Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. ágúst 1977 3 SkattsKráin i Keflavík:, 46 milljónir umfram áætlun hátíðir á 4 stöðum erlendis gébé Reykjavik — Ferðaskrif- stofan SUNNA efnir tii hinna ár- legu Sunnuhátfða sinna á þremur stöðum á Spáni um næstu mánaðamót. Auk þess verður í fyrsta skipti haldin Sunnuhátfð i Aþenu i Grikklandi. Um næstu mánaðamót verða um átta hundruð íslendingar á vegum Sunnu á Mallorka, 450-500 á Costa del Sol, 250á Costa Brava og um 300 i Grikklandi. Sunnuhátiðirnar hafa verið haldnar siðan árið 1974 en á þeim koma fram islenzkir og erlendir listamenn og skemmtikraftar. Að þessu sinni verða hátiðirnar i Aþenu 31. ágúst, Costa del Sol 1. september, Mállorka 2. septem- ber og á Costa Brava þann 3. september. Kás-Reykjavik. Þegar skattskrá- in i Keflavik var lögö fram fyrir stuttu, kom f ljós að tekjur um- fram fjárhagsáætlun voru 46.2 milljónir króna. Helzt er talið að umframtekj- urnar stafi af örari mannfjölgun I Keflavik en áætlaðhafði verið, og eins hitt að áætlun þjóðhagsstofn- unar um 30% tekjuaukningu á ár- inu hafi verið of naum fyrir Keflavik. Bæjarráö kom saman fyrir stuttu og ræddi hvað gera skyldi við þessar umframtekjur. Var lögö fram tillaga þess efnis, að 43 milljónir yrðu teknar til skipta. Bróðurparturinn fer þá til launa- hækkana og rekstrarkostnaðar, eða 20 milljónir, þá fær Iþrótta- húsið 15 milljónir. Ætlunin er að afgangurinn fari til Bókasafns Gagnfræðaskólans, aðstöðu fyrir gæzluvöll barna i Karlakórshús- inu, og minnismerki sjómanna. I.itil kennsla er f þriviðu formi á islandi segja kunnugir. Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum verkamannabústöðum i Breiðholti III. — Tfmamynd: Róbert. V erkamannabús taðir í Breiðholti III — framkvæmdir við 276 íbúðir að hef jast KEJ Reykjavik — Um helgina var tekin fyrsta skóflustungan I grunni verkamannabústaða I Breiðholti III, austurdeild fyrir 2. áfanga. Hefur að undanförnu ver- ið unnið að hönnun ibúðanna og hafa nú verið opnuð tilboð fyrir gröft, fyllingu, þjöppun og fl. Kom lægsta tilboð frá fyrirtæk- inu Ýtutækni, og við það var sam- ið um framkvæmd verksins. Annar áfangi bygginga verka- mannabústaða I Breiðholti III eru fjölbýlishús við Háberg, Austur- berg og Suðurhóla, svo og raðhús við Háberg og Hamraberg. Verða alls byggðar 276 ibúðir, 216 i þriggja hæða fjölbýlishúsum og 60 i raðhúsum. íbúðirnar I rað- húsunum verða 4-5 herbergi, eld- hús og bað, en hönnun þeirra er enn ekki lokið. Skipting og stærð ibúða f jölbýl- ishúsanna er eftirfarandi: 36 i- búðir verða 1 herbergi, eldhús og bað, samtals 51.3 ferm., 72 ibúðir verða 2 herbergi, eldhús og bað, samtals 81.5 ferm. og 108 Ibúðir verða 3 herbergi, eldhús og bað, stærðin er 99.4 ferm. Þessi hús verða öll steypt upp með stálmótum, sem notuð voru við uppsteypu á 1. áfanga i Selja- hverfi og þykir hafa gefizt vel. Verður uppsteypa á húsunum boðin út á næstunni. Aðstreymi í menntaskól- ana svipað og var þrátt fyrir rýmri inntökuskilyrði F.I. Reykjavik —' Ég er ekki kominn með endanlegar tölur ennþá, en ég held að sæmilega hafi gengið að koma fólki inn i menntaskólana i haust, og allir, sem sótt hafa um skólavist hafið fengið hana, sagöi Arni Gunnarsson, deildarstjóri i há- skóla- og alþjóðadeild mennta- málaráðuneytisins i samtali við Timann I gær. Arni sagði að af skiljanlegum ástæðum hefði það heizt verið Menntaskólinn f Kópavogi, sem hefði orðið að neita fólki um vist, en honum væru þröngar skorður settar. Árni sagöi, að eins og ævin- lega kæmust menn á Reykja- vlkursvæðinu ekki endilega inn i þannskóla, sem þeir óskuðu eft- ir. Borgin hefði ákveðið vissa svæðaskiptingu, sem ekki yrði sniðgengin. Flestir skólarnir væru tvisetnir, og nefndi hann sem dæmi Menntaskólann i Reykjavik og Menntaskólann við Sund. Þar væri kennt á fullu fyrir og eftir hádegi. — Utan af landi er það að frétta, að Menntaskólinn á Akureyri hefur komið vand- ræöalaust inn þeim nemendum, sem þangað sóttu, sagði Arni og Menntaskólinn á Laugarvatni miðar sig við heimavistina eða 50 manns. — Arni sagði, aö ekki hefði orðið aukning á aðstreymi i menntaskólana, þótt inntöku- mörkin hefðu verið rýmkuð, og virtist fólk sækja meira i aöra skóla, svo sem iðnskólana. — En skólameisturunum finnst nú vist fullsetinn bekkur- inn og hafa þeir enda nokkuð til sins máls, sagði Arni Gunnars- son að lokum. Dalvíkingar latir við dönskuna sína eftir glampandi sól og 30stiga hita F.I. Reykjavik. — Norræna menningarvikan er nú i fullum gangi á Norðurlandi, en hún var sett á Akureyri á laugardaginn. Ekki náðist samband við að- standendur Norræna félagsins á Akureyri, en við ræddum við Sig- riöi Rögnvaldsdóttur, formann Norræna félagsins á Dalvik og spurðum hana frétta af skemmtununum. Á sunnudagskvöldið kom hingað til Dalvikur danski leik- flokkurinn „Smiðjan” og tókst sýning hans ágætlega sagði Sig- riður. Reyndar var hún ekki fjöl- sótt, enda gott veður og fólk mikiö út úr bænum. Þeir, sem komu voru -mjög ánægðir, veit ég og danskan skildist vel I alla staði. Þegar Timinn ræddi við Sigriði var hún á leið út i Vikurröst, en þar átti að fara fram barna- skemmtun kl. 5 með búktölurunT um Baldri Brjánssyni og Guð- mundi Guðmundssyni. Á mið- vikudaginn eiga Dalvikingar svo von á þjóðlagasöngvurum frá Noregi, jasstriói frá Sviþjóð og is- lenzkum söngvara Kristjáni Jó-< hannssyni sem flytja mun nokkur lög við undirleik Kára Gestsson- ar, pianóleikara. Sigriöur sagðist vonast til þess, að aðsókn að Norrænu menningarvikunni á Dalvik glæddist er á liði. Fólk hefði að vonum veriö latt eftir að hafa leg- ið úti i glampandi sól og 30 stiga hita á sunnudaginn. Aðalfundur Myndhöggvarafélagsins í Reykjavik Stórauknir möguleikar í húsnæði á Korpúlfsstööum F.I. Reykjavík — Nýlega var haldinn aðalfundur Mynd- höggvarafélagsins IReykjavik. Á fundinum voru samþykkt ný fé- lagslög, sýningarreglur og eyðu- blaðsform fyrir þátttakendur á sýningum félagsins. Myndhöggvarafélagið er sem kunnugt er stéttarfélag þeirra myndiistarmanna sem vinna verk sin i þrivídd, en fylgir engri sérstakri stefnu i mvndlist. Fundarmenn lýstu yfir áhyggjum sinum vegna lltillar kennslu i þri- viöu formi I Myndlista- og handlðaskóia islands, og telja þeir að það geti haft skaðvænleg áhrif á framgang höggmyndalist- ar i landinu. Myndhöggvarafélagið er aðili aðListahátíö IReykjavikog hefur undanfarin ár staðið fyrir viða- miklum sýningum i Austurstræti. Af alkunnum orsökum er ekki lengur grundvöllur fyrir þessum sýningum þar og hyggst þvi félagið leita nýrra leiöa. Á aðal- fundinum var stjórn falið að gera áætlun fyrir hátið næsta árs og bréfa til framkvæmdastjórnar Listahátiðar með fyrir spurn um þann möguleika að fá til landsins 1980 einhvern þekktari mynd- höggvurum heimsins. Þá voru á aðalfundinum rakin bréfaskiti fé- lagsins og Listasafns Islands um höggmyndaeign safnsins. Fund- urinn fól stjórninni að annast frekari framkvæmdir. Borgarráð samþykkti fyrir nokkru breytingu á leigu- samningi milli þess og Mynd- höggvarafélagsins um húsnæðið að Kopúlfsstöðum, sem felur i sér stóraukna möguleika og stækkun á rými. Fagnaði aðalfundurinn þeim málalokum og taldi að framkvæmdir gætu gengið hrað- ar úr þessu. 1 Myndhöggvarafélaginu i Reykjavik er nú 21 félagsmaður og bættust tveir við á fundinum. Niels Hafstein var endurkosinn formaður. Aðrir I stjórn eru: Ragnar Kjartansson, ritari, Hall- steinn Sigurðsson gjaldkeri og Sigfús Thorarensen varamaður. í sýningarnefnd eru, auk ritara og gjaldkera félagsins, Helgi Gisla- son, Ivar Valgarðsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Sunnu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.