Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 28
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR28 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.016 +0,24% Fjöldi viðskipta: 258 Velta: 2.210 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 60,60 +0,33% ... Alfesca 4,00 -0,25%... Atorka 6,05 +0,00% ... Bakkavör 52,70 +0,77% ... Dagsbrún 6,89 +0,58% ... FL Group 22,30 +0,45% ... Flaga 3,11 +0,32% ... Glitnir 18,20 0,00% ... KB banki 835,00 +0,36% ... Kög- un 74,90 +0,00% ... Landsbankinn 25,60 -0,39% ... Marel 74,10 +1,51% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,60 +0,57% ... Össur 114,50 +0,00% Klukkan 14.00 í gær. MESTA HÆKKUN Marel 1,51% Icelandic Group 1,16% Bakkavör 0,77% MESTA LÆKKUN Vinnslustöðin -2,44% Atlantic Petroleum -1,76% Avion -0,49% Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað stýrivexti um 0,25 pró- sent. Almennt var búist við hækk- ununum. Stýrivextir í Banda- ríkjunum voru eitt prósent fyrir tuttugu mánuðum en standa í dag í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan í apríl árið 2001. Greint var frá ákvörðuninni að loknu fyrsta vaxtaákvörðunar- fundi Bens Bernanke, seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna, en stýri- vaxtahækkunin er liður í að koma í veg fyrir verðbólgu í Bandaríkj- unum. Fjármálasérfræðingar búast almennt við að stýrivextir hækki fljótlega um 0,25 prósent og verði það síðasta hækkunin í bili. - jab Bandaríkjamenn hækka stýrivexti BEN BERNANKE Þetta er fyrsta stýrivaxta- hækkun hins nýráðna seðlabankastjóra sem tók við af Alan Greenspan. Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagn- rýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármála- mörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýri- vexti, segir gagnrýnina óréttmæta. „Seðlabanki Íslands ýtir undir ónauðsynlegan óróleika á fjár- málamarkaði með því að miða vaxtaákvarðanir við vísitölu neysluverðs sem felur í sér hús- næðisverð,“ segir Torgeir Høien, sérfræðingur norska bankans Skagen Fondene, í nýlegri skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann segir hækkanir stýrivaxta árin 2004 og 2005 hafa verið óþarflega miklar en þær hafi ýtt undir hátt gengi krónunnar og með því lagt grunninn að hraðri veikingu henn- ar að undanförnu. „Um þetta hefur nú farið fram umræða, en ég er ekki sannfærður um að það sé rétt hjá norska bank- anum að Seðlabankinn hafi elt þetta blint,“ segir Guðmundur K. Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Bankinn hefur reiknað hvort tveggja og tekið mið af því.“ Guðmundur telur frekar hafa ýtt undir óstöðugleika hversu lítil áhrif stýrivaxtaákvarð- anir Seðlabankans hafi haft á útlán og vaxtakjör í landinu. „En við spurning- unni um hvort notast eigi við vísitölu með eða án hús- næðisverðs er ekki til ein- hlítt svar. Það getur komið sér vel í einn tíma og illa í annan,“ segir hann. Arnór Sig- hvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, segir verðbólgumarkmið Seðlabankans miðast við vísitöl- una í heild. „Bankinn er hins vegar ekki að bregðast við liðinni verð- bólgu, þar sem húsnæðisverðbólga er ráðandi, heldur við verðbólgu sem bankinn sér fram undan,“ segir hann og kveður húsnæðis- verðbólgu ekki endilega vera hluta af þeirri mynd. „Ljóst er að hús- næðisverðbólga mun hjaðna og annars konar verðbólga færist í vöxt í staðinn. Þá benda rannsókn- ir til að húsnæðisverðbólga sé leið- andi vísbending um annars konar verðbólgu. Gagnrýnin er því ekki réttmæt, nema að bankinn væri eingöngu á horfa á það sem liðið er í stað þess sem er fram undan.“ olikr@frettabladid.is SEÐLABANKI ÍSLANDS Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir gagnrýni Skagen Fondene á stýrivaxtastefnu bankans óréttmæta. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TORGEIR HØIEN Torgeir er sérfræðingur Skagen Fondene. Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hóla- hrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heild- areignir 652 milljónir. Um þessar mundir stendur yfir stofnfjárútboð þar sem í boði eru 54 milljónir og hafa núverandi eig- endur forkaupsrétt. Stærsti stofn- fjáreigandinn er Fiskiðja Sauðár- króks með 26,1 prósents hlut. - eþa Sparisjóður Skaga- fjarðar selur stofnfé SAUÐÁRKRÓKUR Í VETRARSÓL Sparisjóður- inn tapaði þrettán milljónum. Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims sam- kvæmt lista sem Alþjóða efna- hagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. Í þriðja skipti á fimm árum eru Bandaríkin í efsta sæti listans, sem það ríki sem stendur fremst í upplýsinga- og fjarskiptatækni, en Singapúr og Danmörk koma í næstu sætum á eftir. Finnland er í 5. sæti, Svíþjóð í 8. sæti og Noreg- ur í því 13. Stofnunin leggur ýmsa þætti til grundvallar við sínar mælingar, til dæmis hversu fljót ríki eru að tileinka sér tækninýjunar, fjár- festingar í upplýsingatækni, útbreiðslu netsins og farsíma, gæðum raungreinakennslu, stöðu upplýsingatækni í menntakerfi og atvinnulífi. Skýrslan sýnir glöggt að Norð- urlöndin og Asía standa fremst hvað upplýsingatækni varðar. - eþa BANDARÍKIN FREMST Ísland er í fjórða sæti yfir ríki sem standa fremst í upplýsinga- og fjarskipatækni. Ísland fjórða tækni- væddasta ríki heims Lokað vegna starfsmannaferðar, í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins, Opnum hress og kát 4. apríl. STOFNAÐ 1956 dagana 30.mars – 3.apríl Eins og kerlingarbækur Nassim Nicholas Taleb, bandarísk- ur prófessor í fjármálafræðum, gefur lítið fyrir kenningar og módel í nútímafjármálafræð- um og segir að fjármálavísindi séu tóm bábilja. Telur hann að stjörnuspeki geti nýst betur við að byggja upp eignasafn. „Fjármálafræði ganga út á öryggi þrátt fyrir það að ekkert í heimi sé öruggt,“ segir Taleb í viðtali við þýska blaðið Handelsblatt og bendir á að engar aðferðir á fjármálamarkaði verji hlutabréfaverð fyrir bankakreppu eða hryðjuverkum. Það séu fremur ófyrirséðir atburðir sem stýri þróun hlutabréfaverðs en útsjónarsemi sjóðsstjóra að mati prófessorsins. Ekki eyland Einhver kann að spyrja sig: Er hr. Taleb að líka að tala um íslenskan fjármála- markað og verðbréfadrengina okkar? Atburðir undanfarna daga sýna svo ekki verður um villst að Ísland er ekki eyland á fjármálamörkuðum, og þeir kunna að hafa haft langtímaáhrif á íslenskan hutabréfamarkað. Getur ef til vill verið að spákonan Sigríður Klingenberg geti gefið almenningi betri ráðleggingar um fjárfestingar en sjóðsstjórar innlendra hluta- bréfa hjá Kaupþingi? Peningaskápurinn... Á þriðjudag var tilkynnt um kaup Actavis á rúmenska samheita- lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evr- ópu. Sindan framleiðir 31 lyf, er með tíu í þróun og mun markaðs- setja sex ný lyf á árinu. Þá dreifir félagið 73 öðrum lyfjum í Rúmen- íu og koma um 55 prósent af heild- artekjum af dreifingu en 45 pró- sent af sölu á eigin framleiðslu. Róbert Wessman, forstjóri Acta- vis, segir Sindan falla vel að starf- semi Actavis. Með kaupunum opn- ist leið inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf sem Actavis hefur ekki verið starfandi hingað til. Fyrirhuguð kaup Actavis á króatíska samheitalyfjafyrirtæk- inu PLIVA voru meðal þess sem rætt var á aðalfundi Actavs á þriðjudag. Með þeim yrði Actavis þriðja stærsta samheitalyfjafyrir- tæki heims. „Margir lykilhluthaf- ar og -starfsfólk PLIVA hafa tekið okkur vel. Forstjóra fyrirtækisins þykir tilboðið of lágt en við höfum sagt að við myndum hugsanlega hækka verðið ef hann gæti sýnt fram á að fyrirtækið væri meira virði. Á sama tíma erum við að ræða við þá hluthafa og hags- munaaðila sem raunverulega eiga fyrirtækið svo þetta ferli mun taka nokkrar vikur í viðbót,“ sagði Róbert Wessman. Í ræðu Björgólfs Thors Björ- gólfssonar, stjórnarformanns Actavis, á aðalfundinum kom meðal annars fram að aukið fjár- magn í umferð hafi þrýst upp gengi bréfa félaga í Kauphöll Íslands án sýnilegra breytinga á starfsemi þeirra. Við þessar aðstæður sé hætta á að skamm- tímahagsmunir hafi óheppilega mikil áhrif á hlutabréfamarkað- inn. Fyrir fyrirtæki eins og Acta- vis sem gengur í gegnum miklar breytingar og vaxi hratt sé ekki heppilegt að vera skráð á markað þar sem gengi félaga ræðst of mikið af von fjárfesta um skjót- fenginn gróða. - hhs Styrkja sig í Austur-Evrópu MARKAÐSPUNKTAR Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýri- vaxta í dag. KB banki segir sömuleiðis líkur á 25 punkta hækkun vaxta á þriðja ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt pró- sent í Ísrael í gær eftir að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, lýsti yfir sigri Kadimaflokksins í þingkosning- unum í Ísrael í gær. Hlutabréfaverð í Kauphöllinni í Osló í Noregi hafa hækkað mest af hlutabréfa- vísitölum í kauphöllum Norðurlandanna á fyrsta ársfjórðungi. ICEX-15 6.016 +0,24% Fjöldi viðskipta 258 Velta 2.210 milljónir Mesta hækkun Marel 1,51% Icelandic Group 1,16% Bakkavör 0,77% Mesta lækkun Vinnslustöðin -2,44% Atlantic Petroleum -1,76% Avion -0,49%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.