Tíminn - 16.08.1977, Blaðsíða 20
20
Þriðjudagur 16. ágúst 1977
Björgvin varði
titil sinn
— eftir hörkukeppni viö Ragnar
Valur
tap-
aði
stigi
Geröi jafntefli
við FH í
Kaplakrika 1-1
Valsmenn töpuðu
stigi til FH i Kapla-
krika á sunnudag. FH-
ingar eru þar með úr
allri fallhættu en Vals-
menn töpuðu dýrmætu
stigi i baráttunni um
meistaratitilinn. Leik-
urinn á sunnudag var
heldur tilþrifalitill og
hvorugt liðið sýndi sina
vanalegu getu.
Litið var um tækifæri i fyrri
hálfleik, þó komst Jón Einars-
son i dauðafæri á 15 min. hálf-
leiksins eftir sendingu Atla en
Þorvaldur markvörður FH
varði skot hans vel. Siðari hálf-
leikur var öllu liflegri og bæði
liö sköpuðu sér nokkur tækifæri.
Það fyrsta kom á 9. min, þá átti
Atli hörkuskot yfir FH markiö
eftir sendingu Alberts. A 12.
min. komst Þórir i mjög gott
færi, en skot hans fór rétt yfir
þverslá Valsmarksins. Stuttu
siðar fá Valsmenn aukaspyrnu
rétt fyrir utan vitateig. Albert
sendir beint á kollinn á Inga
Birni sem skallar rétt yfir. A 21.
min, komst FH i 1-0 með furðu-
legu marki. Sigurður Dagsson
var með boltann og ætlaði aö
fara áð sparka út. Sigurður ætl-
aðiað slá boltanum niðuren svo
vildi til að hann sló boltanum i
þúfu á vellinum og af þúfunni
skauzt boltinn til Ólafs Dani-
valssonar sem gekk með bolt-
ann inn i markið. Alexander Jó-
hannesson sem kom inná fyrir
Hörð Hilmarsson i seinni hálf-
leik átti mög góðan skalla á FH
markið á 28. min. en Þorvaldur
varði mjög vel. Stuttu siðar á
Albert þrumuskot úr auka-
spyrnu rétt yfir. Valsmenn
börðust áfram og reyndu hvað
þeir gátu til að jafna og ná i ann-
að stigið en ekkert gekk. A sið-
ustu minútu leiksins kom þó
jöfnunarmarkið. Bergsveinn
vann boltann við vallarmiðju,
gaf á Albert sem lék á einrl FH-
ing og gaf boltann þvert fyrir
markið á Magnús Bergs, sem
skautaf öllu afli af 30metra færi
og botlinn hafnaði i horninu sem
er fjær. Algjörlega óverjandi
fyrir Þorvald markvörð. Ekki
mátti það tæpara vera þvi dóm-
arinn flautaði leikinn af rétt eft-
ir markið, þó svo nokkuð væri
eftir af leiknum. Miklar tafir
urðu i seinni hálfleik en dómar-
inn Sævar Sigurðsson virtist
ekki draga neitt frá leiktiman-
um þrátt fyrir þær. Sævar
dæmdi þennan leik ekki vel, en
samt var þetta með hans betri
leikjum. Af FH-ingum átti Þor-
valdur markvörður beztan leik
og Janus var sterkur I vörninni.
Af Valsmönnum var Bergsveinn
sá eini sem sýndi venjulega
getu. Framlina Vals virtist
sakna Guðmundar Þorbjörns-
sonar sem ennþá er veikur.
Björgvin Þorsteinsson
frá Akureyri varði ís-
landsmeistaratitil sinn
eftir hörkukeppni við
Ragnar Ólafsson i
Grafarholti um helgina.
Þegar kapparnir lögðu
af stað i siðustu 18
holurnar var Björgvin
með 4 högg i forskot. Á
Hrólfur
fór holu
í höggi
Hrólfur Hjaltason fór holu
í höggi á 16. braut á Graf-
arholtsvellinum. Hrólfur
fær að launum gullúr frá
Sveini Björnssyni.
Úrslit í 2.
deild um
helgina
KA sigraði Selfoss 8-1 um helg-
ina. Eins og tölurnar gefa til
kynna átti Selfoss aldrei mögu-
leika gegn hinu sterka KA-liði.
Mörk KA skoruðu Gunnar Blön-
dal 4, Armann Sverrisson 1, Sig-
urbjörn Gunnarsson 2 og Sverr-
ir Þórisson 1. Mark Selfoss
skoraði Stefán Larsen Völsung-
ar vigðu nýjan grasvöll á Húsa-
vik með 2-0 sigri yfir Haukum.
Mörk Völsunga skoraði Hafþór
Helgason. Armenningar sóttu
Þrótt frá Neskaupstað heim og
héldu þaðan meö 2 stig eftir 1-0
sigur. Egill Steinþórsson skor-
aði mark Armenninga.
Þróttur frá Reykjavík sigraði
Reyni á Arskógsströnd meö 5
mörkum gegn 1. Mörk Þróttar
skoruðu Páll Ólafsson 4 og Hall-
dór Arason 1.
Isfirðingar sigruðu Reyni i
Sandgerði með 2 mörkum gegn
1.
KR ekki
fallið
ennþá
Sigruðu Pór
3-2 á Akureyri
á föstudag
KR heldur enn i vonina um á-
framhaldandi veru i 1. deild
eftir sigur yfir Þór sl. föstu-
dag. KR-ingar náðu forystu á
leiknum á 11. min. með marki
Vilhelms Frederiksen Vilhelm
skoraði svo annað mark stuttu
siðar eftir mistök markvarðar
Þórs. Stuttu fyrir lok hálf-
leiksins fengu Þórsarar auka-
spyrnu rétt fyrir utan vitateig
KR-inga og úr henni skoraði
Arni Gunnarsson. Þegar 8
minútur voru liðnar af seinni
hálfleik jafnar Sigþór Ómars-
son fyrir Þór með ágætum
skalla. Sverrir Herbertsson
skoraði svo sigurmark KR-
inga, en hann hafði komið inná
i siöari hálfleik i staðinn fyrir
Guömund Jóhannesson. Þór
er þvi fallinn i aöra deild eftir
árs veru i þeirri fyrstu.
framúr aftur. Ragnar
fylgdi þó fast á eftir, og
þegar að siðustu holunni
kom var Björgvin með
eitt högg i forskot. Báðir
fóru kapparnir á fjórum
höggum, þannig að
Björgvin sigraði með 1
höggi. Úrslit i keppninni
urðu annars þessi.
Meistaraflokkur karla.
1. BjörgvinÞorsteinssonGA 306
2. Ragnar Ólafsson GR 307
4-5. Óttar Yngvason GR 318
4-5. Sveinn Sigurbergsson GK 318
6-7 Jóhann Benediktsson GS 323
6-7. Jóhann Ó. Guðmundsson
NK 323
Meistaraflokkur kvenna.
1. Jóhanna IngólfsdóttirGR 343
2. Kristin Pálsdóttir GK 351
3. Jakobina Guölaugsdóttir
GV 352
1. fl. karla.
1. HelgiHólm GS 334.
2. Gylfi Kristinsson GS 339
3. HalldórB. Kristjánsson GR 344
1. fl. kvenna
1. Agústa D. Jónsdóttir GR 395
2. Hanna Gabriels GR 406
3. Guðrún EiriksdóttirGR 411
2. fi. karla
1. Karl Jóhannesson GR. 365
2. Georg V. Hanna GS 371
3. Sæmundur Knútsson GK 371
3. fl. karla
1. Guðmundur Hafliðason GR 340
2. Július Ingason GR 349
3. Ólafur Þorvaldsson GOS 352
fjórðu holu jafnaði
Ragnar skot Björgvins,
en siðan seig Björgvin
Austur-
Þj óðverj ar
sterk-
astir
Unnu sigur í
Evrópukeppni
landsliða
Austur-Þjóðverjar sigruðu i
Evrópukeppni landsliða I frjáls-
um-fþróttum bæði i karla og
kvennaflokki. I kvennakeppninni
féllu tvö heimsmet. Karin
Rossley setti heimsmet i 400 m.
grindahlaupi hljóp á 55,63 sek. og
Rosie Acermann bætti eigið
heimsmet um 1 sentimetra stökk
1,97 m. Austur Þjóðverjar unnu 11
greinar af 15 i kvennakeppninni
og 19 greinar af 34 i karlakeppn-
inni. tlrslit i karlakeppninni uröu
þau aö Austur Þjóöverjar hlutu
123 stig. Vestur Þjóðverjar uröu i
öðru sæti með 110 stig og Sovét-
menn i þriðja sæti með 99 stig.
Fjórðir uröu Bretar með 93 stig,
Pólverjar I fimmta sæti með 91
stig, Finnar hlutu 82 stig, Frakk-
ar 68 og Italir 52 stig. Austur-
þýzku stúlkurnar unnu stærri sig-
ur en karlarnir, hlutu 114 stig.
Þær sovézku urðu i öðru sæti með
93 stig. V-þýzku konurnar hlutu 67
stig, Pólland fékk 57 stig,
Rúmenia 54 stig, Búlgaria 52 og
Finnland 35 stig. Góð afrek voru
unnin á mótinu og fyrir utan þau
sem að framan greinir voru
vii#:
Rosi Ackermann setti heimsmet i hástökki i Evrópukeppninni, stökk 1.97 m.
helztu afrekin þessi. Thomas
Munkelt frá A-Þýzkalandi sigraði
i 110 m. grindahlaupi á mjög góð-
um tima, 13,37 sek. og Eugen Ray
einnig frá A-Þýskalandi sigraöi I
200 m á 20,87 sek. Marku Tuokko
vann eitt bezta afrek ársins i
kringlukasti, kastaði 67,06 m. Já,
austur-þjóðverjar eru sterkir og
sýna framfarir á hverju ári, þeir
gætu þess vegna farið að keppa
við úrval frá öllum heiminum.
Tímaseðill Reykjavíkurleikanna
Þriðjudagur
kl. 19.30 100 m hlaup kvenna
Hástökk kvenna. Stangar-
stökk.
kl. 19.40 100 m hlaup karla
kl. 19.50 1500 m hlaup karla
kl. 20.05 Kúluvarp karla.
Langstökk karla.
kl. 20.15 800 m hlaup karla B
kl. 20.25 1500 m hlaup kvenna
kl. 20.35 400 m hlaup kvenna
kl. 20.45 400 m hlaup karla
Miðvikudagur
kl. 19.30 110 m grindarhlaup.
Langstökk kvenna. Kúluvarp
karla
kl. 19.40 1500 m hlaup karla B
kl. 19.50 800 m hlaup kvenna.
Hástökk karla
kl. 20.00 3000 m hlaup karla
kl. 20.20 200 m hlaup karla
Kringlukast karla
kl. 20.30 200 m hlaup kvenna
kl. 20.40 800 m hlaup karla
kl. 20350 400 m grindarhlaup.