Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 75
MÁNUDAGUR 3. apríl 2006 31 Arnar Þór Viðarsson var í byrjunar-liði Twente sem tapaði 4-2 fyrir Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnari Þór var skipt af velli á 66. mínútu en átti ágætan leik fram að því. Blaise N‘Kufo kom Twente yfir en Salomon Kalou jafnaði fyrir Feyenoord áður en Dirk Kuijt kom heimamönnum yfir. Patrick Gerritsen jafnaði metin aftur en tvö mörk í síðari hálfleik frá Kuijt og Kalou tryggðu Feyenoord sigurinn. Smálið Gretna mætir Hearts í bikarúr-slitunum í Skotlandi. Gretna leikur í 3. deild og mun að öllum líkindum fara í UEFA-keppnina þar sem Hearts er lík- legt til að keppa í Meistaradeild Evrópu með því að ná öðru sætinu í skosku deildinni þar sem Celtic á sigurinn vísan. Gretna lagði Dundee í undanúrslitun- um en Hearts bar sigur úr bítum gegn Hibernian. Freddy Shepard, stjórnarformaður Newcastle, hefur greint frá því að stutt er í það að nýr knattspyrnustjóri verði kynntur. Glenn Roeder og Alan Shearer stýra liðinu nú tímabundið eftir að Graeme Souness var látinn taka pok- ann sinn en margir hafa verið orðaðir við stjórastöðuna, einna helst Martin O´Neill. „Markmið okkar er að vera komnir með stjórastöð- una á hreint áður en tímabilið er búið,“ sagði Shepard í gær. Óvíst er um þátttöku Cesc Fabregas og Emmanuel Eboue í síðari leik Arsenal og Juventus í Meistaradeild Evrópu. Fabregas stóð upp úr í fyrri leik liðanna sem Arsenal vann 2-0, þar sem spænski táningurinn skor- aði eitt mark og lagði upp annað fyrir Thierry Henry, fyrrum leikmann Juventus. Bæði Fabregas og Eboue eru meiddir. „Fóturinn á Cesc bólgnaði upp. Við bíðum enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Báðir eiga 40-60 möguleika á að geta spilað á miðvikudaginn,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Enski kylfingurinn Paul Broadhurst varði titilinn á Opna portúgalska meistaramótinu á Algarve í golfi en hann lék hringina fjóra á 17 höggum undir pari vallar og var einu höggi betri en Anthony Wall, sem er einnig enskur. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni en Argentínumaðurinn Anders Romero varð þriðji á 15 höggum undir pari. Broadhurst lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, 67 höggum, en hann jafnaði vallarmetið á fyrsta keppnisdeginum þegar hann lék á 64 höggum en næstu tvo hringi lék hann á 69 og 71 höggi. Broadhurst þurfti að leika síðustu hol- una á mótinu á fugli til þess að tryggja sér sigur og tókst honum það en hann lék 18. holu vallarsins á fugli alla fjóra keppnisdagana. ÚR SPORTINU HREYSTI Það var Salaskóli úr Kópa- vogi sem stóð uppi sem sigur- vegari á Skólahreysti 2006 sem lauk í gær með úrslitakeppni í Laugardalshöll. 42 skólar af höfuð- borgarsvæðinu hófu keppnina fyrir nokkrum vikum en á undan- úrslitakvöldum var skólunum fækkað niður í tíu sem kepptu til úrslita í gær. „Krakkarnir sýndu frábær til- þrif og þetta var einstaklega vel heppnað. Það var gaman að sjá hversu vel undirbúnir krakkarnir komu til leiks og þeir voru búnir að kynna sér þrautirnar út í ystu æsar. Þar sem þau kunnu þraut- irnar fengum við mjög skemmti- lega og spennandi keppni,“ sagði Andrés Guðmundsson sem skipu- lagði mótið. „Það hætti enginn nokkurs staðar fyrr en öll orka var búin og einbeitingin var til fyrirmyndar. Þetta var eins og að horfa á atvinnumenn keppa,“ sagði Andrés en á næsta ári verður haldin keppni þar sem allir skólar lands- ins munu taka þátt. Salaskóli hlaut 59 stig, Hlíða- skóli 55,5 og Lindaskóli hreppti þriðja sætið með 55 stig. Það voru Arnar Rafn Óðinsson, Atli Örn Egilsson, Hlín Arngrímsdóttir og Alexandra P. Barkardóttir sem skipuðu sigurlið Salaskóla sem var vel að sigrinum kominn eftir stórskemmtilega keppni. - hþh Vel heppnuðu móti, Skólahreysti 2006, lauk með pomp og prakt með úrslitakeppni í Laugardalshöll í gær: Salaskóli stóð uppi sem sigurvegari SALASKÓLI Fögnuðu sigrinum vel og innilega í mótslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á FLEYGIFERÐ Það var keppt í styrk og tímaþrautum í gær og því var hraðinn í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.