Tíminn - 16.08.1977, Side 2

Tíminn - 16.08.1977, Side 2
2 Þriðjudagur 16. ágúst 1977 Ræðismenn Islands erlendis funda áþ-ReykjavIk. Dagana 21. til 25. ágúst efnir utanrfkisráðuneytið til fundar að Hótel Loftleiðum með ræðismönnum tslands er- lendis. Verður þetta annar fundur ræðismanna tslands I Reykjavik. Fyrri fundurinn var haldinn árið 1971. Gert er ráð fyrir, að 110 ræðismenn sæki fundinn ásamt mökum slnum. AIIs eru ræðismenn tslands I dag 165 og starfa þeir I 45 lönd- um. Allir eru ólaunaðir nema einn. A fundinum verður flutt yf irlit um Islenzk utanrikismál ásamt fyrirlestrum um efnahags- og viðskiptamál. Jafnframt fara fram umræður um störf ræöis- manna, réttindi þeirra og skyld- ur. Fulltrúar islenzkra út- flutningssamtaka og sam- göngufyrirtækja munu sitja fund með ræöismönnunum þann 23. ágúst. Að fundarhöldum loknum verðurfarið með þátttakendur I dagsferð til Akureyrar, Mý- vatns og Húsavlkur. N ordkalottenráðstef nan: Mannlíf á Norðurhjara — og vandamál þess Kás-Reykjavlk — t gærmorgun var sett I Norræna húsinu I Reykjavik Nordkalottenráðstefn- an. Það var Hjálmar ólafsson formaður Norræna félagsins á ts- landi, sem flutti setningarræð- una, en þvi næst flutti Matthias Matthiesen fjármálaráðherra stutt ávarp. Adagskrá ráöstefnunnar I gær voru ýmsir dagskrárliðir, t.d. söng Guðrún Tómasdóttir islenzk þjóölög við undirleik Olafs Vignis Albertssonar, Erik Sönderholm flutti erindi um Norræna húsið, og Ragnar Lassinantti ræddi Nord- kalottensamstarfið. 1 dag flytur rektor Háskólans, Guðlaugur Þorvaldsson, ávarp, en að þvi loknu ræðir Siguröur Guömundsson um vandamál dreifbýlisbyggöar á íslandi. Þá verður fjöldi annarra erinda á dagskrá. Alls munu það vera 130 þátttak- endur sem sækja þess ráðstefnu, og þar af 100 erlendir, allt full- trúar frá nyrstu héruðum Noregs, Sviþjóðar og Finnlands, auk hinna islenzku. Ráðstefnur sem þessar hafa verið haldnar frá árinu 1960, og eru þær umræöugrundvöllur fyrir hin ýmsu sérvandamál, bæði menningar- og atvinnulega séð, sem Norðurhjaramenn búa við. Matthias Matthiesen fjárpiála- ráðherra ávarpar ráðstefnu- gesti við upphaf hennar I gær- morgun. „Hefðu allir útskrif- aðir kennarar skilað sér í embætti — væri hér enginn kennaraskortur”, segir Sigurður Helgason í menntamálaráðuneytinu F.I. Reykjavik — Við getum Htiö að gert nema auglýst aftur og aft- ur og treyst þvf, að fleiri umsókn- ir komi inn, sagði Siguröur Helgason, deildarstjóri i grunn- skóladeild menntamálaráðu- neytis, er Tlminn spurði hann út I þann gifurlega kennaraskort, sem virðist ætla að verða á kom- andi vetri, en samkvæmt könnun Siguröar frá þvi i fyrri viku er enn óráðið I um 300 stöður á grunn- skólastiginu. Sigurður sagði, aö umsóknir „Dreng- skapur J 9 bærust daglega til ráðuneytisins og vera mætti, að ástandiö hefði breytzt til batnaðar slðan könn- unin var gerð, en haföi ekki tölur þarum, —Annars er þetta ástand svipaðoglfyrra.enþá varóráðiö i hátt á þriðja hundraö kennara- stöður i byrjun ágúst. Okkur tókst aö bjarga málunum viö með ráöningu fólks sem var ekki kennaramenntaö og hafði oft á tlöum litla reynslu. Sigurður kvaö þetta slæma ástand vera I beinu framhaldi af þvl, aö nú útskrifuðust mun færri kennarar úr Kennaraháskólanum en Kennaraskólanum gamla, og nefndi sem dæmi, að i ár hefðu aðeins útskrifast 37 kennarar á móti 200 á árunum 1970 til 1973. Einnig kæmu kennaralaunin þarna inní, en kennarar kvörtuöu mjög undan þvi að vera illa launaðir. — Og mitt álit er, sagði Sigurð- ur, að hefðu allir útskrifaðir kennarar skilað sér I embætti væri hér enginn kennaraskortur. Siguröur Helgason, sagði að lokum, að enn hefðu þeir I ráðu- neytinu gálgafrest til 1. okt., þvi aö fullraðiö væri I þá skólá sem hefja störf 1. sept. n.k. Bóklegt nám flugmanna við f jöl- brautaskóla Kás-Reykjavlk — Akveðiö er að bóklegt nám flugmanna verði viö Fjölbrautarskóla Suður- nesja i mjög náinni framtfð, og þá einskoröaö við nám atvinnu- flugmanna, en ekki nám einka- flugmanna. Málið er enn á undirbúnings- stigi, og bæði menn af hálfu skólans og Flugmálastjóra vinna að þvl. Ekki mun fullákveðið, hvenær þessi námstilhögun kemur til framkvæmda, en töluverðar lik- ur eru taldar á þvi, að þaö verði um næstu áramót. A komandi hausti verður tek- in upp kennsla á tveimur nýjum námsbrautum viö Fjölbrautar- skólann. Það er annars vegar tréiðnaðarbraut, sem veröur til húsa I Trésmiðaverkstæði Héð- ins i Njarðvikum, og hins vegar hársnyrtibraut, en verkleg kennsla við hana veröur I tengslum viö rakara- og hár- greiðslustofuna Klippótek I Keflavik. Nokkur óvissa rikir varðandi starfrækslu öldungadeildar I vetur, en sárafáir létu innrita sig. Ef ekki rætist úr fólkseklu er útilokað að koma nokkrum byrjunaráföngum á stað. En vitaskuld veröur haldiö áfram með þá, sem hófu nám i fyrra. — fyrirlestur í Ameríska bókasafninu Kás-Reykjavik. A fimmtudaginn kemur, mun bandariski prófess- orinn Apostolos Athanassakis halda fyrirlestur I Amerlska bókasafninu, sem hann nefnir: „Drengskapur: The Heroic EthosinNorse andHomeric Epic Literature”, Athanassakis sem er prófessor I klassiskum bók- menntum við Kalifornluháskól- ann I Santa Barbara, hefur stund- aö rannsóknir hér á landi I sumar á styrk frá Fulbrightstofnuninni. A siðsta ári var hann styrkþegi Harvardháskólans við deild skól- ans I Washington, D.C. I grlskum fræðum. Hann hefur einnig stund- að rannsóknir I Grikklandi og Þýzkalandi. Athanassakis vinnur um þessar mundir að þýðingu Eddu á grlsku og vandamáli i sambandi við heiður sem hugsjón I hetjukvæö- um. Fyrirlesturinn verður i Ameriska bóksasafninu að Nes- haga 16 og hefst kl. 20.30. veiðihornið Vatnsleysi, miklir hitar og bjartviöri, hamlar mjög lax- veiði vlða i ám þessa dagana. Nóg virðist þó vera af laxi I flest um ánum, en hann tekur illa við og leikur sér allt I kringum lax- veiðimennina, cða liggur I leti og hreyfir sig lltt. Viö sumar ár muna elztu menn ekki þvllikt vatnsleysi, og ef svo heldur á- fram liður varla á löngu þar til hægt verður að fanga laxinn með berum höndum f nokkrum dropum af vatni! Vonandi kem- ur þetta þó ekki til. Bændur fagna að sjálfsögðu þurrkinum, svo og flestir aðrir en laxveiðimenn, sem eiga þá ósk heitasta að hressileg rign- ingardemba komi sem fyrst. Vonandi verður þeim að ósk sinni, svo að liflegra verði við árnar á næstunni. Fiókadalsá — Ég held ég hafi aldrei séö ána svona vatnslitla eins og núna. Það er rúmur hálfur mánuöur siðan rigndi hér siðast og viö erum farnir að óska eftir rigningu hér, sagöi Ingvar Ingvarsson, Múlastöðum i gær. Hann kvað veiðina hafa verið mjög dræma að undanförnu, enda geysilega heitt I veðri sið- ustu daga og bjartviðri mikið. Laxinn er mjög latur og liggur. Ingvar sagðist ekki hafa ná- kvæma tölu yfir veiðina, en kvaöst þó álíta, að um 170-180 laxar væru komnir á land, sem er þó nokkru minni veiði en á sama tima I fyrra. í ágúst I fyrra var veiðin mjög góö i Flókadalsá, en svo virðist sem raunin verði önnur I ár, nema að veðurlag breytist til muna. Fnjóská — Laxinn er latur I þessum hita, en t.d. um helgina var allt upp i 23 stiga hiti við ána og bjartviðri mikið. Það er ekki von til þess að hann taki I svona veðri, sagði Gunnar Arnason, Akureyri þegar hann var inntur eftir veiðinni I Fnjóská að und- anförnu. Það er þó nóg vatn I Fnjóská og er það meir en aðrar laxveiðiár geta státað sig af þessa dagana. Það munu um 170 laxar vera komnir úr Fnjóská það sem af er sumri, og sam- kvæmt veiðibókum VEIÐI- HORNSINS frá þvi I fyrra, er það sama veiði og var þann 13. ágúst þá, sem sagt, veiðin er mjög svipuð. Þverá i Borgarfirði — Ain er varla orðin meira en rétt árfarvegurinn. Laxinn stekkur hér allt I kringum lax- veiöimennina og tekur alls ekki á hjá þeim. Þaö veiðast aðeins örfáir laxar á dag núna, og þannig hefur það reyndar verið að undanförnu, sagöi Rlkharð I Veiðihúsinu aö Guönabakka I gær. Hann kvað nógan lax vera I ánni, en það er sama sagan þar og annars staðar, langt er slðan rignt hefur, hitinn hefur verið 18-22 stig dag eftir dag og bjart- viðri mikið. Þaö er um 920 laxar komnir á land úr neðri hluta Þverár, en nokkuð á annað þúsund úr efri hlutanum, þ.e. Kjarrá. Veiði- hornið hefur engar fréttir aðrar en þær úr Kjarrá, að ástandið er álíka þar og fyrir neðan og áður hefur verið verið lýst. — Við vonumst eftir rigningu hiö fyrsta, sagði Rikharð að lokum. Norðurá Eins og skýrt hefur verið frá i VEIÐIHORNINU tók Stanga- veiðifélag Reykjavlkur aftur við veiðinni i Norðurá þann 6. ágúst s.l. Veiðin hefur verið mjög dræm síðan og eru aðeins um fimmtlu laxar komnir á land, að sögn Ingibjargar I veiðihúsinu i gær. Laxveiðimennirnir við ána eru ekki of hressir, eins og gefur aö skilja, þvi nóg er af lax I Norðurá, en veiöin mjög dræm enda hefur verið rúmlega tuttugu stiga hiti við ána dag eftir dag. Þyngdin á þessum fimmtiu löxum, sem veiðst hafa siðan 6. ágúst, er frá fimm til fjórtán pund. Um laxateljarann I Laxfossi, hafa gengið 1869 lax- ar að sögn Ingibjargar. —gébé

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.