Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 56
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR56 FÓTBOLTI Mikið hefur verið rætt og ritað um að framherjinn Jermain Defoe sé á förum frá Tottenham eftir að Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hélt því fram að Spurs væri í örvæntingu að reyna að losna við hann. „Það er eflaust skrítið fyrir leikmenn að heyra slíka hluti í sjónvarpinu. Það er samt ekkert vandamál á milli mín og Defoes,“ sagði Martin Jol, stjóri Spurs, en hann gaf Defoe fáséð tækifæri í byrjunarliðinu á mánudag. „Þegar ég heyrði þessa sögu sagði ég ein- faldlega við Defoe að ég myndi ekki vilja skipta á honum og ung- frú heimi. Hann myndi eflaust skipta á mér og ungfrú heimi,” sagði Jol léttur á því. - hbg Martin Jol, stjóri Spurs, fullvissar Defoe um að hann sé ekki á sölulista: Myndi ekki skipta á Jermain Defoe og Unni Birnu UNNUR BIRNA Ekki jafn dýrmæt og Defoe að mati Martin Jol, stjóra Spurs. JERMAIN DEFOE Þarf ekki að hafa áhyggjru af framtíð sinni hjá Tottenham. FÓTBOLTI Hinn 27 ára gamli Peter vissi ekkert í hvaða ævintýrum hann myndi lenda þegar hann ákvað að fara til Íslands og reyna fyrir sér hjá Fylki. „Ég kom hingað til að prófa eitthvað alveg nýtt. Það er mikið menningarsjokk fyrir mig að koma til Íslands. Ég hef aldrei komið hingað áður og það er ljóst að hér bíður mín mikið ævintýri. Það hjálpar mér mikið að hér er annar leikmaður frá Danmörku, Christian Christianssen, sem sýnir mér Fylkissvæðið og Reykjavík. Það er gott að geta talað dönsku og fengið svör við litlum spurningum um almenna hluti sem maður gæti annars lent í vandræðum með,“ sagði Gravesen við Fréttablaðið í gær um leið og hann skrifaði undir tveggja ára samning við Árbæjar- liðið. Góður samningur „Í mínum augum er þetta virki- lega góður samningur. Ég fæ meira borgað hér en ég fékk í Dan- mörku og það skemmdi ekki fyrir að launin eru góð en þau voru alls ekki aðalatriðið,“ sagði Peter sem kemur frá Herfolge í Danmörku. Hann fæddist í Vejle á Jótlandi og bjó þar til tíu ára aldurs í úthverfi áður en hann fluttist inn í borgina sjálfa. Það gerði fjölskyld- an af því að Peter og Thomas lifðu fyrir fótboltann og æfðu hann öllum stundum. „Ég spilaði með áhugamanna- liði Vejle áður en ég fékk atvinnu- mannasamning þar árið 1999. Eftir fimm ára dvöl þar færði ég mig um set til Herfolge áður en ég kom til Íslands,“ sagði Peter sem fór frá danska liðinu vegna aga- brots sem hann vildi lítið tjá sig um. „Já það kom upp agavandamál. Ég vildi ekki tjá mig um það sem gerðist við danska fjölmiðla og vil helst ekki breyta út frá því. Þetta voru leiðindamistök sem gerðust í hita leiksins,“ sagði Peter en hann kýldi liðsfélaga sinn niður og var fyrir vikið gert að fara frá félag- inu. Fær númer Helga Vals Ljóst er að um gríðarsterkan leikmann er að ræða sem er kær- komið fyrir Fylkisliðið sem hefur misst marga sterka menn frá síð- asta sumri. Gravesen mun spila í treyju númer 6 hjá Fylki, og fær gamla númerið hans Helga Vals Daníelssonar sem hélt einnig á vit ævintýranna en hann spilar nú með Öster í Svíþjóð. „Ég spilaði sem vinstri bak- vörður hjá Vejle en svo þegar ég tók upp á því að skora mikið var ég færður aðeins framar á völlinn. Ég hef spilað á vinstri kantinum og inni á miðjunni en mér líkar einna best við að spila í holunni fyrir aftan framherjana. Ég hef reynslu af því að spila í hinum ýmsu stöðum á vellinum og myndi lýsa mér sem fjölhæfum leik- manni,“ sagði Peter sem stefnir á að læra meira um íslenska boltann en hann veit nú þegar, sem er reyndar vægast sagt takmarkað. „Ég veit ekkert um íslenskan fótbolta. Ísland er of lítið til að maður geti fylgst með þessu og það eru engin lið hér sem hafa náð langt í Evrópukeppnum. En ég hef verið að skoða mig um og læri eftir bestu getu um íslenska bolt- ann. Vissulega þekki ég leikmenn- ina á Englandi, Eið Smára Guð- johnsen og fleiri, en annars er maður ekkert sérstaklega að fylgj- ast með íslenskum leikmönnum. Ég hef ekki haft neina sérstaka ástæðu til þess. Svo var íslenskur leikmaður hjá Vejle, Þórhallur Dan Jóhanns- son sem lék að mér skilst með Fylki þannig að þetta tengist allt en bróðir minn spilaði með honum,“ sagði Peter sem kom til- boðið um Íslandsdvöl mjög á óvart. „Það er mánuður síðan ég heyrði af áhuga liðs á Íslandi og það kom mér ansi spánskt fyrir sjónir. Ég hugsaði með mér að Ísland væri langt í burtu og ég vissi ekkert um land og þjóð. En ég er á þeim aldri að ég þarf virki- lega á ævintýri að halda og því sló ég til. Ég er ekkert að yngjast þannig að ég greip gæsina þegar hún gafst og hélt í víking til Íslands í ævintýraleit,“ sagði Peter. Gott samband á milli bræðranna Peter segir að bróðir sinn Thomas hafi kennt honum allt sem hann kann en Gravesen-bræðurn- ir eru mjög nánir. „Við tölum saman eins oft og við getum, svona fjórum sinnum í viku. Það er erfitt að vera í betra sambandi þar sem hann er víst eitthvað upptekinn við að æfa,“ sagði Peter skælbros- andi um Thomas bróðir sinn sem hann reynir að heimsækja eins oft og hann getur. „Þegar ég fæ frí þá nýti ég þau til að fara til Madríd og heimsækja hann. Það er alltaf mjög gaman en ég hef ekki enn fengið að æfa með liðinu. Umfangið í kringum klúbb- inn er ótrúlega stórt og áhuginn á æfingum er gríðarlegur. En ég fékk að æfa með Everton,“ sagði Peter og brosti en hann segir bróð- ur sinn hafa komið sér vel fyrir á Spáni. „Hann nýtur sín ótrúlega vel sem er skiljanlegt þar sem hann er að spila með stærsta félagi í heimi. Persónulega finnst mér hann standa sig gríðarlega vel og hann er ekkert á leiðinni frá félag- inu eins og einhverjir hafa verið að halda fram. Hann á góð sam- skipti við alla og hann hefur feng- ið að spila meira en flestir bjuggust við í fyrstu,“ sagði Peter. Thomas er þekktur fyrir gríð- arlega baráttu og hefur sankað að sér ófáum spjöldum um árin. Peter róar stuðningsmenn Fylkis niður með því að greina frá því að hann sé aðeins rólegri en bróðir sinn. „Ég er ekki alveg jafn klikkað- ur inni á vellinum og hann. Thom- as sýnir það greinilega hversu ótrúlega ákveðinn hann er, en ég er aðeins rólegri. Við erum reynd- ar svipaðir í skapinu en við notum það ekki alveg eins, hann sýnir það með því að ná sér í gult spjald en ég dríf mig og mína frekar áfram. Hann er mjög ákveðinn innan sem utan vallar. Hann er mjög góður bróðir en getur farið mjög mikið í taugarnar á mér,“ sagði Peter glaðbeittur en hann er þó þakklátur bróður sínum fyrir allt sem hann hefur kennt honum. Bræðurnir grétu saman „Hann kenndi mér mjög mikið. Við lékum okkur mikið saman í garðinum okkar og við dýrkuðum að fara saman út að leika okkur. Við sýndum hvor öðrum ný brögð sem við höfðum lært, eða reyndar var það eiginlega alltaf hann sem sýndi mér ný brögð, en það var mjög gaman. Við æfðum aldrei saman hjá Vejle. Við spiluðum þó saman innanhúss og ef við töpuð- um þá settumst við hlið við hlið á varamannabekkinn og grétum! Hann vildi alltaf vinna og varð alltaf að vinna, sömu sögu er að segja af mér enda hef ég mikið keppnisskap,“ sagði hinn geðþekki Peter sem hlakkar til að takast á við nýja áskorun hjá Fylki. „Ég ætla að gera mitt besta fyrir Fylki. Við vonumst til að vera í toppbaráttunni og stefnum á að lenda í einu af þremur efstu sætunum,“ sagði Peter Gravesen að lokum. hjalti@frettabladid.is Er kominn til Íslands í ævintýraleit Danski miðjumaðurinn Peter Gravesen skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Fylki. Bróðir hans er öllu kunnari, Thomas Gravesen, sem spilar með Real Madrid á Spáni og kenndi Peter allt sem hann kann. FRÆGUR BRÓÐIR Peter er bróðir Thomasar Gravesen sem leikur með Real Madrid. Hann mætir kannski á leik hjá Fylki í sumar. FLOTTUR Í APPELSÍNUGULU Peter Gravesen var mættur í Árbæinn í gær þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki og stillti sér síðan upp í myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Enska knattspyrnufélag- ið Liverpool hefur verið í leit að nýju fjármagni svo mánuðum skiptir en án árangurs enda eru hluthafar í félaginu ekki til í að selja hverjum sem er hlut sinn eins og sannaðist þegar forsætis- ráðherra Taílands, Thaksin Shin- awatra, reyndi að sölsa undir sig félagið með skattfé landa sinna. Fram kom í gær að félagið ætti í viðræðum við næstum tíu aðila um sölu á hluta í félaginu eða jafnvel meirihluta. Forráða- menn Liverpool höfnuðu því í gær að yfirtökutilboð væri vænt- anlegt þó að viðræður væru vissu- lega í fullum gangi. Sá sem er talinn líklegasti kaupandinn í dag er Spánverjinn Juan Villaonga sem eitt sinn var forseti spænska símarisans Telefonica og er mjög auðugur maður. Þó að Villalonga þyki líklegur kaupandi í augnablikinu er klár- lega langt í land enda munu menn eins og bandaríski auðkýfingur- inn Robert Kraft ekki hafa sagt sitt síðasta orð en hann hefur einnig verið í viðræðum við enska félagið. Hin endalausa peningaleit Liverpool á enda? Hart barist um völdin í Liverpool
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 88. tölublað (30.03.2006)
https://timarit.is/issue/271639

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

88. tölublað (30.03.2006)

Aðgerðir: