Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 10
'0 Þriöjudagur 16. ágúst 1977 og þar sem það var Helgi sem vann, þá skoðaöist hann sem sig- urvegari mótsins. Verðlaununum var þó skipt jafnt milli þeirra. Verölaun fengu eftirtalin fyrir- tæki, keppendur taldir i sviga: 1.-2. Þjóðviljinn (Helgi Ólafs son) og Eggert Kristjánsson (Guðmundur Sigurjónsson) 8 vinninga. 3. -4. B.M. Vallá (Kristján Guð- mundsson), 6.5 vinn. 4. -7. P. Stefánsson (Margeir Pétursson), Halti haninn (Bene- dikt Jóhannesson), KRON (Leif- ur Jósteinsson) og Emmessis (Stefán Þormar)) 6 vinn. 8.-9. Útvegsbankinn (Björn Þorsteinsson) og Heildverzlun Guömundar Arasonar (Sævar Bjarnason), 5.5 vinninga. Þessir skákmenn voru verð- launaðir og námu verðlaunin alls 200 þús kr. 1 hlut Helga og Guð- mundar komu 45 þús. Eins og sjá má á þessum lista voru margir af sterkustu skák- mönnum þátttakendur i mótinu. Fleiri fylgdu þó á eftir með fimm vinninga og má þar m.a. nefna Norðurlandameistarann Jón L. Arnason, sem tefldi fyrir Sam- vinnubankann, Bragi Halldórsson (Sláturfélag Suðurlands), Stefán Briem (Iscargo), Benóný Bene- diktsson (Steypustöðin h.f.) og Þröstur Bergmann (Samúel). Með fimm vinninga voru einnig Hampiðjan (Gisli Jónsson), Velt- ir (Haraldur Haraldsson), Iðnval (Sigurður Danielsson) og að ó- gleymdum TIMANUM (Magnús Ólafsson). Þaö kom nokkuð á óvart, að dagurinn i gær skuli hafa verið valinn fyrir mótið, þvi veður virt- ist ótryggt. En þaö var sem Ingvar Asmundsson sem stjórn- aði mótinu hefði samið við Veður- stofuna um hagstætt veöur þvi aldrei datt regndropi á Lækjar- torgi þennan merka dag i skák- sögu landsins. óvenjuleg sjón á Lækjartorgi. Myndin var tekin I upphafi móts- ins. Ahugi áhorfenda leynir sér ekki. MÓL-Reykjavik. — — 34 fyrir- tæki tóku þátt I útiskákmóti skák- félagsins Mjölnis, sem haldiö var I gær á Lækjartorgi i þokkalegu veöri. Tefldar voru nlu umferöir eftir hinu svonefnda Monrad- kerfi, og hafði hver keppandi 10 minútur til umhugsunar. Mótinu lauk með sigri þeirra Helga Ólafssonar og Guðmundar Sigur- jónssonar, stórmeistara, en þeir hlutu 8 vinninga hvor af niu mögulegum, sem er góður árang- ur i svo sterku móti. Þeir Helgi og Guðmundor voru I sérflokki I þessu moéi, sem sést vel á þvi, að nærfli maður var einum og hálfum vinning fyrir neðan þá. Strax upp úr hádegi I gær fóru menn að taka eftir skringilegum tilburðum nokkurra manna á Lækjartorginu, sem voru að færa stóla og borð til og frá kringum klukkuna á torginu. Héldu margir að nú ætlaði annað hvort Hjálp- ræðisherinn eða einhver stjórn- málaflokkurinn að ávarpa veg- farendur en að betur athuguöu máli kom I ljós að hér var á ferð- inni skákfélagið Mjölnir meö úti- skákmótið sitt, sem staðiö hefur til i langan tima. Samkvæmt áætlun átti mótið að hefjast kl. 14, en eins og viö var að búast meö svo einstæðan atburð, taföist mótið um hálf tima. Strax i upphafi varö ljóst, að baráttan myndi standa milli stórmeistar- ans Guðmundar Sigurjónssonar og Helga Ólafssonar, sem siöustu ár hefur verið okkar bezti hrað- skákmeistari. Þeir kappar mætt- ust svo i 5. umferð og voru þá báð- ir taplausir og fór Helgi með sigur af hólmi úr viðureign þeirra. Sú vinningsskák átti eftir aö vera þýðingarmikil, þvi þegar upp var staðið eftir niu umferöir kom i ljós, að þeir voru hnifjafnir. Ekki voru þeir einungis jafnir aö vinn- ingum, með 8 hvor, heldur voru þeir einnig jafnir að stigum. Skar þá úr, innbyröis viðureign þeirra, Ingvar samdi við Veðurstofuna — og Helgi og Guðmundur unnu í rigningar lausu veðri Sigurvegararnir, Helgi og Guðmundur. Dagblaðið gefst upp fyrir Timanum. Ingvar Asmundsson tilkynnir úrslit mótsins. Milli Helga og Guðmundar stendur Sævar Bjarnason. Benedikt Jóhannesson, Stefán Þormar, Margeir Pétursson og Björn Þorsteinsson. Siöan koma Kristján Guðmundsson, Leifur Jósteinsson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.