Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 33
Því hefur löngum verið logið upp á strútinn að hann stingi hausnum í sandinn þegar vandi steðjar að. Spurningin er hvort þessi lýsing eigi ekki stundum betur við okkur Íslendinga, þegar við hugum að stöðu okkar meðal siðaðra þjóða. Vissulega er nauðsynlegt að hafa stoltið í lagi og bera sig mannboru- lega. Við getum kinnroðalaust litið framan í útlendinga þegar ýmis svið mennta, vísinda og athafnalífs ber á góma. Við höfum náð góðum árangri í almennri menntun og eigum nokkra framúrskarandi frumkvöðla. Samt er enn eitthvað sem vantar. Einhvern hvata vantar í skólakerfið til að vekja áhuga á raungreinum og örva frumkvöðla- hugsun. Aðilar innan menntakerf- isins hafa haft áhyggjur af þessu og margar ályktanir verið gerðar. T.d. má benda á drög að nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs til næstu þriggja ára. En ráðið telur nauðsynlegt „að við eflingu grunn- og framhaldsskóla verði áhersla lögð á að efla kennslu í raun- og tæknigreinum og fjölga ungu fólki í slíku námi“. Sömu áherslur er að finna í drögum að nýjum náms- skrám fyrir grunnskóla. Spurning- in er: Hvernig ætlum við að fara að þessu? Þá kemur upp í hugann samlíkingin hér í upphafi. Ekki er nægilegt að innleiða sumt úr menntakerfi nágrannaþjóða, en hundsa aðra undirstöðuþætti. Í öllum tæknivæddum löndum er að finna tæknisöfn og vísindastofur (science centers), sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að auka áhuga ungmenna á öllu sem lýtur að tækni, vísindum og tækniþróun. Við Íslendingar höfum einarðlega litið framhjá þessu við uppbygg- ingu á okkar menntakerfi. Afleið- ingin er að koma okkur í koll. Nú þurfum við að taka okkur á, brjóta odd af oflætinu og fara að fordæmi annarra siðaðra þjóða. Hafinn er undirbúningur að stofnun tæknisafns hérlendis. Fyr- irmyndin er í meginatriðum hin erlendu tæknisöfn, einkum hjá næstu nágrönnum. Greinarhöfund- ur hóf vinnu við þetta verkefni fyrir þremur árum, en nú er undir- búningsvinnan einkum í höndum Ferðamálanefndar Austur-Flóa, í samráði við menntamálaráðuneyti. Líkur eru á góðu samstarfi við stór- fyrirtæki í atvinnulífinu. Mikið starf hefur verið unnið við kannan- ir og kynningar og væntanlega fara einhverjir áfangar að líta dagsljós- ið. Sérfræðingar vinna að gerð áætlana varðandi stofn- og rekstr- arkostnað. Reiknað er með að á þessu ári liggi fyrir nægilega mikl- ar og góðar upplýsingar til að hægt verði að gera áætlanir, og síðan að hefja framkvæmdir. Þá gætum við hugsanlega rétt úr kútnum að þessu leyti og lyft haus úr sandi. Þá hefðum við náð mikilvægum áfanga í eflingu raungreinamennt- unar. Gerum Tæknisafn Íslands að veruleika sem fyrst! Nánar um Tæknisafn Íslands á www.floi.is. Höfundur er rekstrarstjóri. Tæknisafn Íslands - tökum á í menntamálum UMRÆÐAN MENNTAMÁL VALDIMAR ÖSSURARSON Við höfum náð góðum árangri í almennri menntun og eigum nokkra framúrskarandi frum- kvöðla. Samt er enn eitthvað sem vantar. Eins og alkunna er, þá verður kosið í sveitarstjórnir þann 27. maí. Erlendir ríkisborgarar hafa rétt til þess að kjósa í sveitarstjórnar- kosningum eftir lágmarks búsetu í landinu. Norðurlandabúum nægir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár en fimm ára búseta er skilyrði fyrir þegna annarra landa. Rúmlega fjögur þúsund erlend- ir ríkisborgarar munu hafa kosn- ingarétt í sínu sveitarfélagi í vor. Alþjóðahúsið hyggst gera sitt til að vekja athygli innflytjenda á kosn- ingunum. Fyrst ber að nefna að næsta tölublað Eins og FÓLK er flest, blaðs Alþjóðahússins, verður tileinkað kosningunum og gefið út í lok apríl. Þar gefst stjórnmála- flokkunum færi á að kynna sig, farið verður yfir reglur varðandi kosningarétt og kjörgengi og fjall- að um hlutverk sveitastjórna. Alþjóðahúsið verður jafnframt með fundaröð í byrjun maí þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna verður boðið að kynna sig almennt. Tíu almennir fundir verða haldnir á tíu tungumálum og í lokin verður framboðsfundur vegna borgar- stjórnar þar sem oddvitum flokk- anna verður boðið að vera með framsögu. Einnig er vert að nefna það að félagsmálaráðuneytið er að gefa út bæklinga á tíu tungumálum með upplýsingum um kosningarétt og kjörgengi og hefur einnig opnað vefinn kosningar.is, þar sem hægt er að finna margvíslegan fróðleik um kosningarnar. Ég vonast til þess að stjórnmálaflokkarnir og raunar öll framboð til sveitar- stjórna í landinu hugi sérstaklega að þessum hópi kjósenda og geri sér far um að kynna málefni og stefnu og almennt fyrirkomulag sveitarstjórnarkosninga. Þá vonast ég einnig til þess að framboðin hugi að þessum stækk- andi hópi kjósenda í stefnuskrám sínum og komi til móts við þeirra þarfir ekki síður en annarra hópa samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþjóðahússins ehf. Nýir kjósendur UMRÆÐAN SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR EINAR SKÚLASON Rúmlega fjögur þúsund erlend- ir ríkisborgarar munu hafa kosningarétt í sínu sveitarfélagi í vor. Alþjóðahúsið hyggst gera sitt til að vekja athygli innflytj- enda á kosningunum. FIMMTUDAGUR 30. mars 2006 33 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.