Fréttablaðið - 03.04.2006, Page 63

Fréttablaðið - 03.04.2006, Page 63
MÁNUDAGUR 3. apríl 2006 19 FÆDDUST ÞENNAN DAG 1924 Marlon Brando kvikmyndaleikari. 1913 Per Borten forsætisráðherra Noregs. 1880 Otto Wieninger heimspekingur. 1783 Washington Irving rithöfundur. 1715 John Hanson stjórn- málamaður í Bandaríkjunum. 1367 Hinrik fjórði konungur Englands. Fyrsti apríl er fyrir flestum dag- urinn þegar má blekkja og gabba vini og fjölskyldu. Í Íran eru hlut- irnir þó ekki þannig því lygadag- urinn þeirra er í dag, 3. apríl. Dagurinn er kallaður „Sizdah bedar“ sem útleggst „Þrettándi utandyra“ upp á íslensku. 3. apríl er nefnilega þrettándi dagur nýs árs samkvæmt persneska dagatal- inu og boðar talan þrettán líka ógæfu þar í landi. Tilgangur gabbsins er að aðstoða fólk við að halda sig utandyra því þannig getur ógæfan ekki náð þeim. Íslendingarnir geta því gert sér lítið fyrir, tileinkað sér íranska menningu og gabbað sína nánustu aftur í dag. Íranir gabba Þrjú fyrirtæki hafa skuldbundið sig til að styðja við starfsemi Heimilis og skóla næstu þrjú árin. Sparisjóðirnir á Íslandi, Eymunds- son og VÍS hafa skrifað undir sam- starfssamning við félagið um sam- starf við samtökin um að efla foreldrafræðslu og forvarnir í skólum og á heimilum með þátt- töku í ýmsum fræðslu- og forvarn- arverkefnum. Heimili og skóli eru landssamtök foreldra á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að efla foreldra og fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu, veita þeim stuðning og hvatningu til virkrar þátttöku í skólasamfélaginu og vera málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum í málefnum er varða skólasamfélagið. „Samningurinn markar tíma- mót í okkar starfsemi. Heimili og skóli hefur aldrei átt formlega bakhjarla og skiptir máli að tryggja starfsemina næstu þrjú árin og fá hjálp fyrirtækjanna við að gera hana enn öflugri,“ segir Elín Thorarensen, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla. Stuðning- urinn fer í starfsemi félagsins og þau verkefni sem það hefur unnið undanfarið. „Við erum að efla for- eldrasamtök og svæðasamtök for- eldra víðs vegar á landsbyggðinni og styrkurinn fer meðal annars í það verkefni. Einnig erum við með önnur verkefni sem snúa að því að upplýsa foreldra um þessi félög.“ Elín segir að í styrknum felist skýr skilaboð til samfélagsis um að fyrirtækin láti sig varða hags- muni foreldra og barna í landinu. „Félagið verður fjórtán ára seinna á árinu og við teljum að þetta sé ákveðin viðurkenning á starfinu undanfarin ár.“ ■ Fyrirtæki í samstarf við Heimili og skóla HEIMILI OG SKÓLI Fær þrjú fyrirtæki í lið með sér sem styrkja starfsemi félagsins. FAGURLITAÐUR REGNBOGI Rís upp frá marmaraleikvanginum í Aþenu þar sem fyrstu ólympíuleikar nútímans voru haldnir árið 1896. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.