Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 16. ágúst 1977
— Þori að veöja að hann er aö
bjóða i mat.
#
— Hrjótið þér i svefni?
#
— Giftingar til hægri, skilnaðir
vinstra megin.
„Flóttamaðurinn” segir frá
bernsku sinni - móðirin
mótmælir frásögninni
Hver man ekki eftir David
Janssen, sem lék dr. Kimble
i sjónvarpsþættinum ,,A
flótta” — ranglega sakaður
fyrir morð. David, sem leik-
urium þessar mundir einka-
spæjara i sjónvarpsmynda-
flokknum „Harry O”, hefur
komið miklum erjum af stað
innan fjölskyldu sinnar og
það frammi fyrir alþjóð,
með þvi að láta mörg berleg
orö falla um æsku sfna i sjón-
varpsviðtali nýlega. David
heldur þvi fram, að honum
hafi verið fleygt inn á
drengjahæli í barnsæku,
vegna þess að móðir sin hafi
ekki verið fær um að gæta sin
sem skyldi. Er David var
spurður að þvi, hvort barna-
verndarnefnd hefði komið
inn i málið, játaði hann þvi
og sagði að nefndin hefði fellt
þann dóm, að móðirin gæti
ekki annazt hann og þess
vegna hafi hann verið sendur
á heimili fyrir drengi. Móðir
Davids, Berniece Janssen
fyrrverandi dansari, hefur
aðra sögu að segja. Hún seg-
izt ekki hafa trúað sinum
eigin eyrum er hún heyrði
ummæli Davids, vegna þess
að hún telur sig hafa verið
syni sinum góð móðir. Hún
útskýrir málin á þann veg,
að þegar David hafi verið 7
ára gamall hafi hún skilið við
föður hans. Þau mæðginin
fluttu þá til Kaliforniu, og
þar sem hún hafi orðið að
ganga undir erfiðan upp-
skurð kom hún David fyrir á
McKinley drengjaskólanum.
Þarhafihann dvalizt I mesta
lagi 6-7 mánuði á mcðan hún
var að ná sér eftir uppskurð-
inn, en alltaf komið heim til
sin um hverja helgi. David
fullyrðir aftur á móti, að
McKinley hafi verið heimili
hans i 4-5 ár.— Hvað i ósköp-
unum hefurkomið honum til
þess að segja allt þetta, end-
ar móðir hans á því að segja.
David hefur ekki gefið neitt
út á þessi ummæli móður
sinnar — svo sitt má hverj-
um sýnast.
David er fráskilinn, en hér
birtum við mynd af honum
og fyrrverandi eiginkonu
hans — Dani Greco. Á hinni
myndinni er hann með móð-
ur sinni, en sú mynd mun að
öllum likindum vera tekin er
þau mæðginin voru sáttari
við hvort annað en þau 'eru
nú.