Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.08.1977, Blaðsíða 24
r Auglýsingadeild Tímans. f ~i39mmi > Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Núfíma búskapur þarfnast haugsugu Guöbjbrn GuAjónsson Frá adalfundi Stéttarsambands bænda á Eiðum: Verða bændur að greiða hluta útflutningsbóta? — uppbætur verða meiri á þessu ári en ríkinu er heimilt að greiða Þ.Þ. Eiðum. — Tvö mál munu sennilega verða rædd einna mest á fundi Stéttarsambands bænda, sem hófst að Eiðum í gær. Þessi mál eru verðlagsgrund- völlurinn og út- f lutningsuppbætur á landbúnaðaraf urðir. Varaformaöur sambandsins, Jón Helgason, setti fundinn 1 veikindaforföllum Gunnars Guöbjartssonar. Fjörutiu og sex fulltrúar eiga sæti á fundinum og voru þeir allir mættir auk margra gesta. Aö lokinni fundarsetningu flutti Jón Helga- son skýrslu Stéttarsambandsins og var hún hin ýtarlegasta. Þá flutti Halldór E. Sigurösson, landbúnaöarráöherra ræöu, sem er birt á öörum staö i blaö- inu. Siöan hófust almennar um- ræður, en nefndarstörf og af- greiösla nefndarálita verður á morgun. Liklegt er aö fundinum ljúki ekki fyrr en á miövikudag. Sennilega munu verölagsmál og útflutningsuppbæturnar veröa aöalmál fundarins. Frá verðlagsmálunum er sagt á öörum staö. Um útflutningsupp- bæturnar segir svo i skýrslu stjórnarinnar: A fjárlögum þessa árs voru svo áætlaðar 1800 milljónir króna til greiðslu út- flutningsbóta og um áramót var gerö áætlun um mánaöarlegar greiöslur á þeim. Atti meiri hlutinn aö greiðast fyrri hluta ársins, þar sem útflutningurinn fer þá mikiö fram, auk þess sem þegar haföi verið flutt út um áramót. En þvi miður varö þörfin meiri en svo aö þetta nægöi og eru ástæðurnar tvær. 1 fyrsta lagi þurfti aö flytja út meira af kjöti vegna mikilla birgöa i upphafi sláturtiöar s.l. haust og samdráttar I sölu inn- anlands. í ööru lagi hefur innanlands- verðiö fariö ört hækkandi á sama tima og litlar breytingar hafa oröiö á gengi og veröiö I markaöslöndum okkar litiö breytzt, t.d. i Noregi, vegna vaxandi niöurgreiöslna þar á innlendri framleiöslu. Veröiö, sem viö fáum er miöaö viö það niöurgreidda verö. Það viröist þvi blasa viö, aö réttur sá til útflutningsbóta sem Framleiösluráðslögin veita, muni ekki nægja og hafa stjórn Stéttarsambandsins og Fram- leiösluráö rætt um þetta mál. Má telja fullvist aö til einhverra úrræða muni þurfa aö gripa. En þar sem svo stutt var til aöalfundar, var talið rétt aö biöa meö ákvöröun, til þess aö hann gæti gert tillögiir um þær leiöir, sem til greina koma. Eins og hér kemur fram munu útflutningsuppbætur veröa hærri á þessu ári en rikinu er heimilt aö greiða mest, en það er 10% af verömæti framleiösl- unnar á viðkomandi fram- leiðsluári. Þegar svo stendur á heimila Framleiðsluráðslögin aö mismunurinn veröi greiddur af bændum, þ.e.a.s. jafna hann niöur á framleiðsluna. Þaö verður eitt helzta mál fundarins aö ræöa um, hvernig þessi vandi skuli leystur. Jón Helgason I Seglbúöum varaformaöur Stéttarsambands bænda, flytur skýrslu stjórnar aö aöalfundinum á Eiöum. „Við boðum til verk- falls, ef ekki verður breyting á” — segir Kristján Thorlacius, form. BSRB Kás-Reykjavik — Þaö hefur veriö fundur siöan kl. 10 i morg- unn hjá sáttasemjara. Nú,þetta gengur ekki neitt. Þaö má segja aö viöbrögö fulltrúa rikisins hafi veriö á einn veg, þeir hafna öil- um kjarabótum, og hafa komiö meö tiiboö um launahækkun sem er mun lægri en aðrir laun- þegahópar hafa þegar samið um. A þessa leiö mæiti Kristján Thoriacius formaöur BSRB I viötali viö blaöiö I gærkvöldi. — t dag ræddum viö oriofs- mál, tryggingamái, feröakostn- aö og ýmislegt fleira, og hefur flestum kröfum okkar veriö hafnaö. — Ég get sagt þaö, aö ef af- staöa rlkisvaldsins veröur á- fram á þá lund, sem nú horfir, og ég hef þegar minnzt á, þá er ekki útlit fyrir annaö en aö boö- aö veröi til verkfalls. Aö boða til verkfalls eftir þvi kerfi sem rlkisstarfsmenn búa við, þýöir þaö aö sáttanefnd ber skylda til aö koma meö sáttatil- boö, sem er boriö undir allsher- aratkvæöagreiöslu allra rlkis- starfsmanna. Ef tilboöi sátta- nefndar er hafnaö þýðir þaö aö verkfallið hefst. — Sáttanefnd hefur 10 daga frest til aö koma meö tilboö, en hún hefur jafnframt heimild til að fresta verkfalli um 2 vikur, verkfall skal tilkynna meö hálfsmánaöar fyrirvara svo þaö er raunverulega mánuöur þang- aö til verkfall hefst frá boðun þess. Þannig aö verkfallsboöun opinberra starfsmanna þýöir ekki alveg þaö sama og verk- fallsboöun hjá almennu verka- lýösfélögunum. Ef viö boðum til verkfalls 1 dag kemur þaö ekki til framkvæmda fyrr en um mánaðamót sept.-okt. Ég reikna meö aö sameigin- legur fundur okkar fjölmennu samninganefndar og stjórnar bandalagsins veröi haldinn upp úr helginni, og á honum verði samningsstaöan rædd, og tekn- ar ákvaröanir um framhald, sagöi Kristján að lokum. ATA-þing- inu lokið F.I. Reykjavik. — Þriggja daga ráöstefnu Samtaka um vestræna samvinnu, ATA, lauk á Hótel Loftleiöum I gær. Létu þátttak- endur i ljósi ánægju slna yfir skipulagningu þingsins og mót- tökum I Reykjavik, en þetta er I fyrsta sinn, sem ATA-þing er haldið á Islandi. Þingið gladdist og yfir þvi, aö spænska stjörnin sendi nú i fyrsta skipti mann á þetta þing svona til aö sjá og heyra. A blaðamannafundi, sem haldinn var i lok ráöstefnunnar, kom fram aö yfirmenn samtak- anna telja þaö myndu styrkja stööu vestrænna rikja, ef Spánn þægi inngöngu I Atlantshafs- bandalagiö. En Spánn hefur eins ogkunnugterbandariska herstöö lika þeirri sem er I Keflavik. Þaö var varaforseti ATA-sam- takanna, Bandarikjamaöurinn Pr. Eugene Rostow, sem samdi lokayfirlýsingu ráðstefnunnar, en þaö tók tlmana tvo aö sem ja hana að þvi er sagt var á blaöamanna- fundinum. 1 yfirlýsingunni segir m.a., aö almenningur I vestræn- um löndum, sé aftur aö gera sér ljóst eftir nokkurt hlé, aö hættan frá Sovétrikjunum fari sivaxandi og aö þjóöum Atlantshafsbanda- lagsins beri aö standa sem bezt saman. Astæöuna fyrir áöur- nefndu hléi hjá almenningi eöa Þyrnirósarsverfni telur þingiö vera slökunarstefnuna svo- nefndu, sem miklar vonir heföu veriö bundnar viö. Þær vonir heföu þvi miöur ekki enn rætzt og væri alveg óvist um þær almennt. Hitt væri annaö mál, aö NATO myndi halda slökunarstefnunni áfram I von um árangur. Nauö- synlegt væri aö stjórnvöld skildu og nauösyn þess aö hernaöarsam- tök NATO drægjust ekki aftur Ur Varsjárbandalaginu, en aukin umsvif þess væru ógnvekjandi. Þingiö fagnar farsælli lausn fiskveiðideilu Islendinga, Breta og Þjóöverja og telur aö þakka megi framkvæmdastjóra NATO ötula hjálp I þvi efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.