Tíminn - 26.08.1977, Qupperneq 7

Tíminn - 26.08.1977, Qupperneq 7
Föstudagur 26. ágúst 1977 7 btningum? og má vera að það hafi verið þvi að þakka hve öflugur vörður var hafður um stúlkurnar. í dönskum blöðum segir frá reynslu dönsku stúlkunnar, sem þarna var að keppa fyrir land sitt. Hún sagði að þessi ferð, sem hún hafði hlakkað svo mikið til, hefði snúizt upp i hálfgerða martröð, þvi að ófrelsi hefði verið svo mikið, að þær stúlkumar hefðu ekkert getað farið eða skemmt sér á eigin spýtur, og svo hafi hún verið dauð- hrædd við þessar hótanir. Danska stúlkan heitir Inge Erlandsen og er 23 ára. Hún vinnur i lyf jabúð i Heming og var kosin „Ungfrú Abenra” og þannig vann hún sér flug- m i ð a n n t i 1 Dóminkanska lýð- veldisins, — en ég var fegnust þvi að komast aftur heim, sagði Inge. Við sjáum hér mynd af þvi, þegar hún var kosin fegurðar- drottning heima i Danmörku, og aðra litla mynd sem blöð- in þar birtu af henni fáklæddri. Svo sjá- um við skemmtilega mynd af þátttakend- unum frá Norður- löndunum i þjóðbún- ingum. liðar að ræna ^Hefurðu látiðy dýralækni athuga keymn Snata? Það er alltV'F j Það er i lagi með ) En munninn °&j ekkert að þau. A tennurnar? / honum Tíma- spurningin Ilvaða bók myndirðu hafa með þér, ef þú ættir að dveljast lang- dvölum á eyðieyju? Ingibjörg Björnsdóttir, hús- móðir: — Einhverja skemmtilega ástarsögu. Ég les það sem er spennandi og létt eins og t.d. framhaldssöguna i Heimilis- Timanum. Gunnar Sigurst einsson , náms- maður: — Sögubók, t.d. leynilög- reglusögu eftir McLean. Margrét Sigursteinsdóttir, blm. á Frjálsri Verzlun: — Ég myndi taka Bibliuna með mér, enda er hún bezta bók, sem skrifuð hefur verið. Einnig tæki ég með mér tæknibók, sem segði til um, hvernig komast mætti burtu frá eyðieyjunni. Arnþór Gunnarsson, 12 ára: — Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton og einnig Njósnara- þrenninguna eftir Hitchcock. Heimir Runólfsson, 13 ára: — Ég tæki með mér bókina um Frank og Jóa. Þeir eiga svo ævintýra- legan pabba, sem er leynilög- reglumaður og lenda i mörgu skemmtilegu með honum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.