Tíminn - 07.08.1977, Side 17

Tíminn - 07.08.1977, Side 17
Sunnudagur 7. ágúst 1977 17 Eg vidli koma á framfæri þakklæti til þjóðræknisfélag- anna á Akureyri og i Reykjavik fyrir þeirra móttökur. Einnig vildi ég þakka Lúörasveit Reykjavikur og borgarstjórn Reykjavikur og bæjarstjórn Akureyrar fyrirþeirra framlag. Frá komu Vestur-lslendinga hingaö til lands i júni s.l. fyrir siðustu ferö. Eins og fyrr sagði, þá er skrifstofan i heima- húsi en á næsta ári á að flytja hana til Winnipeg eða Gimli. — En við erum ekki einungis með ferðir til íslands, sagði Marjor- ie, — skipulagðar eru lika ferðir til staða svo sem Florida og Evrópu. — Þrjátiu fóru til Belgiu i vor, og i vetur fer annarhópur tilHawaii. Þetta er alltaf að aukast og þvi bar brýna nauðsyn til að flytja skrifstofuna og ráða meira starfslið. Það er ekki einungis fólk af islenzkum ættum, sem ferðast með Viking Trawel, við það skiptir fólk af öllum þjóö- ernum. — Hvernig verður ferðum til islands hagað næsta sumar? — Ein tveggja vikna ferð verður i' júni, og eru það aðal- lega bændur og skrifstofufólk sem tekur þátt i henni. Svo verður önnur ferð i ágúst, nánar tiltekið eftir islendingadag- inn. höld ium 300 kilómetra fjarlægð frá Gimli, en tJkraniumenn eru ákaflega fjölmennjr i Kanada. Við erum vön að senda þeim ár- naðaróskir og eins fáum við frá þeim kveðjur. — Er það eitthvað sem þú vildir segja að lokum Ted? í sl endin gada gu rinn hefur vakið mikla at- hygli — Nú haldið þið islendinga- dag á hverju ári. Hefur hann ekki breytzt i timans rás? ' — Islendingadagurinn er fyrstu helgina i ágúst, segir Ted, — Hér áður fyrr var þetta bara einn dagur, en nú eru há- tiðisdagarnirorðnir þrir að tölu. Þaö er byrjað á laugardag, en aðalhátiðarhöldin eru á mánu- dag. Þá eru ræðuhöld og Iþrótt- ir. Um kvöldið er hitt og þetta til skemmtunar og siðan er dansaö fram á rauðanótt. Þetta var átt- ugasti tslendingadagurinn i ár, og um leið sá fysti, sem ég hef misst af eftir striðið, en þá starfaði ég i flughernum. Að venjufáum við góða gesti frá Is- landi á hátiöina, og nú var það Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra sem flutti minni Kan- ada. Þá kom Kvennakór Suður- nesja fram á hátiðinni. Það er gert ráð fyrir að allt að 20 þús- und manns komi til Gimli þá daga sem hátiðin stendur og býr fólkið mikið I tjöldum, en einnig fá margir inni hjá kunningjum. — Hefur tslendingadagurinn vakið mikla athygli i Kanada? — Jú, hann hefur gert það og sérstaklega i Manitoba. Hins vegar eru það ekki einungis ís- lendingar, sem taka þátt i Is- lendingadeginum. Fólk i ná- Ahuginn leynir sér ekki. Það voru fagnaðarfundir. grenninu kemur einnig til Gimli til að gera sér dagamun. Útvarp og sjónvarp fylgist með degin- um, en sama má einnig segja um 17. mai hátiðisdag hjá Irska þjóðarbrotinu. Og þess má geta, að um verzlunarmannahelgina eru Úkraniumenn með hátiðar- A ÞESSU ári verða liðin hundrað ár frá þvi fyrst var gefið út blaö á Islenzku i Kanada. Það var I septem- ber árið 1877, að Framfari kom fyrst út. — Talið er að landnám tslendinga vestan- hafs, i Nýja-íslandi, hafi byrjað árið 1875, og er þvi blaðaútgáfan næstum þvi eins gömul og landnámið. — Framfari kom ekki út nema i tvö ár, þá var rekstri blaðs- ins hættaf fjárhagsástæðum. Enn var ráðizt i blaðaút- gáfu árið 1883 er Leifur kom út i marz það ár. Ekki varð Leifur langlifur heldur, hann var gefinn út i þrjú ár, eða þar til i júni 1886. En það sama ár, 9 septem- ber 1886 kom Heimskringla út i fyrsta skipti, og tveimur árum síðar hóf Lögberg göngu sina, 14. janúar 1888. Þrátt fyrir ýmsa öröug- leika voru bæði blöðin gefin reglulega út, þar til þau voru sameinuð árið 1959. Samein- ing biaðanna átti sér alllang- an aðdraganda. — Arið 1955 var skipuð þriggja manna nefnd að tilhlutan stjórnar Þjóðræknisfélagsins, og átti nefndin að gera tillögur um útgáfu nýs blaðs, ef Lögberg og Heimskringla hættu að koma út. I nefndinni voru Thor Thors, sendiherra, Valdimar Björnsson, og dr. Richard Beck. Nefndin skilaði áliti i júli sama ár. — Nefndarálitið var i fimm lið- um og fyrsti liður hljóðaði svo: „Blöðin Lögberg og Heimskringla skulu samein- uð og framvegis koma út sem eitt vikublað, sem beri nafn beggja blaöanna. Und- irheiti blaðsins skal skráð: — Gefið út að tilhlutan Þjóð- ræknisfélags íslendinga i Vesturheimi.” En það var ekki fyrr en fjórum árum sfðar, eða 20. ágúst 1959, að fyrsta blaðið kom út eftir sameininguna og undir heitinu Lög- berg-Heimskringla. Það var talið vera 73. árgangur, 43. tölublað. Nú er þvi nitugasti og fyrsti árgangurinn hafinn. Blaðaútgáfa vestan hafs á sér þvi langa og merkilega sögu, aldargamla sögu. Framsýni, dugnaður og áræði fjölmargra mætra manna hafa tryggt útgáfu blaðsins öll þessi ár, þótt oft hafi ekki blafsið byrlega. Auðvitað hefur margt breytzt á löngum ferli blað- anna. Viðhorf manna, skoð- anir og framfarir á flestum sviðum mannlegs lifs, hafa aðsjálfsögðu sett mark sitt á blaöaútgáfu, sem önnur menningarfyrirbæri. Lesendahópur Lögbergs- -Heimskringlu er orðinn al- stór, hann er dreiföur i mörgum heimsálfum, og þvi verður erfiðara meö hverju árinu að sniða blaðinu þann stakk, sem hæfir öllum les- endum. Það hefur myndazt viss hefö i sambandi viö efni og útlit blaðsins, sem eðlilegt er á svo löngum tima. Þrátt fyrir þaö, að reynt hefur ver- ið aö halda þeirri hefð, aö verulegu leyti að minnsta kosti, þá hefur blaðið tekið nokkrum breytingum á sið- ustu árum. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að Lög- bergi-Heimskringlu, eru vin- samlega beðnir aö senda nafn og heimilisfang, ásamt 2850króna ársgjaldi til Birnu Magnúsdóttur, til heimilis að Dúfnahólum 4 i Reykjavik. Lögberg-Heimskringla kem- ur út vikulega.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.