Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 1
GISTING MORGUNVERÐUR RAUÐARÁRSTÍG 18 SIMI 2 88 66 189. tölublað — Miðvikudagur 31. ágúst 1977 61. árgangur D Slöngur — Barkar — Tengi SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600 Islenzka krónan samræmd gjaldmiðlum N orðurlanda KEJ-Reykjavik — Gengisskrán- ing var tekin upp aö nýju I gær- morgun eftir að gengi islenzku krónunnar haföi veriö samræmt gengi dönsku og norsku krónunn- ar. Samkvæmt gengisbreyting- unni nemur kaupgengi Islenzkrar krónu gagnvart Bandaríkjadollar kr. 204,30 og sölugengi kr. 204,80 en það var fyrir lækkun kr. 189.90. Nemur hækkun á söluverði Bandarikjado-Uars samkvæmt þessu 2 X/2% og hefar hann þvl hækkaö frá áramóum um 7,85%. Sænska krónan lækkar hins vegar um nær 7% gagnvart hinni islenzku og i fréttatilkynningu Seðlabankans segir aö vegiö meðalgengi islenzku krónunnar gagnvart öllum myntum lækki þvi aðeins um 1,7% frá siöustu skráningu, sem var sl. föstudag. Timinn haföi samband viö Jóhannes Nordal seölab^nka- <n* í G I S s v » i ií t u * ' » C.4 SkHías , **** **** i míi ********* «• im*t, lmm W* tt -iO mtWKitmmt ;\A' MUirnt* #*, i}m ■ m í« intH t-m* v» **««•»> •'«*« ***«« " m&m' »5» *it» ; ■ ; tm *mw* *.* ít« m mt* m w& r - ■: m**# »• Þessi mynd var tekin i Landsbankanum i gær. Breyting sú, sem gerö var á genginu var raunar litil og nánast aöeins samræming vegna breytinga á gengi peninga annarra Noröurlandaþjóða. Timamynd: GE Skáksambandið kaupir hús — þar verða höfuðstöðvar FIDE, nái Friðrik kosningu MÓL-Reykjavik — Viö erumnú aö fara aö festa kaup á nýju húsnæði fyrir Skáksamband tslands, sagði Einar S. Einars- son, er Tíminn ræddi viö hann I gær. — Þar sem samningar hafa ekki enn verið undirskrifaöir, þá get ég ekki tilgreint nánar hvar þaö veröur en þaö veröur tilkynnt nú alveg á næstunni. — Við festum kaup á þessu húsnæði með það i huga að geta hýst hugsanlegar höfuðstöðvar Alþjóðaskáksambandsins, þ.e.a.s. ef Friðrik nær kosningu. Þetta húsnæði er ekki mikið stærra en það sem við höfum nú, en það er hins vegar mun hent- ugra. Undanfarin ár hafa Taflfélag Reykjavikur og Skáksamband lslands verið með sameiginlegt húsnæði, en TR hefur nú I hyggju að kaupa hlut S1 að hús- inu upp á Grensásveg. Hundraðasti landsleikur Islands leikinn í kvöld — í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu MÓL-Reykjavik. íslendingar leika sinn hundraðasta landsleik i knattspyrnu í kvöld þegar þeir mæta Hollendingum I heims- mcistarakeppninni i Nijmegen. Á bls. 16 og 17 I blaöinu i dag eru birtar all- ar nýjustu fréttir frá Hollandi, viötöl viö landsliösmennina okkar, og nýjustu upplýs- ingar af Hollendingum sjálfum. Kemur þar m.a. fram, aö hollenzku leikmennirnir fá kvartmilljón á mann, vinni þeir leikinn I kvöld, en þaö er Sigmundur ó. Steinarsson, iþróttafréttaritari Timans, sem sendir nýj- ustu fréttir frá meginlandinu daglega alla daga þessa viku. stjóra siðdegis i gær og innti hann eftir áhrifum gengisbreytingar- innar. Svaraði Jóhannes þvi til, að gengisbreytingin miðaði ein- ungis að þvi að vega á móti lækk- un norsku og dönsku krónunnar og þannig koma i veg fyrirslæma viðskipta- og samkeppnisstöðu gagnvart þessum þjóðum, sem eru fhvað mestri útflutningssam- keppni við okkur. Sænski og finnski gjaldmiðiilinn hefur óneit- anlega minni áhrif á afkomu okk- ar, en þó alltaf nokkurn, sagði Jóhannes, og benti á að hugsazt gæti, að sænskar vörur yrðu mun samkeppnishæfari hér á landi, jafnvel við islenzka framleiðslu. Gengisbreytingin var rædd við rikisstjórnina, en framkvæmd af Seðlabankanum á sama hátt og daglegar gengisbreyttngar. Sagði Jóhannes, að reynslan hefði sýnt, að miklu hagstæðara er að aðlaga gengi islenzku krónunnar smám saman gengi annarra gjaldmiðla istað þess að vera með fast stofn- gengi sem fella þarf kannski stórlega þegarerfiðleikarnirhafa hrannazt upp. Síldin nálgast söldunar- mörkin - 17% þ-Reykjavik Fitumagn sildar sem fæst út af Hornafiröi virö- ist vera aö aukast, en þaö er nú á milli 11 og 17%. Sú síld, sem fékkst i síöastliöinni viku, var þaö horuö aö tæplega var hægt aö nota hana i annaö en beitu. í gær komu til Horna- fjaröar 11 bátar meö samtals 680 tunnur, en á laugardag komu bátar með alls 106 tunn- ur til Hafnar í Hornafiröi. Meðal bátanna sem lönduöu i gær, voru Steinunn meö 100 tunnur, Æskán meö 92, Eskey með 90 og Haukafell var meö 90 tunnur. — Sildin virðist vera að nálgast þessi eftirsóttu 17%, i dag var hún frá 11 og upp i 17%, sagði Sverrir Aðalsteins- son aðstoðarverkstjóri á Höfn i samtali við Timann. — Yfir- leitt er sildin reglulega falleg, og það þarf um 3,5 sildar i kflóið. Gerðir eru út 12 héðan 12 bátar á reknet, en enn hafa þrir bátar ekki hafið veiðar. Sá fjórði, Jón Helgason, fer á nót i september. Enginn bátur kom til Grundarfjarðar i gær, en i fyrradag kom Siglune.s með 20 til 30 tunnur. Fitumagn sildarinnar sem kom til Grundaríjarðar hefur ekki verið mælt, en ekki hefur verið hægt að salta neitt af henni. Þess I stað hefur sildin verið fryst til útflutnings og beitu. Samtals mun vera 75 tonn komin á land, en það eru 750 tunnur. Sömu sögu var að segja frá Ólafsvik. Þar landaði enginn bátur i gær. A mánudaginn komu á land 160 tunnur af tveimur bátum, en það var Halldór Jónsson og Matthild- ur. Alls munu fimm bátar stunda sild — Það er óhætt að segja, að þetta hafi verið þokkalegur reitingsafli, sagði Hinrik Konráðsson, eftirlitsmaður i Ólafsvik i samtali við Timann Það mikið barst að, að bátarn- ir hafa orðið að fara með afl- ann á aðrar hafnir. Enn hefur ekki reynzt unnt að salta neitt þvi að sildin þykir heldur mögur. En þetta er ákaflega falleg slld, það vantar ekki. 80-100kennara vantar í grunnskólana Nær fullráðið i þá skóla, sem nú taka til starfa SJ-Reykjavík Nú 1. september, taka skólar til starfa i öllum kaupstöðum landsins nema á Sauðárkróki og í Grindavik, og einnig i nokkrum sveitarfélög- um öðrum. Fullráðið er i kennarastöður i nær öllum þeim skólum, sem nú taka til starfa. Þó vantar enn kennara i Fella- skóla og Hólabrekkuskóla i Breiðholti og einn kennara vantar til Seyðisfjarðar. Að sögn Sigurðar Helgasonar hjá menntamálaráðuneytinu er enn óráðið i á milli 80 og 100 kenn- arastöður við grunnskóla viðs vegar á landinu. Þeir skólar, sem ekki hefja starfsemi nú um mánaðamótin, byrja flestir um 20. september. A flestum stööum hefst starf skólanna með kennarafundi 1. september, en kennsla hefst ekki fyrr en nokkrum dögum siðar. Þau sveitarfélög, sem hefja skólastarf nú um mán- aðamót, auk kaupstaðanna eru Þorlákshöfn, Selfoss, Borgarnes og Egilsstaðir, og einnig hefst kennsla um mánaðamótin i Varmárskóla i Mosfellssveit. Að sögn Sigurðar Helgasonar er ætlunin að leysa kennara- skortinn i Fella- og Hólabrekku- skóla fyrst um sinn meö yfir- vinnu kennara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.