Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 8
8 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR
fylgir hverri
OROBLU vöru
Kaupauki
Kynningar
á n‡ju vorvörunum
frá OROBLU
Laugardag, 1. apríl kl. 13-17
í Kringlunni og Fir›inum.
Fimmtudag, 30. mars
kl. 14-18 á Melhaga.
Föstudag, 31. mars
kl. 12-15 í Austurveri og
kl. 15.30-19 í Mjódd.
Kynningar í Lyf og heilsu
BYGGÐASTOFNUN Breytingar á
Byggðastofnun voru löngu tíma-
bærar, segir bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, Halldór Halldórsson. Breyt-
ing stofnunar í byggðasjóð undir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem
hættir að lána fé og veitir í staðinn
ríkisábyrgð á bankalánum, fær
jákvæð viðbrögð.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, segir
ríkisábyrgð á lánum víða hafa
reynst vel, sérstaklega í Bandaríkj-
unum. Færi best á því að bæta þeirri
leið við aðrar sem ríkið hafi upp á
að bjóða, en ekki hætta algerlega að
veita fyrirtækjum lán. Hann segir
að til þess að ríkisábyrgðin virki
þurfi samstarf við bankana að vera
gott. Þeir megi ekki nýta sér mögu-
leikann á að lágmarka eigin áhættu.
Hann minnir á að íslensku bankarn-
ir hafi ekki lánað írska fyrirtækinu
sem vildi byggja kalkþörungaverk-
smiðju á Bíldudal, þó það væri fjár-
sterkt. „Á endanum náði fyrirtækið
sér í tryggingu fyrir lánsfé erlend-
is.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður vinstri grænna, segir lán-
veitingahlutann hafa verið á miklu
undanhaldi þar sem stofnunin hafi
vart verið lánshæf vegna bágrar
fjárhagsstöðu. „Það má segja að
eftir því sem aðgangur að fjár-
magni hafi verið greiðari hafi þörf-
in fyrir hina hefðbundnu lánastarf-
semi minnkað.“ Ábyrgðin geti
komið að sama gagni og lánin, en
útfærslan skipti máli. - gag
Breytt Byggðastofnun fær víða jákvæð viðbrögð:
Ábyrgðin gagnist eins og lánin
BYGGÐASTOFNUN LÖGÐ NIÐUR Breytt í byggðasjóð innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
sem verður með höfuðstöðvarnar á Sauðárkróki.
ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir
Samfylkingunni vill vita hve mikl-
ar skatttekjur ríkissjóður hafði af
framlögum og styrkjum úr sjúkra-
og styrktarsjóðum stéttarfélag-
anna síðstliðin tvö ár. Jafnframt
spyr hún fjármálaráðherra hvaða
stefnubreyting hafi orðið árið
2002 þegar farið var að leggja
skatt á sjúkrastyrki án þess að til
lagabreytinga hafi komið. Þá spyr
hún einnig hvort hún telji skatt-
lagninguna eðlilega og hvort fjár-
málaráðherra hyggist beita sér
fyrir því að breyta skattlagningu
sjúkrastyrkjanna.
Árni Heimir
Jónsson mennta-
skólakennari
hefur skrifað
þingmönnum bréf
vegna þessa. Hann
er haldinn krabba-
meini og hafði í
desember greitt
um 106 þúsund
krónur úr eigin
vasa vegna lækn-
isþjónustu og
rannsókna. Árni
Heimir sótti um
styrk úr sjúkrasjóði Kennarasam-
bands Íslands og fékk 53 þúsund
króna styrk úr sjóðnum. Honum
var gerð grein fyrir því að styrk-
urinn yrði skattlagður. Í bréfinu
til þingmanna segir Árni Heimir
að sér finnist skattlagningin
ósanngjörn en túlkun ríkisskatt-
stjóra á lögunum verði ekki hagg-
að. „Mér stendur að sjálfsögðu til
boða að höfða mál fyrir dómstól-
um til að reyna að fá þessu hnekkt
en bæði er það að ekki er á vísan
að róa hvort mér endist ævin til
þess að standa í tímafrekum mála-
ferlum og svo er hitt að kostnaður-
inn verður ávallt meiri en óviss
ávinningur,“ segir í bréfi Árna
Heimis til þingmanna.
Árni kveðst hafa fengið gífur-
leg viðbrögð eftir viðtal sem við
hann var tekið í Kastljósi um miðj-
an mánuðinn. „Menn lýsa yfir
undrun sinni og skömm á þessari
skattheimtu. Ég trúi því ekki að
löggjafinn hafi séð fyrir þessa
túlkun á lögunum þar sem kostn-
aður sjúklinga af lífsnauðsynlegri
læknishjálp verður að skattstofni
fyrir ríkið,“ segir í bréfinu. Árni
Heimir kveðst vona að þingmenn
séu sér sama sinnis og sjái sér
fært að taka þátt í að breyta skatta-
lögunum og taki af öll tvímæli
hvað þetta varði. „Mér er ljóst að
það eru miklar annir á þinginu og
það stendur stutt, en það rennur
úr fleiri tímaglösum þessa dag-
ana,“ segir Árni Heimir í bréfi
sínu til þingmanna.
Svars fjármálaráðherra við
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur er að vænta á næstunni.
johannh@frettabladid.is
Lífsnauðsynleg
læknishjálp skattlögð
Árni Heimir Jónsson, krabbameinssjúkur menntaskólakennari, hefur beðið
þingmenn bréflega um að afnema skattlagningu sjúkrastyrkja frá stéttarfélög-
um. Skattlagning sjúkrastyrkja hófst árið 2002.
LÖGREGLA Tryggvi Harðarson, bæj-
arstjóri á Seyðisfirði, segir að
almenn óánægja sé á Seyðisfirði
með löggæslu á staðnum. Hann
segir lögreglu mæta seint og illa á
staðinn bæði vegna slysa og
afbrota. Dæmi sé um að innbrot á
Seyðisfirði hafi ekki verið rann-
sakað fyrr en seint og síðar meir
og fólk hafi þurft að bíða lögreglu
í tvær klukkustundir í vondu veðri
eftir árekstur. Tryggvi telur nauð-
synlegt að hafa lögregluþjón á
Seyðisfirði allan sólarhringinn,
annað hvort á vakt eða bakvakt.
Bæjaryfirvöld hafa farið fram
á fund með sýslumanni Norður-
Múlasýslu vegna löggæslumála og
einnig ummæla sýslumanns um að
bæjaryfirvöld séu ekki marktækt
stjórnvald, sem voru viðhöfð eftir
að sýslumaður ákvað að taka
bráðabirgðaleyfi bæjaryfirvalda
til veitingastaðarins Kaffi Láru
ekki gilt. Þá var allt áfengi veit-
ingastaðarins flutt í fangageymsl-
ur á Seyðisfirði og þær innsiglað-
ar.
Ástríður Grímsdóttir, sýslu-
maður Norður-Múlasýslu, segir að
það sé enginn munur á löggæsl-
unni nú frá því sem verið hefur,
fjölgað hafi verið stöðugildum á
undanförnum árum en hafa verði í
huga að umdæmi lögreglunnar sé
afar stórt. -shá
Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði vilja fund með sýslumanni vegna löggæslumála:
Segja ófremdarástand ríkja
FRÁ SEYÐISFIRÐI Bæjaryfirvöld segja
almenna óánægju með störf lögreglu á
staðnum og hafa beðið um fund með
sýslumanni til að ræða málið. Sýslumaður
segir löggæsluna eins og áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/SMK
LITHÁEN, AP Grænfriðungar slettu
málningu í gær á nokkra togara
sem lágu við festar í Klaipeda-
höfn í Litháen, og sögðu togarana
vera á svörtum lista Evrópusam-
bandsins, Norðaustur-Atlants-
hafs-fiskveiðinefndarinnar og
Noregs fyrir ólöglegar veiðar.
Togararnir tólf sigla undir rúss-
neskum, georgískum og kambód-
ískum fánum.
Grænfriðungar sögðu Litháen
brjóta lög Evrópusambandsins
með því að þjónusta togarana og
ásökuðu yfirvöld um lélegt aðhald
sem gerði veiðiþjófum kleift að
landa ólöglegum afla. Litháísk
yfirvöld neituðu ásökununum og
sögðu Grænfriðunga ekkert vald
hafa yfir því hvaða skip legðust
að þeirra bryggjum. - smk
Óeirðir í Litháen:
Grænfriðungar
sletta málningu
FRAMKVÆMDIR Börn á leikskól-
anum Hjalla í Hafnarfirði tóku í
gær fyrstu skóflustunguna að
nýrri byggingu skólans. Leikskól-
inn Hjalli hefur verið starfrækt-
ur síðan 1989 og byggir starfið á
Hjallastefnunni svonefndu sem
Margrét Pála Ólafsdóttir hefur
þróað. Þrír leikskólar og einn
grunnskóli starfa nú eftir Hjalla-
stefnunni.
130 börn eru nú á Hjalla en
þegar nýja byggingin verður
tekin í gagnið í október verður
þar rúm fyrir um 170 börn. -bþs
Fyrsta skóflustungan:
Leikskólinn
Hjalli stækkar
GLATT Á HJALLA Börnin glöddust þegar
fyrsta skóflustungan var tekin í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Verkfall Verkamenn í nokkrum
þýskum verksmiðjum lögðu niður störf
í gær í einu af mörgum skammvinnum
verkföllum sem fyrirhuguð eru þar í
landi til að reyna að knýja fram hærri
laun verkamanna. Þessi skyndiverkföll
eru algeng aðferð verkalýðsfélaga í
Þýskalandi til að fá kröfum framgengt,
án þess að hafa meiri háttar áhrif á
framleiðslu verksmiðjanna.
ÞÝSKALAND
ÁRNI HEIMIR JÓNSSON MENNTASKÓLAKENNARI „Mér er ljóst að það eru miklar annir á
þinginu og það stendur stutt, en það rennur úr fleiri tímaglösum þessa dagana,“ JÓHANNA SIGURÐ-
ARDÓTTIR SAM-
FYLKINGUNNI
SJÚKRAHÚS Í bréfinu til þingmanna segir
Árni Heimir að sér finnist skattlagningin
ósanngjörn en túlkun ríkisskattstjóra á
lögunum verði ekki haggað.
Abramoff dæmdur Jack Abramoff,
sem lengi var einn áhrifamesti talsmað-
ur hagsmunahópa í Washington, var í
gær dæmdur ásamt viðskiptafélaga sín-
um í fimm ára og tíu mánaða fangelsi
fyrir svik í tengslum við kaup þeirra á
spilavítisbátaflota á Flórída árið 2000.
BANDARÍKIN