Tíminn - 30.08.1977, Side 15
Þriöjudagur 30. ágúst 1977
15
15.00 Miðdegrstónleikar:
Frönsk tóniist Noél Lee
leikur á pianó etýður eftir
Claude Debussy. Jacqueline
Eymar, Gunter Kehr,
Werner Neuhaus, Erich
Sichermann og Bernhard
Braunholz leika Pianókvint-
ett i c-moll op. 115 eftir
Gabriel Fauré
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Sagan: „Alpaskyttan”
eftir H.C. Andersen
Steingrimur Thorsteinsson
þýddi. Axel Thorsteinsson
les (3).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Keltnesk kristni og stað-
setning Skálholts Einar
Pálsson skólastjóri flytur
fyrra erindi sitt.
20.00 Lög unga fólksins Ásta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 tþróttir Hermann
Gunnarsson sér um þáttinn.
21.15 Tvö austurrisk söngva-
skáld Jessye Norman syng-
ur lög eftir Gustav Mahler
og Franz Schubert. Irwin
Gage leikur á pianó.
21.45 „Ljóð i lausaleik”Þórdis
Richardsdóttir les úr nýrri
bók sinni
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: „Sagan af San Michele”
eftir Axel MuntheHaraldur
Sigurðsson og Karl Isfeld
þýddu. Þórarinn Guðnason
les (37).
22.40 Harmonikulög Charles
Camilleri leikur.
23.00 A hljóðbergi Fjórir
gamanþættir: Bandarisku
leikararnir Elaine May og
Mike Nichols flytja.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
30. ágúst
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Ellery Queen Bandarisk-
ur sakamálamyndaflokkur
Hnifurinn sem hvarf. Þýö-
andi Ingi Karl Jóhannesson.
21.20 Leitin aö upptökum Nil-
ar Leikin bresk heimilda-
mynd. 5. þáttur. Finnið
Livingstone Efni fjórða
þáttar: Arið 1864 er .enginn
að leita að upptökum Nilar
nema Baker-hjónin. Ferða-
lag þeirra um Afriku tekur
þrjú ár, og hvað eftir annað
komast þau i bráðan háska.
Þau finna Albertsvatn sem
er m ikilvægur hlekkur i leit-
inni miklu. Dr. Livingstone
kemur til Lundúna eftir sjö
ára fjarveru og hann hafn-
arkenningu Spekes. Fyrir-
hugað er a ð Burton og Speke
kappræði um upptök Nilar.
Þeir hafa ekki talast við i
fimm ár, og kappræðumar
þykja hin mestu tiðindi.
Þeir koma á fundinn en
neita að skiptast á skoðun-
um. Speke fer á veiðar og
verður fyrir skoti úr byssu
sinni. Ekki er ljóst hvort um
slys eða sjálfsmorð er aö
ræða. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
22.15 Sjónhending Erlendar
myndir og málefni. Um-
sjónarmaður Sonja Diego.
22.35 ógnarvopn Bresk mynd
um hernaöarmátt risaveld-
anna. Einkum er fjallaö um
ýmis ný vopn og varnir gegn
þeim. Þýðandi Oskar Ingi-
marsson. Aður á dagskrá
10. ágúst sl., en endursýnd
vegna þess að þau mistök
urðu þá I dagskrárkynningu
að auglýst var, að myndin
hæfist á þeim tima, sem
sýningu hennar raunveru-
lega lauk.
23.05 Dagskrárlok.
SÚSANNA LENOX
,,Vesalings barnið! Hann á víst þungan róður fram und-
an sér".
Stevens roðnaði eins og hann fyndi sig sekan. „Það er
— það er — stúlka", stamaði hann.
Warham starði á hann „Stúlka " hrópaði hann. Hann
varð rauður í framan og sagði reiður og sár: „Þvilikt
bölvað ólán! Stúlka! Drottinn minn — stúlka!"
„Hér í bænum er enginn sem myndi lita niður á hana",
sagði Stevens hughreystandi.
„Þú þarft ekki að segja mér neitt, Robbi! Stúlka! Það
er hrein og bein grimmd — mér þætti fróðlegt að vita
hvað Fanney hugsar sér?" Hann Ijóstaði upp hvað það
var sem hann óttaðist með því að snúa sér snöggt að
Stevens og hrópa meðdrynjandi röddu: „Við getum ekki
tekið hana — við hreint og beint getum það ekki!"
„Hvað á að verða um hana?" spurði Stevens hóglát-
lega.
Warham baðaði út höndunum: „Það veit ég svei mér
ekki. Ég verð að taka tillit til minnar eigin dóttur. Ég vil
ekkert skipta mér af því. F jandinn haf i það ég vil ekkert
skipta mér af þvi!"
Stevens lyfti klinkunni. „Jæja — vertu sæll, Georg. Ég
litaftur inn í kvöld". Og þar sem honum var vel kunnugt
um siðgæðisskoðanir manna i bænum gat hann ekkert
sagt til uppörvunar að skilnaði annað en þetta: „Maður
má ekki gera sér of miklar grillur!"
En Warham heyrði ekki til hans. Hann var þegar geng-
inn af stað upp að húsinu. Þegar ekki hafði lengur verið
hægt að leyna þvi hvernig komið var fyrir Lórellu og
Fanney hafði sagt honum eins og var höfðu skoðanir
hans orðið að lúta í lægra haldi fyrir samúðinni og vinar-
þelinu í garð þessarar ástúðlegu mágkonu hans, sem
hafði áft heima hjá þeim í fimm ár. Hann hafði sjálfur
hjálpað Fanneyju til þess að koma því í kring að Lórella
gæti lifað út af fyrir sig í New York þar til henni var
óhætt að koma heim aftur. En einmitt þegar þær
systurnar voru að búa sig af stað veiktist Lórella sem
var oróin veil fyrir bæði til sálar og líkama. Þá hafði
Georg — og Fanney sömuleiðis — reynt að fá hana til
þess að láta uppi nafn þess manns, sem valdur var að
ógæf u hennar svo að hægt væri að neyða hann til að gera
skyldu sína við hana. En Lóretta neitaði því.
„ Ég hef sagt honum frá því og hann — ég vil aldrei sjá
hann framar".
Þau leiddu henni fyrir sjónir hvílík skömm þetta væri
fyrir þau,en hún svaraði því að hann viídi ekki giftast
henni jaf nvel þó að hún vildi eigahann og hún sat við sinn
keip með þeirri festu sem Lenox-fólkið var frægt fyrir
Þau grunuðu Jimma Galt af því að enginn hinna ungu
manna hafði gert sér eins títt um hana og hann þar til
fyrir tveim eða þrem mánuðum, þá hafði hann skyndi-
lega tekizt ferð á hendur til Evrópu til þess að leggja
stund á byggingalist.Lórella neitaði því að það væri
hann. „Ef þú drepur hann", sagði hún við Warham,
„verður þú saklausum manni að bana", Warham
gramdist svo mjög þvermóðska hennar, að hann var i
fyrstu að því kominn að fallast á þá uppástungu hennar,
að hún f lytti frá þeim, en Fanney mátti ekki heyra slikt
nefnt og lét hann sér þá vel líka að hún yrði kyrr hjá
þeim.,, Það verður aðsenda þetta barn eitthvað burt, svo
að við heyrum aldrei á það minnzt f ramar", sagði hann
nú við sjálfan sig. „ Ef það hefði verið drengur hefði það
kannski getað bjargað sér, en stúlka sem bæði er föður-
laus og nafnlaus, hún á einskis úrkosta".
Þau hjónin minntust ekki á málið f yrr en viku eftir að
Lórella var jörðuð, en hann var þó si og æ að hugsa um
það. Hann sat þungbúinn í skrifstof unni í stóru nýlendu-
vöruverzluninni sínni — þar var bæði heildsala og smá-
sala — og hugsaði um þessa smán og hættuna á ennþá
meiri smán — því að hann sá fullvel hve konu hans var
þegar farið að þykja vænt um barnið. Hann skammaðist
sín fyrir að láta sjá sig úti á götu. Hann vissi hvaða
hugsanir hrærðust að baki meðaumkunarsvipnum á
fólkinu— heyrði hvísl þess, eins og það væri gjallandi
lúðurhljómur. Og hann var jafn hræddur við hið við-
kvæma hjarta sjálfs sin og konu sinnar. En vegna dóttur
sinnar varð hann að vera staðfastur og réttlátur.
Morgun einn, þegar hann fór að heiman sneri hann sér
við og sagði upp úr þurru: „ Er ekki annars bezt að senda
telpuna strax burt, svo að því sé aflokið?"
„ Nei", svaraði kona hans án þess að hugsa sig um —og
var hann þá ekki lengur í vafa um að versti grunur hans
hafði verið réttur. „Ég hef ákveðið að hafa hana hjá
mér".
„Það er ekki rétt gagnvart Rut".
„Hvert ætti ég að senda það?"
„Það skiptir ekki máli. Reyndu að koma því í fóstur í
Chicago, Cincinnati eða Louisville".
„Barni Lórellu?"
„Þegar þær Rut vaxa upp — hvað þá?"
„Fólkið er ekki eins slæmt og maður heldur".
„Syndir forfeðranna kom niður á börnunum í..."
„Það kemur mér ekkert við", greip Fanney fram i.
,, Ég læt hana ekki f rá mér — get ekki f engið það af mér.
Bíddu andartak".
Þegar hún kom aftur var hún með barnið á handleggn-
um. „Líttu á", sagði hún ástúðlega.
Georg hleypti brúnum reyndi að líta undan en áður en
varði var hann orðinn hugfanginn af þessu fallega f rísk-
lega og rjóða andliti.
„Og hugsaðu svo um það, hvernig hún var vakin til
lifsins af dauðadái. Einhver tilgangur hlýtur að vera
fólginn í því".
Warham andvarpaði: „Drottinn minn, ég veit ekkert!
Hvað á ég að gera? En það er ekki rétt gagnvart Rut".
,, Ég er á annarri skoðun — kysstu hana, Georg".
Warham kyssti barnið á rjóða kinnina sem var bústin
eins og þroskað epli. Barnið leit upp á hann yndisf ögrum
dökkum augum, pataði út feitum handleggjunum og
brosti hjartanlega. Það var ekki f ramar á það minnzt að
senda hana burt.
2.
Fagran júnímorgun tæpum seytján árum siðar kom
Rut Warham út úr húsinu og gekk ofan garðstíginn út að
hliðinu. Hún var nú orðin nítján ára — bráðum tuttugu —
falleg, gjafvaxta mær. Hún var grönn og lágvaxin, ein af
þeim stúlkum, sem alltaf eru hressilegar og Ijúfar, bæði
í blíðu og stríðu. Hún var heillandi á að líta og hún vissi
vel um það sjálf, enda mátti sjá sjálfstraust og ánægju i
f asi hennar. Svo sem títt er um ungar og ólofaðar stúlkur
i litlum bæ, dreymdi hana sífellt um glæsilegan aðkomu-
mann sem yrði ástfanginn við fyrstu sýn, og einmitt
þennan morgun, þegar veðrið var svo yndislegt, var sú
hugsun ofar í hug hennar en nokkru sinni f yrr. Á leiðinni
út að hliðinu fannst henni sem ævintýrið hlyti að gerast,
óðar en hún væri komin út á götuna. I þeim svifum
heyrði hún unglega rödd ofan af annarri hæð:
„Rut, viltu ekki biða eftir mér?"
Rut nam staðar, og á andliti hennar brá fyrir svip-
brigðum, sem voru f jarri því að verða í samræmi við