Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 67

Fréttablaðið - 03.04.2006, Side 67
MÁNUDAGUR 3. apríl 2006 23 Málarinn Atli Örn Jensen fagnar 81 árs afmæli sínu með yfirlits- sýningu sem stendur yfir í Garða- bergi, félagsheimili eldri borgara við Garðatog, um þessar mundir en sýningin er einnig tileinkuð minningu eiginkonu hans sem lést á síðasta ári. Atli Örn byrjaði að fást við myndlist árið 1942 og stundaði nám í Frístundamálara- skólanum, lærði hjá Sigfúsi Hall- dórssyni og var í bréfaskóla hjá Handmenntaskólanum. Hann málar pastelmyndir og olíuverk en myndefnið er oftast landslag. Sýningin stendur út aprílmán- uð en hún er opin frá hálf eitt til hálf fimm alla virka daga. MÁLARINN ATLI ÖRN JENSEN Heldur sýningu á landslagsmyndum í Garðatorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Listaháskóli Íslands heldur Kynja- daga sem hefjast í dag og standa til 7. apríl en dagskráin er helguð kynjum, kynjaímyndum og femín- isma. Kynjadagar eru haldnir að frumkvæði jafnréttisnefndar skólans en dagskráin er full af gleði og öðruvísi uppákomum. Nemendur, gestalistamenn og fræðimenn standa að dagskránni en allar deildir skólans leggja sitt til málanna. Í dag munu nemendur í leiklistardeild til dæmis sýna brot úr dansverkinu „Hindarleik“ eftir Gunnlaug Egilsson kl. 12.15 í húsnæði deildarinnar að Sölvhóls- götu 13 og á morgun mun Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðing- ur fjalla um karlmennsku í íslensk- um kvikmyndum í Skipholti 1 en fyrirlestur hennar hefst kl. 12.30. Á Kynjadögum munu nemend- ur í hönnunar- og arkitektúrdeild einnig kynna verkefni sín um kynjaímyndir í auglýsingum og mun prófessor Guðmundur Oddur Magnússon kafa í sögu íslenskra karl- og kvenímynda í máli og myndum á fimmtudaginn kl. 12.15. Allir eru velkomnir á viðburði Kynjadaga og er hægt að nálgast dagskrá þeirra á heimasíðu Lista- háskólans, www.lhi.is. -khh Komandi kynjadagar GODDUR KAFAR Í KYNJAMYNDIR Kynjadagar fyrir alla í Listaháskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ E.ÓL Í nýútkominni ljóðabók Sigur- bjarnar Þorkelssonar má finna 90 ljóð eða „smáskilaboð“ eins og höfundurinn nefnir þau, af trúar- legum toga. Í formála segir að ljóð bókarinnar séu vitnisburður höf- undar um lífið og óður hans til þess en efnistök bókarinnar vísa til lífsgæðakapphlaupsins og lífs- viðhorfs nútímamannsins sem berst gegn straumnum. Bókina hyggst höfundur gefa á biðstofur lækna, dekkjaverkstæða og rak- arastofa sem og á sjúkrhús og dvalarheimili og í skóla landsins eftir „því sem upplag endist og heilsa og kraftar leyfa“. Bókina nefnir Sigurbjörn Sítengingu en þetta er fjórtánda bók höfundarins sem áður hefur gefið út smásögur, ljóðabækur og skáldsögu auk bænabóka og ann- ars efnis trúarlegs eðlis. -khh UPPÖRVANDI BOÐSKAPUR FYRIR LESENDUR Ljóðræn skilaboð Farsæll ferill málara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.