Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 2
2 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR
www.expressferdir.is
Express Fer›ir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
Nánar á www.expressferdir.is
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
FÓTBOLTAVEISLA Í MANCHESTER
79.900 kr.
INNIFALI‹:
21.–24. APRÍL
Laugardaginn 22. apríl mætast
Chelsea og Liverpool í undanúrslitum í
ensku bikarkeppninni á Old Trafford í
Manchester. Hvort liðið kemst í
úrslitaleikinn í Cardiff?
Ekki missa af þessum hörkuleik!
Flug og flugvallaskattar,
rútur til og frá Manchester, íslensk
fararstjórn, 3 nætur á hóteli með
morgunverði og miði á leik Chelsea og
Liverpool. Miðað er við að tveir séu
saman í herbergi.
CHELSEA–
LIVERPOOL
FÓTBOLTAFERÐ TIL MANCHESTER
LÍKAMSÁRÁS Maður um tvítugt slas-
aðist á höfði eftir að maður sem
hann hafði deilt við lamdi hann
með kúbeini í höfuðið. Árásin var
gerð eftir dansleik á Selfossi á
laugardag.
Árásarmaðurinn var í slagtogi
við tvo aðra menn sem rifust við
manninn sem ráðist var á, áður en
kúbeinið var dregið fram.
Lögreglan kom á vettvang um
þrjú leytið í fyrrinótt og lá þá mað-
urinn óvígur eftir fyrir framan
skemmtistaðinn. Hann var fluttur
á heilsugæslustöð en meiðsl hans
virtust ekki vera alvarleg, þrátt
fyrir nokkra áverka.
Svanur Kristinsson, varðstjóri
í lögreglunni á Selfossi, sagði árás-
ina litna alvarlegum augum. „Það
er mikil mildi að ekki fór verr að
þessu sinni. Það er grafalvarlegt
mál þegar ráðist er á mann með
kúbeini og því hefði maðurinn sem
varð fyrir árásinni getað slasast
meira en hann gerði.“
Mennirnir þrír sem grunaðir
eru um aðild að árásinni voru hand-
teknir og gistu þeir í fangageymsl-
um lögreglunnar á Selfossi i fyrri-
nótt. Þeir voru yfirheyrðir í gær og
þeim sleppt að því loknu. - mh
Alvarleg líkamsárás eftir dansleik á Selfossi:
Laminn í höfuð með kúbeini
AF VETTVANGI ÁRÁSARINNAR Varðstjóri í lögreglunni á Selfossi segir árásina hafa verið alvar-
lega, en mildi þykir að ekki fór verr. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL
SKATTAMÁL Stærstu góðgerðarfélög
hér á landi greiða milli tíu og tut-
tugu milljónir króna á ári í virðis-
aukaskatt af starfi sínu.
Tæp tvö ár eru síðan Jónas Guð-
mundsson hagfræðingur tók saman
skýrslu um skattaumhverfi góð-
gerðarsamtaka hér á landi og sýndi
fram á að slíkum samtökum eru
búnar þrengri skorður hér en víða í
nágrannalöndum okkar.
Hefur skattastaða félagasam-
taka versnað undanfarin ár með
slæmum afleiðingum að mati for-
svarsmanna hinna ýmsu samtaka
þrátt fyrir að svör ráðherra innan
ríkisstjórnarinnar hafi verið
jákvæð þegar óskað hefur verið
eftir endurskoðun.
Jónas Þórir Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj-
unnar, segir brýna þörf á breyting-
um, en samtökin reiddu af hendi
um fjórar milljónir króna í skatta á
síðasta ári sem er sama upphæð og
notuð er árlega til
uppbyggingar-
starfs í Úganda.
„Til að setja hlut-
ina í samhengi þá
duga fjórar millj-
ónir króna til að
byggja tæplega 35
vatnsbrunna í
Malaví og um
þetta munar
heilmikið. Ég vil
sjá að fyrst stjórnvöld geta ekki
veitt sérstakar skattaundanþágur
vegna þeirra félaga sem safna fé til
hjálpar nauðstöddum hvarvetna í
heiminum þá verði virðisaukinn
beinlínis endurgreiddur.“
Undir þetta taka forsvarsmenn
annarra stórra hjálparsamtaka hér
á landi en misjafnt er hversu mikið
hver samtök greiða í formi virðis-
auka. Gróft áætlað greiddi Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna hér á
landi um eina milljón í þann skatt á
liðnu ári. SOS Barnaþorp greiddu
rúmlega tvær milljónir og bæði
Barnaheill og ABC hjálparstarf
nokkur hundruð þúsund krónur.
Skatturinn er tekinn af því sem
safnast í söfnunum félaganna.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu úr skýrslu Jónasar eru skatta-
undanþágur mun víðtækari í þeim
löndum sem Ísland er borið saman
við. Þó er þetta ekki algilt. Í Svíþjóð
búa þarlendar hjálparstofnanir við
svipað skattaumhverfi og finnst
hér. albert@frettabladid.is
AÐGENGI AÐ VATNI Fyrir sömu upphæð og rennur til ríkisins af söfnunarfé vegna bág-
staddra má byggja 150 vatnsbrunna í Afríku svo dæmi sé tekið. Forsvarsmenn góðgerð-
arfélaga vilja sjá alla skatta fellda niður vegna starfseminnar ellegar fá peningana til baka
sem beina styrki.
Ríkissjóður hagnast
á góðgerðarstarfi
Landsmenn hafa verið örlátir í söfnunum hjálparsamtaka hin síðari ár og hver
króna skiptir máli. Söfnunarféð fer að hluta beint til ríkisins í formi skatta.
Framkvæmdastjóri Hjálparstafs kirkjunnar segir brýna þörf á breytingum.
BÍLVELTA Karlmaður á fertugsaldri
slasaðist nokkuð þegar jeppabif-
reið hans valt út af veginum upp á
Mýrdalsjökul um hádegi í gær.
Ökumaðurinn missti stjórn á bíln-
um í lausamöl með þeim afleiðing-
um að bíllinn valt. Farþega bílsins
tókst að komast út áður en bíllinn
valt. Ökumaðurinn slasaðist
nokkuð á höfði og var fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur.
Meiðsl mannsins eru að sögn
lögreglunnar í Vík ekki eins alvar-
leg og þau litu út í fyrstu, en mað-
urinn skarst töluvert í andliti. -mh
Bíll valt við Vík í Mýrdal:
Ökumaðurinn
skarst í andliti
JÓNAS ÞÓRIR
JÓNASSON
SKATTAUNDANÞÁGUR GÓÐGERÐARSAMTAKA
Ísland Bandaríkin Bretland Danmörk
Frádráttur vegna gjafa fyrirtækja að 0,5 % að 50% Já Já
Undanþága frá virðisaukaskatti Nei Já Já Já
Réttur til endurgreiðslu innskatts Nei Já Já Já
Undanþága frá erfðafjárskatti Nei Já Já Já
Undanþága frá fjármagnstekjuskatti Nei Já Já Já
SPURNING DAGSINS
KR-ingar, haldið þið ekki
bara næsta herrakvöld á
Goldfinger?
Alveg örugglega.
Guðjón Guðmundsson er formaður
aðalstjórnar KR en nektardansmeyjar voru
fengnar á herrakvöld KR sem haldið var á
dögunum.
FERMINGAR Landsþing ungs fólks
fór fram á vegum Samfés í Frí-
stundamiðstöðinni Miðbergi í
Reykjavík á laugardaginn. Full-
trúar á þinginu voru ungt fólk á
aldrinum 13 til 16 ára úr félags-
miðstöðvum af öllu landinu, valdir
af ungmenna- og nemendaráðum.
Meðal ályktana þingsins var sú að
lagaumhverfið sem snýr að ungl-
ingum þurfi að vera skýrara og
fermingaraldurinn ætti að vera
hærri en fjórtán ár.
Stefán Þórsson, talsmaður þings-
ins, segir að rætt hafi verið um allt
milli himins og jarðar á þinginu,
allt frá lagaumhverfi og trúar-
bragðafræðslu til gúrkna og kúlu-
penna. Komst þingið að þeirri nið-
urstöðu að trúarbragðakennslu sé
ábótavant í skólum landsins og
kenna þyrfti betur fleiri trúarbrögð
en kristni. Tók Stefán jafnvel svo
djúpt í árinni að leggja þyrfti niður
kristnifræði í núverandi mynd.
Þingið vildi auka trúarbragða-
vitund ungs fólk og sagði Stefán
að liður í því væri að hækka ferm-
ingaraldur. ,,Ungt fólk er að velja
sér trú þrátt fyrir að vera ekki
orðið sjálfráða og veit þar að auki
lítið um önnur trúarbrögð.“ - sha
Landsþing ung fólks á vegum Samfés:
Vill hækka fermingaraldur
FERMINGARALDUR Þarf að hækka sam-
kvæmt ályktun Landsþings ungs fólks.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NOREGUR Hvalveiðitímabilið í Nor-
egi hefst með óvenjulega háum
kvóta en ríkisstjórnin hefur gefið
leyfi fyrir því að alls 1052 hvalir
séu drepnir. Þetta er hæsti hval-
veiðikvótinn í Noregi frá því að
hvalveiðar voru teknar upp á ný
árið 1993. Miklar gagnrýnisraddir
beinast nú að Noregi, bæði frá
dýraverndunarsinnum um allan
heim og ríkisstjórnum nokkurra
landa, þar á meðal Bandaríkjanna
og Bretlands. Stjórnvöld í Noregi
telja það hættulaust að hækka
kvótann þetta mikið þar sem hval-
veiðar hafi gengið illa sökum
slæmra veðurskilyrða. - bg
Hvalveiðar hafnar í Noregi:
Hæsti kvótinn
í þrettán ár
FRÁ HVALSKURÐI Stjórnvöld í Noregi hafa
heimilað veiðar á 1052 hvölum í ár.
TYRKLAND, AP Tayyip Erdogan for-
sætisráðherra Tyrklands hefur
varað við því að börn og konur séu
notuð sem leiksoppar hryðju-
verkamanna.
Tyrkneskir uppreisnarhópar
hafa verið gagnrýndir fyrir að láta
börn taka þátt í ofbeldisfullum
mótmælaaðgerðum til að fá samúð.
Þrjú börn á aldrinum þriggja til
níu ára eru meðal átta sem hafa
látist síðustu daga í átökum á milli
Kúrda og tyrknesku lögreglunnar.
Erdogan hvetur foreldra til að
banna börnum sínum að taka þátt í
mótmælum sem hófust eftir útför
fjórtán uppreisnarseggja úr röðum
Kúrda. - bg
Tyrkneskir uppreisnarhópar:
Nota börn í
mótmælum
RÓM, AP Tugir þúsunda söfnuðust
saman í Rómarborg í gær í tilefni
þess að ár var þá liðið frá dauða
Jóhannesar Páls páfa annars.
Benedikt páfi leiddi minningar-
athöfn á torginu við Péturskirkj-
una og ávarpaði mikinn manns-
fjölda út um glugga íbúðarinnar
þar sem Jóhannes páll páfi annar
lést. „Jóhannes Páll annar dó eins
og hann hafði alltaf lifað, í nafni
trúarinnar,“ sagði Benedikt páfi.
Einnig komu um átta þúsund manns
saman í Póllandi til að minnast
Jóhannesar. - bg
Minningarathöfn í Róm:
Tugir þúsunda
minntust páfa
RÓM Fjöldi fólks minntist Jóhannesar Páls
páfa í gær. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
NAUÐLENDING Tveggja hreyfla
flugvél þurfti að nauðlenda á Þing-
vallaveginum í Mosfellsdal um
hálf níu leytið í gærkvöldi vegna
vélarbilunar. Engin slys urðu á
fólki.
Lögregla og sjúkrabíll voru
fljótt kölluð til en í fyrstu var talið
að fólk sem í flugvélinni var hefði
slasast.
Þegar Fréttablaðið fór í prent-
un var lögreglan enn að störfum á
vettvangi en flugvélin hafði ekki
verið fjarlægð af veginum. -mh
Nauðlending í Mosfellsdal:
Nauðlenti
vegna bilunar