Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 2
2 Þrtðjudagur 30. ágúst 1077 Framtíð HaHormsstaðar- skóla til umræðu Nú eru timamót i rekstri hús- mæöraskólansaö Hallormsstaö, þar sem ráögert er, aö rikiö taki, aö öllu leyti viö rekstri hans á þessu ári. Þá veröa ýms- ar breytingar geröar og óvissa ríkir um framhald á rekstri skólans sem húsmæöraskóla. Eftir rúmlega tvö ár veröa liöin 50 ár frá stofnun skólans. Nemendasamband húsmæöra- skólans, sem starfaö hefur um nokkurt árabil telur mjög mikil- vægt að félagar þess ræöi um framtið skólans og 50 ára af- mælið. Þvi boðar stjórn Nemenda- sambandsins til fundar i Hús- mæðraskólanum Hallormsstaö sunnudaginn 4. september klukkan 15. Er þess fastlega vænzt, að félagar i Nemendasambandinu fjölmenni á fundinn. Ilúsmæöraskólinn á Hallormsstaö var meöal þeirra menntastofnana, sem risu upp í landinu á hinu mikla framfaraskeiöi árin 1927-1931. Norrænt verk smiðjufólk: Atvinnu- öryggi og lýðræöi Isj-Reykjavfk —Atvinnuleysi cr pmesta sóun sem átt getur sér ^ staö i einu samfélagi. Baráttan fyrir réttinum til vinnu fyrir alla er þvi mikilvægasta mál stéttarfélaga hinna ýmsu landa. Mikið atvinnuleysi er nú með mörgum þjóöum. 1 aðildarlönd- um Efnahagsbandalagsins eru um sjö milljónir atvinnuleys- ingja. Og jafnvel á flestum Norðurlandanna og i öðrum löndum Vestur-Evrópu er mikið atvinnuleysi. Svo segir i ályktun aðalfundar Sambands norrænna verk- smiðjustarfsmanna (Nordiska Fabriksarbetarefederationen), sem haldinn var á Húsavik 25.-26. ágúst. Fundinn sátu 35 fulltrúar, en aðildarsamböndin eru 13. Aöalkröfurnar, sem settar eru fram i ályktuninni eru að barizt skuii gegn atvinnuleysi, full at- vinna tryggö, verðbólgu og skerðingu rauntekna hafnaö, rangsleitni auövaldsskipulags- ins skuli hafnaö og atvinnulýö- ræöi komiö á. Starfsemi Nordiska Fabriks- arbetarefederationen er fyrst og fremst fólgin i að skipuleggia ráöstefnur um sameiginleg vandamál verkalýöshreyfing- arinnar á Norðurlöndum t.d. aö þvi er varöar aöbúnaðarmál og hollustuhætti á vinnustööum, atvinnulýðræöi og samninga- mál. Þá skipuleggur sambandiö kynnis- og fræðsluferöir milli aðildarsambanda hinna ýmsu landa. Verkamannasamband Is- lands hefur verið aðili að Nord- iska Fabriksarbetarefeder- ationen — vegna hluta félags- manna sinna — siðan 1972. Á aðalfundinum hélt Jóhann- es Siggeirsson erindi um þróun launa- og efnahagsmála á Is- ! landi. OLÖFTIL LUKKUBORGAR — vann einvigið við Guðlaugu MÖL-Reykjavik ólöf Þráinsdóttir mun keppa á kvennaborðunu i sveit tslands i sex-landa keppn- inni, sem hefst I Þýzkalandi i næstu viku, en hún sigraöi Guö- laugu Þorsteinsdóttur, Noröur- landameistara kvenna i skák, i fjögurra skáka einvígi, sem lauk s.l. sunnudag. Olöf, sem er bæöi tslandsmeist- ari og Reykjavikurmeistari kvenna i skák, tapaöi fyrstu skák- innien hún var tefld á mánudegi i siðustu viku. Aöra skákina vann hún, sú þriðja var tefld s.l. laugardag og lyktaöi henni meö jafntefli. Skákin á sunnudag reyndist þvi vera hrein úrslita- skák, en henni lauk meö sigri Ólafar, sem fékk þvi 2,5 vinninga gegn 1,5 vinningi Guölaugar. Þessisigur Ólafar kemur nokk- uö á óvart, þvi Guölaug hefur aldrei veriö betri en nú. Þess ber þó aö gæta, aö Ólöf hefur ein- göngu teflt I kvennaflokki, þannig aö litiö var vitaö um styrkleika hennar fyrir einvigiö, en hann viröist hafa aukizt mikið. Sex-landa keppnin veröur hald- in f Glucksburg, nálægt dönsku landamærum V-Þýzkalands og ólöf Þráin*dóttir teflir i fyrsta skipti fyrir Islands hönd I sex- landa keppninni Danmerkurog taka Noröurlöndin fimm þátt i henni auk V-Þýzka- lands.Teflt veröur á sex boröum, ogþarafeittunglingaborðog eitt kvennaborö. VIÐ BÍÐUM segja háskólamenn um kjaramálin SJ-Reykjavik — Viö bföum eftir þvi aö sáttasemjari boöi okkur á fund, sagöi Guðrföur Þorsteins- dóttir . skrifstofustjóri Bandalags háskólamanna i við- tali viö Timann á mánudag, en samkvæmt lögum um kjara- samninga fara kjaramál háskóla- manna fyrir kjaradóm 9. septem- ber næstkomandi ef ekki verður samið fyrir þann tima. Siðast var fundur meö sátta- nefnd háskólamanna, fulltrúa rikisvaldsins og sáttasemjara 23. ágúst, en áöur haföi háskóla- mönnum veriö gert tilboö, sem þeir álitu ekki umræöugrundvöll. Þaö hljóðaði upp á 1,5% launa- hækkun 1. nóv., 2,5% hækkun vegna sérsamninga, 3% hækkun 1. des., 3% i júni ’78, 3% 1. sept. ’78 og 3% 1. j úli ’79. GUÐLAUGUR RÓSINKRANZ þjóðleikhússtjóri látinn Guðlaugur Rosinkranz, fyrrver- andi þjóðleikhússtjóri, varðbráð- kvaddur á laugardaginn var, sjö- tiu og fjögurra ára að aldri. Guö- laugur fæddist aö Tröð I önundar- firði i Vestur-tsafjarðarsýslu 11. febrúar 1903. Foreldrar hans voru Rósinkranz A. Rósinkranzson, bóndi i Tröð, og Guðrún Guð- mundsdóttir kona hans. Guölaug- ur stundaði nám I alþýðuskólan- um á Núpi I Dýrafirði 1921-’23, og kennarapróf tók hann árið 1925. Sfðan stundaöi hann nám i Tá'rna Folkhögskola i Sviþjóð 1925-’26, og einnig i Socialpolitiska Instit- utet í Stokkhólmi 1926-’29, og þar lauk hann prófi i hagfræði og félagsfræöi 1929. Þá stundaði hann framhaldsnám i hagfræði viö Stockholms Högskola 1929-’30 og framhaldsnám við Cooperat- ive School i Manchester i Eng- landi 1927. Enn fremur sótti Guð- laugur námskeiö i félagsfræði I Genf 1938. Guölaugur Rósinkranz var kennari við Samvinnuskólann i Reykjavik 1930-’49, þar af yfir- kennari 1932-’49, er hann varö þjóöleikhússtjóri. Guölaugur lét norræna sam- vinnu mjög til sin taka. Hann stofnaöi Sænsk-islenzka félagiö 1930, og var formaöur þess fyrstu tvö árin. Hann átti sæti i stjórn Norræna félagsins og var ritari þess frá 1931-’52, en formaður 1952-’54. Þá var hann og formaður Friðarvinafél. Mellanfolkligt samarbete 1937-’39. Enn fremur tók Guðlaugur þátt i mörgum öör- um félagsmálum, var i stjóm Byggingarsamvinnufélags Reykjavikur, i stjórn Byggingar- sjóös verkamannabústaöa, i Lýö- veldishátiöarnefnd o.m.fl. Auk þess skrifaöi Guölaugur Rósin- kranz mikiö. Eftir hann liggja kennslubækur, hann var ritstjóri Samtiöarinnar og Samvinnunnar, oghann skrifaöi kvikmyndahand- rit aö „79 af stöðinni”. Ótalinn er þá mikill fjöldi blaða- og tima- ritagreina. Guðlaugur Rósinkranzkvæntist 25. ágúst 1932, Láru Stefánsdótt- ur, kaupmanns á Seyöisfirði. Hún andaðist 6. júni 1959. Siðari kona hans er Sigurlaug Guðmundsdótt- ir, bónda og rithöfundará Egilsá i Skagafirði. A Kjarvalsstöðum er nú sölu- Dossi, og fjölmargir aðrir út- sýning á tuttugu verkum eftir lendir listamenn eiga þar eitt Erró, tiu verkum eftir Ugo verk eða fá. «r Yf ir vinnudeila hjá Vængjum KEJ-Reykjavik — Að sögn Guö- jóns Styrkárssonar, fram- kvæmdastjóra Vængja hf. haföi ekkert nýtt gerzt i deilu flug- manna þar við Vængi, þegar Tim- inn hafði samband við hann I gær- dag. Taldi Guðjón, að málið mundi þó leysast fljótlega, enda væri það ekki stórvægilegt, sagði hann. Flugmenn neituðu að fljúga á laugardaginn, og á sunnudaginn boðuðu þeir veikindaforföll. Málið snýst um yfirvinnuút- borganir til flugmanna Vængja, en þeir telja sig eiga yfirvinnu- laun inni hjá félaginu. Vildi Guö- jón Styrkársson ekki tjá sig um þessar kröfur aö ööru leyti en þvi, aö þær væru nokkuö á misskiln- ingi byggöar. Sagöi hann, að flug- menn Vængja eigi aö skila 190 klst. f flugtimum á mánuöi milii kl. 8 á morgnana til kl. 23.00 á kvöldin áöur en til yfirvinnu- greiöslna kæmi, og flugmenn félagsins hafi fæstir skilað þess- um vinnustundum á sföustu mán- uöum. Timinn haföi einnig i gær sam- band viö Ómar ólafsson flug- mann hjá Vængjum og innti hann eftir þessum málum. Sagði hann aö rnáliö væri ekki merkilegt, en engum blööum væri um þaö aö fletta aö flugmönnum bæri aö fá greidda næturvinnu fyrir nætur- flug og fram á það væru þeir aö fara. Engin loðnuveiði KE J-Reykjavik. — Engin loðnu- veiöi hefur verið siðan á laugar- dag vegna storms á miðunum, tjáöi okkur Andrés Finnbogason hjá loönunefnd. Vertiöin hefur þó gengiö fram úr öllum vonum til þessa og eru nú komin á land rúm 85 þús. tonn. Eins og kunn- ugt er var sumarvertlöin í f yrra aöeins tilraunaveiðar, fáir bát- ar á veiðum og vanbúnir, og því engan samanburö þar aö hafa. Hins vegar má taka nokkurt mið af þvi aö loðnuveiðin I fyrra frá júli til áramóta var alls um 110 þús. tonn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.