Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er allt ágætt að frétta og fullt að gerast,“ segir Helga Hauksdóttir tónleikastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands þegar blaðamaður slær á þráðinn. Nóg er um að vera hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni um þessar mundir á seinni helmingi starfsársins sem er frá 1. september til 30. júní. Sinfóníuhljómsveitin er alltaf með vikulega tónleika sem Helga sér um að skipuleggja og eru yfirleitt á fimmtudögum. „Það er búið að vera mikið og fjörugt tónleikahald undanfarið,“ segir Helga sem er ánægð með gott starfsár. Auk vikulegra tónleika eru stundum auka- tónleikar á föstudögum. Það fer venjulega eftir aðsókn og eftirspurn hvaða tónleika er ákveðið að endurflytja og tekur Helga flutning á verkinu Innrásin frá Mars sem dæmi. Gífurleg aðsókn var á þá tónleika og því ákveðið að halda aukatónleika vegna mikillar eftirspurnar. Einnig eru sumir tónleikar með fasta aukatónleika og ræðst það af því að margir áskrifendur eru að þeim tónleikum. Aðspurð hvort það séu ein- hverjir stórir tónleikar framundan segir Helga afar erfitt að gera upp á milli tónleika. En vissu- lega sé mismunandi umstang fyrir tónleika. Til að mynda hafi mikil vinna verið í kringum Innrásina frá Mars. Í vetur hefur Sinfóníu- hljómsveitin verið með tón- leikaröð á verkum Mozarts vegna 250 ára fæðingar- afmælis skáldsins og eru einir tónleikar að baki og tvennir framundan. Næstu tónleikar verða á fimmtudaginn eftir viku þegar Sálumessa Mozarts verður flutt ásamt öðrum sérvöldum verkum. Í sumar verður Sinfóníuhljómsveitin með tónleika á Listahátíð Reykjavíkur sem fer fram 26. og 27. maí. Flutt verður frönsk ópera og er þetta samvinnuverkefni Listahátíðar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem sögusvið- ið er Ísland, mikil dramatík og harmur.“ Þeir munu fara fram á Listasafni Reykjavíkur í maí. �������� ����������������� �������� � � � � � � �� � � �� � �������������� ����� ��������� ����� �������������� ��������� ����� �������������� ��������� ����� �������������� ��������� ����� �������������� ��������� ����� �������������� ��������� ����� �������������� ��������������������������� ��������������� Jafnvel rothögg? „Fyrir mér myndi ég túlka dóminn sem kjafshögg á þessa ritstjórnarstefnu.“ BUBBI MORTHENS Í MORGUN- BLAÐINU UM DÓMINN YIFIR RITSTJÓRA HÉR OG NÚ. Ríkisvæðum draslið „Helst hefði ég kosið að grunnnetið kæmist aftur í opinbera eigu, til dæmis í eigu sveitarfélaganna.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALÞINGISMAÐUR UM GRUNNNET SÍMANS. FRÉTTABLAÐIÐ. Ég var að horfa og hlusta á sjónvarp á dögunum þegar sagt var frá því í fréttum að til stæði að búa svo um hnúta að gamla fólkið gæti lengur notið þess að vera í nálægð barna sinna. Gott, gott. En þá kom mér í hug ein vinkona mín sem varð fyrir því að telpan hennar var tekin frá henni og komið fyrir langt í burtu hjá ókunnugum. Móðirin og dóttirin grétu enda vildu þær vera saman. En á þessu fékkst engin bót. Ekki einu sinni fimm árum eftir atburðinn þó alltaf þrái þær samveru. Ekkert hindrar að þær fái að vera saman, nema fátækt og illgirni nágranna. Því miður er þetta ekkert einsdæmi og svona lagað hefur haft í för með sér hræðilega atburði, allt upp í sjálfsmorð sem er glæpur sem aldrei fæst bót á, um aldur og ævi, hvorki fyrir barn né móður. HVAÐ SEGIR ANNA? AÐSKILNAÐUR MÓÐUR OG BARNS Hræðilegt ANNA MARTA GUÐMUNDSDÓTTIR Bóndi á Hesteyri við Mjóafjörð. HELGA HAUKSDÓTTIR Tónleikastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA HAUKSDÓTTIR TÓNLEIKASTJÓRI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Viðburðaríkt og fjörugt tónleikaár Íslandsmótið í uppvaski fer fram í fyrsta sinn á morgun. Fjórtán taka þátt. Vandvirkni, hreinlæti og skipulagning er það sem skilur á milli góðs og lélegs uppvaskara. Viðbúið er að hart verði barist – jafnvel til síðasta blóðdropa – á fyrsta opinbera Íslandsmótinu í uppvaskinu. Fjórtán fræknir upp- vaskarar eru skráðir til leiks og hafa þeir lagt nótt við nýtan dag í undirbúning síðustu daga og vikur. Til mikils er að vinna því auk sjálfs Íslandsmeistaratitilsins er þátttaka á Norðurlandameistararamótinu í uppvaski í húfi. „Uppvaskið skiptir rosalega miklu máli í hverju einasta eld- húsi,“ segir Þuríður Helga Guð- brandsdóttir matartæknir og for- maður Félags matartækna. Hún veit hvað hún syngur þegar hún talar um uppvask enda verið lengi í bransanum. Undanfarin ár hefur hún stýrt skólamötuneytunum, fyrst í Breiðholtsskóla en síðustu ár í Fellaskóla. Hún segir góða upp- vaskara vanmetna í samfélaginu. „Þetta er týnd stétt og það er slæmt hve mannaskipti í faginu eru tíð,“ segir hún og skrifar það helst á hve erfið vinnan er. En þó að uppva- skarar njóti ekki alls staðar sann- mælis vita þeir sjálfir hve miklu máli störf þeirra skipta. „Ef upp- vaskari klikkar þá klikkar allt hjá kokkinum og þjóninum,“ segir Þur- íður Helga og bendir á, máli sínu til stuðnings, að viðskiptavinurinn verði svo óánægður ef diskur, glas og hnífapör eru óhrein að gæði matar og þjónustu skiptir þá litlu máli. Keppnin byggist á tímatöku og gæðamati. Keppendur þurfa að vinna úr ákveðnu magni óhreins leirtaus og skila því tandurhreinu á sem skemmstum tíma. Eins og í öllum stóreldhúsum er vaskað upp í uppþvottavél. En vélarnar gera ekki allt, mannshöndin skiptir enn mestu máli við uppvask. „Vélarnar skola bara og sótthreinsa. Ef leir- tauið er ekki hreint þegar það fer inn kemur það óhreint út,“ segir Þuríður Helga. Hún segir góðan uppvaskara þurfa að búa yfir vandvirkni, hrein- læti og skipulagningu og ítrekar mikilvægi síðastnefnda þáttarins. „Skipulagningin gengur út á að nýta hverja vél hundrað prósent. Það kostar peninga í hvert sinn sem uppþvottavélinni er lokað enda kosta sápa og glansefni sitt. Upp- vaskið vegur því þungt í rekstri veitingastaða,“ segir Þuríður Helga. Íslandsmótið í uppvaski er hald- ið í tengslum við sýningarnar Matur 2006 og Ferðatorg 2006 sem hefjast í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. bjorn@frettabladid.is Uppvaskið vegur þungt í rekstri veitingastaða VASKAÐ UPP Íslandsmótið í uppvaski verður haldið í hnefaleikahring í Fífunni í Kópavogi á morgun. Keppendur æfðu sig á keppnisstað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Starfsmenn Hólmadrangs fóru með sigur af hólmi í spurninga- keppni Strandamanna 2006. Und- anúrslit og úrslit fóru fram á sunnudag en keppnin hófst í febrú- ar. Lið Hólmadrangs lagði Stranda- menn í Kennaraháskóla Íslands að velli í úrslitaviðureigninni og réð- ust úrslit ekki fyrr en í lokaspurn- ingunni. Viskubikarinn, farand- verðlaunagripur af glæsilegra taginu, verður því varðveittur hjá Hólmadrangi næsta árið. Spurningakeppni Stranda- manna er einn fjölmargra menn- ingarviðburða sem fram fara á Ströndum ár hvert en þar er félagslíf með blómlegra móti. ■ Viskan býr hjá Hólmadrangi FYLGST MEÐ AF ATHYGLI Fjölmenni fylgdist með lokakeppni spurningakeppninnar og hafði gaman af. FRÉTTABLAÐIÐ/STRANDIR VISKUBRUNNAR Lið starfsmanna Hólma- drangs bar sigur úr býtum í Spurninga- keppni Strandamanna 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/STRANDIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.