Fréttablaðið - 16.03.2006, Síða 70
16. mars 2006 FIMMTUDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
opið alla laugardaga 10-14
Gómsætir
fiskréttir
í sparifötum
LÁRÉTT:
2 magi 6 píla 8 planta 9 andmæli
11 gelt 12 gera kunnugt 14 hvæsa 16
guð 17 hækkar 18 tímabils 20
ónefndur 21 köttur.
LÓÐRÉTT:
1 tónlistartegund 3 mannþvaga 4
vöruhús 5 augnhár 7 sakamálasaga
10 utan 13 nálægar 15 kjáni 16 rönd
19 vörumerki.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 vömb, 6 ör, 8 sar, 9 nei, 11
gá, 12 kynna, 14 fnæsa, 16 ra, 17 rís,
18 árs, 20 nn, 21 kisi.
LÓÐRÉTT: 1 fönk, 3 ös, 4 magasín, 5
brá, 7 reyfari, 10 inn, 13 nær, 15 asni,
16 rák, 19 ss.
Teiknimyndahöfundurinn og skáld-
ið Hugleikur Dagsson hefur nóg
fyrir stafni þessa dagana. Í lok
mánaðarins kemur út bókin Fermið
okkur en auk þess situr Hugleikur
nú sveittur uppi í Svarfaðardal og
skrifar söngleik fyrir Þjóðleikhúsið.
Einnig lauk Hugleikur nýverið
gerð auglýsingar fyrir slúður-
tímaritið Séð & Heyrt sem þegar
hefur birst á skjánum við nokkra
hrifningu áhorfenda en þar syngja
þjóðþekktir einstaklingar um
drauminn að birtast í blaðinu og
svífur kímni Hugleiks yfir vötn-
um.
Höfundurinn var reyndar að ná
sér eftir flensuskot þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum en hann
taldi sig óðum vera að braggast.
„Fermið okkur fjallar um að full-
orðnast,“ svarar Hugleikur þegar
hann er spurður út í nýjasta
afkvæmið sitt. „Hún er í sama stíl
og hinar „Okkur“ bækurnar nema
Fermið okkur er línuleg saga í
stað margra stuttra,“ bætir hann
við.
Hugleikur segir það vera allt
öðruvísi að skrifa eina samfellda
sögu en margar litlar og að ein-
hverju leyti auðveldara. „Ég spái
aðeins meira í bygginguna þegar
sagan er svona samfelld en um
leið og hún er tilbúin flýtur þetta
áfram,“ útskýrir Hugleikur. Hann
gerði nemendur Menntaskólans á
Akureyri að tilraunadýrum á föstu-
daginn og las fyrir þá söguna með
skjávarpasýningu. „Þeim fannst
hún nokkuð góð,“ segir Hugleikur
en bókin er stútfull af einstökum
húmor skáldsins.
Járnin eru mörg hjá Hugleiki
og hann er í óða önn að leggja
lokahönd á söngleikinn Þungun
sem Davíð Þór Jónsson semur tón-
listina við en samstarf þeirra bar
góðan ávöxt í sýningu Nemenda-
leikhússins á myndasögum hans.
„Söngleikurinn fjallar um stúlku
sem verður ólétt og þarf að ákveða
sig hvort hún vilji fara í fóstur-
eyðingu eða ekki,“ segir Hugleik-
ur en upphaflega bar söngleikur-
inn nafnið Abortion. „Ég reifst við
Ilmi leikmyndahönnuð um nafnið,
fór loks á google og uppgötvaði að
það er annað leikrit sem ber sama
nafn en það gengur náttúrlega
ekki,“ útskýrir Hugleikur en ekki
er enn ljóst hvenær verkið fer á
fjalirnar.
Margir hafa eflaust rekið upp
stór augu þegar ný Séð & Heyrt
auglýsing leit dagsins ljós og þótt-
ust einhverjir kannast við hand-
verk Hugleiks þar. Sjálfur segist
hann þurfa að vinna fyrir sér og
viðurkennir að hafa selt sálu sína.
„Hver hefur annars ekki gert
það?“ spyr Hugleikur. „Annars
finnst mér Séð & Heyrt með flottar
fyrirsagnir þótt ég hafi aldrei
lesið það.“ freyrgigja@frettabladid.is
HUGLEIKUR DAGSSON: SELDI SÁLU SÍNA TIL SÉÐ & HEYRT
Söngleikur um óléttu
HUGLEIKUR DAGSSON Hefur í nógu að snúast þessa dagana því ný bók er væntanleg í lok mánaðarins og hann er að leggja lokahönd á
söngleikinn Þungun auk þess að hafa gert auglýsingu fyrir slúðurtímaritið Séð & Heyrt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var
umfjöllun um persónur og leikend-
ur í Mýrinni sem senn verður kvik-
mynduð. Þar var Elva Ósk sögð
leika aðstoðarkonu Erlends, Elín-
borgu, en mannabreytingar hafa
átt sér stað í leikhópnum því Ólafía
Hrönn Jónsdóttir hefur verið ráðin
í hennar stað. Að sögn Baltasars
Kormáks, leikstjóra myndarinnar,
var þetta gert vegna þess að Elva
Ósk var við tökur á annarri kvik-
mynd fyrir norðan og engin leið til
að samræma þessi tvö verkefni.
„Þetta kemur hins vegar ekki að
sök því Ólafía er engu síðri leik-
kona en Elva,“ bætir Baltasar við
og áréttar að þetta hafi allt verið
gert í mesta bróðerni.
Tökur hefjast á mánudaginn en
þá mun tökuliðið leggja Norður-
mýrina undir sig enda glæpur
bókarinnar framinn þar. Baltasar
og samstarfsmenn hans voru hins
vegar að undirbúa tökur í Grinda-
vík þegar Fréttablaðið náði tali af
honum en mikil spenna ríkir innan
herbúða Mýrarinnar.
Aðdáendur bóka Arnaldar Ind-
riðasonar bíða margir hverjir
spenntir eftir því að sjá hvernig
til tekst enda ófáir búnir að gera
sér einhverja mynd af vinsælasta
rannsóknarlögreglumanni þjóð-
arinnar. Þeir sem vilja taka þátt í
kvikmyndini geta haft samband
við lisu@blueeyes.is og sent mynd
og geta jafnvel átt von á því að
enda sem lögreglumenn í mynd-
inni.“ Annars starfar lögreglan í
Reykjavík og rannsóknardeild
hennar náið með okkur til að öll
smáatriði séu rétt,“ segir Balta-
sar. -fgg
Ólafía verður Elínborg í Mýrinni
ÓLAFÍA HRÖNN Hefur tekið við hlutverki
Elínborgar af Elvu Ósk sem gat ekki tekið
þátt vegna anna á öðrum vígstöðum.
FRÉTTABLAÐIÐ / TEITUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
S iv Friðleifsdóttir heldur úti skemmtilegri dagbók á vefnum þar
sem forvitnast má um ferðir nýskipaðs
heilbrigðisráðherra. Margt drífur á daga
Sivjar en á þriðjudaginn mátti meðal
annars sjá að rúm klukkustund fór í
upptökur á þættinum Strákarnir sem
sýndir eru á Stöð 2 við miklar vinsældir.
„Stákarnir í „Strákunum“ eru með
skondinn þátt þar
sem maður svar-
ar stórskrýtnum
spurningum,
fer flatt út úr
öllu saman
og endar upp
í flatsæng,“
skrifar Siv í
dagbók sína
en áhorfendur
mega eiga von á
að sjá afrakst-
urinn um
miðja næstu
viku.
Einhverjir settu stórt spurningarmerki við fréttir þess efnis að Silvía Nótt
væri að gera allt brjálað í Japan og
töldu að hér væri bara um enn eina
markaðsbrelluna að ræða hjá sjónvarps-
stjörnunni. Á vef Mannlífs er því hins
vegar haldið fram að stærra verkefni en
Eurovision bíði þessarar sjónvarpsfígúru
og að það eigi sér engin fordæmi. Vitað
er að myndavélar hafa fylgt Silvíu við
hvert fótmál en það er óstaðfest hvort
Silvía: The Movie verði að raunveru-
leika þegar tekur að hægjast um hjá
drottningunni. Ljóst þykir þó að hamra
eigi járnið á meðan það er heitt og því
nokkuð gefið að einhverjar fréttir eigi
eftir að berast úr herbúðum ,”nýstirn-
isins”. Gaukur Úlfarsson, einn skapari
dívunnar, var hins vegar þögull sem
gröfin þegar Fréttablaðið náði í skottið á
honum við fundarhöld og sagðist ekkert
hafa í hendi, enn sem komið væri.
Margir velta eflaust vöngum yfir því
hvernig leikkonunni
Ágústu Evu tekst
að koma öllu í
verk enda eru
framundan
tökur á Mýrinni
þar sem hún fer
með hlutverk Evu
Lindar, ógæfu-
dóttur Erlends
rannsóknarlög-
reglumanns.
Gaukur upplýsti
að hver einasta
mínúta í lífi henn-
ar væri skipulögð
frá toppi til táar og
gæfist henni því lítill
tími til einkalífs. - fgg
Morgunmaturinn: Keyptu bankabygg frá Móður jörð
og útbúðu grautinn sem mælt er með aftan á pokan-
um. Hann er stútfullur af næringarefnum, kanil, eplum
og góðri orku inn í
daginn.
Afþreyingin:
Sestu niður og
skipuleggðu
sumarfríið þitt.
Farðu á bókasafn-
ið og náðu þér
í ferðabækur og
gerðu upp hug
þinn hvort það er
Ameríka eða Akur-
eyri sem heillar
þig meira þessi
misserin. Svo er
alltaf notalegt að
heimsækja Ítalíu.
Hádegisverðurinn:
Taktu fjölskyld-
una í göngutúr
niður Laugaveg-
inn. Stoppaðu á
veitingastaðnum
Deli í Bankastræti
og veldu þér pítsur
eða pastasalöt
ásamt drykkjar-
föngum. Borðaðu
nestið við Tjörnina
og ímyndaðu þér
að þú sért staddur í
erlendri stórborg.
Bíómyndin: Heimsóttu Hinsegin bíódaga sem byrja
í Regnboganum í dag. Ef þú ert ekki búin/n að sjá
Brokeback Mountain skaltu drífa þig að sjá hana en
hún verður til sýninga í Regnboganum á meðan á
hátíðinni stendur.
Geisladiskurinn: Keyptu þér safndisk með Elton John
og syngdu hástöfum með öllum lögunum. Ef þetta
framkallar ekki gott skap þá máttu hundur heita.
Skemmtun-
in: Mars er
partímánuður.
Bjóddu í kokk-
teil heim til
þín og reyndu
að vera
svolítið hress.
Ekki væri verra
að tengja
Singstar-græj-
ur við magn-
ara. Áður en
þú veist af er
ótrúlegasta
fólk farið að
raula.
HELGIN OKKAR...
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Talið er að álftin hafi orðið fyrir
bíl.
2 Um fimm milljarða króna.
3 Gabriel Sargissian.
HRÓSIÐ
...fá íslenskir húðlæknar fyrir að
fara í herferð gegn ljósabekkjum.