Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 11
Þri&}udagur 36. ágdst 1977 11 ■ llfolWÍIWJ tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaöaprent h.f. Gengi sænsku krónunnar fellt Miklar sviptingar í efnahagsmálum „við hvern sem er” Heimilisböl islensd^á kommúnista er sárara en svo að Kjartan ólafssón ritstjóri fái tára bundizt. Siðastliðinn sunnudag reynir blessaður maðurinn að snúa örvilnan sinni upp i sturlaða reiði i garð Framsóknarmanna, og munu sálfræðingar þekkja þess háttar úrræði manna i nauð. Af undarlegum skrifum Þjóðviljans er greini- legt að Alþýðubandalagið er garðsamkvæmi hálærðra auglýsingaprangara. Það er hræri- grautur hvers kyns pólitiskrar hringavitleysu, og er flokksmönnum með eðlilega meltingu þegar orðið bumbult. Markmið þessa Brandarabandalags er að verða sópdyngja óraunsærra grillufangara og glatkista þeirra sióánægðu, sem hafa hornin i hvers manns siðu. 1 rikisstjórn gleymir Alþýðubandalagið flestu nema valdgleðinni, embættafögnuðinum, eyðslu- seminni og girugheitunum ef ekki er haldið aftur af foringjum þess. í stjóm sjá þeir hjálparlaust fátt annað en útgerðarauðvaldið, skriffinnsku- báknið og menntamannayfirstéttina. Rétt eins og Framsóknarflokkurinn hefur i núverandi rikisstjórn haldið i skefjum öfga- mönnum til hægri, — i samstarfi við hófsamari forystumenni Sjálfstæðisflokknum—, þannig var það áður styrkur Framsóknarflokksins i vinstri stjórninni sem hélt óráðsiu sósialistiskra ævin- týramanna niðri og beindi Alþýðubandalaginu - i samvinnu við hófsamari stuðningsmenn þess — inn á þjóðhollar brautir. Nú ætlar bandalag þetta i stjórn með Sjálf- stæðisflokknum við fyrsta tækifæri. í forystu- grein sinni nú á sunnudaginn lofar Þjóðviljinn þvi að Alþýðubandalagið muni liggja hundflatt fyrir ihaldinu, en það er vitað að ýmsir Sjálfstæðis- menn vilja hlýðni i samstarfi og þreytast við styrk félagshyggjumanna. Orðrétt segir Þjóðviljinn um Alþýðubandalagið að: ,,er flokkurinn reiðubúinn til samstarfs við hvern sem er”. Spurningu Timans um afstöðu þessara öng- þveitismanna til samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn svarar Þjóðviljinn af taugaveikluðum skorti á skapstillingu. Ef marka má af sérkennileguny p, sunnudagsleiðara blaðsins er þeim ekkert fjær skapi en að vinna á ný i vinstri stjórn. Þetta harma Framsóknarmenn vissulega, en munu þó búa við það um stund. Þrátt fyrir allt á Alþýðubandalagið ögn eftir af kommúnistisku stolti sinu. í þessum sama sunnu- dagsleiðara Þjóðviljans kemur fram i allri auð- mýkt að eina skilyrði þeirra fyrir ihaldssam- vinnu er að svo nefnd „Samtök um vestræna samvinnu” verði leystupp. Fyrsta skrefið i átt til alræðis á sem sé að vera þa&að banna fFjédsa félagastarfsemi ilandinu. Er nú eftir að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn setur þetta skilyrði fyrir sig. Þjóðviljinn hefur afhjúpað ásetning Alþýðu- bandalagsmanna um hægra samstarf, og hlakkar nú trúlega i mörgum ihaldsmönnum. Sunnu- dagsleiðari Þjóðviljans lýsir vondri samvizku, afkáralegri geðillsku og yfirdrepsskap. Nú er ljóst að Framsóknarmenn mega ekki liggja á liði sinu. Afturhaldsöflin, sem ýmist kenna sig við kommúnisma eða hægriöfgar, hyggja á sameiginlegt upphlaup gegn framsókn þjóðarinnar. Nú reynir á traustar raðir Fram- sóknarmanna i vörn og sókn fyrir umbótastefnu, samvinnuhugsjónir, jöfnuð og félagshyggju. 1 gær tilkynnti sænska ríkis- stjórnin, að hún hefði fellt gengi sænsku krónunnar um 10% og einnig að Sviþjóð hefði dregið sig úr samtökum sjö rikja, sem nefnast snákurinn. Þessi ráðstöfun Svia hefur þegar haft viðtækar afleiðing- ar. Gengi dönsku og norsku krónunnarhefur verið fellt um 5%, finnska stjórnin hefur til- kynnt að hún muni gefa frá sér yfirlýsingu um gengismál i dag, en viðbúið er að finnska markið fylgi fordæmi gjald- miðla Svfþjóöar, Danmerkur ogNoregs. Hið sama má segja um islenzku krónuna. Framtið snáksins er mjög óviss.en sex riki eru nú eftir i samtökunum, V-Þýzkaland, Holland, Belgia, Lúxemborg, Noregur og Danmörk. Upp- haflega urðu þessi samtök til með-það markmið i huga, að mynda stöðugt gjaldeyris- svæöi i Evrópu á timum hinna svonefndu fljótandi gjald- miöla. Atti gjalcbniðill hvers rikis innan samtakanna að vera fastbundinn gagnvart öðrum aðildarrikjum, en fljóta gagnvart rikjum utan þeirra. Siðan samtökin kom- ust á fót hafa Bretland Frakk- land, Irland og Italia yfirgefiö þau, en i upphafi bundu menn miklar vonir við snákinn. Astæðan fyrir þessum flótta er sennilegast hvaö þýzka mark- iö er sterkt. Atburðirnir i gær undirstrika enn betur þessa staöreynd, en Sviar telja gengi krónu sinnar haf*¥«pið alltof hátt skráð. Þaö er þvi ekki úr vegi að lita betur á sænskt efnahagslif. ARUM SAMAN hafa Svfar getað státað af góðum efnahag og heilbrigðu hagkerfi. Meöan atvinnuleysi, verðbólga, viö- skiptahalli og hægur hagvöxt- ur I meiri eða minni mæli hrjáðiflestlönd heims, bjuggu Sviar við rikidæmi og stööug- an efnahag. A siðustu misser- um hefur hins vegar heldur betur haliað á frændur vora og æ betur komið i ljós, að efna- hagsplágan hefur einnig borizt til Sviþjóðar. Siöustu fréttir um efnahagsaðgerðir Svia bera einmitt glögg merki þess ástands, sem þar rikir nú. Ekki er laust við, aö þaö hlakki dálitið i þeim, sem þessa stundina skrifa um sænsk efnahagsmál i banda- -rfsk og evrópsk blöð. 1 augum ibúa þessara landa, virðast Sviar hafa búið yfir einhvers konar töfraformúlu I efna- hagsmálum. EN NÚ er sú tið liðin og allt virðist á niðurleið. Greiðslu- staðan við útlönd, sem var hagstæö • um 1,2 milljarö bandariskra dollara árið 1973, mun I ár verða óhagstæð um 3 milljarða samkvæmt nýjustu spám. Þriðjungur þeirrar upphæðar er reyndar fé, sem varið er til uppbyggingar i þróunarlöndunum. Sföastliöinn aldarfjóröung hefur verðbólga aldrei veriö meiri f Svfþjóð en nú, en hún er nú um 12%. Sala nýrra bif- reiða féllum 33% í júnfmánuði og verö á sænska hlutabréfa- markaönum hefur fallið um 22% miðað við maf I fyrra, en þá var það i hámarki. ÞAÐ UNDRAR ÞVl fáa, þeg- ar Oiof Palme, leiðtogi sósial- demókrata og fyrrum forsæt- isráðherra, segist hafa á- hyggjur af ástandinu. Sem forystumaður stjórnarand- stöðunnar er hann í góöri aö- stööu til að koma meö slikar yfirlýsingar. Þó skyldi enginn halda, að ástandið f dag megi rekja til stjórnarskiptanna i Thorbjörn Falldin, forsætisráðherra Svíþjóöar fyrra, þegar 44 ára samfelldu valdatimabili sósialdemó- krata lauk og við tók sam- steypustjórn 3 flokka undir forsæti bóndans Thorbjöms Falldins. Stjórn hans hefur einfaldlega orðið fórnarlamb kringumstæðna, sem eiga sér langan aðdraganda. Hún hef- ur orðið að fresta uppfyllingu loforða sinna um að bæta enn velferðarmál, og I sumar var virðisaukaskatturinn hækkað- ur Ur 17% i 20%. Það sem hefur ef til vill haft mestu siðferöislegu áhrifin, er að f fyrsta skipti i manna minmim hefur Sviþjóð þurft að taka erlend lán. — Erlend lántaka er eins og deyfilyf svo fólkið finni ekki sársaukann af þvi að lifa framyfir*gtoL segir prófessor Anareas Adahl, helzti efnahagsráðgjafi Falldins. — En einn góðan veðurdag hverfa áhrif deyf- ingarinnar og við verðum að borga lánin og þá verða Sviar aö heröa mittisólarnar. GEN GISFELLING hefur þann tilgang heiztan, aö hafa áhrif á utanríkisverzlun. Lækki gengi, veröa innfhittar vörur dýrari. A hinn bóginn fá útflytjendur meira fyrir sinar vörur eöa — ef litið er á máliö frá öðrum sjónarhóli — verð vörunnar á erlendum mörkuð- um og útflytjendur fá sama verð fyrir hana og áður. Lfk- legt má teljast, að sænska stjórnin reyni að hafa þau á- hrif á útflytjendur, að seinni kosturinn veröi valinn, þ.e. að verðið lækki. Helzti ljdðurinn á utanrikisverzlun Svia er nefnilega, aö sænskar fram- leiðsluvörur hafa verið illa samkeppnishæfar. Otflutningur Svia, sem að verðmæti nemur um f jórðungi þjóðarframleiöslunnar, jókst einungis um 4% á siðasta ári, en þá jókst alþjóðaverzlun um 12%. Skipasmiöa-, vefnaöar- vöru- og stáliðnaðurinn eiga i erfiðleikum, og þá sérstaklega vegna hins háa launakostnað- ar, en hann er hvergi hærri en i Sviþjóð. Þessu gera for- svarsmenn verkalýðshreyf- ingarinnar sér grein fyrir, en bera þvi viö aö launakröfurn- ar hafi upphaflega komiö fram til að draga úr ágóða fyr- irtækjanna. MEÐ ÞESSAR staöreyndir i huga verða efnahagsaðgerðir sænsku stjórnarinnar skiljan- legri. Slikar aðgeröir hafa lengi legið i loftinu, en þrátt fyrir það kom tilkynning Svia MW á óvart. Með þvi að stiga þetta skref, valda þeir mikilli óvissu og ringulreið á alþjóðlegum mörkuðum. Til að mynda má nefna, að bandariski dollarinn hefur aldrei veriö eins verðlitill á svissneskum gjaldeyrismark- aöi og i gær og hefði lækkað enn meir hefðu ekki komið til aðgerðir af hálfu svissneska seðlabankans. Þjóðverjar segjast hins vegar óttazt þar sem viðskipti þeirra við Norðurlöndin nema aöeins um 7% af alþjóða viðskiptum þeirra. Þessir atburöir draga þö enn betur fram I dagsljósið þá mikilvægu staöreynd, að Þjóðverjar veröa að fara að gera eitthvaö i sinum eigin gjaldey rismálum. Þýzka markið er of sterkt og það veröur aö fara hækka gengi þess. Þrátt fyrir viljayfirlýs- ingar hafa Þjóðverjar aldrei gert neitt raunhæft i málinu. En nú hlýtur röðin vera komin að þeim. MóL i JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.