Tíminn - 05.08.1977, Side 8
8
Wímbm
Föstudagur 5. ágúst 1977
Umsjónarmenn:Pétur Einarsson
r
Omar Kristjónsson
NCF og SUF
Samband ungra framsóknarmanna hefur um
árabil verið þátttakandi i samstarfi pólitiskra ung-
hreyfingar á Norðurlöndum og viðar. Það var þó
ekki fyrr en 1975 að samtökin gerðust fullgildur aðili
að samstarfi af þessu tagi. Á SUF þingi sem haldið
var á Húsavik það ár var samþykkt að fá fullgilda
aðild að sambandi unghreyfinga miðflokka á
Norðurlöndum (NCF) í þessu samstarfi taka þátt
miðflokkar i Noregi, Sviþjóð, Finnlandi og íslandi.
Jafnframt var ákveðið að halda áfram um sinn
aukaaðild að sambandi unghreyfinga frjálslyndra
og róttækra flokka á Norðurlöndum enn um sinn
(NLRU)
Margir ungir framsóknarmenn hafa spurt, hver
ástæðan var til þess að gengið var til samstarfs við
þessa aðila? Þvi er til að svara að stefnumál þess-
ara flokka eru að mörgu leytiáþekkeða hin sömu og
Framsóknarflokksins. Þessi samnorrænu samtök
sóttu ennfremur fast á um, að fá SUF til liðs við sig.
Þar gekk þeim það til að gera starfið yfirgrips-
meira og fá fram fleiri sjónarmið og ekki má
gleyma þvi að auðveldara er um styrki eftir þeim
sem aðildarfélög eru fleiri i samtökum af þessu
tagi. Hugmyndafræði þeirra flokka sem standa að
NCF, er skyldari stefnu Framsóknarflokksins en
stefnumið NLRU, en þau samtök standa nokkuð
þétt til vinstri. NCF eru þó á engan hátt hægri sinn-
uð samtök eða ihaldssöm heldur þvert á móti. Bar-
átta þeirra fyrir jöfnuði, samvinnu og lýðræði fellur
vel að stefnu SUF.
Á nýloknum aðalfundi NCF hér á landi kom vel
fram skyldleiki i málflutningi við sjónarmið ungra
framsóknarmanna. Þar má til nefna skynsamlega
nýtingu auðlindanna samfara umhverfisvernd,
aukinn jöfnuður þjóða milli og innan þjóðfélaga þar
sem stefnt er að þvi að gera þá fátækari vel sjálf-
bjarga, en ekki þá rikari sifellt rikari.
Ekki er úr vegi að spyrja hvað gefi þessu sam-
starfi gildi fyrir SUF? Fyrst er til að nefna stórauk-
in kynni við ungt og efnilegt fólk i áþekkum flokkum
i nágrannalöndunum. Mörg vinartengsl hafa mynd-
azt, sem stuðla að auknum skilningi sjónarmiðum
manna af öðru þjóðerni og ungir framsóknarmenn
hafa fengið tækifæri til þess að kynna islenzk mál-
efni fyrir þessu fólki. Það hefur glatt okkur, að þetta
fólk frá hinum Norðurlöndunum hefur reynt að
setja sig inn i málefni Islands og getað rætt þau frá
okkar sjónarhóli.
Ef til vill hefur mikilvægasti ávinningurinn verið,
að við höfum kynnzt nýjum starfsaðferðum öðrum
en viðhafðar eru i stjórnmálabaráttu hér á landi og
að við höfum nálgazt meir stjórnmálaumræðu eins
og hún gerist i Evrópu þ.e. á meginlandinu. Hins
vegar er það nauðsynleg ádrepa til ungra fram-
sóknamanna og annarra íslendinga sem eiga i sam-
starfi við útlendinga að við verðum ætið að hafa i
huga sérkenni lands okkar og þjóðar og hafa fullan
vara á þvi að apa of margt eftir útlendingum. Is-
lendingar ættu ætið að vera sér þess vel meðvitandi,
að þeir geta einnig kennt öðrum þjóðum marga
hluti.
PE
Frá aðalfundi NCF í Reykjavík
Ungir miðflokksmenn
teknir t
Eins og skýrt hefur veriö frá
hér i blaðinu var aðalfundur
Nordiska Centerungdomsför-
bund haldinn i Reykjavik dag-
ana 26. til 30. júli sl. N.C.F. er
samband fimin stjórnmálafé-
laga ungs fólks á Norðurlönd-
um. Aðildarfélög Nordiska
Centerungdomförbund eru
Samband ungra miðflokks-
manna i Finnlandi, Ungmenna-
félag sænska þjóðarflokksins i
Finnlandi, Samband ungra
framsóknarmanna tslandi,
Samband ungra miöflokks-
manna i Noregi og Samband
ungra miðflokksmanna i
Sviþjóð. 1 þvi skyni að fræðast
örlitið meira um erlendu sam-
tökin,starfsemiþeirra og helztu
viðfangsefni, tókum tali einn
þátttakanda frá hverju aöildar-
félagi N.C.F.
Fyrst til að leysa úrspurning-
um blaðamanns var Anna
Kristine Jahr, 27 ára gömul,
fulltrúi Senterungdom mens
Landsförbund (S.U.L.) 1 Noregi.
Anna hefur veriö félagii S.U.L. I
5 ár og verið aðalritari sam-
bandsins i 1 ár. Við spuröum
önnu fyrst að þvi, hvaða mál
væru efst á baugi hjá hennar
samtökum.
bau mál, sem mest er fjallað
um i samtökum okkar, eru
orkumál, Inn i umræður um þau
mál fléttast að sjálfsögðu stefna
okkar varðandi oliuvinnsluna.
Stefna Sambands ungra
miöflokksmanna i Noregi i oh'u-
málum er, að oliuvinnslan verði
takmörkuð að magni, til þess að
koma i veg fyrir byggðaröskun i
Noregi. Við óttumst aö verði
fjárfesting i oliuiðnaðinum
veruleg muni það leiða til stór-
felldra fólksflutninga frá dreif-
býlinu til oliusvæöanna. Annað
mál, sem ætið er ofarlega á dag-
skrá hjá okkur, eru landbún-
aðarmál, sem raunar tengjast
stefnunni varðandi oliuvinnsl-
una á ýmsan hátt. Landbúnað-
urinn á nd i harðri samkeppni
við oliuvinnslufyrirtækin um
vinnukraft. Við viljum styrkja
stöðu landbúnaðarins, gagnvart
oliufélögunum, meö þvi að bæta
hag bænda á beinan og óbeinan
hátt með þvi að hækka laun
þeirra og auka félagslega þjón-
ustu og gera þeim kleift að taka
sér fri eins og aörar starfsstétt-
ir.
— Hvað er helzt til tiðinda i
landhelgismálum i Noregi?
Noregur hefur nú tekiö sér 200
milna efnahagslögsögu. 1 sam-
bandi við þá útfærslu eru ýmsir
lausir endar. Til dæmis er
ósamið við Sovétmenn um fisk-
veiðimörkin á Barentshafi, en
ráðgert er að drög að samningi
við þá verði lögð fyrir Stór-
þingiö i haust.
— Arið 1972 var þjóðarat-
kvæðagreiðsla um aðild
Noregs að Efnahagsbandalagi
Evrópu (E.B.E.) Rúmlega 52%
Norðmanna voru andvigir aðild.
Hefur afstaða Norðmanna til
aðildar að Efnahagsbandalag-
inu breytzt s.l. 5 ár?
Fljótlega eftir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna 1972 gengu
Norðmenn til samninga við
E.B.E. um gagnkvæmar
tollivilnanir. samningar þessir
hafa þótt það hagstæðir, að enn
fleiri Norðmenn en áður telja,
aö engin þörf sé á að sækja um
fulla aðild að bandalaginu.
Samband ungra miöflokks-
manna hefur ætið barizt gegn
aðild Noregs að Efnahags-
bandalaginu og á siöasta þingi
okkar var samþykkt tillaga,
sem felur i sér að skorið veröi á
núverandi tengsl við E.B.E.
— I september veröur gengið
til þingkosninga i Noregi.
Norski miðflokkurinn hefur lýst
yfir aö nái hann meirihluta á
þingi ásamt Vinstriflokknum,
Kristilega þjóðarflokknum og
Hægriflokknum muni hann
ganga til samninga við þessa
flokka með stjórnarsamstarf að
markmiði. Hver er afstaða
Sambands ungra miðflokks-
manna til þessarar yfirlýsing-
ar?
Þessi yfirlýsing Miðflokksins
á sér forsögu. Eftir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um Efnahags-
bandalagsmálið 1972, beiddist
stjórn Verkamannaflokksins
lausnar. Við stjórnvöldum tóku
þeir flokkar, sem höfðu beitt sér
gegn aðild að Efnahagsbanda-
laginu, þ.e. Miðflokkurinn,
Vinstri flokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn. Þessi stjórn
starfaði i eitt ár. Á margan hátt
þótti þetta stjórnarsamstarf
takast vel. Afleiðing þessa var,
að i april s.l. undirrituðu
forystumenn Miðflokksins,
Kristilega þjóðarflokksins og
Hægriflokksins viljayfirlýsingu
um stjórnarsamstarf þessara
flokka. Vinstriflokkurinn stóð
ekki að yfirlýsingunni vegna
þess að hann er andvigur öllu
samstarfi viö Hægriflokkinn.
Hvað varðar samvinnu við
Hægriflokkinn, þá er Samband
ungra miðflokksmanna á sama
báti og Vinstriflokkurinn. Við
teljum ágreining Miðflokksins
og Hægriflokksins i sambandi
viö orku-og oliumál það mikinn,
að stjórnarsamstarf þessara
flokka komi ekki til greina. En
endanleg ákvörðun um þetta
efni verður tekin á flokksþingi,
sem verður haldið að afstöðnum
kosningum.
— Hverju viltu spá um kosn-
ingúrslitin?
Ég er að sjálfsögðu mjög
bjartsýn á, að við bætum okkar
hlut frá þvi i siðustu kosningum,
en þá fékk Miðflokkurinn 11.3%
atkvæða. Þó er því ekki að
neita, að andstæðingar okkar
hafa notfært sér til hins itrasta
þann skoðanamun sem óneitan-
lega er uppi i flokknum um af-
stöðuna til stjórnarsamstarfs
við Hægriflokkinn.
Næst lögöum við nokkrar
spurningar fyrir Mikael Ing-
berg, 26 ára. Mikael er formað-
ur Svensk Ungdom (S.U.) í
Finnlandi. Hann hefur verið fé-
lagi i S.U. frá 17 ára aldri.
— Hvað getur þú sagt okkur
um Ungmennafélag sænska
þjóðarflokksins?
Það eru 10.000 félagar i S.U.,
en sænskumælandi Finnar eru
300.000. I U.ngmennafélaginu
eru 65 flokksdeildir. Helztu
verkefni okkar eru orkumál og
þá sérstaklega baráttan gegn
byggingu kjarnorkuvera i
Finnlandi. Nú þegar er búið að
reisa eittkjarnorkuver I Austur-
Finnlandi og áætlað er, að
byggja annað i vesturhluta
landsins og og hið þriðja i ná-
grenni Helsinki. Barátta okkar
beinist einkum að þvi að koma i
veg fyriraö tvö þau siðarnefndu
verði byggð.
— Hvernig hefur baráttunni
gegn byggingu kjarnorkuver-
anna verið háttað?
Við höfum lagt mikla áherzlu
á að gera almenningi ljósa
ókosti og hættur, sem stafa af
t.d. geislavirkum úrgangi frá
þessum verum. Við teljum það
einnig mjög varhugavert að
Finnar reiði sig á orkufram-
leiðslu, sem byggist á innflutt-
um hráefnum, i þessu tilfelli
úranium. Þá höfum við bent á
aðra möguleika til að framleiða
rafmagn t.d. meö þvi að nota
mó sem eldsneyti. Rannsóknir
hafa verið gerðar á hagkvæmni
þess og eru niðurstöður þeirra
jákvæðar.
— Hver eru mest aðkallandi
vandamál Finna um þessar
mundir?
Eins og mörg undanfarin ár,
eru efnahagsmálin sigilt vanda-
mál. Verðbólga hjá okkur er 10-
15%. Greiðslujöfnuður landsins
er óhagstæður þótt nu horfi bet-
ur en áður vegna strangra
reglna, sem Finnlandsbanki
hefur sett um útlán. Þessar
reglur hafa haft slæm áhrif á at-
vinnuástandið og eru 120 þúsund
manns atvinnulausir eða 5% af
vinnuaflinu. Þetta mikla at-
vinnuleysi hefur stuðlað að
flutningi Finna til Sviþjóðar og
á fyrri helmingi þessa árs höfðu
8 þúsund manna flutzt yfir
Kirjálabotninn.
Hefur Ungmenna félag
Sænska þjóðarflokksins tillögur
til úrbóta i efnahagsmálum
Finnlands?
Við höfum verið andvigir
þeirri stefnu sosialdemókrata
að hafa framleiðslueiningarnar
sem stærstar. Við teljum að sú
stefna leiði af sér fleiri vanda-
mál en henni er ætlað að leysa.
Til dæmis hefur þessi stefna
valdið þvi, að öll helztu iðnfyrit-
æki hafa aðsetur sitt i Helsinki
og nágrenni. Atvinnutækifæri
eru þvi tiltölulega fleiri þar en
annars staðar og þess vegna
stöðugir fólksflutningar frá
dreifbýlinu til höfuöborgarinn-
ar. Aðflutningur fólks til Hels-
inki veldur mikilli eftirspurn
eftir húsnæði auk þess sem
borgaryfirvöld dragast aftur úr
með félagslega þjónustu. Stefna
sósialdemókrata hefur einnig
verið að skylda atvinnurekend-
ur til að greiða ýmiss gjöld til
hagsbóta fyrir launþega. Þetta
hefur leitt til þess, að atvinnu-
rekendur reyna aö spara við sig
vinnukraft og hefur það aukið
enn á atvinnuleysið. Okkar
stefna er að létta þessum gjöld-
um af atvinnurekendum, án
þess þó að minnka félagslega
þjónustu. Við viljum einungis ná
fjármagninu til þeirra hluta á
annanhátt, tildæmismeðþvi að
hækka söluskatt, leggja á sér-
stakan orkuskatt, sem myndi
væntanlega stuöla aö betri
orkunýtingu og orkusparnaði.
— Fyrir nokkrum árum voru
bankainnlán og útlán verð-
tryggð i Finnlandi. Hvernig
reyndist það fyrirkomulag?
Reynsla okkar af verðtrygg-
ingu var ekki góð. Min skoöun er
sú, að verðbólga sé efnahags-
sjúkdómur og aö sá sjúkdómur
verði ekki læknaður með verð-
tryggingu einni saman. Verð-
trygging breytir aðeins sjúk-
dómseinkennunum. Alla vega
var það reynsla okkar.
— Hvernig þótti þér N.C.F.
ráðstefnan og aðalfundurinn
takast?
Éger mjög ánægður með þær
umræður sem urðu á ráðstefn-
unni. Ég er þó þeirrar skoðunar,
að við þurfum að bæta vinnu-
brögðin og vera ennþá duglegri
ráðstefnustörfin. Einnig er ég
mjög ánægður með allan undir-
búning ráðstefnunnar, sem var
nær eingöngu i höndum S.U.F.,
svo og með móttökur, sem hafa
veriö einstaklega hlýlegar.