Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.04.2006, Qupperneq 22
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR Það verður æ algengara að fólk kjósi að koma upp heima- varnakerfi til að vernda sig og sína. Tvö stærstu fyrirtækin á öryggismarkaðnum, Securitas og Öryggismiðstöðin, bjóða bæði upp á slíka þjónustu en yfir 8.000 heimili njóta verndar þeirra. Í heimavörn felst uppsetning þjófa- varnakerfis, hreyfi- og hurða- skynjara, reykskynjara auk vatns- og gasskynjara sé þess óskað. Heimavörn er því ekki aðeins vörn gegn innbrotum heldur einnig tjóni af ýmsum völdum eins og til dæmis elds og vatns. Trausti Harðarson, forstöðumaður einstaklingssviðs Securitas, segir að mikil vakning eigi sér stað í þessum efnum. „Það sem við sjáum er að fólk er ekki lengur einungis að vernda plasma- skjáinn og fínu málverkin,“ segir Trausti. „Heimilið er heilagt og fólk vill ekki að þar sé farið inn á skí- tugum skónum.“ Þjóðfélagið hefur á síðustu árum þróast í þá átt að heimili eru meira og minna auð frá níu til fimm því allir vinna úti eða eru í skóla. Stutt- ar utanlandsferðir verða sífellt tíð- ari og svo eru sumir sem búa meira og minna erlendis. „Þetta er vissu- lega ein af meginorsökum aukning- ar í heimavörnum. Þrátt fyrir það eru flestir þeir sem koma til okkar þeir sem hafa upplifað þessa van- helgun heimilisins sem innbrot er eða séð hvaða áhrif innbrot eða tjón hefur á vin, vinnufélaga eða skyld- menni,“ segir Trausti. Uppsetning heimavarnakerfis fer þannig fram að viskiptavinur hringir í öryggisfyrirtæki. Það sendir fulltrúa sinn á staðinn til að taka út húsnæðið og gefa góð ráð. Það er enginn uppsetningarkostn- aður fyrir kerfið, aðeins mánaðar- leg greiðsla og sé þess óskað að vörninni verði hætt er kerfið ein- faldlega tekið niður aftur. Grunn- pakki kostar um 5.000 krónur og svo getur fólk bætt við því sem það vill gegn gjaldi. Trausti segir að jafnvel hafi Securitas sett upp fingrafaraskanna svo fjölskyldu- meðlimir þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að gleyma lyklun- um. Auk þess að fá kerfið sjálft fá viðskiptavinir aðgang að öllu við- bragðskerfi viðkomandi öryggis- fyrirtækis. Til að mynda hefur Sec- uritas alla jafna tólf bíla á vakt, auk fullkominnar stjórnstöðvar. Boð- ferlið virkar á þann veg að ef kerf- ið nemur einhverja hættu sendir það boð til stjórnstöðvar. Þá er öryggisvörður sendur af stað. Sem betur fer eru flest þessara boða falsboð, til að mynda reykskynjari sem fer í gang er steikin brennur við. Ef svo er ekki mætir öryggis- vörðurinn á staðinn, kannar ummerki og ákvarðar hvað hafi gerst og hvert næsta skref sé í stöð- unni. Fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi komið í veg fyrir bruna- tjón og tjón af völdum vatns. Spurðir hvort heimavarnakerfi virki segja fulltrúar bæði Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar að svo sé. Auk þess að koma í veg fyrir vatns- og brunatjón er hægt að telja á fingrum sér þau tilfelli sem brot- ist hefur verið inn í hús með heima- vörn í þau rúmu 10 ár sem upp á hana hefur verið boðið. tryggvi@frettabladid.is Trausti Harðarson, forstöðumaður einstaklingssviðs Securitas. Til varnar heimilinu Staðalbúnaður í heimavörn Securitas er stjórnstöð og stjórnborð, hurðarnemi, reykskynjari, sírena og tveir hreyfiskynjarar. FRETTABLAÐIÐ/GVA PÁSKARNIR ERU HÁTÍÐ UPPRISU OG NÝS LÍFS. ÞAÐ ER ÞVÍ EKKI ÚR VEGI AÐ FÆRA SMÁ LÍF INN Á HEIMILIÐ. Laufgaðar greinar eru fallegt páskaskraut. Grænt er litur lífsins og séu greinarnar skreyttar með gulu ættu þær að geta lífgað upp á hvert heimili. Ilmurinn fyllir stofuna og minnir á að vorið er á næsta leiti. Núna er rétti tíminn til að klippa birkigreinar og setja í vatn. Geymdu greinarnar á hlýjum sólríkum stað og þær ættu að vera laufgaðar fyrir skírdag. Páskagreinar �������������������������������� ������������������������������ ��������������� ����������������������� ���������������������� Evíta Hárgreiðsla og gjafavörur Starmýri 2, 108 Rvík, s. 553-1900 www.evita.is Full búð af fallegum vörum á betra verði. Gefðu heimilinu fallega gjöf Hárþjónusta á frábæru verði, gerið svo vel að panta tíma. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Birkigreinar eru tilvaldar í páskaskrautið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.