Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 16
3. apríl 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís
Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
������������
������������������������������������������������������������������
������
�������
�����
��
������
�
������
���
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Samsæri og sannleikur
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, vinnur nú að því
að fá á hreint hvort svæsin samsæris-
kenning sem honum barst til eyrna fái
staðist. Snýst hún um að vínbúðinni í
Breiðholti hafi verið fundinn nýr staður
í leiguhúsnæði sem fólk tengt forsæt-
isráðherra á og fyrir því eru vafasamar
forsendur. Vínbúðin var um árabil í
eigin húsnæði í verslanakjarnanum
Mjódd en var nýverið flutt um
nokkur hundruð metra, í
leigu- pláss í verslun-
inni Garðheimum.
Eig- endur Garðheima
eru mágur og svilkona
for- sætisráðherra.
Sigurjón
spurði
forkólfa
ÁTVR
út í ástæður flutningsins og fékk meðal
annars þau svör að húsnæðið í Mjódd
hafi bæði þótt óhentugt og óþarflega
stórt. Sigurjón spurði líka um hve háa
húsaleigu greiða þarf fyrir plássið í
Garðheimum en fékk ekki svör við því.
Hefur hann því beint nokkrum spurn-
ingum til fjármálaráðherra um málið
og þurfa embættismenn ráðuneytisins
meðal annars að grennslast fyrir um
veltu vínbúðarinnar í Mjódd frá árinu
2000 til ársins 2005. Áhugamenn um
stjórnmál og samsæriskenningar fylgj-
ast vafalaust spenntir með framhaldi
málsins enda ljótt ef satt reynist að
sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar
hafi skarað eld að köku mágs síns og
svilkonu.
Perla höfuðstaðarins
Margt hefur verið sagt
og skrifað um Reykjavíkur-
flugvöll og hvort rétt sé að hann verði
áfram í Vatnsmýrinni. Ýmis rök, með og
á móti, hafa verið sett fram í umræð-
unni sem staðið hefur með hléum í
mörg ár. Halldór Jónsson verkfræðingur,
sem oft skrifar um þjóðfélagsmál í
Morgunblaðið, lætur sína skoðun í ljós
í blaðinu á laugardag. Það er bjargföst
skoðun Halldórs að völlurinn eigi að
vera á sínum stað og gengur hann
lengra en áður hefur verið gert til að
styðja þá skoðun rökum. Segir hann
Reykjavíkurflugvöll eitt það besta sem
Reykjavíkurborg hefur eignast síðan
öndvegissúlur Ingólfs flutu þar á land.
„Reykjavíkurflugvöllur er og verður perla
höfuðstaðarins,“ segir Halldór Jóns-
son og ljær þar með orðinu
perla alveg nýja
merkingu.
bjorn@frettabladid.is
Karl einn fór til kirkju einu sinni
sem oftar. Þegar hann kemur heim
spyr kerling hvað presturinn hafi
talað um.
Hann talaði um syndina, segir
karl.
Og hvað sagði hann nú um
syndina? segir kerling.
Hann var á móti henni, segir
karl.
Gömul íslensk fyndni gengur
furðu oft út á kalla og kellinga að
segja eitthvað um eða við presta
og þessi skrýtla ¿ sem faðir minn
segir mér stundum ¿ er þar engin
undantekning. Hún er eiginlega
um svona pistla. Hún er áminning
um það sem situr eftir hjá viðtak-
endum þegar pistlahöfundar
þrástagast á sömu vandlætingar-
efnunum ár eftir ár með sömu
orðum og sömu dæmum og gæta
þess ekki að láta hugann reika
þegar þeir skrifa. Fyrirsegjanleik-
inn er svona dálki hættulegastur.
Hvað var hann Guðmundur Andri
að skrifa um í dag? Herinn. Og
hvað sagði hann um herinn? Hann
var á móti honum.
Þegar maður heldur úti svona
pistlum þarf maður að vera
óhræddur við að endurnýja sig.
Maður þarf að hugsa hugsanir
sem maður hefur ekki hugsað
áður. Maður þarf að nálgast mál-
efni sífellt úr nýrri átt. Maður
þarf að láta hugann reika ¿ en
maður má ekki láta hugann reka.
Maður þarf að vera virkur í hugs-
unum sínum. Og maður þarf að
gæta þess að skrifa ekki eins og
prestur að flytja nítjánhundruð-
ustu stólræðuna um syndina örgu.
Sumt fólk vill þannig pistla. Til
er fólk sem vill fá afhenta snotur-
lega innpakkaða skoðun dagsins
til að staðfesta það sem því var
kennt í æsku. Og dæmin sanna að
til er fólk sem heldur að lífið sé
nokkurs konar gettu-betur-keppni
þar sem eitt rétt svar er við álita-
efnunum. Skrípamyndamálið
danska er afar gott dæmi um mál
þar sem takast á í manni sjálfum
nánast ósættanleg sjónarmið ¿
eins og ég reyndi að sýna fram á
með tveimur greinum þar sem
komist var að tveimur ólíkum nið-
urstöðum. Í rauninni var helsti
óvinurinn í því máli sjálfur
ósveigjanleikinn í báðum herbúð-
um, þráin eftir „hinu rétta svari“;
rasistanna hjá Jótlandspóstinum
sem lögðu sig í líma við að erta
múslima til að þjóna stereótýp-
ískri mynd af „þessu fólki“ og
klerkanna sem gengu beint í gildr-
una með yfirgengilega heimsku-
legum og pavlovískum viðbrögð-
um.
Og fórnarlömbin voru
venjulegt fólk
Við lifum á ískyggilegum tímum,
þar sem við erum krafin um ein-
falda afstöðu til flókinna mála. En
þegar við reynum að bregðast við
tíðindum heimsins þá hljótum við
alltaf að vega það og meta hvernig
reynir á grundvallarhugsjónir á
borð við tjáningarfrelsi og kær-
leiksboðorð Krists: ég vona að nið-
urstaðan úr þessum tveimur grein-
um mínum hafi verið sú að þetta
verði að fylgjast að og að okkur
beri að amast við því þegar fjöl-
miðlar eru notaðir til að særa fólk
blaðamönnum til skemmtunar eða
svölunar annarra kennda, um leið
og við hömrum á grundvallarrétti
manna til að tjá sig. Bubbamálið:
þar var ekki tekist á um rétt blaða-
manna til að segja sannleikann um
Bubba heldur til að segja ósatt um
Bubba ¿ undir rós að vísu, iðandi
af pöddum. Þar var tekist á um
rétt blaðamanns til að nota blað ¿
opinberan vettvang ¿ til að jafna
einhverjar gamlar prívatsakir við
nafntogaðan mann, sem engum
koma við. Þar var tekist á um það
hvort fólk geti haft mannorð og
mannhelgi þótt það spili betur á
gítar og syngi betur en aðrir
menn.
Stundum finnst mér eins og ég
hafi ekki skoðanir ¿ heldur að
skoðanir hafi mig. Þegar hugsað
er um dægurmálin og pólitíkina
þá er maður óðara kominn ofan í
hjólför sem leiða mann á fyrir-
fram ákveðna áfangastaði þar sem
öðrum megin stendur Hannes
Hólmsteinn og veifar manni ákaf-
ur en á hinum endanum bíður
Sverrir Jakobsson réttsýnn á
svip.
Ég hylli ekki skoðanaleysið ¿ en
ég vil biðja fólk um að vara sig á
skoðanafestunni. Hún jafngildir
nefnilega óbreyttu ástandi. Maður
bara spólar.
Svona pistlar eiga ekki að fylla
huga lesenda af skoðunum ¿ held-
ur að tæma huga lesenda af klisj-
um. Svona pistlar eiga að taka til
skoðunar það sem ráðamenn ríkj-
andi viðhorfa segja ¿ til hægri og
vinstri, upp og niður, út og suður.
Þannig er nú það. Og það heldur
nú hann ég.
Í þrjú ár hef ég vaknað á sunnu-
dagsmorgnum og skrifað pistilinn,
svolítið eins og prestur að skrifa
stólræðu dagsins. Þetta er orðið
ágætt. Ég þarf að fara að pikka eitt-
hvað annað á tölvuna ¿ ég ætla með
Davíð Oddssyni í skoðanabindindi.
Ætli við hittumst ekki á O.A.-fund-
Svona pistlar
Í DAG
KVEÐJUPISTILL
GUÐMUNDUR
ANDRI THORSSON
Stundum finnst mér eins og ég
hafi ekki skoðanir – heldur að
skoðanir hafi mig.
Í síðustu viku voru afhentir styrkir úr Háskólasjóði Eimskipa-félagsins. Samtals var þar um að ræða sextíu milljónir króna. Styrkirnir eru veittir ungum vísindamönnm í doktorsnámi
við Háskóla Íslands. Viðburður af þessu tagi er vissulega að
formi um margt keimlíkur ýmsum öðrum. En hvað sem ytra
umbúnaði líður búa þar að baki ýmsar athyglisverðar staðreynd-
ir.
Vert er að veita eftirtekt í því samhengi að á þessu sviði er
Háskólasjóður Eimskipafélagsins jafnoki ríkissjóðs. Þannig
veitir Rannsóknanámssjóður jafnhárri upphæð í styrki til dokt-
orsnáms. Sá samanburður segir fyrst og fremst þá sögu að
íslenskt atvinnulíf er með margvíslegu móti að láta til sín taka
með afli sem um munar á sviði menntunar og rannsókna. Þetta
eru ekki alveg ný sannindi. En hitt er ljóst að atvinnulífið er
smám saman að stíga stærri skref í þessum efnum en áður hafa
þekkst.
Háskólasjóður Eimskipafélagsins var á sínum tíma stofnaður
af Vestur-Íslendingum. Markmið hans var að stuðla að viðgangi
Háskóla Íslands og styrkja efnilega nemendur hans. Ný forysta
sjóðsins hefur vakið hann til nýs lífs. Á síðasta ári ávaxtaðist
pund hans um 1,2 milljarða króna. Heildareignir hans eru þre-
föld sú upphæð. Styrkveitingin á dögunum var ekki eins skiptis
aðgerð. Þess er þannig að vænta að Háskólinn eigi eftir að njóta
ávaxta úr þessum garði um langa framtíð. Að baki býr langtíma
skuldbinding.
Formaður stjórnar sjóðsins, Björgólfur Guðmundsson, segir í
viðtali við Fréttablaðið liðinn laugardag: „Að hámarka arðinn er
spurning um tíma. Það þarf ekki að hámarka hann á einu ári.
Þeir sem hljóta styrki koma til með að skila meiri hagsæld inn í
þjóðfélagið og það skilar sér aftur inn í fyrirtækin. Svona stuðn-
ingur er fjárfesting til framtíðar.“ Hann bætti síðan við: „Þetta
er ekki góðgerðarstarf. Við erum að efla íslenskt samfélag,
okkur og öðrum til góða.“
Þau viðhorf sem hér er lýst lúta að grundvallaratriðum varð-
andi framtíð þjóðfélagsins. Engin fjárfesting skilar að öðru
jöfnu þeim arði sem vænta má af aukinni menntun og þekkingu.
Hér duga að vísu ekki hefðbundnar mælistikur. Það er helst að
menn geti lesið árangurinn út úr langtímayfirlitum um hagvöxt.
Kostnaður við menntun og rannsóknir er ekki góðgerð eða eyðsla
á fjármunum. Hann er fjárfesting.
Ársuppgjör eru hefðbundinn mælikvarði á árangur í rekstri
fyrirtækja. Því er mikilvægt að jafnhliða mati á ársreikningum
hafi forystumenn atvinnulífsins í huga þann arð sem langtíma-
fjárfesting í þekkingu skapar. Höfuðskyldurnar í þessu efni
hvíla eigi að síður á ríkisvaldinu. En skynsamleg fjárfesting á
þessu sviði er hins vegar miklu meiri en svo að skattborgararnir
ráði einir við hana. Fyrir þá sök er sú hugsun sem Björgólfur
Guðmundsson hefur gefið sem skýringu á endurlífgun Háskóla-
sjóðs Eimskipafélagsins nauðsynleg næring viðvarandi vaxtar
og hagnaðar í atvinnulífinu.
Brýnt er að vaxandi tilfinning atvinnulífsins fyrir mikilvægi
þessarar fjárfestingar dragi ekki úr skilningi stjórnmálamanna
á þeim grundvallarskyldum sem á þeim hvíla í þessum efnum.
Og það er lofsvert að útgjöld til menntamála hafa aukist umfram
flest önnur svið. En þau segja þó ekki alla söguna.
Í raun réttri er það öfugsnúið að menntamál skuli ekki vera
uppistaðan eða að minnsta kosti ívafið í vef almennrar stjórn-
málaumræðu. Þar á mætti verða breyting.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Eimskipafélagssjóður og ríkissjóður
Fjárfesting en
ekki góðgerð