Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 20
20 Þriöjudagur 30. ágúst 1977 \ Valur og FH fengu auðvelda mótherja — í Evrópu- keppninni í handknattleik Islandsmeistarar Vals i hand- knattleik og bikarmeistarar FH, drógust gegn auðveldum mótherjum i 1. umferö Evrópukeppninnar i hand- knattleik. Valsmenn drógust gegn Kyndli frá Færeyjum i Evrópukeppnimeistaraliöa og leika Valsmenn heimáleikinn fyrst. FH-ingar drógust gegn bikarmeisturum Finnlands, Kronohagens frá Helsinki, i Evrópukeppni bikarmeistara og fá FH-ingar heimaleikinn fyrst. Þaö ætti aö vera frekar létt- ur róöur hjá Val og FH, aö komast áfram i Evrdpukeppn- inni, þar sem félagsliö frá ts- landi eru mun sterkari en félagsliö frá Færeyjum og Finnlandi. ★ ★ ★ Haukar fóru ánægðir heim... — frá Akureyri, með tvö dýrmæt stig í pokahorninu Haukar frá Hafnarfiröi fóru ánægöir heim frá Akureyri á laugardaginn, eftir aö þeir höföu lagtþar KA-liöið aö velli (4:2) i 2. deildarkeppninni i knattspyrnu.Haukar eru, meö þessum sigri, enn meö i bar- áttunni um 1. deildarsætin, en sú barátta stendur á milli Þróttar frá Reykjavik, KA og Hauka. Þróttarar hafa tekið foryst- una i 2. deild, eftir góöan sigur (2:0) yfir Isfirðingum á Isafiröi. Þeir hafa hlotiö 25 stig, siöan kemur KA meö 24 stig og Haukar eru i þriöja sæti meö 21 stig Þrjár umferö- ir eru nú eftir i 2. deildarkeppninni. ★ ★ ★ Sport- blaðið komið út SPORT-blaðiö — 7. tölublaö, er nú komiö á markaöinn. Spretthlauparinn snjalli ViI- mundur Vilhjálmsson er iþróttamaöur mánaöarins hjá blaöinu, og ræöir blaöiö viö hann. 1. deildarlið Keflavikur og FH eru kynnt og birtar lit- myndiraf liöunum . Þá er rætt viö Gisla Torfason, knatt- spyrnukappa frá Keflavik, og sagt frá þeim islenzkum leik- mönnum, sem hafa skoraö mörk i Evrópukeppninni i knattspyrnu. Januz Cer- winski, landsliösþjálfari segir álit sitt á mótherjum Islands i HM-keppninni i handknatt- leik. Emlyn Hughes, fyrirliöi Liverpool, segir frá martröö- um sinum, og sagt er frá nýja keisara V-Þjóöverja. Ýmis- legt annaö efni er i blaöinu. Enska knattspyrnan Nottingham Forest triónar — þegar strákarnir lögðu fyrrum lærisveina hans frá Derby að velli DUNCAN McKENZIE, tryggöi Everton sætan sigur á Villa Park, meö tveimur góöum mörkum. Nottingham Foresttrónir nú eitt á toppi 1. deildar í Eng- landi eftir öruggan 3-0 yfir Derby County. Þetta var mikill gleðidagur hjá núverandi framkvæmdastjóra Notthingham, Brian Clough, sem vann þarna sætan sigur yfir liðinu, sem hann yfirgaf í fússi fyrir nokkrum ár- um. Stjarna Nottingham liðsins í þessum leik var Peter Withe, sem skoraði mark í hvorum ha'Ifleik, en þriðja markið skoraði Robertson. Brian Clough sagði í fyrra að hann ætti eftir að gera stóra hluti með þetta Nottingham lið, og kannske að það reynist orð að sönnu. Liverpool sýndi þaö á móti WBA að titillinn veröur ekki svo auð- veldlega tekinn af þeim. Liver- pool liöiö var allan timann yfir- buröaliö á vellinum, aöeins leik- ur Laurie Cunningham hjá WBA gladdi augað. Dalglish skoraöi, snemma i fyrri hálfleik stórglæsi- legt mark, og leikmenn Liverpool voru svo miklir klaufar að bæta ekki fleiri mörkum við fyrr en á siöustu fimm minútunum, en þá skoruöu þeir tvivegis, og voru bæöi mörkin af fallegri geröinni. Fyrst skoraöi Heighway eftir góöan undirbúning Case, og siöan Case eftir góðan undirbúning þeirra Heighway og Dalglish. Mjög veröskuldaður 3-0 sigur Liverpool. seinni hálfleik og tókst að næla sér i bæði stigin meö mörkum frá McKenzie.Menn fara nú aö efast, um, að liö Aston Villa sé eins sterkt og af var látiö fyrir keppnistimabiliö. Wolves er nú með 5 stig eftir 1-1 jafntefli viö Arsenal á heimavelli sinum, Molineux. Steve Kindon var maöur leiksins, og ávallt þeg- ar hætta skapaðist við mark Arsenal var hann maðurinn á bak við. Kindon skoraði mark Wolves, er 17 minútur voru liönar af seinni hálfleik. Allt útlit var þannig fyrir enn einum sigri Wolves, en þegar nokkrar minútur voru til leiks- loka tókst Ritchie Powling aö jafna metin fyrir Arsenal eftir sendingu frá Macdonald. Blackburn — Cardiff.......3-0 Bolton — Sheff.Utd .......2-1 Brighton — Millwall ......3-2 BristolR. —Fulham.........0-0 Charlton —Blackpool.......3-1 C. Palace —Hull...........0-1 Oldham —Luton.............1-0 Southampton — Mansfield ....1-0 Stoke — Burnley...........2-1 Sunderland —Orient........1-1 Tottenham — Notts.........2-1 JIM PLATT... varöi vitaspyrnu á þýöingamiklu augnabliki. óvæntan 2-0 sigur yfir Newcastle á heimavelli sinum Ayresome Park. úrslit þessa leiks heföu að öllum likindum orðið önnur, ef Platt heföi ekki varið vitaspyrnu frá Craig á fyrstu minútu leiks- ins. Armstrong skoraöi mark um miðjan fyrri hálfleik fyrir ,,Boro”, og var staðan 1-0 i hálf- leik. Newcastle sótti stift i seinni hálfleik, en það var Middles- brough sem skoraöi, og var Arm- strong þar aftur á ferð. Leeds vann Birmingham 1-0 með skallamarki frá Ray Hankin á 50. minútu. Var þetta verö- skuldaður sigur Leeds i höröum leik, þar sem dómarinn varö aö bóka sex leikmenn. Fyrsta stig Q.P.R. Q.P.R. nældi sér i sitt fyrsta stig i ár er liðið náöi 1-1 jafntefli á móti Norwich á Carrow Road i Norwich. Lengi vel var allt útlit fyrir sigur Norwich, en Gibbins skoraði fyrir þá um miöjan fyrri hálfleik. Rétt fyrir leikslok tókst Needham hins vegar að jafna metin fyrir Q.P.R. meö fyrsta marki sinu fyrirliðiö, en hann var keyptur frá Notts County i sumar. Leicester og Bristol City gerðu 0-0 jafntefli i fremur litlausum leik á Filbert Street i Leicester. Leicester hefur ekki enn fengiö á sig mark i deildinni McLintock ætlar greinilega aö standa viö orö sin um að gera vörn Leicester eina hina sterkustu i fyrstu deild- inni á Englandi. Jafntefli á Old Trafford Manchester United tókst aðeins að ná 0-0 jafntefli á móti Ipswich á Old Trafford, aö viöstöddum um 58.000 áhorfendum. Bæöi liöin léku án sterkra leikmanna, i liö United vantaöiþá Jimmy Green- hoff og Stuart Pearson, en hjá Ipswich vantaöi Mick Mills og Trevor Whymark. Þaö vantaöi ekki, aö bæöi liðin sköpuðu sér góö marktækifæri, en leikmenn voru ekki á skotskónum i þetta skiptið. Coventry sýndi góöan leik á móti Chelsea, en liðin mættust á Stamford Bridge i London. Tvö mörk frá Ian Wallace gáfu Coventry 2-0 forystu i hálfleik, og i upphafi seinni hálfleiks lá þriðja mark Coventry i loftinu. En um miðjan seinni hálfleikinn tókst > Langley aö minnka muninn, og siöustu 20 minúturnar sótti lið Chelsea án afláts, en tókst þó ekki að jafna metin. City lagði West Ham. Manchester City vann verö- skuldaöan sigur yfir fremur slöku liöi West Ham á Upton Park i London. 1 hálfleik var staöan 0-0 eftir miög róstursaman hálfleik, þar sem nokkrir voru bókaöir og oft lá viö aö leikmenn færu i hár saman. 1 seinni hálfleik reyndu bæöi liöin aö spila knattspyrnu og sigurmark City kom á 48. minútu, og skoraði þaö Joe Royle. Manchester City var svo nær þvi að bæta viö öðru marki, en West Ham aö jafna. Middlesbrough vann nokkuö Ólafur Orrason BOLTON í EFSTA SÆTI — í 2. deildarkeppninni Crystal Palace tapaöi sinum fyrsta leik i deildinni, er liöiö tapaði á heimavelli fyrir Hull 0- 1. Hawley skoraði eina mark leiksins I fyrri hálfleik. Chap- man skoraði sigurmark Oldham á móti Luton. Millwall hafði 2-0 forystu i hálfleik á móti Brighton á úti- velli, meö mörkum frá Pearson og Chambers, en liö Brighton kom sterkt til leiks i seinni hálf- leik og tókst að ná 3-2 sigri meö mörkum frá Wark, Piper og sjálfsmarki. _____________ú.O^ t annarri deildinni er Bolton nú I efsta sæti eftir 2-1 sigur yfir Sheffield Utd. Reid skoraöi fyrst fyrirBolton, Woodward jafnaöi, en Whatmore skoraöi sigur- markBolton I seinni hálfleik. Tottenham vann 2-1 sigur yfir Notts County á White Hart Lane i vel spiluöum leik. Duncan sko- aöi bæöi mörk Tottenham, en Vinter jafnaði leikinn fyrir Notts I 1-1. Notts átti nokkur góö tækifæri bæöi til aö taka foryst- una og siöar til aö jafna, en heppnin var meö liösmönnum Tottenham i þetta skiptiö. 2. deild McKenzie afgreiddi Villa Everton vann sinn fyrsta sigur á keppnistimabilinu, er liöiö vann Aston Villa 2-1 á Villa Park. Aston Villa tapaöi þannig öörum leikn- um i röö á heimavelli á fjórum dögum. Villa haföi forystu i hálf- leik meö marki frá Andy Gray en Everton kom sterkt til leiks i 1. deild Úrslitin i Englandi s.l. laugardag uröu þessi: Aston Villa —Everton .....1-2 Chelsea —Coventry ........1-2 Leeds — Birmingham........1-0 Leicester — B ristol C....0-0 Liverpool — W BA..........3-0 Man. U td. — Ipswich......0-0 Middlesb. —Newcastle......2-0 Norwich —Q.P.R............1-1 Nottinham —Derby .........3-0 West Ham — Man.City.......0-1 Wolves —Arsenal ..........1-1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.