Tíminn - 30.08.1977, Síða 19

Tíminn - 30.08.1977, Síða 19
Þriðjudagur 30. ágúst 1977 19 Helgi Benónýsson: Lokun hraðfrysti- húsanna Það vakti óhug hjá alþjóð i siðustu viku, er eigendur eða forráðamenn hraðfrystihús- anna hér sunnan lands, hótuðu að stöðva rekstur sinn, ef ekki yrði ráðin bót á rekstrarfyrir- komulagi þeirra með opinber- um aðgerðum, þvi svo mikil röskun hefði orðið á rekstri þeirra, við hina nýgerðu kaup- kjarasamninga i sumar, að þeir gætu ekki rekið húsin án stór- tjóns, og mundu þvi stöðva rekstur þeirra næstu daga. öllum er ljóst, að hraðfrysti- húsin eru stærstu atvinnurek- endur landsins, og lokun þeirra mundi hafa þær afleiðingar að meginhluti fiskvei ðaflotans stöðvaðist, gjaldeyrisöflun liða mikinn hnekki, þar sem fram- leiðsla þeirra er nærri helming- ur allra gjaldeyristekna þjóð- arinnar. Þessar fréttir eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa heyrzt öðruhverju á undanförnum ára- tugum, en aldrei verið talað um nær fyrirvaralausa lokun, eins og nu. Þeir sem þekkja til reksturs fiskvinnslu vita nokkurn veginn hvað amar að. Þar er verðbólg- unni um að kenna, hækkandi verð á hráefni og hækkuð vinnu- laun, skapa meira rekstrarfé þar þarf úr að bæta, — en að þörf sé að lækka hráefniskaup, lækka krónuna eða vinnulaun til þess að ráða bót á ástandinu, er ekki nema bráðabirgðaúrlausn. Þá mundi oliuverð hækka, verð hinna nýju skipa stórhækka, vegna erlendra skulda, veiðar- færi hækka og annar útgerðar- kostnaður nýgerðir kjara- samningar raskast, svo stöðvun flotans mundi verða óhjá- kvæmileg afleiðing nýrrar gengislækkunar, enda hennar ekki þörf, svo framt að verðlag haldist óbreytt á islenzkum af- urðum. Ég þekki menn, sem undan- farandi hafa haft með höndum fiskverkun hér sunnanlands, sumir þeirra hafa keypt fisk af skipum, borgað hann yfir verði, keyrt honum um 150 km oghaft umtalsverðan ágóða. Flest hraðfrystihúsin hér sunnan- © Óveður 7 bátar slitna upp i Elliðavogi 1 hvassviörinu á laugardag stóöu meölimir sportbátaklúbbs- ins Snarfara og menn úr slysa- varnadeildinni Ingólfi i mikilli baráttu við að bjarga smábátum frá stórskemmdum. Menn gengu út i sjó á móti bátunum þar sem þá var aö reka á land. Ein trilla fór i mask og er gjörónýt, að sögn Hafsteins Sveinssonar formanns Snarfara. Mjög skemmtileg segl- skúta,6-8millj. kr. virði, fór upp i fjöru. Við tókum aðra smábáta af legufærunum og fóru með þá inn i Reykjavikurhöfn. Slysavarna- félagið brást skjótt við og ferjaði menn á gúmmibátum út 1 smá- bátana og bar hönd á þá. Engin hafnaraðstaða — Við höfum verið að berjast eins og ljón fyrir hafnargerð sagði Hafsteinn. — I Elliðavogi er engin smábátahöfn og er okkur visað út á haf. Margir bátaeig- endur hafa flúið til Hafnarf jarðar með bátasina.Það er aumt að við hér á höfuðborgarsvæðinu þurf- um að fara i önnur sveitarfélög,en i klúbbnum eru um 300 félagar með 100 sportbáta. Það eru bráð- um 2 ár siðan teikning að höfninni var gerð, en veiði- og fiskiræktar- ráö haföi þaö á móti þvi, að hún lands munu hafa gert hið sama. Látið bátana hafa fria beitu, keypt fiskinn á hæsta verði, án tillits til mats, og afleiðingin orðið sú að minni vöruvöndunar hefir verið gætt af hendi selj- anda. Nýting á fiski i vinnslu, er mjög misjöfn hjá frystihúsun- um. 1 Vestmannaeyjum og ýms- um húsum norðanlands, ná all- mörg þeirra 40% nýtingu, en á sumum húsum hér á Suður- landi, hefir nýting farið niður i 34%. Ef það er ekki aðalorsök rekstrartapsins, þá mun hennar að leita i slæmri stjórn fyrir- tækjanna, annaðhvort i verk- stjórn eða öðrum kostnaði. Ef eðlileg innkaup á hráefni, nýtni við vinnslu og rekstarkostnaður er i hóf stillt er vandkvæðalaust hægt að reka fiskvinnslu aö öllu óbreyttu,svoframtsem verðlag á afurðum húsanna helzt ó- breytt. Hins vegar eru til hús sem ekki eiga tilverurétt. Hús, þar sem rekstri er aðeins haldiö gangandi til þess að eigendur þeirra hafi atkvæðisrétt á aðal- fundum sölusamlaganna. Þaö er dýrt að halda rekstri slikra hraðfrystihúsa gangandi, — er ekki ráð að athuga vel verksvið húsanna, hér sunnanlands, hvort einhverju þeirra er ekki ofaukið. Þegar búið er að bæta úr afurðalánum til frystihús- anna er rekstri þeirra borgið. Þau sem meira þurfa, eiga ekki tilverurétt til reksturs, að ó- breyttu afurðaverði. Söludeildir frystihúsanna hafa sýnt mjög góða afkomu siðastliðin 2 ár i Ameriku svo um hundruð milljóna kr. ágóða er að ræða, og ekki sjáanleg breyting þar á komandi ári. Hins vegar er ekki neinn varasjóður til að mæta skakka- föllum á verðlagi erlendis sem þyrfti að vera, en augljóst er að stefna þarf að þvi að ca. 1% af hlut afla skipanna verði tiltækur ef útaf beri i sölu afurða en til þess þurfa útgerðarmenn skip- anna að vera eigendur fisk- vinnslustöðvanna enda timi til kominn að fjáraflamenn séu reknir frá rekstri frystihús- anna. mundi hafa áhrif á fiskgengd i Elliðaárnar. Niðurstöður af erlendum skýrslum hafa hins vegar sýnt að sportbátar með utanborðsmótor hafa ekki nein teljandi áhrif á lifriki i vötnum. Tveir bilar fuku út af vegi i Eyrarsveit — Þettaskeðium eittleytið rétt fyrir utan Hólalæk á móts við Lárvatn,sagði Olafur A. Ólafsson lögregluþjónn I Grundarfirði. Þeir fuku tveir, fólksbifreiö og jeppi. Fólksbifreiðin fór 10-12 veltur og urðu á honum litils hátt- ar skemmdir. Það urðu litil meiðsli á mönnum. Aðrir bilar, sem ætluðu að fara þessa leið, urðu að snúa við vegna veðurs. Vélarbilanir i bátum Við suðvestur- og vesturströnd- ina biluðu vélar 1 þrem bátum og gekk i stimabraki að koma þeim til hafna. Eins og fram hefur komiði fréttum lenti MummiSK i miklum vandræöum i mynni Hvalfjarðar. Um þaö bil sem bilunin varð sigldibáturfram hjá þeim á Mumma, en skipstjórinn vildi heldur aö Helgi SK 144 sem er 10 tonna bátur, kæmi honum til hjálpar, var blaðamanni Timans tjáð hjá Slysavarnafélaginu i gær. Arnþór GK-125, 146 tonna bátur, fann trilluna eftir sex tlma volk. Tvennt var i bátnum, maður Siðdegis 1 gær i Norræna hiísinu. 1 ræðustól er öyvind Gustavsen Þingað um norræna samvinnu í Reykjavík F.I. Reykjavik. —Nú stendur yfir i Norræna húsinu fundur em- bættismanna sem fjalla um nor- ræna samvinnu og sitja fundinn um 90 manns frá hinum ýmsu ráðuneytum á Norðurlöndum. Slikir fundir eru haldnir annað hvort ár á Norðurlöndunum til skiptis og miða að þvi að safna saman til skrafs og ráðagerða mönnum úr norrænu samvinnu- skrifstofunum sem sjást sjaldan en hafa samskipti daglega. GeirHallgrimsson setti fundinn með ræðu, en þvi næst talaði bankastjóri norræna fjár- festingabankans, Bert Lind- ström. Siðdegis var rætt um auö- lindir og markaösmál og væntan- legan norrænan gervihnött bar einnig á góma. Á dagskrá fundarins i dag er m.a. umræða um framtiðar- horfur norrænnar samvinnu. 1 gær þáðu þátttakendur boð borgarstjóra i Höfða en i kvöld munu þeir snæða kvöldverð að Hótel Eddu á Laugarvatni I boði forsætisráðherra. Ályktun frá verkalýðsfélögunum í Árnessýslu um rekstur og afkomu frystihúsanna: Erfiðleikar ekki vegna síðustu kauphækkana Kás-Reykjavik S.l. sunnudag héldu stjórnir almennu verka- ' lýðsfélaganna i Amessýslu sam- eiginlegan stjórnarfund á Selfossi og ræddu uppsagnir verkafólks á svæði félaganna. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: Fundurinn telur það mjög alvarlegan hlut aö frystihúsin á félagssvæðum félaganna skuli hafa sagt upp öllu verkafólki og að togararnir sem keyptir voru sem atvinnuleg bjargráðatæki, selji — með samþykki stjórn- valda — aflann óunninn úr landi og mótmælir fundurinn alveg sér- staklega þeirri ráðstöfun. Fundurinn mótmælir þeim fjarstæöukenndu fullyröingum frystihúsaeigenda og stjórnvalda aö erfiðleikarnir i rekstri og af- komu frystihúsanna séu vegna kauphækkana síöustu kjara- samninga. Ennþá er kaup fisk- vinnslufólks alltof lágt og staðreynd að i þau störf fæst ekki annað fólk en það, sem ekki á kost á annarri vinnu, sem það hefur aðstöðu að stunda. ogkona. Arnþórdró siðan trilluna inn I Akranesshöfn. Akraborgin hafði þá skömmu áður snúið viö 1 hafnarmynninu. Aðfaranótt laugardags varð vélarbilun i bátnumStraum RE norðvestur af Kópanesi. Varöskip kom á vett- vang og fór með bátinn i Tálkna- fjörð eftir að skipverjar höföu beðið 5 tima. A laugardag bilaði einnigSkúmurRE, 12tonna bátur norðvestur af Garðsskaga. Þá var mikið óveður á þessum slóð- um og kom Jón Gunnlaugsson þeim til hjálpar og dró þá til heimahafnar, sem er I Sandgerði. Höfuðorsök ástandsins í rekstrar- og afkomumálum frystihúsanna er afleiðing Ihalds- stefnu núverandi rikisstjórnar, sem með efnahagsaðgerðum sin- um i efnahagsmálum þjóðarinnar hleður undir dekurbörn sin — braskara — og heildsalaséttin hefur bjargræðisatvinnuvegi þjóðarinnar aö olnbogabarni. Útgerð og frystihúsarekstur eru lifæð sjávarþorpanna i Ames- sýslu. Sé á þá æð skorið blasir dauði við i atvinnulifi þorpsbúa. Mistökin eru hjá stjórnvöldum landsins og þeim sem fjármagni þjóðarinnar ráðstafa. Yfirbygging þjóðfélagsins er i engu samræmi við ibúatöiu landsins og fjárhagsstöðu. Bankakerfið þenst út ár frá ári, risavaxnar banka- og verzlunar- hallir risa og nýir bankar eru settir á fót! Siðan eru útlánavextir hækkaðir til að standa undir si- auknum reksturskostnaði bank- anna og tryggja þeim milljóna gróða á sama tima og alþýöu manna er neitað um smávægi- legar fjármunafyrirgreiðslur. Sú rikisstjórn sem slikt ástand hefur skapað og engan umbóta- viljasýnir á aö vikja — rjúfa þing strax I haust og gefa þjóðinni kost á aö velja sér aðra forystumenn. Lítil síldveiði KEJ-Reykjavik — Sildveiði var Kviknar i ein- angrunar plas t i GV-Reykjavik. A sunnudag kom upp eldur i einangrunarplasti að Hléskógum 2 i Breiðholti. Slökkviliöiö var kvatt út kl. 17.14. Einangrunarplastið lá á gólfi i suðurenda hússins* skemmdust gluggakistur nokkuð. Mikið sót myndaðist af reyknum og þvoöu slökkviliðsmenn húsið að utan eftirað búið var að ráða niðurlög- um eldsins. Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn og komu slökkviliðsmenn aftur úr útkall- inu kl 17.40. Upptök eldsins eru ókunn en grunur leikur á, að um i- kveikju hafi verið að ræða. litil sem engin um helgina vegna veðurs og helgarfria. Suðaustan- landsvar bræia i fyrrinótt og þvi engin veiði en nokkrir bátar voru við veiðar suðvestur af Malarrifi og komu fjórir bátar t.d. inn til Ólafsvikur í gærdag með ein- hvern afla, sá aflahæsti meö eitt- hvað um 100 tunnur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.