Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 30. ágúst 1977 17 lesendur segja VORUM VIÐ SNÍKJUDÝR? Ég var að lesa blaðagrein, þar sem er sagt frá snikjuferðum Islendinga til landa okkar vest- an hafs. Þar sem ég hlýt að vera eitt af þessum snikjudýrum, langar mig til þess að lýsa með örfáum orðum dvöl okkar i Kanada. Ég var i 38 manna hópi, á vegum Inner Wheel Hafnarfjörður, sem er félag Rotarykvenna, ásamt fólki úr Styrktarfélagi aldraðra i Hafnarfirði. Ferðina skipulagði feröaskrifstofan Sunna en fararstjóri var séra Bragi Bene- diktsson i Hafnarfirði. Þar stóðst allt sem lofað hafði verið og vel það. Ferðaskrifstofan hafði engu lofað öðru en húsnæði á einkaheimilum og e.t.v. morgunmat, að öðru leyti yrði fólk að sjá fyrir sér sjálft, hvað mat snerti. Gestgjafar voru hins vegar svo gestrisnir, að við fengum i fæstum tilfellum að borða á matsölustöðum, heldur buðu þeir upp á ljúffenga rétti á heimilum sinum. Sunnudaginn 26. júni var lent á Winnipegflugvelli kl. 19.00 að staðartima. Þar var mætt frú Florence Johnson frá Arborg, og sá hún um að koma hópnum fyrir þar , en Leifur Pálsson á Lundar, sem er bær þar skammt frá. Við vorum tvær saman sem yfirgáfum hópinn i Winnipeg þvi að ættingjar voru komnir til að taka á móti okkur og dvöldumst við þar til þriðjudagsins 28. júni. Þriðjudagsmorguninn ók hópurinn sem dvaldist i Arborg og Lundar til Riverton og Mikl- eyjar. Á þeirri ökuferð var kom- ið til Gimli þar eð hópnum hafði verið boðið til kaffidrykkju á elliheimilinu Betel. Komumst við tvær sem eftir urðum i Winnipeg, þar inn i hópinn á ný. Þar sem ekki hafði veriö ákveðið hvenær við komum til móts við hópinn aftur var eðli- lega hvorki búið að koma okkur fyrir i Arborg né á Lundar. Við vildum fara á gistiheimili (motel), en það máttum við helzt ekki. Þar kom að Óskar nokkur Brandson sem ég veit þvi miður ekki deili á, þvi að hann snerist i kring um þennan Arborgarhóp, eins og þetta væru allt ættingjar hans. Hann sagði, aö Fjeldsteds- hjónin vildu taka við okkur næsta dag, en hjá þeim voru gestir þessa nótt. Var þá sam- þykkt að við færum á gisti- heimilið eina nótt. Óskar sagði, að við værum boðnar i morgun- mat næsta morgun og myndi hann koma á gistiheimiliö og sækja okkur kl. 10, hvað hann gerði. Svona var nú gestrisnin þar. Við fórum siðan með ósk- ari i morgunmat til Sigurborgar og Jóhannesar Guðmundssonar, ásamt þeirri þriðju sem með okkur var á gistiheimilinu. Að morgunmat loknum ók Sigur- borg með okkur um bæinn og siðan til Fjeldstedshjónanna, sem tóku okkur opnum örmum. Þarna vorum við i góðu yfirlæti i þrjár nætur: og eigum þaðan ljúfar minningar. Til marks um gestrisni Vest- ur-tslendinga má geta þess að hópnum var boðið i heildags ferð til Riding Mountain Natio- nal Park og var aðeins bensinið sem við þurftum að borga. Ekið var um Alftanes og Grunna- vatnsbyggðir Islendinga. Leið- sögumenn i förinni voru Gunnar Sæmundsson bóndi i Arborg ásamt konu sinni Margréti en hún er ættuð frá Vogum i Grunnavatnsbyggð og Hjörtur Hjartarson á Lundar og kona hans Rósa. Á leiðinni i þjóðgarðinn var staðnæmzt i Eddystone og bauð þar islenzk- ur kaupmaður Joseph Johnson öllum hópnum i kaffi á hinu glæsta heimili sinu. Á þjóðhátiðardegi Kanada, hinn 1. júli hélt þjóðræknisdeild- in á Lundar kvöldverðarboð fyrir hópinn er þar var, og var þar samankominn mikill fjöldi Vestur-Islendinga. Laugardagsmorguninn 2. júli ók hópurinn til bæjarins Baldur, sem er i Argylebyggð, suðvestur af Winnipeg. Þangað var komiö milli kl. 3 og 4 e.h. og öllum boðið i kaffi á fallegu heimili frú Lilju Bjarnason. Þar var fyrir frk. Hansina Gunn- laugson kennari en hún hafði tekið að sér skipulag fyrir ferðaskrifstofuna Sunnu i Baldur og Glenboro sem er litill bær þar skammt frá. Að öðrum ólöstuðum var skipulag frk. Hansinu til sérstakrar fyrir- myndar. Þar var þó sá hængur á, að gestirnir virtust ekki vera nógu margir, til þess að allir gætu fengið gesti, er þess ósk- uðu. Um kvöldið var öllum boðið i mat i félagsheimili i Baldur og þangað komu gestgjafar bæði frá Baldur og Glenboro og sóttu gesti sina. A báðum þessum stöðum urðum við orðlaus yfir gestrisni heimafólks. Yfir borðum kynnti frk. Hansina einn af þingmönnum Manitoba- fylkis af islenzkum ættum, er á sæti á þingi i Ottawa. Avarpaði hann hópinn og bauð velkominn til Manitoba og vonaði aö dvöl þeirra yrði þeim til ánægju. Hann minntist ánægjulegra samskipta landanna og lofaði hæfileika og dugnað islenzkra landnema i Kanada. Séra Bragi Benediktsson svaraði með ávarpi og þakkaöi fyrir hópinn. Sunnudaginn 3. júli söng sr. Bragi messu yfir miklu fjöl- menni i kirkjunni i Baldur. Að messu lokinni var islenzka hópnum boðiö til kaffidrykkju i félagsheimilinu og komu þangað margir Vestur-Is- lendingar til að hitta landa að heiman. Viö messuna og i kaffi- samsætinu var Einarson, þing- maöur Argylebyggðar á þingi Manitoba i Winnipeg. Hann ávarpaði hópinn á góðri is- lenzku, en afi hans og amma höfðu verið landnemar i Argyle- byggð. Þriðjudaginn 5. júli var ekið til Vatnabyggða og staðnæmzt i Wynyard. Þar tók á móti okkur frá Guðrún Dunlop. I Vatna- byggðum dreifðist hópurinn á vestur-islenzk heimili sumir til ættingja og vina en aðrir til fólks af islenzku bergi brotið sem gjarnan vildi fá Islendinga til dvalar og sagðist hafa svo gaman af að geta æft sig i is- lenzkri tungu. A miðvikudags- kvöld var hópnum haldið haffi- samsæti i Wynyard. Þar ávarpaði Walter Paulson lög- maður, hópinn og mælti á is- lenzka tungu. Föstudaginn 8. júli kl. 9 ár- degis var lagt af stað frá Wyn- yard áleiðis til Winnipeg. öllum stóð til boða aö dveljast á einka- heimilum i Arborg siðustu vik- una en flestir vildu heldur vera i Winnipeg og tókst sr. Braga fararstjóra að komast að góöum kjörum við St. Regenthótelið i miðborg Winnipeg um dvöl þar. Ég vil að lokum þakka sr. Braga fyrir góða fararstjórn og umburöarlyndi viö hópinn og ferðaskrifstofunni Sunnu fyrir góða fyrirgreiðslu. Lára Jónsdóttir Bæn gegn Hundtyrkj um íslenzkum fræðimanni varð einu sinni hugsað til þess á fjöl- mentjjpn fundierlendis, að bann var eini maðunrm á þvl þingi, s«n hafði brageyra. „Ég átti mér, þrátt fyrir allt, mína purpurakápu”, segir hann i snjöllu ljóði. Það kemur vlst stundum fyrir, að Islendingur gleðst I hjarta sinu vegna uppruna sins. En ajiki man ég eftir, að sú til- finning #ripi mig verulega nema einu sinni, þegar ég dvaldi erlendis. Ég var á ferðalagi með Nor- ræna lýðháskólanum sumarið 1936.Viðfórumum Þýzkaland. I Flensborg sáum við Hitlers- æsku þramma um göturnar, i mórauðum stökkum, beljandi striðssöngva. Daginn eftir vorum við i Hamborg og gistum eitt þeirra sæluhúsa, sem ætlúð voru ungu fólki á sumarferöum. Þangað kom þýzkur mennta- maður, sem dvalið hafði á Is- landi, og gaf sig á tal við Norðurlandafólkið. Hann spuröi sérstaklega, hvort nokkur Is- lendingur væri með I förinni og skrafaði viömig góða stund. Ég sagði honum, hvað hafði borið fyrir okkur i Flensborg. Hann spurði hvernig mér heföi geöj- ast að skrúögöngunni. Okkur haföi verið ráölagt að gæta hófsitali viðÞjóðverja um ' nazistatilburði þeirra. En svariö kom af sjálfu sér: „íslendingar bafa ekki barizt i margar aldir'fg læra alls ekki að drepa menn”, sagði ég. Enginn nema Islendingur hefði getatð haft þetta svar á reiðum h#|Kium, svo eínfalt sem það var. Og mér fannst um leið' og ég sagði þstta, að islenzkur rikisborgararéttur væri dýr- mætustu mannréttindi, sem til eru á þessari jörð, sú purpura- kápa, sem ég siðast léti af hendi af gjöfum og gæðum þessa heims. Ég var þarna eini íslending- urinn. En ég held, að fyrir f jöru- tiuárum hefðu flestir tslending- ar litið á Hitlerspiltana sömu augum og ég og lofað hamingj- una, eins og ég, fyrir það, aö enginn Islenzkur drengur þurfti að þramma svona I mórauðu strfðsm annagervi eins og montið fifl, hótandi mannkyninu pislum og dauða. Þessi fjörutlu ár eru meir en helmingur ævi minnar. Þó finnst mér þau ekki ýkja löng. Og ég gleymi þvi oft, að mikill hluti þjóðarinnar var ekki fædd- ur þá. En það er einmittsá hluti þjóðarinnar, sem snjallir kaupahéðnar senda kveðju sina: Við höfum hermannaskyrtur handa ykkur, hermannapeysur, hermannaúlpur, byssur.... Fyrir nokkrum árum hitti ég dreng, sem kvaðst hafa von um að geta eignast hermanna- skyrtu með blóðblettum frá Vietnam. (Xér skildist þó, að hann ætlaði ekki að vera i henni.) Þóhéltég, i vetur, þegar farið var að auglýsa hermanna- skyrtur, að þetta væri nafnið tómt, til dæmis bara skyrtur með fjórum vösum, og þar við sæti. En viti menn! Þessar skyrtur eru greinilega merktar Banda- rikjaher, ýmist landher, sjóher eða lofther, af ýmsum st^rðum og gerðum, ætlaðar bæði' piltum og stúlkum. Ég sá nýlega ofur- litinn hóp sumarleyfisfólks, þar sem hver maður var greinilega merktur Bandarík^aher. Mér er raunar sagt, að slikar spjarir komi frá fleiri herskyldulöndum en Bandarikjunum. Enda er ekki aö heyra, að hollusta við svokallað varnarlið, sé eina ástæðan til þessa faraldurs. Hins vegar misskílja sumir út- lendir ferðamenn það, þegar þeir sjá afgreiðslufólk merkt Bandarikjaher og halda, að ts- lendingar verði að klæðast svo vegna herstöðvanna. Eftir fyrri heimstyrjöldina heyrðist það oft, að stríðs- rómantók væri úr sögunni. Margir rithöfundarlýstu striðinu blekkingarlaust. Hild- arleikur og sveröasöngur voru nefndirsinum réttu nöfnum. Þá kom nazisminrf með nýja lof- söngva um rýtinga og byssu- stingi. En fregnir af fanga- búðum gerðu að engu vinsældir þeirra söngva, þegar yfir iauk. Og timinn leið. Hvernig hefur þaö gerzt á siðustuárum, að margt fólk er orðið kærulaust fyrir fregnum af ofbeldi og grimmd? Sækist eftir þeim i máli og myndum, ónæmt fyrir þjáningum ann- arra!? Þó ekki sé nema örstutt siðan U.S.A. Airforce lét sprengjum rigna yfir berfaétt börn og annað lifandi fólk i Vietnam stendur ungur, menntamaður piltur eða stúlka, framan við búðarborð og biöur um, að skyrtan sé merkt U.S.A. Airforce. Hvernig væri, að skólarnir reyndu að viðra striösrómantlk- ina af unga fólkinu með þvl að taka Gerplu inn I samfélags- fræðina? Hvernig hafa ótrúlega margir tslendingar á siðari árum oröið hvimleiðir og varasamir byssu- glópar? Ég skrifa þetta viö her- bergisgluggann minn, þar sem ég átti heima fyrir rúmum fjörutlu árum. Það eru fjögur skotgöt á rúðunum. Húsið er i eyði á veturna. Ýmsa hrollvekjandi drauma hefði mig getað dreymt viö ^ennan glugga fyrir rúmlega fjörutlu árum. Til dæmis elds- voða, landskjálfta eða hungrað bjarndýr utan af haffsnum. En aldrei hefði það hvarflað að mér i draumi, aö menn kæmu til að skjóta af byssu inn um gluggann, úr þvi að Tyrkir hafa ekki látið á sér bæra hér við land I hálfa fjórðu öld. Þiö, sem leikið hetjur, með þvi að skjóta inn um glugga á mannláusu húsi, ættuð að lita i spegil og hugsa ykkur tvisvar um, áður en þiö leggið næst af stað, meö sefjandi byssufreti sjónvarpsins I eyrunum. Hvernig tókst nazistum að æsa æskumenn Þýzkalands upp i að klæðast mórauðu stökkunum af hrifningu, sem óx, stig af stigi, þar til ekki varð antur snúið á ógæfúbrautinni? Hvernig geta kaupahéðnar brosað af svo mikilli kunnáttu innan við búðarborðið, aö ungur Islendingur gleymir þeirri purpurakápu mannhelgis og friðar, sem hann ber á herðum, og hvislar hræröur: U.S.A. Airforce-skyrta er minn draumur, thank you. Oddný Guðmundsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.