Tíminn - 26.08.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 26.08.1977, Qupperneq 9
Föstudagur 26. ágúst 1977 9 Skorin upp herör í Noregi: gífurlegri sóun á eggjahvítu Við vinnslu sjávarafurða og landbúnaðarafurða á sér stað gifurleg sóun á eggjahvltuefn- um, samtimis þvi að hundruð milijóna manna i veröldinni þjást af eggjahvituskorti. Norð- menn hafa nýlega rannsakað hvernig þessu er farið hjá þeim, auk þess sem þeir hafa skipað sérstaka nefnd manna, sem hef- ur bæði til að bera starfsreynslu og fræðiþekkingu á þessum sviðum og til þess að vinna að þvi, að bót verði ráðin á þessu ófremdarástandi. Alls voru sex hundruð þús. lestir af eggjahvitu tiltækar i Noregi árið 1974, en af þeim var 174 þúsund lestir innfluttar, þar af 74% fóðurvörur og 20% mat- vara. Af eggjahvitu aí norskum uppruna kom 64% úr sjónum, en 26% frd landbúnaði. Tvo þriðju hluta eggjahvitu af norskum uppruna notuðu lands- menn sjálfir en tvöfalt meira var notað sem dýrafóður heldur en mannamatur. Þess vegna beinist viðleitni Norðmanna einkum að fullnýt- ingu sjávarafurðanna, þar sem gifurleg verðmæti eru annars vegar, ef takast má að koma við fullkomnari og hagfelldari vinnubrögðum. Auk þess rekur það á eftir, að mönnum er loks orðið ljóst, að ekki verður ausið endalaust úr sjónum og þess vegna brýnt að láta sem minnst fara I súginn af þvi, sem þaðan er tekið. Engar líkur eru til þess, að betur sé ástatt i þessu efni hér á landi heldur en i Noregi, hvorki um nýtingu sjávarafurða né landbúnaðarafurða, og jafnvel getur verið að við gerum okkur seka um ennþá meiri sóun hlut- fallslega. Er þar skemmst að minnast hvilikri óhemju hér er fleygt af fisklifur, nýting hrogn- kelsa i stórum dráttum bundin við hrognin ein, og dæmi eru um svo hroðaleg vinnubrögð við vinnslu á fiski, að verulegur hluti bolsins af þorskinum lend- ir með hausnum og fer i mjöl- vinnslu, eins og menn rekur minni til að sjónvarpsmyndum, er sýndar hafa verið alþjóð. En jafnvel að öllu þessu slepptu er nýting okkar vafalaust langt neðan við það, sem sómasam- legt er, og þess vegna getur það verið lærdómsrikt hvaða leiðir Norðmenn fara til þess að ráða bót á svipuðu ástandi hjá sér. LOKSINS A ÍSLANDI! GARÐASTAL Eggjahvita sú, sem afgangs verður við vinnslu I vinnslu- stöðvunum, er talin nema 111 þúsund lestum, en úr helmingn- um af þvi var unnið dýrafóður 55þúsund fóru með öllu forgörð- um, þar af 42 þúsund lestirfnær 80%#úr sjó. Gott sumar í Hrúta- firði MÓL-Reykjavik. — Það eru margir á þvi, að hér hafi ekki heyjazt jafnvelog siðan fyrir kal- timabilið, sagði Jónas R. Jónsson á Melum í Hrútafirði, er Timinn ræddi við hann i gær. x--: A ÞAKIÐ Á VEGGINA Á HÚSIÐ — Það rættist þvi vel úr sumr- inu, en það byrjaði með langvar- andi þurrkum i mai og júni svo sums staðarlá við að tún brynnu. En grasspretta reyndist siðan vera með bezta móti og tiðin góð, þannig að nú hafa flestir lokið við heyskap eða eru að ljúka, nema þeirsttandi þá i framkvæmdum, en talsvert er um að byggingar um þessar mundir, á votheys- geymslu, vélageymslu og eitt- hvað fleira. — Þá má nefna, að slátrun hefst á Borðeyri um miðjan næsta mánuð, þannig að það er farið að styttast i haustið, sagði Jónas að lokum. Auglýsið í Tímanum •iS GARÐA-HÉÐINN HF. kynnir GARÐASTÁL GS-20 klæðninguna sem húsbyggjendur og byggingamenn hafa beðið eftir Dogal, þar sem stálið er heit-zinkhúð- að (galvaniserað) og Dobel, þar sem stálið er fyrst galvaniserað og síðan plasthúðað á framhlið, en lakkað á bakhlið. Garðastál GS-20 er með trapizulöguð- um görðum. Hæðin er 20 mm eða sú sama og á bárujárni. Burðarþol er meira. GS-20/ Dobel: Heit-zinkhúðað stál 0,5 mm á þykkt, lagt með0,2 mm þykkri, litaðri plast- húð (Plastisol PVC) á framhlið en varið á bakhlið með hlífðarlakki. AAeð plasthúð á framhlið og lakkvörn á bakhlið, auk zinksins (275 g/ferm) er GS-20/Dobel mjög vel varið fyrir tæringu og veðri. GS-20/Dogal: Heit-zinkhúðað stál 0,6 mm á þykkt, ólitað. Þessi gerð er að sjálfsögðu miklu ódýrari en sú fyrrnefnda og hefur því áhrif til lækkunar á bygg- ingarkostnaði yðar. Garðastál GS-20 getum við framleitt í allt að 12 m lengd, þannig að nú gefst húsbyggjendum kostur á klæðningu án þversamskeyta. Við getum boðið yður GARÐASTÁL GS-20 nákvæmiega í þeim plötulengdum, sem yður henta AAeð yður GARÐASTÁL SÖLUSÍArtl 5-24-16 OG ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR í huga HEÐINN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.