Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 8

Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 8
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR Framtíðarsjóður Ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga Engin lágmarksinnborgun Verðtryggður Bundinn til 18 ára aldurs Kjör haldast óbreytt þótt innstæða sé ekki tekin út við 18 ára aldur Vildarviðskiptavinur Sparisjóðsins sem gefur fermingarbarni 5.000 króna gjafabréf í Framtíðar- sjóð Sparisjóðsins eða meira fær 2.000 króna viðbót við gjöfina frá Sparisjóðnum. Gefðu gjöf sem stækkar í pakkanum! Gjöfin vex í pakkanum F í t o n / S Í A F I 1 6 7 1 3 5.000 kr. verða 7.000 kr. Kíktu á spar.is og reiknaðu út ávöxtun á sparnaði í Framtíðarsjóði Sparisjóðsins. Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 17 í Hvammi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 3. mars 2006 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is Ársfundur 2006 E N N E M M / S ÍA / N M 20 56 4 VINNUMARKAÐUR Tímakaup erlendra, ófaglærðra verkamanna hefur lækkað um allt að 30 pró- sent á einu ári. Fyrir ári var algengt tímakaup á bilinu 800- 1.000 krónur. Í dag er það 650-680 krónur. Þetta er mat Guðmundar Þ. Jónssonar, varaformanns Efling- ar, og byggist á launum sem gefin eru upp í umsóknum um atvinnu- leyfi sem berast Eflingu en atvinnurekendur þurfa að sækja um atvinnuleyfi til stéttarfélag- anna. Í byggingariðnaði og verklegum framkvæmdum er algengt að ráða erlenda menn til landsins sem verkamenn, þótt þeir hafi iðnréttindi. Þeir ganga svo oft í öll verk og starfa jafn- vel í rauninni sem iðnaðar- menn. Lágmarkstaxtinn fyrir almennan byggingaverka- mann er um 640 krónur á tímann og ófaglærðir verkamenn fá um 659 krónur á tímann eftir fimm ára starf. Þetta er samkvæmt taxta. Menn sem fá það tímakaup eru algjörir byrjendur í starfi. Menn, sem hafa iðnrétt- indi á einhverju sviði í heimalandinu, eiga í raun- inni að vera á hærra taxta- kaupi. Þá má líka benda á að ófaglærðir Íslendingar hafa verið með 800-1.000 krónur á tímann en Guðmundur segir að sú tala hafi líka farið lækkandi. „Á einu og hálfu ári höfum við fundið fyrir tilhneigingu til að lækka tímakaupið. Það er tilfinn- ing okkar að fyrirtæki sem hafa borgað sæmilegt kaup séu farin að elta þau sem borga lágt tímakaup og lækka kaupið hjá sér. Þetta segir okkur meðal annars það að það er nóg framboð af fólki,“ segir Guðmundur. Atvinnurekendur sem ætla að sækja um atvinnuleyfi fyrir ófag- lærða verkamenn sækja um hjá Eflingu stéttarfélagi. Guðmundur segir að umsóknunum hafi fjölgað töluvert síðustu misseri en hafi verið að jafnaði um hundrað á viku frá því snemma á síðasta ári. Langflestar eru umsóknirnar nýjar en þó eru nokkrar vegna endurnýjunar og framlengingar fyrir fólk sem þegar er starfandi hér á landi. „Við teljum að fólk hljóti að yfirgefa landið á móti. Það er útilokað að þenslan sé svo mikil að það sé hægt að bæta við 100 starfsmönnum á viku,“ segir Guðmundur. ghs@frettabladid.is GUÐMUNDUR Þ. JÓNSSON Tímakaup ófaglærðra hefur lækkað mikið Kaup erlendra, ófaglærðra verkamanna hefur lækkað um allt að þriðjung á einu ári. Fyrir ári var algengt tímakaup hátt í eitt þúsund krónur. Í dag nálgast það óðfluga lágmarkstaxtann sem er 650 krónur. VERKAMENN AÐ STÖRFUM Forystumenn Eflingar hafa fundið fyrir tilhneigingu til að lækka tímakaup ófaglærðara á síðustu misserum. DANMÖRK Naser Khader þingmað- ur Róttæka flokksins á danska þinginu stefnir á að verða ráð- herra innflytjendamála. Segist hann hafa sett sér þetta markmið í kjölfar þeirra fjölda dauðahótana sem honum hafa borist. Einnig vógu ummæli múslimaprestsins Ahmeds Akk- ari um að sprengja þyrfti Khader í loft upp verði hann innflytj- endaráðherra þungt. Þetta kom fram í viðtali Berl- ingske tidende við þingmanninn í gær. Khader, sem er múslimi segir nauðsynlegt að múslimar og aðrir innflytjendur aðlagist betur dönsku samfélagi. Hann telur stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda ekki lík- lega til árangurs enda einkennist hún helst af gagnrýni í garð þeirra. Naser Khader hefur verið áberandi í innflytjendaumræð- unni í Danmörku síðustu ár og beitti hann sér fyrir stofnun sam- taka lýðræðissinnaðra múslima í landinu fyrr á árinu. En samtökin hafa gagnrýnt mótmæli trú- bræðra sinna vegna Múhameðs- teikninganna. Fylgi við Róttæka, flokk Khad- ers, hefur aukist töluvert sam- kvæmt síðustu skoðanakönnun- um í Danmörku. - ks Danski þingmaðurinn og músliminn Naser Khader: Dauðahótanir virka hvetjandi NASER KHADER OG ANDERS FOGH RASM- USSEN Khader vill verða ráðherra innflytj- endamála þrátt fyrir morðhótanir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.