. Jeremiah Johnson, Grindavík 41,6% 9. Eugene Cristopher, Höttur 41,4% 10. Nemjana Sovic, Fjölnir 41,4% BESTA 2-STIGA SKOTNÝTING 1. Brenton Birmingham, Njarðvík 64,1% 2. A.J. Moey, Keflavík 61,1% 3. Magnús Gunnarsson, Keflavík 60,6% 4. Jón N. Hafsteinsson Keflavík 60,3% 5. Jovan Zadrevski, Skallagrímur 58,4% 6. Nemjana Sovic, Fjölni 58,0% 7. George Byrd, Skallagrímur 58,0% 8. Níels Páll Dungal, KR 58,0% 9. Igor Beljanski, Snæfell 57,6% 10. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 57,1% BESTA SKOTNÝTING 1. Jón N. Hafsteinsson Keflavík 59,7% 2. A.J. Moey, Keflavík 58,9% 3. Ómar Örn Sævarsson, ÍR 54,8% 4. Nemjana Sovic, Fjölni 54,4% 5. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 54,2% 6. Igor Beljanski, Snæfell 54,0% 7. George Byrd, Skallagrímur 53,6% 8. Jovan Zadrevski, Skallagrímur 52,4% 9. Páll Kristinsson, Grindavík 51,1% 10. Brenton Birmingham, Njarðvík 51,0% *ATH. Aðeins þeir leikmenn sem spiluðu a.m.k. helming leikja tímabilsins, eða 11 talsins, eru gjaldgengir á listana. KÖRFUBOLTI Jeb Ivey úr Njarðvík, A.J. Moey úr Keflavík og Jeremiah Johnson úr Grindavík hlutu allir fjögur atkvæði frá þjálfurum landsins í kjöri á besta erlenda leikmanni deildarinnar. Þjálfararnir voru aðeins beðnir um að velja einn erlendan leikmann sem þeir töldu vera þann besta á tímabilinu og var ekki boðið upp á þann möguleika að velja þá tvo sem koma þar á eftir, líkt og gert var í valinu á besta íslenska leikmanninum. Fyrir vikið urðu niðurstöðurnar ekki eins nákvæmar en þó má segja að það sé vel við hæfi að erlendu leikmennirnir í þremur af allra bestu liðum deildarinnar í vetur deili með sér titlinum. - vig Besti erlendi leikmaður Intersport-deildarinnar: Suðurnesjamennirnir fengu jafnmörg atkvæði ÞRÍR BESTU A.J. Moey, Jeb Ivey og Jeremiah Johnson eiga það sam- eiginlegt að spila með liðunum á Suðurnesjunum. Allir hafa þeir verið frábærir í vetur. BESTI ERLENDI LEIKMAÐURINN Stig 1.-3. Jeb Ivey, Njarðvík 4 1.-3. A.J. Moey, Keflavík 4 1.-3. Jeremiah Johnson, Grindavík 4 TÖLFRÆÐIN Í VETUR KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarararnir í Keflavík taka á móti Fjölni í átta liða úrslitakeppni Iceland- Express deildar karla í kvöld. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, er hvergi banginn fyrir leikina en Keflavík hefur unnið alla þrjá leiki liðanna á tímabil- inu. „Við getum unnið Keflavík. Það er ekkert lið í deildinni ósigr- andi. Vissulega verður við ramm- an reip að draga hjá okkur enda er Keflavík með besta liðið í dag samkvæmt töflunni. En við ætlum að koma á óvart í úrslitakeppn- inni og byrja strax,“ sagði Bene- dikt, sem býst við spennandi úrslitarimmu. Keflavík hefur orðið Íslands- meistari undanfarin þrjú ár og hafa á reynslumiklu liði á að skipa. „Þeir eru með toppleikmenn í öllum stöðum og mikla breidd og hafa sigurhefðina með sér. Þeir kunna þetta allt saman á meðan við erum enn að læra og því erum við ekkert að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. En við erum hvergi bangnir,“ sagði Benedikt. Keflvíkingar hafa á frábæru liði á að skipa en Benedikt telur einn mann bera af í liðinu. „A.J. Moey er frábær leikmaður sem jaðrar við að vera snillingur. Hann er ekki þessi leikmaður sem er bara með tölur sjálfur heldur gerir hann liðið betra. Hann er gullmoli fyrir Keflavík.” - hþh Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis: Við ætlum okkur að koma á óvart í úrslitakeppninniKÖRFUBOLTI Snæfell heimsækir KR í kvöld í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfu- knattleik. Snæfell hefur komist í undanúrslit síðustu tvö ár en í bæði skiptin hafa Keflvíkingar orðið þeirra banabiti. „Máltækið segir allt er þá þrennt er,“ sagði Magni Hafsteinsson, fyrirliði Snæfells, glaðbeittur en þjálfarar- nir í deildinni kusu hann annan besta leikmanninn í deildinni í vetur. „Við getum alveg farið alla leið. fyrsta skrefið er að klára KR-inga, sem verður ekki auðvelt því við töpuðum báðum leikjunum gegn þeim í vetur. KR er með gott lið, sérstaklega varnarlega eins og við. Liðin eru áþekk og enginn einn leikmaður sem ber af í liðun- um heldur skipta liðsheildirnar meira máli,“ sagði Magni. Liðin hafa mæst fjórum sinn- um í vetur og alltaf hefur lítið verið skorað en leikirnir þó æsi- spennandi. Í Powerade-bikar- keppninni unnu liðin sitt hvorn leikinn en Í Iceland Express-deild- inni vann KR svo báða leikina. Af þessum tölum að dæma má því eiga von á spennandi leikjum. - hþh Magni Hafsteinsson, fyrirliði Snæfells: Allt er þá þrennt er MAGNI HAFSTEINSSON Hefur átt frábært tímabil í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Eins og síðustu ár verð- ur sjónvarpsstöðin Sýn með bein- ar útsendingar frá fjölmörgum leikjum í úrslitakeppni Intersport- deildarinnar. Sú fyrsta verður í kvöld þegar leikur KR og Snæfells verður sýndur kl. 19.45. Úrslitakeppni körfuboltans: Í beinni á Sýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.