Tíminn - 22.07.1977, Side 19

Tíminn - 22.07.1977, Side 19
Föstudagur 22. júli 1977. ■y ' 19 Einar Bragi ÆJ^' Páll Heiöar Jónsson Sú farsæla stefna, að loka sjónvarpinu einn mánuð á ári, hefur mælzt vel fyrir. Auð- vitað misjafnlega, eins og h já ýmsu eldra fólki, sem litið kemst frá heimilum sinum, þótt sumar eigi að heita.Það situr og rær i gráðið fyrir framan blint auga sjónvarps- ins, heilan mánuð, og hjá þvi eins og öðrum fara nýjar stöðvar i gang, semsé gamla gufuradióið, sem nú er eitt um hituna alla daga. útvarpið fer seint á lappir Þaö er fróðlegt að gæta að þvi hversu útvarpinu tekst einleik- urinn og þá að nota timann til þess að koma á framfæri ein- hverjum aöfinnslum. Ef rætt er um fréttaþjónustu útvarpsins sérstaklega, þá virðist hún vera mjög góð. ÚTVARP í JÚLÍ Einkum eru kvöldfréttirnar góðar, þegar útvarpað er frétta- aukum og þá oftkomið viöa viö. Sér i lagi er fróðlegt, þegar fréttamenn ferðast um landið, t.d. Helgi Jónsson fréttamaður, sem nýverið var á Vestfjöröum, þar sem hann hljóðritaöi marga viðtalsþætti við fólk, sem sjald- an heyrist frá. Þá eru erlend málefni oft góö, þar sem heimsviðburðum eru gerö skil. Nægir að minna á raf- magnsleysið i New York, sem útvarpið gerði góð skil. Sérlega vel tókst útvarpinu t.d. þegar samningaþófið var á Hótel Loftleiðum, og er Kári Jónasson nú einn merkasti fréttamaður útvarpsins. Gott dæmi um „gamaldags” og varkára fréttamennsku út- varpsins er það, hvernig út- varpið gerði heimsókn Helmuts Smits á dögunum. Það sem hekt er að finna að útvarpinu, er það hvað frétta- menn þess eru seint á fótum. Innlendar fréttir þyrftu að koma strax i fyrstu útsendingu útvarpsins að morgni. Morgun- útvarpið er samt ágætt, en það er heldur þunnt að fá einungis fregnir frá Arabalöndum og frá Bandarikjunum i fyrstu út- sendingu. Það er varla meira að rita innlendar fregnir en erlend- ar á morgnana. Útvarpið i sumar Litið hefur verið um ný jungar i dagskráútvarpsins á þessu sumri. Ef júli er tekinn sérstak- lega, þá ber hæst af af- þreyingarefni lestur Einars Braga á Dittu mannsbarni. Þetta er áhrifamikil saga og vel lesin, þótt lesari skrolli dálitið á stundum. Þetta er einlægt verk og lesið af djúpri innlifun. Saga Þórarins Guðnasonar, eða sagan sem hann les, fer ein- hvern vegin fyrir ofan garð og neðan. Agæturvar rimnaþáttur, sem Hallfreður Orn Eiriksson stóð að. Svo stutt er i frumbyggjann á Islandi aö unnt er enn að hljóörita svona mannætusöngva hér, — en án gamans, rimna- kveöskap þyrfti meö einhverju móti að endurvekja. Þetta eru falleg lög og hafa einhvern alis- lenzkan tón, sem ekki má glat- ast. Kannski aö það megi bræða rimnakveðskapinn saman viö poppið og væri það veröugt verkefni fyrir tónskáld og ljóð- skáld nútimans. Lesið var Ur ferðaminningum Helgi H. Jónsson Stefáns Filippussonar, leiðsögu- manns, sem fór margar svaðil- farir með rika útlendinga. Frá- sögn Stefáns er rituð af Arna Óla en það er Tómas Einarsson, kennari sem les. Þetta er liðleg frásögn og hin skemmtileg- asta áheyrnar. Af skemmtiþáttum er Allt i grænum sjó liklega þaö frum- legasta. Margt er vel gert i þessum þáttum, en annað er verra, eins og gengur, þegar menn verða að vera skemmti- legir einu sinni i viku i lægstu launaþrepum metorðastigans. Páll Heiöarer með þátt, sem fer vel af staö. Páll er skinandi útvarpsmaður, en stendur auö- vitað og fellur i þessum þætti meö þeim er hann fær til liös við sig. Svavar Gests er með lengsta þáttinn, tvo þrjá tima i beit. Hann kemur viöa við og stendur vel fyrir sinu. Vonandi endist dampurinn fram á haust. Vond ráðgjöf um leik- föng Hroðalegur fannst mér aftur á móti þáttur um daginn, þar sem einhvert fólk vissi meira um leikföng en börnin. Sálfræðing- ar, eða uppeldisfræðingar eru stórhættulegir á köflum. Full- yrðingar þeirra um hvað við hæfi barna, eru aöeins full- yröingar. Allir (aðrir) vita.að börn hafa frá þvi að sögur hófust, leikið sér með áhöld og störf hinna fullorðnu. Börn til sveita meö legg og skel, báta og búfé. Börn veiðimanna þykjast fara á veiðar og þvi er ekkert undar- legt, þótt börnin á Islandi vilji tryllitæki og vélknúin tæki, þot- ur og byssur. Það kemur nú af sjálfu sér. Þegar litið er yfir dagskrá út- varpsins, þá sést að sumir þætt- ir verða langlifari en aðrir. Fróðir menn segja mér að þátturinn um Daginn og veginn sé elzti dagskrárþáttur útvarps- ins. Þetta er lika ágætur þáttur, en á auðvitað allt sitt undir flytjendunum. Útvarpið þyrfti að fá dálitið af reiðu fólki i þenn- an þátt til þess að hann fái nauðsynlega andlitslyftingu. Helgi góður i islenzku Þátturinn daglegt mál er ágætur. Flytjandi eöa um- sjónarmaður þáttarins Helgi J. Halidórsson, magister er snöfurlegur stjórnandi, sem talar af valdi, kveöur upp dóma og Urskurði, en snýr sig ekki á loðinn hátt frá vandanum. Helgi er fjölfróður bók- menntamaður og læröur i sinni tungu. Maður bara sér það á honum á götu, hvað hann er góður i islenzku, sagði gamall skipstjóri einu sinni við mig — og ég held að það sé rétt. Sem blaðamaöur og rithöf- undur hlusta ég ávallt á þætti Helga J. Halldórssonar og tel mig hafa mikið af honum lært. Svo mun um fleiri. Varla er unnt að hætta aö tala um fasta þættián þess að minn- ast á nýjan iþróttafréttamann útvarpsins, sem er nú aldeilis Kári Jónasson frábær. Hermann Gunnarsson heitir hann. Sumir bændur og kaupfélags- stjórartala af svo miklum unaði um fé, t.d. Eirikur heitinn Þor- steinsson alþingismaöur, að malarbúar hlustuðu á alla orð- ræðuna án þess að gripa fram i. Guðmundur Arnlaugsson talar áslikanháttumskák, aösá sem litiö kann nema mannganginn, hann fylgist með — og hlustar. Hermann Gunnarsson talar þannig um iþróttir, að þær verða áhugaverðari en ella. Hann talar oft I léttum tón, en heldur sig þó innan hæfilegra marka. JG Ný snyrti- vöruverzlun gébé-Reykjavik — Nýlega var ný snyrtivöruverzlun opnuð að Völvufelli 15 og nefnist NANA. Eigendur hennar eru þær Bryndis Friöþjófsdóttir og Edda Sigurðsdóttir, snyrti- fræðingur, og sjást þær á með- fylgjandi Timamynd G.E. Verzlunin, sem er hin vist- iegasta, svo sem sjá má á myndinni, hefur á boðstóium allar hugsaniegar tegundir snýrtivara bæði fyrir karla og konur. Eigendur hugsa sér einnig að koma þar upp snyrtistofu i framtiðinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.