Fréttablaðið - 03.04.2006, Page 6
6 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR
MENNTAMÁL Ein höfuðástæða þess
að Háskóli Íslands og Háskólinn á
Akureyri eiga við viðvarandi fjár-
hagsvanda að stríða er að áætlanir
stjórnvalda um fjölgun nemenda
eru úr öllum takti við raunveru-
leikann. Þannig gera nýjustu áætl-
anir ríkisins ráð fyrir fjögurra
prósenta meðalfjölgun nemenda á
háskólastiginu þegar raunin hefur
verið að þeim hefur fjölgað um
þrettán prósent.
Tölurnar hefur Kjartan Ólafs-
son, sérfræðingur við Rannsókn-
arstofnun Háskólans á Akureyri,
tekið saman en hann segir fjölgun
nemenda meginástæðu fjárhags-
örðugleika Háskóla Íslands og
Háskólans á Akureyri. Eru þetta
einu ríkisreknu háskólarnir sem
ekki taka skólagjöld af nemendum
sínum fyrir utan þá tvo skóla sem
heyra undir Landbúnaðarráðu-
neytið og njóta mun hærri tekna á
hvern nemanda. Undantekningin
er Kennaraháskólinn en ástæða
þess að sá skóli þarf ekki viðbótar-
fjárframlög er að framlag ríkisins
á hvern nemanda þar er mun
hærra en í HÍ eða HA.
Kjartan segir óskiljanlegt af
hverju ríkið vanáætli fjölda þeirra
sem vilja mennta sig meira svo
mikið sem raun ber vitni, en leita
þarf aftur til ársins 1986 til að
finna árgang þar sem fjölgun nem-
enda var undir fjórum prósentum.
„Þetta fellur tvímælalaust undir
lélega áætlanagerð að mínu mati
og er höfuðvandi skólanna. Mögu-
lega gengur þetta sem langtíma-
markmið en það hefur verið meiri
vöxtur en fjögur prósent hvert ár
síðan 1991 og stórir árgangar eru
á leið úr framhaldsskólunum.
Íslendingar eru þokkalega mennt-
aðir í samanburði við aðrar þjóðir
en flestir eru sammála um að sam-
keppnishæfi þjóðanna ráðist af
því hversu vel er búið að menntun
í hverju landi fyrir sig. Háskóla-
nám er fjárfesting til framtíðar
alveg eins og vegir og virkjanir.“
albert@frettabladid.is
MENNT ER MÁTTUR Framlag ríkis á hvern nemanda er hvað minnst til Háskóla Íslands og
Háskólans á Akureyri og er talsvert undir því sem greitt er á hvern nemanda í Listaháskól-
anum eða Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Vandi háskólanna
er of mikill vöxtur
Einkareknir háskólar hafa vaxið um tæp 16 prósent og ríkisreknir háskólar um
tæp tíu prósent síðustu árin. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir fjögurra prósenta
vexti. Sérfræðingur við Háskólann á Akureyri segir þetta höfuðvanda skólanna.
KJARTAN ÓLAFSSON Stjórnvöld vanreikna
áhuga á menntun meðal þegna sinna
sem veldur því að skólarnir eru fjárvana ár
eftir ár.
VIÐSKIPTI Fjörutíu missa vinnuna
við mjólkurpökkun í Reykjavík
þegar stærsta mjólkurbú lands-
ins, MS, verður flutt á Selfoss. Þar
skapast tuttugu ný störf og segir
forstjóri MS, Guðbrandur Sig-
urðsson, breytingarnar gerðar í
hagræðingarskyni.
„Við leggjum mikla áherslu á
að afla starfsmönnunum við
mjólkurpökkunina annarra starfa
innan félagsins,“ segir Guðbrand-
ur: „Flutningurinn tekur langan
tíma í framkvæmd og lýkur eftir
fyrsta ársfjórðung 2008. Við
erum að sækjast eftir hagræð-
ingu, bæði náum við að nýta tæki,
bíla og húsnæði betur og fækka
starfsfólki. Þetta er mjög langur
aðlögunartími þannig að ein-
hverjir koma til með að hætta
áður og fara í önnur störf. Það
hjálpar okkur og svo getum við
boðið fólkinu að starfa á Selfossi,
ef það hentar því,“ segir Guð-
brandur.
Auk flutnings mjólkurpökkun-
arinnar fer öll framleiðsla á
desert-ostum fram í Búðardal frá
næsta ári. Einnig á að endurskipu-
leggja dreifingu hjá MS í Reykja-
vík og grípa til almennra hagræð-
ingaraðgerða á öllum
framleiðslustöðum MS.
Heildarhagræði af flutningn-
um verður um 150 milljónir króna.
Byggt verður við húsnæðið á Sel-
fossi og það sem losnar í Reykja-
vík verður leigt út. Flutnings-
kostnaður í heild er metinn á 318
til 389 milljónir króna. - gag
VIÐ MJÓLKURPÖKKUN Starfsmaður við vinnu sína í Mjólkursamsölunni áður en hún sam-
einaðist Mjólkurbúi Flóamanna á síðasta ári.
Fjörutíu missa vinnuna hjá MS í Reykjavík en tuttugu fá vinnu á Selfossi:
Flytja og spara 150 milljónir
ÍRAN, AP Íranar skutu nýrri
sprengiflaug í tilraunaskyni um
helgina, sem að sögn yfirmanns
flughers Byltingarvarðarins,
Hossein Salami, sést ekki á radar-
skjám. Jafnframt getur þessi eld-
flaug hitt nokkur skotmörk í einu,
að hans sögn.
Salami tilkynnti um skotið á
ríkisrekinni sjónvarpsstöð, og
sagði það fara eftir stærð sprengi-
odds flaugarinnar hversu langt
hún dregur í hvert sinn.
Vesturveldin óttast mjög að
Íranar séu að þróa kjarnavopn, og
hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna gefið Íran þrjátíu daga frest
til að hætta auðgun úrans á heima-
velli, en auðgað úran má nota til
kjarnorkuvopnaframleiðslu. - smk
Íranar prófa sprengiflaug:
Sést ekki á radar
NOREGUR Norska ríkisstjórnin
hefur ákveðið að takmarka olíuleit
á norðurskautssvæðum sínum að
minnsta kosti til ársins 2010 til að
vernda fiskistofna og viðkvæma
náttúru þar. Á
sama tíma opnar
hún fyrir leit í
stórum hluta
Barentshafsins,
og enginn hluti
hafsins nýtur
verndar til fram-
búðar. Þetta
kemur fram á
vefsíðu norska dagblaðsins Aften-
posten, en Jens Stoltenberg for-
sætisráðherra tilkynnti ofangreint
á blaðamannfundi í Osló í gær.
Norðmenn vonast til þess að
leitarheimildin styrki stöðu
landsins á alþjóðavettvangi, en
friði jafnframt bæði umhverfis-
verndarsinna og fiskimenn. - smk
Olíuvinnsla í Barentshafi:
Takmörkuð
leit heimiluð
JENS STOLTENBERG
ÁRLEGUR MEÐALVÖXTUR
SÍÐUSTU ÁRA:
Háskóli Íslands 7%
Kennaraháskóli Íslands 10%
Listaháskóli Íslands 3%
Landbúnaðarskólinn á Hvanneyri 30%
Háskólinn á Akureyri 21%
Háskólinn í Reykjavík 15%
Viðskiptaháskólinn á Bifröst 21%
Áætlun stjórnvalda: 4%
KJÖRKASSINN
Hljópstu apríl?
Niðurstaða:
Já 7%
Nei 93%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú skipt um símafyrirtæki
síðasta árið?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
Vinnuslys á Hellisheiði Verkamaður
slasaðist töluvert á handlegg þegar hann
fékk ofan á sig 70 kílóa þungt stykki úr
bor sem notaður er við framkvæmdirnar
á Hellisheiði. Slysið varð um eittleytið í
fyrrinótt og fluttu vinnufélagar mannsins
hann á heilsugæslustöðina á Selfossi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SLAGSMÁL Mikil hópslagsmál brut-
ust út á dansleik sem haldinn var í
félagsheimilinu á Iðavöllum í fyrri-
nótt, en dansleikurinn var haldinn í
tengslum við snjósleðamót sem fór
fram á Héraði um helgina.
Einn maður var fluttur á heilsu-
gæslustöðina á Egilsstöðum vegna
áverka sem hann hlaut í slagsmál-
unum en rúmlega tvö hundruð
manns voru á dansleiknum.
Dyraverðir í félagsheimilinu
kölluðu lögregluna til vegna
slagsmálanna og aðstoðaði hún
dyraverðina við að róa mann-
skapinn niður.
Jón Þórarinsson, varðstjóri
hjá lögreglunni á Egilsstöðum,
segir þetta ekki vera í fyrsta
skipti sem mikil slagsmál brjót-
ist út á snjósleðamóti á Héraði en
snjósleðamót hafa verið haldin á
þessu svæði með reglulegu milli-
bili á undanförnum árum.
„Snjósleðamenn hafa oft verið
með ólæti á dansleikjum í gegn-
um tíðina. Við höfum því alltaf
töluverðan viðbúnað þegar þessi
mót fara fram. Okkur gekk ágæt-
lega að róa þá niður sem tóku
þátt í slagsmálunum og sem betur
fer slasaðist enginn alvarlega.“
Nokkur hundruð manns komu
til Egilsstaða um helgina vegna
mótsins og fór sjálft mótið vel
fram. - mh
Hópslagsmál brutust út á dansleik í félagsheimilinu á Iðavöllum:
Sleðamenn slógust á Héraði
FRÁ SNJÓSLEÐAMÓTINU Snjósleðamótið
á Héraði fór að mestu vel fram. Mikil
hópslagsmál brutust þó út á dansleik sem
haldinn var í tengslum við mótið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI REYR
Erill hjá slökkviliði Mikill erill var
hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í
gær. Samtals fór slökkviliðið í 25 útköll
vegna sjúkraflutninga og þrettán vegna
minniháttar sinubruna, auk sinubrunans
á Kjalarnesi.
Drukknaði í risaöldu Lögreglan á
Bali í Indónesíu hefur beðið fólk um
að hafa varan á í sjónum við strendur
landsins þar sem einn sundmaður
drukknaði þegar risastór alda skall á
honum á miðvikudag. Aldan var þrír
metrar á hæð en líklegt er talið að hún
hafi myndast vegna hitabeltisstormsins
Glendu sem geisað hefur á þessum
slóðum. Hið vinsæla svæði við Kuta-
strönd var lokað tímabundið vegna
þessa.
INDÓNESÍA