Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 16. ágúst 1977 Tíminn heimsækir Eyrabakka Tékti og myndir: Haraldur Blöndal EINARSHÖFN HF. er ungt fyrirtæki á Eyrarbakka. Þaö hefur á sinum snærum útgerð og fiskverkun. Eigendur eru þrir, Jón Bjarni Stefánsson, Siguröur Þórðarson og Guðmundur Boga- son. Allireru fæddir 1945 og vaxa úr grasi i Reykjavik. Þeir út- skrifast allir úr Samvinnuskólan- um 1966. Þá skiljast leiðir um sinn. Þá koma þeir saman á ný — ogeruþá orönir útgerðarmenn og eigendur fiskverkunarstöövar á Eyrarbakka. Þessi atvikakeöja þótti blaðamanni býsna athyglis- verö og fór þvi á fund Jóns Bjarna Stefánssonar og fékk hann til að segja nánar frá aðdraganda þess að þeir félagar fóru út i útgerð og fiskverkun á Eyrarbakka. — Hver varaödragandi þess aö þú fórst til Eyrarbakka? — Ég kvæntist sumarið 1970. Þegar konan min lauk námi i Kennaraskólanum, veltum viö fyrir okkur hvað gera skyldi. Fyrir tilviljun ákváðum viö að fara til Eyrarbakka. Hér var laus kennarastaöa og konan min byrjaöi aö kenna um haustið. Strax eftir að ég losnaði úr minni vinnu i Reykjavik fluttum viö okkar hafurtask til Eyrarbakka. Ég vann fyrst i Landsbankanum, en starfaöi siöan við frystihúsið sem bókari og sá um launaút- reikninga. Þar var ég i tvö ár. Þróunin varð þó sú að ég starfaði æ meira sjálfstætt, var meö bókhaldsskrifstofu og annað- ist bókhald fyrir ýmis fyrirtæki. En sumarið 1973 kom félagi minn og skólabróðir úr Samvinnu- skólanum, Sigurður Þórðarson hingað til min. Við fórum að flaka ýsu aö gamni okkar og sendum þetta út til Bandarikjanna með Loftleiðaflugvél. Við fengum lánað húsnæði, sem ekki var notað það sumarið sem við vorum að fikta við þetta. Hús- ið var Fiskstöð Þorláks Helga, i eign Vigfúsar Jónssonar, sem var hér oddviti og frystihússtjóri I mörg ár og skipstjórans og aila- kóngsins Sverris Bjarnfinnsson- ar. Svo veröa þau tiöindi aö þeir vilja selja. Viö fórum og spjölluðum við þá og það varö ofan á, að við keypt- um þetta hús I október 1973. Viö tókum i félag viö okkur skóla- bróðurokkar, Guðmund Bogason, sem þá vann hjá Rikisútvarpinu. Það má segja aö viö höfum kippt honum frá skrifboröinu. Við keyptum þau fiskverkunarhús sem enn standa ásamt bátnum Þorláki Helga AR 11, sem er 64 tonn. Þannig varð Einarshöfn hf. til. Pontiacbillinn fór i fyrstu útborgun — Nú eruö þiö ungir menn. Varla hafiö þiö haft þaö fé handa á milli sem nauðsynlegt var? — Nei biddu fyrir þér. Þegar Tómstundastarfið varð að atvinnu- fyrirtæki og harð- Jón Bjarni Stefánsson viö hús Einarshafnar s.f. Fyrirtækiö rek- ur útgerö og fiskverkun. uppkomaöþeirVigfúsog Sverrir viidu selja langaði okkur auövitaö að kaupa aöstööuna, þótt við ætt- um ekki grænan skilding. Við vissum að Guðmundur vin- ur okkar Bogason átti ljómandi fallegan Pontiac, sem okkur þótti mjög girnilegur biti i fyrstu útborgun. Guðmundur var drifinn i kompaniiö, biilinn seldur og málinu bjargað. Til að bjarga af- gangnum af þvi sem borga þurfti 1 fyrstu útborgun slógum viö lán. Þá var unnið nótt og dag — Hvert var svo ykkar fyrsta verk? — Þó húsin væru nýleg voru þó ýmsar brotalamir. Vinnslu- kerfinu varð öliu að breyta og næsta sumar tókum við okkur til og breyttum öllu. Vinnslusalinn einangruðum við, keyptum vöru- bil og sitthvaö annað þurfti að gera. Siðan hefur okkur gengiö nokkuð þokkalega. Þó hefur þetta verið geysilega erfitt og feikna- mikil vinna og miklir snúningar seint og snemma. Við höfðum t.d. engan verkstjóra fyrst og sinnti ég þvi, en Sigurður var öllum stundum að hressa upp á bátinn. Ákvöldin voru vinnulaun reiknuö og færðar bækur fyrirtækisins. En litill bátur gefur takmark- aða möguleika og aflar litils fiskj- ar. Viö komum okkur þvi fljotlega I viðskipti við aðra aðila. 1 vetur skiptu við okkur 3-4 bátar auk Þorláks Helga, sem viðeigum og rekum. 1 vetur mun láta nærri að við höfum verkað700 tonn fiskjar. Vertiðin fiskurinn — Hvernig er sá fiskur unninn, sem til ykkar keraur? — Við byggjum fyi-st og fremst á vertiðinni, saitfisksvinnslu og skreið, en reynum að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn m.a. með harðfiskvinnsiu. Það er aðal- lega ýsa sem við vinnum i harð- fisk og eingöngu fyrir innanlands- markað. 1 vetur vorum viö meö tvo báta á linu, en linuútgerö henur ekki tiðkazt hér í háa herrans tið. Við höfum tvisvar reynt að selja Þorlák Helga, en i bæði skiptin gengu kaupin til baka, þar eð kaupendur gátu ekki staðið iskilum. Þetta hefur valdið okkur talsverðum kostnaði. Báturinn stundar humarveiöar yfir sumartimann og leggur upp hjá frystihúsinu. Harðfisks- vinnslan er aðeins á sumrin. A vertiöinnistarfa hjá okkur 15- 20 manns auk fólks i netavinnu við afskurö og fellingu. Þá eru 8- 10 menn á sjónum. Á vertið höfum við þvi 30 manns að staöaldri en 10-14 vinna hjá okkur yfir sumar- timann. Einn eigendanna verk- stjóri hjá fiskvinnslu- fyrirtæki i Danmörku. — Nú er Sigurður Þóröarson, félagiykkar, aö störfum erlendis. Hvaö kanntu af honum aö segja? — Frá þvi i fyrrahaust hefur Sigurður starfaðsem verkstjóri i nýrri niöurlagningarverksmiðju i Danmörku. Hann var i Berlln i fjörur ár og lærði matvælatækni- fræði, aö loknu námi i Samvinnu- skólanum. Þetta lagmetisfyrir- tæki er raunar samsteypa og sú stærsta i Danmörku. Þarna er soðinn niður makrill. Sigurður hefur starfað þarna i tæpt ár og eðlilega aflað sér geysimikillar reynslu og þekkingar.” Þá sagði Jón Bjarni þaö skoöun sina, að engu væri likara, en stefnt hefði verið að þvi undan- farin ár að flytja vinnslu á sjávarafurðum norður á land frá Suðurlandi. Akureyringar væru t.d. með eitt stærsta útgerðarfé- lag á landinu, Sauðkræklingar væru umsvifamiklir með 3-4 skut- togara. Þá væru liklega um 11 skuttogarar á Vestfjörðum. Fisk- verkun hefur stórlega hrakað á Suðurlandi að mati Jóns Bjarna og telur hann hér hættulega þró- un, sem stemma þurfi stigu viö. Að lokum spurði ég hvað hann teldi mála brýnast fyrir Eyrbekk- inga? — Brúin yfir ölfusá. Þaö verð- urfyrsthægt að reka hér útgerö á eðlilegan hátt þegar hún er komin i gagnið. Við höfum orðið aö aka öllum afla úr okkar bát frá Þor- lákshöfn siðustu tvær vertiöar. Skipstjórar, sem þekkja ekki staðháttu hér, veigra sér viö að nota Eyrarbakkahöfn, enda alltaf hætta á að bátar skemmist'ef veð- ur skella á. Jón Bjarni minntist á Sigurð Þórðarson og starf hans sem verkstjóra hjá stóru fiskvinnslu- fyrirtæki i Danmörku. Blaða- manni tókst að hafa tal af Sigurði skömmu áður en hann hélt út til Danmerkur eftir sumarfri. Þar kom fram, að Sigurður fór til Berlinar og lærði matvæla- tæknifræði i fjögur ár. Þá kom hann heim og vann hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna þar til hann fór til Eyrarbakka og tók þátt í stofnun Einarshafnar hf. Fyrirtækjasamsteypan Marina er með aöalstöðvar i Nörreby, Alaborg og sérhæfir sig i niður- suðu og niðurlagningu. Siguröur vinnurhjá dótturfyrirtæki Narina i Logstor um 50 kilómetra frá Alaborg. Þar er soðinn niður makrill, sem kemur frá Skot- landi. Aætlað er að á þessu ári verði þar framleiddar um 30 milljón dósir að verðmæti 30-40 milljónir danskra króna, eða 1200 milljónir islenzkra króna. Siguröur hefur starfaö hjá þessu dótturfyrirtæki Marina sem framleiðslustjóri frá þvi i október 1976. Hann vonar að hann getikomið heim bráölega og notað reynslu sina og þekkingu við vinnslu eða hagræöingu hér- lendis. Enn um íslenzka hestinn — og nú frá Danmörk KEJ-Reykjavik— Það ber alltaf við öðru hvoru, að I erlendum blöðum og timaritum birtjst frétt- iraffslenzka hestinumog yfirleitt lofsamlegar. Viö rákumst nýlega á eina slika i dönsku blaði og fer hún hér á eftir, lauslega þýdd og nokkuð stvtt. Litli islenzki hesturinn hefur farið sigurför um alla Evrópu hin siðustu ár. Einnig i Danmörku hefur hann unnið til slfkra vin- sælda að ef ekki fjölmennasta er hann a.m.k. meðal fjölmennustu hestakynja f landinu. Arið 1968 voru stofnuö samtök eigenda islenzkra hesta I Dan- mörku. Meölimir voru 30 þá og hestaeignin um hálft hundrað. I dag eru meðlimirnir 1500 og hest- ar þeirra um 4000. Merkasti viðburðurinn meöal eigenda islenzkra hesta er evrópumeistaramót þeirra. í ár mun það fara fram i Skiverne I Danmörku 19-21 ágúst. Munu þar 60-70 islenzkir hestar etja kappi i fimm gangtegundum sem þeir eru snillingar i, einkum tölti og brokki. 1 tölti snertir hesturinn jöröina aöeins með einum fæti i einu og af evrópskum hestum er sá islenzki einn færum það. Viða i heiminum þar sem hestar hafa verið notaðir til langferöa er tölt- Þaö ery firleitt farið lofsamlegum oröum um islenzku hestana f er- lendum fjölmiðlum. Gott lunderni og þægilegt viðmót eru yfirleitt taldir helztu kostir þeirra. Timamynd: Gunnar. iö þó enn við lýði, t.d. I Afríku, Kina og Bandarikjunum. Auk þess er islenzki hesturinn með hreinu norrænu blóði. Vikingarnir fluttu hann meö sér til íslands frá Noregi, Skotlandi og Irlandi. Kynið sem af þessu er komið hefur verið haldið hreinu sl. 800 ár vegna stefnu Islenzkra Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.