Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 16. ágúst 1977 19 Jp //' JI 'i tslandsmeistarar Vals i handknattleik utanhúss. Valur íslands- TY10 + 0 'M'i f — í handknatt- vdiX JL • leik utanhúss Sigruöu Viking 23-16 í úrslitum Fram enn í fall- hættu — eftir 4-1 tap tyrir Breiðablik Framarar töpuðu stór- lega fyrir Breiðablik og sýndu ekki sannfær- andi leik á sunnudag- inn. Leikur þessara liða var frekar daufur og Framarar sýndu lit- ið af þeim leik sem kom þeim i úrslit i bikar- keppninni. A fyrstu mlnútunum komst Gisli Sigurðsson inn i sendingu sem ætluð var Arna markverði en Arni bjargaði vel. Fátt markvert skeði i fyrri hálfleik annað en það, að Framarar tóku forystu i leiknum á 41 min. með góðu marki Kristins Jörundssonar. Staðan i hálfleik var þvi 1-0 fyrir Fram. í seinni hálfleik tóku Blikarnir leikinn i sinarhendurogskoruðu4 mörk. A 5 min. síðari hálfleiks jafnaði Ólafur Friðriksson með þrumu- skoti af löngu færi. A 11 min ná Blikarnir svo forystu með góðu marki Sigurjóns Randversson- Óþyrmileg faðmlög eins og þessi máttioft sjá Ileik Valsog Víkings. Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn i handknattleik utanhúss með þvi að sigra Viking i úrslitaleik mótsins með 23 mörkum gegn 16. Leikurinn var nokkuð jafn framan af, en i sið- ari hluta fyrri hálfleiks fóru Valsmenn að sigla framúr með nokkrum mjög góðum mörkum Jóns Péturs Jónssonar. I hálfleik var staðan orð- inn 12-6 fyrir Val. Vik- ingar mættu ákveðnir til leiks i seinni hálfleik og byrjuðu að saxa á for- skot Vals. En Valsvörn- in þjappaði sér saman og Valsmenn sigu hægt og rólega framúr aftur og unnu öruggan sigur 23-16. Sigur Vals i þessum leik var aldrei Ihættu, þeirspiluðu leikinn rólega og skynsamlega og leituðu að glufum i vörn andstæðingana. Vörn Vals var sterk i leiknum, þeir töluðu vel saman, og aldrei var rifist þótt einhver gerði eitt- hvað rangt. Annað var upp á ten- ingunum i herbúðum Vikinga, þeir rifust um hvert smáatriöi, sem fór úrskeiðis, og hefðu ör- ugglega ekki tapað svona stórt ef andinn i liðinu væri betri. Jón Pétur Jónsson var atkvæðamest- ur Valsmanna I þessum leik skor- aði 10 mörk og hlýtur að koma til álita i landsliðið i vetur. Björn Björnsson er i stöðugri framför, skoraði 4 mörk og átti ágætan leik. Hákon Arnórsson nýliði hjá Val stóð i markinu nær allan leik- inn og hafa Valsmenn þar eignazt góðan bakhjarl fyrir vörn sina. Gisli Blöndal var sterkur i þess- um leik og er greinilega búinn að jafna sig eftirlangvarandi meiðsli. Hjá Viking var Ólafur Einarsson sá eini, sem eitthvað kvað að, hann skoraði helming marka Vikings 8. Mörk Vals i þessum leik skoruðu þeir Jón P. Jónsson 10, Björn Björnsson 4, Jón Karlsson 3, Þorbjörn Jensson 2. Gisli Blöndal 2, og Stefán Gunn- arsson og Þorbjörn Guömunds- son, 1 mark hver. Mörk Vikings skoruðu Ólafur Einarsson 8, Viggó Sigurðsson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Þorbergur Aðal- steinsson 2., og þeir Magnús Guð- mundssonog Páll Björgvinsson, 1 mark hvor. Skritið atvik kom fyr- ir i leiknum. I einni af sóknarlot- um Vikings stökk Ólafur Einars- son upp og hugöist skjóta en hætti við og á niðurleið lendir hann með andlitið á hendi Gisla Blöndals. Ólafur brást reiður við þessum mistökum sinum og lét það bitna á Gisla. Ólafur rétti upp hendina og ætlaði að slá Gisla en hitti ekki. Dómararnir stoppuðu leikinn og flestir bjuggust við að Ólafi yrði visað af velli, en dómararnir sögðu ekki orð við Ólaf en gáfu Gisla hinsvegar tiltal. ar. Ólafur Friðriks skoraði svo þriðja mark Blikanna og Jón Orri Guðmundsson það fjörða með ágætum skalla. Enginn leikmaður Fram átti afgerandi leik, en Þór Hreiðarsson var allt i öllu hjá Breiðablik. IBV sigraði ÍBK í rokleik 10 vindstig á Stórhöfða, þegar leikurinn fór fram Vestmannaeyingar sigruðu Keflavik með þremur mörkum gegn tveimur i Eyjum á laugardag. Sigurlás náði i forystu fyrir Eyjamenn á 15. min leiksins. Á 20. min komst Kári Gunn- laugsson einn inn fyrir vörn Eyjamanna og Ólafur Sigurvinsson sá ekki annað ráð en að bregða honum og vita- spyrna var dæmd. Ólaf- ur Júliusson skoraði af öry ggi úr vitinu 1-1. Á 31. min. fá Vestmannaey- ingar aukaspyrnu sem Einar Friðþjófsson tek- ur og sendir beint á Svein Sveinsson sem skorar með góðu skoti. Snemma i siðari hálfleik jafnar Einar Ólafsson fyrir Keflavik með þrumuskoti. Um miðjan hálfleikinn skora Eyja- menn svo sigurmarkið. Þar var Karl Sveinsson að verki eftir sendingu Tómasar Pálssonar. Hjá Sigurður Haraldsson hefur styrkt Eyjaliðið mikið i suraar. Vestmannaeyingum átti Tómas Pálsson beztan leik en Gisli Torfason hjá Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.