Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 16. ágúst 1977
Leikrit
vik-
unnar
Fimmtudaginn 18. ágúst kl.
20.25 veröur flutt leikritiö „Hver
er maöurinn?” eftir Alexander
Vampilof, i þýöingu Ama Berg-
manns. Leikstjóri er Gísli Hall-
dórsson. Meö hlutverkin fara
eftirtaldir leikarar úr Leikfélagi
Sauöárkróks: Kári Jónsson,
Kristin Dröfn Árnadóttir, Haf-
steinn Hannesson, Elsa Jóns-
dóttir, Kristján Skarphéöinsson,
Ólafur H. Jóhannsson og Haukur
borsteinsson. Flutningur leiksins
tekur um 50 minútur.
Leikurinn gerist i herbergi á
sveitahóteli. Þar býr Viktoria,
stúlka um tvitugt. Hún fær
óvænta heimsókn, þegar annar
hótelgestur, Potapof, ber aö
dýrum og vill óöur og uppvægur
fá aö hlusta á knattspyrnulýsingu
i útvarpinu. Þegar leikurinn
stendur sem hæst birtist hótel-
stjórinn og tekur heldur óþyrmi-
lega á aumingja Potapof. En
honumiizt ekki á blikuna, þegar
hánn fréttir að Potapof sé „lay-
out-maður” frá Moskvu. Hótel-
stjórinn veit ekkert hvað þaö er
og imyndar sér, aö þaö sé ein-
hvers konar útsendari yfirvald-
anna.
Þetta leikrit er úr flokknum
„Skritlur úr dreifbýlinu”, en
útvarpið flutti fyrr á þessu ári
annaö leikrit úr sama flokki, og
nefndist það „Tuttugu minútur
með engli”. Höfundurinn,
Alexander Vampilof drukknaöi á
bezta aldri, en skrifaöi heilmikiö,
sem vakið hefur óskipta athygli;
enda kann hann þá list að blanda
saman þjóðfélagsádeilu og
gamni, og hæfilegum skammti
af hvoru fyrir sig. „Hver er
maðurinn” minnir aö sumu leyti
á „Eftirlitsmann” Gogols, og má
segja aö þar sé ekki leiðum aö
likjast.
17
ESH5BE
Þorsteinn
V aldimar sson
skáld
Og undrið stóra, þin æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún i litlum reit
af leiðum, sem gróa og týnast.
Þorsteinn Valdimarsson.
Sól hefur brugðið sumri. Vinur
minn, Þorsteinn Valdimarsson
skáld, er dáinn, langt um aldur
fram. Viö vissum öll hvað í efni
var, og höfðum lengi kviðið þvi,
sem nú er fram komið.
Við fæddumst og ólumst upp i
sömu sveitinni, en þó munum við
naumast hafa litið á okkur sem
nágranna. Bæirnir okkar standa
sinn i hvorum dalnum, og háls
einn mikill á milli. Þó er vega-
lengdin á milli bæjanna ekki
meira en svo, að vel má ganga
hana á einum klukkutima eða
rösklega það, einkum á veturna,
þegar h jarn er yfir öllu og hægt að
fara beinustu ieið.
Fyrr á árum bar fundum okkar
Þorsteins helzt saman á sumarin,
þvi að hann hleypti heimdragan-
um mörgum árum á undan mér,
enda hálfu niunda ári eldri.
Mér er minnisstæður sunnu-
dagur einn i ágústmánuði árið
1949. Það var messað á Hofi, og
ungmennafélagsfundur á eftir.
Við Þorsteinn Valdimarsson vor-
um þar báðir. Þegar messan og
fundurinn voru úti, hefur okkur
Þorsteini sjálfsagt fundizt við
eiga sitthvað ótalað þvi ég brá á
það ráð að verða honum sam-
ferða inn i'feig, þótt með þvi legði
ég drjúga lykkju á leið mína.
Þegar i Teig kom, drógum við
Þorsteinn okkur útúr og settumst
að kvæðaskrafi. Þorsteinn var
jafnan dulur á sinn eigin kveð-
skap og flikaði honum ekki hvers-
dagslega, en nú brá svo við, að
hann fór með fyrir mjög mörg
ljóð eftir sig, flest nýlega ort, og
höfðu aldrei komið fyrir almanna
sjónir. Það var ógleymanlegt.
Kvöldið leið og sumarhúmið
seig yfir. Einhvern tima, seint og
um siðir, hélt ég þó úr hlaði i
Teigi. Hesturinn bar mig sem leið
liggur norður yfir Teigshraun,
niður með Oddsgili, og heim. A
einum stað flaug upp stór hópur
af rjúpuungum undan fótum
hestsins. Þeir hurfu með miklum
fjaðraþyt út i myrkrið. En i huga
minum var sólskin. Mér hafði
verið opnaður nýr heimur vizku
og fegurðar. Og siðar hef ég ekki
þurft að spyrja neinn, hvort Þor-
steinn Valdimarsson væri „gott”
eða „vont” skáld. Upp frá þess-
um degi hef ég vitað að hann var
eitt af höfuðskáldum þjóðar vorr-
ar, snillingur, sem sameinar
djúphygli spekingsins og einlægni
barnsins. — Hitt er jafnvist, að
menn þurfa að lesa ljóð hans vel.
Vitanlega eru þau misjöfn, eins
og öll önnur mannaverk en þau
eru sömu ættar og beztu
manneskjurnar sem við kynn-
umst á lifsleiðinni: Okkur þykir
þvi vænna um þau, sem við höfum
þekkt þau lengur.
Haustið 1952 kom svo ljóðabók
Þorsteins, Hrafnamál. Þar hitti
ég aftur mörg kvæðanna, sem
hann hafði farið með fyrir mig i
Teigi kvöldið góða, þrem ár-
um fyrr.Siðan hef ég fylgzt með
skáldferli hans og reynt að lesa
bækur hans nokkurn veginn eins
vandlega og vitsmunir minir
leyfa. Og allar hafa þær, hver á
sinn hátt, styrkt þær skoðanir,
sem ég hafði myndað mér á
skáldgáfu Þorsteins Valdimars-
sonar.
En hér er hvorki staður né
stund fyrir bókmenntalegar
vangaveltur. A þessum dögum
kemst fátt annað en sorg og
söknuður að i hugum okkar, sem
þekktum Þorstein Valdimarsson.
Og sárastur er harmur þeirra,
sem þekktu hann bezt og höfðu
mestan skilning á þvi, hvilikur af-
bragðsmaður hann var.
1 nóvembermánuði si'ðast liðn-
um unnum við Þorsteinn nokkra
daga að sameiginlegu verkefni.
Hann kom þá heim til min, settist
við pianóið og lék á það góða
stund, áður en vinna okkar hófst,
en við, heimafólkið, sátum hjá og
hlustuðum. Og enn sem fyrr
heillaði framkoma Þorsteins þá,
sem i kringum hann voru. Ungur
sonur okkar hjónanna stundaði
tónlistarnám sitt af miklu meiri
áhuga og ánægju, eftir að hafa
hlytt á pianóleik Þorsteins
Valdimarssonar.
En nú er komið að vegamótum,
hér greinast leiðir um sinn. Það
verður trúlega nokkur bið á þvi að
við Þorsteinn Valdimarsson
gleðjumst saman yfir ljóðalestri
eða tónlist. En minningin um
hann fylgja mér og öðrum vinum
hans um ókomin ár. Ljóð hans
munu verða ljós á vegum okkar,
eins og þau léttu mér stritið á
eftirminnilegum siðsumarsdög-
um árið 1949.
A kveðjustundum leitar margt
á hugann, þvi að margs er að
minnast. Margt væri hægt að
segja enn, sem hér verður látið
ósagt.
Að lokum langar mig að þakka
Þorsteini Valdimarssyni sam-
fylgdina. Ég þakka honum alit,
sem hann kenndi mér með kvæð-
um sinum um eðli ljóðlistarinnar
og möguleika hennar. Og siðast
en ekki sizt þakka ég honum
tryggð hans og einlægni og ára-
tuga langa vináttu, sem aldrei
bar neinn skugga á. Aðstandend-
um hans votta ég samúð.
Blessuð veri minning Þorsteins
Valdimarssonar.
Valgeir Sigurðsson
Porkatla
Sér hausttilboð
Hólmgeirs-
dóttir
Litið barn ber virðingu fyrir
fullorðnu fólki, vegna þess
hvernig það er i framkomu, en
ekki vegna þess, sem það telur
fram sér til eignar.
Þorkatla á Kringlu er mér
minnisstæð frá þvi ég var litil
fyrir það, hve hún, svo lágvaxin
kona, bar höfuðið hátt. Og hún
hafði það næmi, sem þarf til að
opna augu nýliða fyrir mislikum
gróðri og steinum og fyrir fall-
egu ljóði og vel sagðri setningu.
Gæfa manns og gæfuleysi fer
eftir þvi, hvernig menn fá að
umgangast, og það hefur oft
verið mér til hugarhægðar, að
ég fékk að kynnast Þorkötlu á
Kringlu og Sigriði dóttur henn-
ar. Ég vissi tilþess, að hún hlaut
af móður sinni margt þaö, sem
auðnu ræður i samskiptum við
annað fólk.
Gott var að eiga visan við-
komustað á Kringlu á sveittum
hestum. Og húsmóðirin þar átti
sér hugðarefni um margt, sem
ekki liggurá hversmanns borði,
og hún var fús til að gefa gesti
sinum hlutdeild I oft hvassyrt-
um meiningum.
Þær entust vel i malpoka
langferðamanns, kynni við Þor-
kötlu voru umhugsunarefni, og
af þeim lærði ég að nota orðin
höfðingskona I sveit.
Hún kvað alltaf skýrt að orð-
um, og það sem hún sagði kom
einnig fram i leikrænni tjáningu
hennar. Ég held, að hún hefðj
fariö vel meö hlutverk hennar
Ou undir Jökli á sviði.
Fyrirkom að ég sá Þorkötlu á
Blesa. Hann þekkti konuna, sem
sat hann þá ef til vill öðruvfsi en
ég, samt bárum við bæði virð-
ingu fyrir henni hvort á sinn
hátt.
Bráðum haustar og sérstöku
annastundirnar hennar Þor-
kötlu áttu að hefjast einu sinni
enn. 1 endurminningu minni um
þær fyrir margt löngu er
augnarráð hennar og Hannesar
alltaf tært og bros þeirra alltaf
sterk.
En Þorkatla var stórlynd
kona og kom að vestan og nú er
hún farin. Samt þekki ég hana
ennþá sem þá konu, er oft vildi
ekki samþykkja þann raunveru-
leika, sem ekki var i hennar
valdi að breyta. Innra með sér
geymdi hún fágæti og henni var
það of dýrmætt til að missa það
ofani hlaðvarpann sinn. Þess
vegna bar hún höfuðið meö
reisn og ég vona, að dótturbörn
hennar kunni að geyma þess,
sem amma þeirra lagði þeim til.
Hún var ein af þeim konum,
sem skilja hugsjón unglings um
hreint friðland.
Ekkikann ég að segja ævisög-
una hennar Þorkötlu á Kringlu.
En af þeim athöfnum og hugs-
unum, sem skópu henni ævi-
sögu, er hún kona, sem ég er
fegin að vita af.
Og gottertilþessaðhugsa, aö
ung fór hún á Blesa að vitja
Heklu. Þaö fjall var oft i augsýn
hennar, kyrrt á einum stað og
ris hærra öðrum fjöllum, þó það
eigi erfiða daga með allan sinn
eld og is.
Guðrún Asa Grimsdóttir
/20Y Sedan
Tilboð sem stendur aðeins í nokkra daga
Verð ca. 1.700.000 kr.
Bílarnir eru 2ja dyra, rauðir og grœnir.
Sérstakir aukahlutir: Þurrkur í luktum, útvarp og klukka í mœlaborði.
TIL AFGREIÐSLU FLJÓTLEGA
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogavog — Simar 84SI0 og 84511