Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 54
54 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 27 28 29 30 31 1 2 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  20.00 Keflavík og Skallagrímur mætast í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar í körfubolta í Keflavík. Þetta er þriðji leikur liðanna en staðan í einvíginu er 1-1. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 Súpersport á Sýn.  18.35 Inside the PGA á Sýn. Golfþáttur sem bragð er að.  19.00 Gillette Sportpakkinn á Sýn. Ferskur íþróttaþáttur.  19.25 Áfangastaður Þýskaland á Sýn. Fylgst með leið Englands og Trinidad og Tobago á HM 2006 sem fram fer í Þýskalandi.  19.50 Keflavík og Skallagrímur á Sýn. Bein útsending frá þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta.  21.40 Saga HM á Sýn. HM 1958 sem fram fór í Svíþjóð.  23.40 Keflavík og Skallagrímur á Sýn. Endursýning frá þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.. Mikið hefur gengið á hjá handknattleiks- manninum unga, Arnóri Atlasyni, síð- ustu vikur. Það byrjaði allt með því að honum var tjáð af félagi sínu, Magde- burg, að hans nærveru væri ekki óskað næsta vetur og því mætti hann byrja að leita sér að nýju félagi. Þótt hann ætti ár eftir af samningi sínum við félagið þá myndi Magdeburg ekki standa í vegi fyrir honum fyndi hann sér nýtt félag. Arnór hefur rætt við tvö þýsk úrvals- deildarfélög á síðustu vikum en þau eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins Lübbecke, sem Þórir Ólafsson leikur, með og félag þeirra Einars Hólm- geirssonar og Alexanders Peterssons, Grosswallstadt. „Ég er nú ekki til í að staðfesta hvaða félög þetta voru en bæði sigla frekar lygnan sjó í úrvalsdeildinni. Ég átti ágætar viðræður við bæði félög en hef ákveðið að setja öll mín mál í smá biðstöðu þar sem Hildebrand, framkvæmdastjóri Magdeburg, hefur dregið í land með að Magdeburg hafi ekki áhuga á að nota mig og segist núna aldrei hafa sagt nokkuð í þá áttina. Þetta er alveg magnað,“ sagði Arnór sem hefur átt ágætis samstarf við þjálfarann sem tók við af Alfreð Gíslasyni, Ghita Licu, en liðið hefur aðeins tapað einum leik undir hans stjórn. Licu hefur verið að gefa ungu strákunum hjá félaginu tækifæri og Arnór sér því fram á að eiga ágætis möguleika á næstu leiktíð fái Licu að halda áfram með liðið en það skýrist væntanlega eftir úrslitahelgina í bikarnum hver hans örlög verða. Arnór segir að verði Licu áfram búist hann fastlega við því að verða áfram hjá Magdeburg. Ef ekki muni hann ræða við arftaka Licu áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið og því sé biðstaða fram undan. Arnór er annars nýbyrjaður að hreyfa sig á ný eftir aðgerð á liðþófa og vonast til að vera með í undan- úrslitum bikarsins sem fram fer eftir tvær vikur. ARNÓR ATLASON: FRAMKVÆMDASTJÓRI MAGDEBURG BÚINN AÐ SKIPTA UM SKOÐUN Verð líklega áfram hjá Magdeburg > Ekkert mótframboð Guðmundur Ágúst Ingvarsson verður væntanlega endurkjörinn formaður HSÍ með lófaklappi á föstudag. Guðmundur hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er ekki von á neinu mót- framboði. Um tíma var talið að Ásgeir Jónsson myndi taka slaginn við Guð- mund en af því verður líklega ekki en engu að síður er búist við því að Ásgeir taki sæti í stjórn HSÍ en einhverjar breytingar verða á stjórninni og Pálmi Matthíasson mun að sögn ekki sækjast eftir áfram- haldandi sæti í stjórn. FÓTBOLTI Danski framherjinn Allan Dyring skrifaði í gær undir tveggja ára samning við FH en hann kemur frá Fredericia í heimalandi sínu. Þá hefur varnarmaðurinn Peter Matzen komið frá Vejle og skrifaði hann undir eins árs samning en FH hefur misst sterka leikmenn frá síðasta tímabili. Fyrirliðinn frá því í fyrra, Heimir Guðjónsson, hefur lagt skóna á hilluna og verður aðstoð- armaður Ólafs Jóhannessonar þjálfara eftir að Leifur Sigfinnur Garðarsson fór til Fylkis. Nýi fyr- irliðinn, Auðun Helgason, verður ekki með í sumar eftir kross- bandaslit og þá fór Allan Borg- vardt til Viking í Noregi. Þá fór Jón Þorgrímur Stefánsson í HK og Dennis Siim hélt aftur til Dan- merkur. Í staðinn hefur FH nú fengið þá Dyring og Matzen, auk Sigurvins Ólafssonar frá KR. Þá endur- heimtir liðið Davið Þór Viðarsson sem hélt til Lokeren í Belgíu án þess að ná að festa sig í sessi hjá liðinu, aðallega vegna meiðsla. „Mér líst mjög vel á mennina. Ég sá Allan reyndar ekki spila en við höfum mjög góð orð um hann. Okkur leist vel á það sem Peter sýndi á æfingum hjá okkur og erum ánægðir með að fá hann. Dyring er með góða tölfræði og við fengum góðar upplýsingar um hann,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, við Fréttablaðið í gær. „Hópurinn okkar er fullmótað- ur, mér líst mjög vel á hann. Við erum ekki að leita að leikmönnum en allir góðir leikmenn eru vel- komnir í FH. Þó býst ég ekki við því að neinn komi. Dennis Siim er með samning í Danmörku og hefur lýst yfir áhuga sínum að koma en ég efast um að hann sé á lausu, ef hann væri það myndi ég þó glaður vilja fá hann í FH,“ sagði Ólafur. „Dyring er öðruvísi leikmaður en Borgvardt. Að sjálfsögðu verð- ur talað um að hann eigi að fylla í hans skarð en þannig er það í bolt- anum að það kemur enginn alveg eins leikmaður í staðinn fyrir annan. Borgvardt stóð sig mjög vel hjá okkur og ég vona að þessi geri það líka. Þeir verða eflaust bornir saman en þeir eru ekki eins leikmenn og því er það kannski óréttmætt,“ sagði Ólafur. Matzen kom til æfinga hjá Keflavík áður en FH fékk hann til sín. „Við vissum af Matzen áður en Keflavík fékk hann til sín. Hann kemur tvímælalaust til með að styrkja okkur,“ sagði Ólafur að lokum. hjalti@frettabladid.is Íslandsmeistararnir eru komnir með fullskipað lið fyrir sumarið FH-ingar tryggðu sér í gær tvo danska leikmenn og þar með er sumarkaupum lokið í Kaplakrika. Íslands- meistararnir hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en hafa nú fyllt lið sitt af góðum leikmönnum. KÁTIR Í KRIKANUM Það var stemning hjá Ólafi Páli, Allan Dyrin og Tómasi Leifssyni í gær en Íslendingarnir skrifuðu undir nýjan samning við FH á sama tíma og Allan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sýnt á NASA við Austurvöll Miðvikudagur 12. apríl Laugardagur 15. apríl Miðvikudagur 19. apríl Miðasala í síma 575 1550, verslunum Skífunnar og www.midi.is SÍÐU STU SÝN INGA R KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Skalla- grími í þriðja leik liðanna í undan- úrslitum Íslandsmótsins í körfu- bolta í kvöld. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvorn á heimavelli en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitin. Einar Bollason var enn að ná sér niður eftir æsilegan sigur hans manna í KR gegn Njarðvík þegar Fréttablaðið fékk hann til að spá fyrir um leik kvöldsins. „Þetta verður rosalegur leikur og ég er miður mín að komast ekki á hann, en því miður hef ég öðrum hnöppum að hneppa. Það hefur ekkert komið mér á óvart í þessu einvígi. Keflvíkingar eru þrefald- ir Íslandsmeistarar og hafa alla tíð farið langt á óbilandi sjálfs- trausti. Þeir hafa snúið leikjum við vegna þessa en þeir verða að passa sig þar sem stutt er í dramb- ið. Keflavík er með frábæran þjálfara og frábæran leikmanna- hóp og ég sé þá varla tapa leik nema vegna síns eigin hugarfars. Þeir gætu klúðrað þessu sjálfir,“ sagði Einar, en bætti við að hann væri alls ekki að gera lítið úr Borgnesingum. „Skallagrímur er með frábært lið og ég bað til Guðs að KR fengi þá ekki í undanúrslitunum, ég er mjög hrifinn af liðinu. Þeir eru með marga mjög snjalla leikmenn, frábæran Kana og miklar skyttur. Valur er einnig góður þjálfari og honum hefur tekist að búa til stór- skemmtilegt lið. Axel Kárason er til að mynda maður sem ég hef lengi haldið upp á, hann er einn vanmetnasti maður deildarinnar og á að vera fyrir löngu kominn í landsliðið,“ sagði Einar. „Ég held að úrslit þessa einvíg- is ráðist í þessum leik. Það er oft sagt um fimm leikja einvígi að úrslitin ráðist í þriðja leik en það þarf auðvitað alls ekki að vera. En það læðist að mér sá grunur að það lið sem komist í 2-1 vinni ein- vígið. Hvort liðið það verður er mjög erfitt að segja til um,“ sagði Einar sem spáir Skallagrímsmönn- um sigri í leiknum og jafnframt í einvíginu. „Íslandsmeistararnir eru með hefðina með sér en að sama skapi er engin pressa á Borgnesingum. Ég held að Skallagrímur hafi áttað sig á því að Keflavík er alls ekki óvinnandi vígi og með þá vitnesku í farteskinu gegn Keflavík, þá giska ég á að stóri bróður hafi betur gegn litla bróður. Ég held að Skallagrímur muni brjóta blað í sögu körfuboltans nú í vetur,“ sagði Einar og vitnaði í þjálfara liðanna, Val og Sigurð Ingimund- arsyni. Valur er eldri og þjálfar Skallagrím en Sigurður Keflavík og því er fjölskyldustoltið einnig í húfi í leiknum. - hþh Körfuboltaspekúlantinn Einar Bollason spáir í viðureign Keflavíkur og Skallagríms: Stóri bróðir mun hafa betur SKOTTILRAUN Sverrir Þór Sverrrisson reynir að skora gegn sterkri Skallagrímsvörn í fyrsta leik liðanna sem Keflvíkingar unnu á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Leikið heima og heiman Ekkert verður af því að kvennalið Vals í handknattleik kaupi útileikinn af rúm- enskum andstæðingi sínum í undan- úrslitum áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer því fram í Rúmeníu en hinn síðari í Höllinni. Hefur sé› DV í dag? flú Þrír fluttir á sjúkrahús á Króknum í fl tti j DRYKKJUKEPPNI FÓR ÚR BÖNDUNUM DV 2x10 29.3.2006 20:55 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.