Tíminn - 07.08.1977, Side 27
Sunnudagur 7. ágúst 1977
annréttindi
•M—M—m—MM—MmMMM—MMM—mmmmMMmmmm—mMMmmmm—M^—mmmmmmmmmmMmmmmmM—M*
ekki verið eintómur hugar-
burður.
En hvernig eigum við að fara
að til að eignast samúð, þegar
viö erum án hennar, — og elska
þegar við gerum það ekki?
Sagan segir, aö það verði ekki
gert með kröftum og áreynslu.
Þegar sjálfmorðinginn vaknar
til viðurkenningar á sannleik-
anum er það ekki afleiðing af
tilraun til að skilja lifið meö
skynseminni. Kærleikur er ekki
niðurstaða ályktunar. Það er
ekki hægt að elska eftir skipun.
Það er hægt að vera kurteis og
ving jarnlegur samkvæmt
skipun. Samkvæmt skipun er
lika hægt að þvinga sig til að
hjálpa þeim, sem jafnvel er
fyrirlitinn. En enginn getur
elskað nema annað se ékki
hægt. Manni er gefið að geta
elskað.
Dostojevskij heldur þvi fram
að enginn eigi lifið i sjálfum sér,
það sé veruleikinn i kringum
manninn, sem veki hann til lifs-
ins. Kærleikurinn er ekki
náttúrulögmál eins og þyngdar-
aflið og æxlunarhvötin. — Hann
er ofar manninum sem mögu-
leiki, en möguleiki, sem verður
til þá fyrst er á hann er kallað
frá þeim veruleika, sem er um-
hverfi mannsins. Sjálfsmorð-
■ ingi sögunnar skynjar þetta eft-
ir að mæta bágstöddu barni á
götunni. Þá kemur gat á harð-
neskju hans, og hann reynir að
sá einn, sem gripinn er af sann-
leikanum getur skynjað hann”.
Með þessari löngu tilvitnun i
bók Kunds Hansen vil ég benda
á lifsskilning, sem er svo fjar-
lægur yðar, sem hugsanlegt er.
Þar með vil ég auðvitað ekki
segja, að þér þekkið ekki
samúðina. En þar sem þér litið
á það sem æðsta frelsi mannsins
að geta framið sjálfsmorð litur
Dostojevskij alls ekki á það sem
frelsi. Er sá frjáls, sem örvænt-
ir? Er örvæntingin ekki fremur
vald sem hertekur okkur og
heldur föngnum?
Ég hugsa um aðra persónu
hjá Dostojevskij, „kjallar-
manninn”. Það er maður, sem
segja má að safni móðgunum.
Dagurinn móðgar hann, menn-
irnir á götunni móðga hann, lifið
sjálfter honum móðgun.Honum
fellur lfka vel að mæta ónotum á
götunni: svona eru allir, rudda-
legir, tillitslausir, viðskotaillir.
Svo kemur að hann lokar sig al-
gjörlega inni i þessum móðgun-
um, þar er skjaldborg hans i lif-
inu. Þegar vændiskona ein, sem
hann hefur reynt að litillækka á
allan hátt til að hefna sin á ein-
hverjum, finnur til með honum
og sýnir honum góðleik og kær-
leika^hrynur heimur hans i rúst.
Hann kunni að snúast við áreitni
— en ekki góðvild.
Og tilveran rúmar vel þann
góðleik, sem getur yfirbugað
hinn móðgaða.
t bibliunni er þessi hugsun
orðuð svo aðlffið sé skapað. Það
þýðir að tilveran er ekki hugar-
burður, sjónhverfing, eitthvað
sem við sjálf finnum upp en
ekkert raunverulegt. Grund-
völlur tilverunnar er ekki háður
minu mati. Dostojevskij var
dæmdur til dauða svo sem
kunnugt er, en sfðan náðaður,
og sú reynsla að fá veruleikann
gefinn aftur var svar hans við
nihilismanum. Að fá lffið á nýj-
an leik var eins og að snúa aftur
til eilifðarinnar. Hverja minútu
vildi hann gera heila öld. Ekkert
augnablik skyldi verða til einsk-
is. Honum var ljóst, að það var
lýgi að lifið væri ekkert, en hann
sjálfur væri allt.
Ekkert jafnast á við að finna
andblæ hins raunverulega lifs,
skrifaði Hamsun eftir algjöra
einangrun i mánuð.
Það er glöggt að andstaða
þess að þiggja lifið er að taka
það. Þegar sagt er á dönsku, að
einhver hafi tekið lif sitt, er eng-
inn f vafa um, að það merkir, að
hann hafi framið sjálfsmorð. Ef
til vill bendir það til þess sem
liggur i þeirri hugsun að lifið er
skapað — fyrir mér liggur hið
raunverulega frelsi i þvi. Það er
ekki ég og minn geðþótti sem er
grundvöllur tilverunnar. Hún er
raunveruleiki i sjálfri sér, með
góðleik sinn og neyð, með allt
sem vekur gleði og kærleika og
samúð með lifinu og þvi fólki
sem mótar ævi okkar.
Það hafa verið timabil, þegar
sjálfsmorð hafa nánast verið
faraldur. Svo var eftir að
Goethe skrifaði Werther og þeg-
ar óþekkta konan drekkti sér i
Signu og andlátsmynd hennar
var send um alla Evrópu.
(Siðar sýndi sig, að myndin var
fölsuð. Maðurinn sem gert hafði
þessa sælu andlátsmynd fékk
heimsókn rithöfundar, sem vildi
vita, hvernig hann hefði fundið
27
stúlkuna i llkhúsinu. Meöan þeir
töluðust við gekk hún ljóslifandi
inn i stofuna. Það var dóttir þess
er myndina gerði. Engu að siður
hafði brosið sæla á andiáts-
myndinni komið margri mæddri
konu á unga aldri til að drekkja
sér). Ég sé að nú lifum við tima-
bil með vaxandi bölsýni, sjálfs-
morð og nihilisma. Charlotte
Strandgaard hefur i ljóðasafn-
inu Gade Op Og Gade Ned rætt
um öll þau meðul, sem við höf-
um ráð á, ef við viljum flýja til
hálfs eða að fullu: librium,
stesolid, serepax, fenemal,
mogadon, ketogan, petidin
o.s.frv.
Feldu þig maður
segir ellefta boðorð lögmálsins
gleði þin má ekki skina
sorg þin má ekki sjást.
Það getur verið erfitt, ef
hvorki má sýna gleði né sorg,
einungis kæruleysi. Allt, sem
þér hafið skrifað er mótmæli
gegn þvi að felast svo. Og þegar
ég mæli gegn orðum yðar um þá
hamingju að þurfa aldrei að sjá
nokkurn mann er það af þvi, að
ég trúi þvi að þessi grein yðar
geti á bölsýnistlma haft mjög
alvarlegar afleiðingar — en
auðvitað fyrst og fremst af þvi
að ég er ósammála grund-
vallarviðhorfi yðar og þeirri
lifsskoðun, sem ekki litur á
sjálfsmorðið sem örvæntingar-
úrræði, heldur hið æðsta frelsi.
t nýju ljóðasafni eftir Benny
Andersen, Personlige Papirer,
má viða finna svipað viðhorf og
þér túlkið. Þó virðist mér að
hann sjái i gegnum þetta i einu
helzta ljóðinu.
Hann talar um draum sinn um
heim þar sem manngildið er
metið eftir hæfileikanum til að
fá aðra til að finnast þeir stærri.
I ljóðinu segir hann frá þvi, að
hann drekkur sig fullan og er
sjálfur orðinn guð, sem skapað
hefur heiminn. En svo tekur
hann sig á og segir: Vanskapað.
Kannske var heimurinn vel
skapaður — en okkur hefur tek-
izt að spilla honum rækilega.
Meðal annars með afstöðu okk-
ar hvers til annars, að hin séu
ekki okkar verð, að allt varð til
vonbrigða — i stað þess að fá
aðra til að finna sig stærri kom-
um við þeim til að finnast að
þeir séu litlir, þýðingarlausir og
óþarfir. Þessu fylgir ábyrgð.
Við höfum lært að gömlum siö
að segja, að þar sem sé lif sé
von, en það er ekki satt nú orðið.
011 höfum við séð fólk, sem ligg-
ur i öndunartækjum og án allrar
vonar en með einskonar lifi.
Hins vegar gætum við sagt aö
þar sem er von sé lif. Ég tel að
þessi von sé grundvöllur lifs
okkar.
Ivan Malinovski hefur sagt:
An vonarinnar gætum við dáið
án sorgarinnar lifaö.
Já, án vonarinnar gætum við
dáið — en það er von. Það er
góðvild og kærleikur tilverunn-
ar sem er meiri en þolleysi okk-
ar og uppgjöf. Og til er sú ham-
ingja, sem er meiri og óendan-
legri en sú að þurfa aldrei fram-
ar að sjá nokkurn mann — og
hversu gamaldags sem það
kann að þykja er það þó sú ham-
ingja að vera ekki einn i þessum
heimi. Um það er skáldskapur
yðar lika sem betur fer öflugur
vitnisburður.
Ég sé ekki ástæðu til að bæta
miklu við þessa hugleiðingu
danska prestsins. Auðvitað er
það takmörkun á frelsi, að geta
ekki valið hvað sem er, illt eða
gott, allt hið neikvæða. Sé það
æðsta frelsið að hafa aðstöðu til
að kjósa dauðann er vitanlega
frelsisskerðing að geta ekki kos-
ið um bráðan dauða eða sein-
virkan. En mun ekki gæfa okkar
og gildi að einhverju leyti háð
þvi hvernig við notum frelsið?
Sé hið óskérta frelsi sjálfsögð
mannréttindi mætti kannske
hugleiða hvort ekki sé til eitt-
hvað, sem kalla mætti sjálf-
sagðan manndóm og bundið er
við það að nota frelsi sitt og rétt
i þjónustu lifsins og hamingj-
unnar?
H.Kr.
RÍKISSPÍTALARNIR
iausar stöður
LANDSPÍTALINN
FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til
starfa við Hátúnsdeild spitalans frá
1. september n.k. Umsóknum, er
greini aldur, menntun og fyrri störf,
ber að senda Skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 20. ágúst n.k.
Upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar.
H JÚKRUN ARDEILD ARST JÓ RI
óskast til starfa á Lyflækningadeild
spitalans (deild 3-A) frá 15. septem-
ber n.k.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og
SJÚKRALIÐAR óskast til afleys-
inga og i fast starf nú þegar. Vinna
hluta úr fullu starfi, svo og einstak-
ar vaktir kemur til greina.
upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri spitalans, simi 29000
Reykjavik 5 ágúst, 1977.
SKItlFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
p:iríksgötu 5, sími 29000
© Helgarsagan
hún stikar yfir garðinn án þess að
lita til hægri eða vinstri.
— Lovisa!
Skyndilega stendur hann
frammi fyrir henni og leitar i
andliti hennar að merki um að
henni finnist það sama og honum,
að hún sé lika leið.
— Hvað vilt þú? segir hún. —
Færðu þig, þú ert fyrir mér?
— Ég er með dálftið handa þér,
segir Jóhannesog sýnir henni það
sem hann hefur geymt að baki
sér. — Ég bjó það til sjálfur.
Það er reglustika. Hann hefur
unnið við hana alla vikuna og
málað á hana blóm, ásamt nafn-
inu hennar og dagsetningu. Slikar
gjafir gefur maður stúlkum, sem
ekki leika sér með brúður. Hvað
hún á að gera með reglustiku sem
leikkona, veit hann að visu ekki.
Andartak standa þau og halda sitt
i hvorn enda á langri reglustik-
unni og það er rétt eins og hand-
tak, þó þau snerti i rauninni ekki
hvort annað.
— Hún er falleg, segir Lovisa
og nú heyrist ekkert af rödd Teklu
frænku. Þetta er bara hræðsluleg
rödd litillar stúlku. — Það gæti
liklega staðið þitt nafn á henni
lika.
Hún hristi höfuðið. — Þú átt
hana.
— Þá mála ég sjálf þitt nafn á
hana, hvislar hún.
— Lovisa, Lovisa! Hvar ertu?
Nú verðum við að fara.
Andartak virðist sem hún ætli
að faðma hann að sér. Hún lýtur
fram og kyssirhann i flýti og áður
en hann er búinn að átta sig, er
hún horfin.
— Veslings barnið! segir
mamma og horfir á ef-tir bilnum
aka burt. — Hvað ætli verði um
hana?
En Johanr.es stendur við gatið i
limgerðinu og horfir á tómt, hvitt
húsið. Pabbi er vanur að segja að
drengir gráti ekki, en enginn sér,
hvað hann gerir, þegar hann
stinguröllu höfðinu inn i runnana.
Einhvern tima. þegar Lovisa er
orðin mikil og fræg leikkona, sem
leggur heiminn að fótum sinum,
tekur hún fram reglustikuna og
hugsar um, hver Jóhannes hafi
verið, en hún hafði sjálf málaö
nafnið hans við hliðina á sinu.
Og einhvern daginn kemur hún
eins og Tekla van Amsberg, með
hvitar hendur og handleggi með
armböndum, með flauelsrödd og
þá sitja þau á garðbekknum i sól-
skininu og eru gift hvort ööru.
En þangaö tilerekki um annaö
að ræða en biða......
Bændur - Athugið
Kýr til sölu. Upplýsingar á Króki i ölfusi.
Simi um Hveragerði.
Þessi úrvals Blaser H5
er til sölu
Billinn er með öllu, krómfelgum o. fl. Ek-
inn 77.000 km. Upplýsingar i sima 3-65-64
eftir kl. 19 á sunnudag.