Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 16. ágúst 1977 13 Hér á landi er nú staddur Ame- ríkumaður að nafni John Long, sem unnið hefur sér til frægöar að hafa stofnaö Islendingaféiag i borginni San Diego á Kyrrahafs- ströndinni. Þetta framtak hans hefur veriö mjög vel metið þar vestur frá og verður Jolin Long vafalaust minnzt i sögu Vestur- tslendinga sem frumherja. En hvers vegna i ósköpunum að stofna tslendingafélag á þessum gengin kusum við stjórn. Er ég forseti félagsins, Lára Kristin Golden, islenzk kona, sem giftist Bandarikjamanni er varaforseti. Lára Kristin fæddist reyndar i Kanadá, en fór þriggja ára til Is- lands og örlögin höguðu "þvi siðan þannig til að hún flutti aftur vestur. Hún hafði i m örg á r haldið islenzkumkonum bridgekvöld, en það er ekki fyrr en með tilkomu Islendingafélagsins að saman ÍMHMH — Þið látið hugmyndaflugið sem sagt fljúga? — Já, og þetta er ekki allt, Næst ætlum við öll á baðströnd saman og ætlum að eyða þar a.m.k. einum og hálfum sólar- hring,. Fyrir utan venjulega fundi höfum við svo komið saman hjá ameriskum vini okkar, sem aldrei hefur til Islands komið, enda þótt hann hafi mikinn áhuga á landi og þjóð, og þar ræðum við Seinna var Tjarnarbió byggt. Þegar ég neyddist til þess að fara frá tslandi til þess að sámeinast innrásarherjum i Normandi, var ég alveg niðurbrotinn. En á þessum tima máttu bandariskir hermenn og islenzkar stúlkur ekki ganga I hjónaband. Það var ekki fyrr en árið 1944 aö slíkt var leyft. Við reyndum fyrst að skrifast á en gáfumst upp. Slikt var alls ekki auðvelt i striðinu og var sjávarsýnin og f jöllin skog leysið og mannfæðin. Þá bjuggu áðeins á Reykjavikursvæðinu 40 þúsund ibúar. Byggðin náði ekki mikið vestar en aö Hringbraut, og i Laugarnesi voru aðeins nokkur hús. Sama er að segja um Sel- tjarnarnes, Grimstaðaholtið og Fossvoginn. En I bænum var fjöldinn allur af simastaurum! Nú sjást þeir ekki og er borgin miklu bjartari fyrir bragöið. „íslenzku kleinurnar seld- ust upp á klukkustund” stað? Við náðum tali af John Long, þar sem hann dvaldi á heimili Sævars Jóhannessonar við Réttarholtsveginn og krufðum málið til mergjar. Ást á islenzku þjóðinni — Astæðurnar fyrir þvi að mér datt i hug að stofna íslendingafé- lag i San Diego eru fyrst og fremst gömul ást mín á íslandi og islenzku þjóðinni. Ég var einn af fyrstu Bandarikjamönnunum, sem komu hingað til lands þann 8. desember 1941 eftir árásina á Pearl Harbor, á Islandi dvaldi ég i þrjú ár. „Kampur” minn var á Skóla- vörðuholtinu og eignaöist ég marga góða islenzka vini. Ég þekkti nokkra af frægustu Is- lendingum þeirra tima, svo sem Svein Björnsson forseta og Einar Jónsson myndhöggvara. Einar bjó á Eiriksgötunni og var ég iðu lega i matarboðum hjá þeim hjónum. Gunnar M. Magnúss rit- höfundur var einnig meðal minna kærkomnustu vina, en þvi miður hef ég ekki hitt hann i fleiri tugi ára. Sjálfsagt mundum við ekki þekkja hvorn annan aftur og endalausar simahringingar minar til hans bera ekki árangur. Hann hlýtur að vera mjög upptekinn maður. Kom i fyrra eftir 33 ára fjarveru Það varekkifyrr en í fyrra.árið 1976, að ég steig aftur á tslands grund eftir 33 ára fjarveru. Þá dvaldi ég á heimili vinar mins Sverris ólafssonar og konu hans Hrannar Albertsdóttur. Þau ferð- uðust meö mig vitt og breitt um landið og ég get ekki lýst tilfinn- ingum minum, þegar ég fékk aftur aö sjá Gullfoss og Geysi, Hvolsvöll, Seljalandsfoss og sápuhverinn Grýtu við Hvera- geröi aö ógleymdum Þingvöllum, sem eiga hug minn allan, fyrir utan marga aðra ógleymanlega staði. Þegar hér var komið samtalinu varð'' blaðamanni ljóst, að Joyn Long hefur gott vald á islenzkum heitum og örnefnum og ruglast aldrei jafnvel i hinum flóknustu orðum. Hann skýtur einnig við og við inn i islenzkum orðatiltækj- um, sem hann man eftir og kann. Þetta var mjög skemmtilegt og óvænt. 26 á stofnfund En hvenær var tslendingafé- lagið formlega stofnað? — Stofnun félagsins fór fram i janúars.l. og voru félagsmenn 26 I upphafi. Við ætluðum okkur eki að stofna félag nema viö fengjum að minnsta kosti 25 á stofnfund og rétt sluppum með þaö. Hugmynd in að stofnun þessa félags fæddist á Norðurlandahátiöinni, sem haldin var i sambandi við 200 ára afmæli Bandarikjanna I San Diego og safnaöi ég þá nöfnum og heimilisföngum manna I þeirri von aö finna tslendinga þar á meöal. Fimm stykki komu I leit- irnar og tók ég niöur simanúmer þeirra og sagði þeim frá fyrirætl- an minni. — Þegarstofnuninvarum garö koma Islendingar af báðum kynj- um og á öllum aldri. Gjaldkeri fé- lagsins er frú Sesselja Rögn- valdsdóttir frá Olafsfirði, en hennar maður Ray Galespie var i herþjónustu á Islandi i 6 ár eftir strið. Ritari félagsins er siðan Liseli Wetherson, en skýrnarnafn hennar er Sigriður. Sigriður og um Islenzkar bókmenntir sögu og menningararfleifö ykkar yfir- leitt. Á einum þessara funda kom fram, að mjög fáir félagsmanna vissu að þjóðariþrótt Islendinga var glima. Það var aðeins vara- forseti okkar Lára Kristin, sem þekkti fyrirbærið, enda hefur hún dvalið langdvölum á Islandi. svo hafði ég ærinn starfa á hönd- um á vigstöðvum. „Hittum fyrstir Rússa við Elbu” Og John Long rifjar litillega upp þann þátt siöari heimstyrjaldarinnar, þegar John Long Timamynd Róbert. segir Ameríkumaðurinn John Long, sem stofnað hefur íslendingafélag í San Diego systir hennar Brynhildur B.B. Rogers eru dætur Ástu málara, en nú er einmitt á markaðnum bók um þá merku konu Astu mál- ara. Dýrlegur kökubasar i Belborg-garðinum — Fyrsta meginverkef ni stjórnarinnar var að skipuleggja skemmtikvöld i tilefni af fslenzku þjóðhátiðinni. Ég vildi endilega halda slikt kvöld á sjálfum 17. júni og það tókst. Yfir 100 manns komu á hátiðina. Yndisleg hljóm- sveit sá um tónlistina og maturinn var vel heppnaöur. Húsnæði fengum við ókeypis. — Auk skemmtikvöldsins efnd- um viö einu sinni til kökubasars i Belborg-garðinum og seldum auðvitað Islenzka góðgætið upp á einum klukkutima. Kleinurnar voru vinsælastar og hefðum viö getaö selt þær svo þúsundum skipti. Ég vil ekki gleyma að geta þess að á hverjum fundi okkar, sem eru siðasta sunnudag hvers mánaðar, i danska húsinu i Bel- borg-garöinum, gæðum við okkur á kleinum, vinartertum, vínar- brauöum, jólakökum og pönnu- kökum. Bandariskir hermenn og islenzkar stúlkur máttu ekki eigast John Long skaut þvi hér inn i, að meðlimir 1 Islendingafélaginu væru 72 talsins, 25 væru fæddir á tslandi, aðrir 25 væru Vestur-Is- lendingar og hinir væru Ame- rikanar, sem á einhvern hátt hefðu tengzt tslandi i gegnum herþjónustu þar,. Þaö lá beinast við að spyrja John Long næst út i hemámsárin. Hvernig eru þau i minningu hans? — Strax viö fyrstu kynni varð ég ástfanginn af íslandi.... Ég hélt að þú ætlaöir aö segja islenzkri stúlku? — Já, það er lika rétt, ég varð ástfanginn af islenzkri stúlku, og samveran með henni ermér mjög minnisstæð. Hún bjó á Grims- staðaholtinu og ég kynntist henni I eina billiardklúbbi borgarinnar á Laugaveginum. Hún var af- greiðslumær þarog á þönum fyrir viðskiptavini eftir bjór, limonaði og ópal og fleiru góðu. Ég bauð henni út (..... og hún hefur auðvitað afþakkað boðið, skaut blm. inn i). — Nei, hún tók þvi undir eins. Og við fórum f bfó. Þá var aöeins um tvö kvikmyndahús að ræða, Nýja bió og Gamla bió. Bandarikjamenn, Bretar og Kanadamenn réöust inn i Normandi. — Ég komst mjög nærri Paris og náði að sjá Eiffel- turninn úr fjarlægð, en síðan var okkur skipað að sameinast frönsku andspyrnuhreyfingunni og góma þá Þjóðverja, sem lágu i felum i nágrenni Parisar. Eftir striðið fengum viö allir orðu frá DeGaullefyrir framgönguokkar. — Herdeild min var númer eitt og bar hún nafn með rentu i ýmsu tilliti. Við urðum fyrstir til þess að komast aö Signufljóti. Fyrstir sameinuöumst við Frökkum og sáum Paris. Fyrstir réðumst við til inngöngu i Belgiu, Holland, Luxemburg og Þýzkaland. Fyrstir fórum viö yfir Rin og fyrstir hittum viö Rússa við Elbu (og nú hlær John Long innilega). En það voru ekki við sem fengum auglýsinguna af þessu I blöðun- um, heldur Pattern hershöfðingi. Hann kunni á þetta allt saman. Hoppuðu upp þaktröpp- ur Þjóðleikhússins — Hvernig kom Reykjavfk þér fyrir sjónir á styrjaldarárunum? — Þaö fyrsta, sem ég tók eftir Þjóöleikhúsið var i byggingu á þessum tima og bar hæst. Við fór- um i reglulegar eftirlitsferðir upp á þak þess, stikuðum fyrst tré- stiga innanhúss, en hoppuðum siðan upp þaktröppurnar. — Flestar islenzku kvennanna klæddust á islenzka vlsu, en þær yngri tóku upp ameriska táninga- tizku. Voru þær i stuttum pilsum og hælháum skóm, dönsuðu mjög vel „swing” og dáðu Benny Good- mann. Hvar sem ég fór fékk ég hinar beztu móttökur, en sumir hermannanna voru ekki eins heppnir. Nærveru okkar var ósk- að — Hvaö finnst þér bandariski herinn hafa fært Islandi? — Mig langar fyrst til þess að segja, að það var okkar hagur þegar við komum að nærveru okkar var óskaö. Þvi var ekki þannig varið með Kanadamenn ogBreta, sem hertóku landið. En þegar við vorum að semja við Svein Björnsson, um nauðsynleg- ustu framkvæmdir, varð aö fara með gát. Þaö er erfitt að segja viö Is- lendinga, að maður sé að gei;a eitthvað fyrir þá. Þeir þykjast ætíð færirum að gera allt sjálfir! Framkvæmdir okkar kölluðum við heldur ekki gjafir, enda þótt þær væru varanlegar þær voru aðeins nauðsynlegar hernum. Hagur bænda vænkaðist við að selja okkur búfjárafurðir og mjólk og aðrar búfjárafuröir. Þegar við þurftum á vegi að halda byggðum við hann og Keflavikurflugvöllur er einnig okkar verk. ,,Þvi leigið þið ekki landið?” — En finnst þér ekki aö Banda- rikjamenn heföu átt aö sigla sinn sjó eftir striöiö? — Ég ættief tilvill ekkiað segja neitt. Ég vil hag beggja þjóðanna. Ef til vill mætti herstöðin vera fá- mennari, en hún á rétt á sér. Þvi leigið þið ekki Bandarikjamönn- um landið eins og önnur NATO- lönd gera? Þá væri krónan ykkar ekki á stöðugri niðurleið. Oll striðsárin var gengi krónunnar gagnvart dollaranum mjög stöðugt. eöa 6 kr. og 50 aurar allt striðiö. En nú gefa þúsundir is- lenzkra króna ekkert i aðra hönd. Við erum géstir, ekki valdhafar. Oryggið i heiminum er ekki meira en svo, að Nato-bandalagiö er nauðsyn. Lásu um félagið i Lög- berg-Heimskringlu Taliö barst aftur að Islendinga- klúbbnum i San Diego og þeirri starfsemi, sem þar fer fram. — Fólk vilar ekki fyrir sér að leggja á sig langar ferðir til þess að njóta samvista við klúbb- félaga, sagði John Long. Og ég veit um ein Islenzk hjón, sem’ búa I 80 milna fjarlægð frá San Diego. Þau lásu um félagið i Lögberg- Heimskringlu og konan var hreint klökk, þegar hún kom til okkar i fyrsta skipti. Þau hjónin höfðu varla hitt tslendinga i tugi ára...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.