Fréttablaðið - 03.04.2006, Page 11
MÁNUDAGUR 3. apríl 2006
Lysing_akureyri_4x300mm
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
H
in
rik
P
ét
ur
ss
on
l
w
w
w
.m
m
ed
ia
.is
/h
ip
Við komum til þín!
Su›urlandsbraut 22
108 Reykjavík
Glerárgötu 24-26
600 Akureyri
Sími 540 1500 Fax 540 1505
www.lysing.is
L‡sing opnar á Akureyri !
Nú getum vi› veitt nor›lenskum fyrirtækjum og einstaklingum
enn betri fljónustu og rá›gjöf vi› fjármögnun atvinnutækja,
atvinnuhúsnæ›is og bifrei›a. Skrifstofa L‡singar er vi›
Glerárgötu 24 - 26, opnunartími er frá kl. 9-16.
Veri› velkomin a› líta vi› hjá okkur í kaffi og ræ›a málin.
VIÐSKIPTI Úrskurðarnefnd um fjar-
skipta- og póstmál hefur kveðið
upp úrskurð í ágreiningsmáli Sím-
ans og Póst- og fjarskiptastofnun-
ar.
Stóð ágreiningurinn aðallega
um hvort telja skuli svokallaða
innri veltu sem hluta af bókfærðri
veltu félagsins.
Póst- og fjarskiptastofnun taldi
innri veltu með í rekstrargjalds-
stofni og hækkaði þar með stofn-
inn sem því nemur og kærði Sím-
inn þá ákvörðun í janúar
síðastliðnum.
Úrskurðarnefndin komst að
þeirri niðurstöðu að Póst- og fjar-
skiptastofnun hefði brotið gegn
jafnræðisreglu stjórnarskrár
Íslands, helstu meginreglum
stjórnsýslulaga og lögum sem
gilda um Póst- og fjarskiptastofn-
un. Póst- og fjarskiptastofnun
skuli leggja að nýju rekstrargjald
á Símann hf. í samræmi við fyrir-
mæli nefndarinnar.
Á heimasíðu Símans segir að
niðurstöður málsins leiði enn
fremur í ljós að Póst- og fjar-
skiptastofnun hafi oftekið rekstr-
argjald af Símanum sem gæti
numið tugum milljóna króna sem
Síminn muni krefjast að fá endur-
greiddar. - hhs
BRYNJÓLFUR BJARNASON, FORSTJÓRI SÍM-
ANS Síminn segir Póst- og fjarskiptastofnun
hafa oftekið rekstrargjald af Símanum sem
gæti numið tugum milljóna króna.
Úrskurður í ágreiningsmáli Símans og Póst- og fjarskiptastofnunar:
Síminn krefst tugmilljóna
SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð-
herra hefur ákveðið að íslenskum
skipum verði heimilt að veiða
tæpar 154.000 lestir af norsk-
íslenskri síld á þessu ári.
Samkvæmt þeirri skiptingu
sem ríkti á meðan samningar voru
í gildi um stjórn veiða úr stofnin-
um hefðu Íslendingar mátt veiða
tæpar 114.000 lestir eða 15,54 pró-
sent. Íslendingar veiða meira nú
vegna þess að samningar nást ekki
við Norðmenn um að halda stjórn-
uninni óbreyttri. - shá
Norsk-íslenska síldin:
Veiðum meira
en ráðlagt er
ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON Nú styttist í að
síldveiðifloti Íslendinga taki til við að veiða
úr norsk-íslenska síldarstofninum.
FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður hefur
hækkað útlánsvexti á íbúðabréf-
um úr 4,65 í 4,85 prósent í kjölfar
útboðs á íbúðabréfum.
Alls bárust tilboð að nafnvirði
8,4 milljarðar króna í annan áfanga
útboðsins á árinu og var ákveðið
að taka tilboðum í íbúðabréf að
nafnvirði 3,7 milljarðar króna.
Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs
byggir því á ávöxtunarkröfu í
útboði íbúðabréfa sem haldið var
31. mars, ásamt vegnum fjár-
magnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-
veðbréfa. Vegnir vextir í útboði
íbúðabréfa og uppgreiddra ÍLS-
veðbréfa eru 4,27 prósent. -jab
Vextir Íbúðalánasjóðs hækka:
Vextir fara í
4,85 prósent
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR.
PÓLLAND, AP Wojciech Jaruzelski
hershöfðingi, síðasti leiðtogi
kommúnistastjórnarinnar í Pól-
landi, hefur verið ákærður fyrir
að hafa sett á herlög til þess að
auðvelda stjórninni að brjóta á
bak aftur lýðræðisbaráttu fjölda-
hreyfingarinnar Solidarnosc.
Sérstök stofnun, sem hefur
með höndum rannsókn á glæpum
kommúnistatímans, segir að Jar-
uzelski hafi brotið stjórnarskrá
landsins þegar hann hóf aðgerðir
gegn Solidarnosc þann 13. desem-
ber árið 1981. - gb
Jaruzelski hershöfðingi:
Ákærður fyrir
stjórnlagabrot