Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 36
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is ANDLÁT Rósa Eiríka Ingimundardóttir (Thorsteinsson), Baltimore, Mary- land, Bandaríkjunum, lést á Har- bor Hospital, Baltimore, Maryland, laugardaginn 25. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Georgsson hæstaréttar- lögmaður, Sunnuvegi 27, Reykja- vík, lést mánudaginn 27. mars. Pollý Anna Einarsdóttir, frá Siglufirði, Fannarfelli 12, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi sunnu- daginn 19. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Á hverju ári veitir menningar- og ferða- málanefnd Hafnarfjarðarbæjar hvatn- ingarverðlaun ferðaþjónustunnar. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Sig- urbjargar Karlsdóttur sem hefur í fimm ár rekið álfagöngufyrirtækið Horft í hamarinn. Hún er að vonum ánægð með verðlaunin og þakklát fyrir meðbyrinn sem fylgir slíkri viðurkenningu. „Þetta hefur heilmikla þýðingu fyrir mig og hvetur mig áfram. Mörg góð fyr- irtæki í ferðaþjónustu hafa fengið hvatningu á undan mér svo ég tek þess- um verðlaunum fagnandi.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að verðlaununum fylgi engin áþreifanleg veraldleg gæði en unir glöð við heiðurinn sem hún segir ekkert síðri. „Svo fékk ég voða fína styttu,“ bætir hún hlæjandi við. Hafnfirðingar og fleiri kannast vel við álfagöngufyrirtækið og rauðu álfa- húfuna sem Sigurbjörg ber á göngum sínum um hraunið. „Ég byrjaði með fyr- irtækið sumarið 2001 og býð núna upp á gönguferðir allan ársins hring. Ég fór á námskeið í Auðarverkefninu og má eig- inlega segja að það hafi skipt meira máli en nokkuð annað í upphafi. Þátttakan í verkefninu hjálpaði mér mjög mikið í byrjun og ég er afskaplega stolt af því að hafa verið með.“ Sigurbjörg segir einnig að Hafnarfjarðarbær hafi stutt við bakið á sér meðal annars með því að styrkja litla sýningu sem hún setti upp árið 2004. „Þótt styrkirnir hafi ekki verið stórkostlegir þá munar um þá. Það er mikilvægt að maður finni að maður hafi meðbyr.“ Þegar blaðakona spyr Sigurbjörgu hvernig fyrirtækið gangi ber hún því vel söguna. „Þetta er ekki mitt aðal- starf eða af þeirri stærðargráðu að ég geti lifað á því en fyrirtækið gengur alveg ágætlega. Fyrirtæki í ferðaþjón- ustu taka tíma að þróast og svo þarf líka að kynna það almennilega. Álfa- gönguferðirnar eru heldur engin fjölda- ferðamennska þótt ég fái nú stundum stóra hópa af erlendum ferðamönn- um.“ Sigurbjörg segir viðskiptavinina mjög ánægða og að hún hafi sjálf afskaplega gaman af starfinu sínu. „Ég segi sögur af álfum, huldufólki og Hafnfirðingum. Þetta er allt öðruvísi ferð en margt annað sem er í boði meðal annars vegna þess að þetta er gönguferð og um þennan fallega bæ. Fólkið sem kemur í göngurnar hefur mismunandi ástæður fyrir því. Sumir vilja einlæglega kynnast álfunum en aðrir koma vegna þess að þetta er öðru- vísi og skrítið.“ Viðskiptavinirnir koma úr öllum áttum og segir Sigurbjörg til dæmis að síðasta vetur hafi nokkur hundruð grunnskólabörn komið í göngu og á gamlársdag hafi hún farið um álfa- byggðir með níutíu Rússum. SIGURBJÖRG KARLSDÓTTIR: HVATNINGARVERÐLAUNAHAFI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Þakklát fyrir meðbyrinn SIGURBJÖRG KARLSDÓTTIR Finnst mikill heiður í því að hljóta hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði sem hún segir hvetja sig áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elísa Kristbjörg Rafnsdóttir, Skálagerði 3, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 27. mars. Sigurður G. Þormar er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Ástríður Guðný Sigurðardóttir, Vallargötu 9, Keflavík, lést á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi, Keflavík, sunnudaginn 26. mars. Guðrún Brynjúlfsdóttir lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 17. mars. Útför hefur farið fram. Vilborg Tryggvadóttir, hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, Reykjavík, áður til heimilis í Austurbrún 6, lést mánudaginn 27. mars. LÉON BLUM (1872-1950) LÉST ÞENNAN DAG „Frjáls maður er sá sem óttast ekki að fylgja hugsunum sínum til enda.“ Léon Blum varð þrisvar sinnum forsætisráðherra Frakklands. Á þessum degi árið 1949 samþykkti Alþingi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Í kjölfarið braust út órói við Alþingishúsið þar sem þúsundir manna höfðu safnast saman til að mótmæla inngöngunni. Hart hafði verið deilt um málið á Alþingi í nokkra daga. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 14.30 og hafði þingfundur þá staðið yfir frá deginum áður. Atkvæðin féllu svo að 37 þingmenn voru tillögunni samþykkir en allir tíu þingmenn Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksinss, tveir þingmenn Alþýðuflokks og einn þingmaður Framsóknarflokks- ins voru á móti tillögunni. Tveir framsóknarþing- menn sátu að auki hjá við atkvæðagreiðsluna. Fólkið sem mótmælti fyrir utan Alþingi meðan á þessu stóð vildi að aðildin að Atlantshafsbanda- laginu yrði lögð í dóm þjóðarinnar. Mikill hiti var í mönnum sem köstuðu steinum og mold að Alþing- ishúsinu með þeim afleiðingum að rúður brotn- uðu. Lögreglan ásamt svokölluðu varaliði lögreglu, sem mestmegnis var skipað ungum og hraustum sjálfstæðismönnum, hóf að lumbra á mótmælend- unum. Átökin enduðu með því að lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Nokkrir menn hlutu skrámur eftir átökin en enginn slasaðist alvarlega. ÞETTA GERÐIST > 30. MARS 1949 Táragasi beitt við Alþingishúsið AUSTURVÖLLUR OG ALÞINGISHÚSIÐ MERKISATBURÐIR 1816 Hið íslenska bókmennta- félag er stofnað. Félagið gefur út Skírni sem er elsta tímarit á Norðurlöndum og hefur komið út síðan 1827. 1858 Hymen Lipman fær einka- leyfi á blýanti með áföstu strokleðri. 1867 Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, William H. Seward, kaupir Alaska fyrir 7,2 milljónir Bandaríkjadala. 1934 Eldgos hefst í Grímsvötnum í Vatnajökli og stendur það í tvær vikur. Gosinu fylgir hlaup í Skeiðará. 1954 Fyrsta neðanjarðarlest Kan- adabúa opnar fyrir almenn- ingi í borginni Toronto. 1985 Staðfest er að mótefni gegn alnæmisveirunni hafi í fyrsta sinn fundist í blóði Íslendings. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ágústa Þyrí Andersen Fjallalind 66, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 31. mars kl. 13.00. Þór Guðmundsson Willum Þór Þórsson Ása Brynjólfsdóttir Örn Þórsson Regína Björk Jónsdóttir Valur Þórsson Helga Margrét Vigfúsdóttir Willum Þór Willumsson Brynjólfur Darri Willumsson Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir Daníel Helgi Arnarson Ísar Logi Arnarson Ernir Þór Valsson Viktor Orri Valsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Geir U. Fenger Lynghaga 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 28. mars. Pétur U. Fenger Sigrún Guðmundsdóttir Fenger Anna Kristín Fenger Herjólfur Guðjónsson Ida Hildur Fenger Jóhannsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, Kristján G. Þorvaldz Lómasölum 10, 201 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. mars kl. 15.00. Guðlaug R. Skúladóttir Skúli Kristjánsson Þorvaldz Ingibjörg Sif Antonsdóttir Atli Hrafn Skúlason Ólafur Steinar Kristjánsson Sarah Anne Shavel Ágústa Þórðardóttir Ólafur Steinar Björnsson Mjöll Þórðardóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, Guðmundur Geir Ólafsson Grænumörk 3, Selfossi, sem lést á Heilbrigðistofnun Suðurlands þriðjudaginn 21. mars, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 11.00. Erla Guðmundsdóttir Gunnar Guðnason Ólafur Þ. Guðmundsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Ingunn Guðmundsdóttir Sigurður Karlsson Soffía Ólafsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Vigfússon Álfaskeiði 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 31. mars kl. 15.00. Nicolina Kjærbech Vigfússon Valborg Kjærbech Óskarsdóttir Óskar Ásbjörn Óskarsson Hjördís Ólöf Jónsdóttir Ómar Óskarsson Erla María Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, Sólons Lárussonar járnsmiðs og kennara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Reykjavík. Ragnar, Gísli Grétar, Nella, Einar og Theodór Sólonsbörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, Knútur Kristján Gunnarsson bólstrunarmeistari andaðist í Lundi, Svíþjóð, 17. júní 2005. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness. Kristín Ólöf Marinósdóttir Ragnar Már Knútsson Gunnar Örn Knútsson Elsa Björk Knútsdóttir Rósa Knútsdóttir Sigríður Knútsdóttir Kristín Ólöf Knútsdóttir Knútur Kristján Knútsson Marinó Knútsson Ragnar Gunnarsson Erna Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.