Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.04.2006, Qupperneq 12
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ NISSAN PATROL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Rúmgóður og áreiðanlegur vinnuþjarkur sem hefur sýnt og sannað að hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk! Líttu inn og sjáðu alvöru jeppa! Verðið á Nissan Patrol er frá 4.170.000 kr. ENDIST ENDALAUST E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 4 7 VETRARRÍKI Á HÉRAÐI Kannski Ísland sé aldrei jafn fagurt og í sönnum vetrarbúningi sínum. Myndirnar voru teknar í Fljótdalshéraði á dögunum. MYND/HARALDUR BJARNASON Sigríður Dóra Sverrisdótt- ir menningarfrömuður á Vopnafirði brá sér á sex leiksýningar í fimm daga leikhúsferð til Reykjavíkur. Met hennar - tíu sýningar á sjö dögum - stendur óhaggað. Leikhúsið er ást og yndi Sigríðar Dóru. Henni finnst fátt skemmti- legra en að horfa á góða leiksýn- ingu og leggur talsvert á sig til að sjá þær sem flestar. Reglulega fer hún í ferðalög til höfuðborgarinnar og gerir þá helst ekki annað en að fara í leikhús og sofa. Leikhús- ferðin nú hófst á miðvikudags- kvöldið með skólasýningu Mennta- skólans við Hamrahlíð og lauk í gærkvöldi á sýningu Þjóðleikhúss- ins á Átta konum. Raunar fór gær- dagurinn gjörvallur í leikhús því klukkan hálf tvö sá hún Hafið bláa og svo Pétur Gaut klukkan fimm. Á laugardag sá hún Forðist okkur og föstudagskvöldinu varði hún í Íslensku óperunni á óperettu Söngskólanema. Á fimmtudags- kvöldið fór hún á kaffihús því þá var ekkert á fjölunum sem hún hafði ekki séð. „Ég veit ekki almennilega hvernig stendur á þessum leikhús- áhuga mínum. Kannski hann sé eitthvað dulinn,“ segir Sigríður Dóra. „Ég tók þátt í skólasýningum sem barn í Oddeyrarskóla á Akur- eyri en hef í seinni tíð ekki haft áhuga eða þörf á að standa sjálf á sviði.“ Hún hefur reyndar mjög almennan menningaráhuga, til dæmis á mynd- og tónlist, og telur hugsanlegt að þar sem svo margt sameinist í leiklistinni heilli hún jafn mikið og raun ber vitni. Þó að Sigríður Dóra hafi séð sex sýningar í þessu kastinu stendur met hennar frá því fyrir þremur árum óhaggað. „Þá sá ég tíu sýn- ingar á sjö dögum,“ segir hún og ljómar við endurminninguna. Og þótt hún hafi séð heila 21 sýningu á þessu leikári er útlit fyrir að met hennar frá síðasta leikári standi líka óhaggað. „Þá sá ég 27 sýningar. Ég fer reyndar á Litlu hryllings- búðina á Akureyri 21. apríl og verð þá komin upp í 22 sýningar á leik- árinu. Ég efast því um að ég setji nýtt persónulegt met en það er aldrei að vita,“ segir hún og brosir. Þegar Sigríður Dóra er beðin um að nefna eftirminnilega leiksýningu koma þrjár upp í hugann. „Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson var tímamótaverk. Það fjallaði um kyn- ferðislegt ofbeldi sem maður vissi ekki hvað var á þeim tíma. Það var auðvitað til en ekkert um það rætt.“ Hún nefnir líka Veisluna sem að hennar sögn var afburðasýning og Þetta er allt að koma. Ólíkt sumum leikhúsgestum hefur Sigríður Dóra aldrei nokkurn tíma fundið hjá sér þörf fyrir að ganga út af miðri sýningu. „Kannski ég sé bara svona vitlaus eða óþroskuð að ég geri ekki meiri kröfur,“ segir hún hlæjandi, sæl og glöð. bjorn@frettabladid.is Fór á þrjár leik- sýningar í gær SIGRÍÐUR DÓRA SVERRISDÓTTIR Hefur mest séð 27 leiksýningar á einu leikári. Flest bendir til að hún sjái „aðeins“ 22 sýningar á þessu leikári. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HAFIÐ BLÁA Ein þeirra þriggja leiksýninga sem Sigríður Dóra sá í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Lýðræðisflokkurinn Nýtt afl er vin- sælasti stjórnmálaflokkur lands- ins, ef marka má skoðanakönnun á vefsetri Útvarps Sögu. Nýtt afl nýtur stuðnings 43 prósenta þátt- takenda, en þátttaka í könn- uninni er öllum frjáls og geta menn greitt jafn mörg atkvæði og þeir vilja og nenna. Samfylkingin og Sjálfstæðis- flokkur koma næst með 17 og 15 prósenta fylgi, vinstri grænir hafa um 10 prósent en Framsókn og frjálslyndir minna. Jón Magnússon lögmaður er for- maður Nýs afls en hann stjórnar jafnframt morgunútvarpi Sögu tvo daga í viku. - bþs Nýtt afl sterk- ast allra flokka JÓN MAGNÚSSON lög- maður, útvarpsmaður og stjórnmálamaður. Besta hugmynd helgarinnar „Hvernig væri að hætta að tönnlast sífellt á nafninu Landspítali - háskólasjúkra- hús. Er ekki gamla góða nafnið Landspítali nógu gott?“ MAGNÚS SKÚLASON ARKITEKT Í LOK GREINAR Í MORGUNBLAÐINU UM SKIPULAGSMÁL. Enda við Bandaríkja- menn að eiga „Það virðist ekki hvarfla að íslenskum stjórnvöldum að hafa frumkvæði að lausn þessa máls.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, FORMAÐUR VG, UM VARNARMÁLA- VIÐRÆÐURNAR. FRÉTTABLAÐIÐ. „Ég er ansi upptekinn af mínu starfi við Tónlistar- húsið þessa stundina,“ segir Stefán Hermanns- son, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR, sem gaf sér þó tíma til þess að fara í fermingarveislu í gær. Nú er einmitt fermingavertíð ársins nýhafin og segist Stefán að hann muni fara í þrjár til fjórar slíkar veislur í þessum mánuði enda eru langflestar fermingarveislur ársins haldnar í kringum páskahátíðina sem nú fer brátt í hönd. Aðspurður segist Stefán hafa ágætlega gaman af fermingarveislum og hafði að minnsta kosti náð að belgja sig nokkuð út af mat í þessari ákveðnu veislu. Strangir vinnudagar eru hins vegar fram undan hjá Stefáni. „Á morgun byrja vinnufundir með útvöldum arkitektum og verkfræðingum. Annað sem er einnig á döfinni er aðalfundur hjá Austurhöfn-TR á miðvikudaginn. Þannig að það er nokkuð þétt dagskrá næstu daganna.“ Stefán segist ánægður með samninga síðasta mánaðar og er gríðarlega sáttur með að allir séu loks farnir að róa í sömu áttina en í byrjun síðasta mánaðar náðust loks samningar um byggingu og fjármögnun tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykja- vík. Í vikunni voru einnig birtar niðurstöður könnunar Fréttablaðsins þess efnis að 83 prósent þeirra Reykvíkinga sem tóku afstöðu telja að tónlistar- og ráðstefnuhúsið muni efla miðborg Reykjavíkur. Stefán segir að eftir mikla vinnu í vetur fari hlutirnir aðeins að róast hjá honum. „Ein- hvern tíma í sumar vonast ég til þess að geta tekið mér frí, sem ég gerði ekki í fyrra,“ segir Stefán að lokum en áætlað er að byggingu hins stórglæsilega tónlistar- og ráðstefnu- húss ljúki árið 2009 en samtengt húsinu verður einnig reist 250 herbergja hótel. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEFÁN HERMANNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI AUSTURHAFNAR-TR Fermingarvertíðin hafin Stefán Hermanns- son verkfræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.