Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 13
Miövikudagur 31. ágúst 1977 13 14.30 Miðdegissagan: ,,01f- hildur” eftir llugrúnu Höf- undur byrjar lestur sögunn- ar. 15.00 Miðdegistónleikar Igor Zhukoff, Grigory og Valen- tínFeigin leika Trio Pathet- ique i d-moll fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Glinka. Martin Jones leikur á pianó Etýðu op. 4 og „Masques” op. 34 eftir Szymanowski. André Isselee flautuleikari og Alexandre Doubere sellóleikari leika „Gos- brunninn”, tónlist eftir Villa - Lobos. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um tim- ann. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Ilundraðasti landsleikur islendinga i knattspyrnu Hermann Gunnarsson lýsir frá Nijmegen í Hollandi sið- ari hálfleik Islendinga og Hollendinga i heimsmeist- arakeppninni. 20.10 Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, sem leikur undir á pianó. 20.30 Sumarvaka a. Þegar menningin kom svifandi að sunnan Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga i Hornafirði rifjar upp atburði austur þar veturinn 1926. Baldur Pálmason flytur frásöguna. b. „Morgunbæn I Hval- firði”, ljóð eftir Halldóru B. Björnsson Rósa Ingólfsdótt- ir les. c. Þáttur af Þor- björgu kolku á Kolkunesi Knútur R. Magnússon les úr ritum Bólu-Hjálmars, siðari hluti. d. Kórsöngur: Lilju- kórinn syngurlög eftir Jón- as og Helga Helgasyni. Söngstjóri: Jón Asgeirsson. 21.20 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö Þýðandinn, Einar Bragi, les (27). 20.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sagan afSan Michele” eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðnason les (38). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. ■ w sjonvarp Miðvikudagur 31. ágúst 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vlsindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 20.55 Daglegt lif i Hong Kong Leikin mynd frá sænska sjónvarpinu um tólf ára dreng i Hong Kong, sem býr ásamt fjölskyldu sinni um borð i fiskiskipi, likt og þús- undir annarra fjölskyldna á eynni. Fisk im ennirnir verða aö róa æ lengra til fiskjar. Margir bátanna eru gamlirog oft geisa fellibylj- ir á Kyrrahafi. Þýðandi Jón O. Edward. (Nordvision- Sænska sjónvarpið) 21.45 Noröurlandaráö 25 ára (L) Mynd þessi lýsir m.a. norrænu samstarfi undan- farinn aldarfjórðung á sviði fræðslumála, vinnumála, almannatrygginga, þróunarhjálpar, tolla- og skattamála. Rætt er við ýmsa stjórnmálamenn, þar á meðal Poul Hartling, Karl Skytte, Trygve Bratteli, Lauri Korpelainen, Jón Skaftason, og Erlend Patursson. Þýðandi og þul- ur Bogi Arnar Finnbogasoni (Nordvision — Danska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok. SÚSANNA LENOX fallega, bláa kjólinn. „Ég vil ekki hafa hana méð mér!" tautaði hún. „Ég vil alls ekki hafa hana með mér!" Hún sneri sér við með hægð, en um leið f aldi hún vapdlega öll merki um óþolinmæði, og hún var aftur orðin glöð og ástúðleg í bragði, er hún leit til hússins, þaðan sem rödd- in kom. „Ég má ekki tef ja, góða mín", kallaði hún í átt- ina til opna gluggans á annarri hæð. Gluggahengið var dregið fyrir, en gegnum það mátti óljóst greina kven- mann, sem var of fáklæddur til þess að þora að láta sjá sigutanaf götunni. „Ég þarf aðflýta mér. Mömmu ligg- ur á að fá silkið strax, og ég þarf kannski að leita að því". „Ég verð ekki nema eina mínútu", sagði röddin biðj- andi — rödd, sem var athyglisverðari og hljómfegurri en hin háa og dálítið harða sópranrödd Rutar. ,, Nei, við skulum hittast uppi hjá búðinni hans pabba". ,, Jæja.",. Rut hélt áfram. Hún brosti með sjálfri sér. „Þá kræki ég fram hjá búðinni í dag," sagði hún í hálfum hljóðum við sjálfa sig. En þegar hún kom út yrir hliðið og gekk út á götuna milli skuggsælla trjáaraðanna, bar Lottu Wright þar að í litlum vagni. Og Lotta sneri litla hestinum sínum upp að gangstéttinni, og undir stóru, skuggsælu valhnotutré bauð hún Rut á dansleik— það varð heillangt mál, því að Lotta romsaði upp, hverjir þar yrðu, hvernig hún ætlaði að vera klædd og þar fram eftir götunum. Rut hlýddi á maðathygli því að Lotta var einkadóttir ríkasta manns- ins í Sutherland og fyrirmynd unga fólksins í öllu, er að samkvæmislífi laut. Lotta þagnaði skyndilega, en sagði siðan: „Jæja, ég verð víst að halda áfram. Og þarna kemur frænka þín of an stíginn. Þú hef ur verið að biða eftir henni". Rut reyndi að láta eins og ekkert væri, en eigi að síður roðnaði hún og hleypti brúnirnar. „Því miður get ég ekki boðið Sönnu með", hélt Lotta áfram í uppgerðartón. „Það er aðeins gert ráð fyrir átján pörum, svo að ég get það ekki." „Auðvitað ekki", sagði Rut hjartanlega sammála. „Súsanna skilur það vel". ,, Ég vil f yrir engan mun særa hana," hélt Lotta áf ram mærðarlega og horfði inn í garðinn. Brún, útstæð augun voru öfundsjúk og gremjufull. Hún var yfirleitt fjarri því að vera lagleg — andlitið keppslegt og litarhátturinn óhreinn. „Ég kenni sannarlega í brjósti um hana" — Það var yfirlæti í rómnum — „en ég dáist að því hvað þið látið ykkur farnast vel við hana," — Hún veit allt — um sjálfa sig, á ég við— er þaðekki, Rut?" „Það tel ég vist", svaraði Rut, niðurlút af skömm, „Hún er svo indæl og góð". „Já, það er hún", sagði Lotta, „og pabbi segir, að hún sé fallegasta stúlkan í bænum." Þegar Lotta hafði sent þetta kveðjuskeyti, sem hitti beint í mark, kippir hún í aktaumana og hélt leiðar sinn- ar, um leið og hún kallaði vingjarnlega til Súsönnu, sem nú var loks komin út að hliðinu: „Sæl, Sanna mín!" „Hvað hún Lotta Wright er viðurstyggileg!" hröpaði Rut til frænku sinnar. „Hún getur verið ákaflega orðill og meinyrt," sagði Súsanna, sem stóð við hliðið, há og beinvaxin með fallegt, svart hár og fölhvítan litarhátt. „En hún er hjartagóð. Hún er gjafmild við fátæka". „Af því að henni þykir gaman að því að leika einhvers konar verndarengil og láta hrósa sér," svaraði Rut. „Ég segi þér satt— hún er viðbjóðsleg". Síðan bætti hún við með meinfýsnum glampa í augunum: ,,Hún býður þér ekki einu sinni með i samkvæmið!" Súsönnu stóð auðsjáanlega a' sama. „Hún er frjáls að því að bjóða þeim, sem hana langar til, og" — hún hló við — „ef ég hefði boð hjá mér, myndi mig ekkert langa til að bjóða henni, þó að ég gerði það kannski til þess að setja hana ekki hjá". „Finnst þér þú ekki vera sett hjá?" Súsanna hristi höfuðið. Ég er ekkert farin að hafa gaman af að fara í samkvæmi upp á síðkastið. Piltarnir kæra sig ekki um að dansa við mig, og mér leiðist að sitja eftir, þegar dansað er". Hið viðkvæma hjarta Rutar komst við og hún lleit meðaumkunarfullum augum á Súsönnu. En um leið og hún sá hina fallegu andlitsdrætti,hvarf maðaumkunin úr augum hennar, og í staðinn fylltust þau beiskri öf und, sem var hálfu meira a'berandi sökum þess, hve hún var ung. Hún var aðeins nitján ára, en Súsanna, sem var tæpra seytján ára, var fullorðinslegri en Rut, því að hún var bráðgerari, bæði til sálar og líkama. Rut reyndi að telja sjálfri sér trú um, að hún væri bæði betur gef in og fallegri en frænka hennar, og stundum tókst henni það nokkurn veginn. En þar eð Rut var greind stúlka, eins oa hún átti kyn til i föðurættina, sóttu stundum á hana óþægilegar efasemdir og jafnvel hatröm afbrýðissemi. Súsanna var sem sé tvímælalaust glæsilegasta stúlkan i Sutherland. Augu hennar, sem voru dökk, þegar hún fæddist, höfðu smám saman fengið draummildan, blá- grænan lit. Hárið var hins vegar dökkt og sömuleiðis bráhár og brúnir, svo að augu hennar og rjóðar varirnar sköpuðu hinar nánu andstæður, sem einar geta veitt sér- kennileik. Hver sem leit hana, hlaut óhjákvæmilega að verða hugfanginn af blágráum augunum — af lit þeirra og skírleik, af hinni kyrrlátu, alvarlegu spurn þeirra, leyndardómi þeirra, sem ekki var iaus við angurværð. Hár hennar var þykkt og hrokkið, ekki eins sftt og Ijósu fléttingarnar hennar Rutar, en miklu þykkara og fall egra, þar sem það liðaðist yfir lágu enninu, um fínleg eyrun og hinn óviðjafnanlega fagra hnakka. Nefið var hvasst, en þó svo f rábrugðið hinu klassiska formi, að það hafði ekkert af þeim kyrrláta blæ, sem einkennir full- komlega stilhrein andlit. Nasavængirnir höfðu til að bera þann f inleik sem er órækari vottur en nokkur önnur einkenni um auðugt ímyndunaraf I. Hakan og hálsinn — já, enginn sem sá þær linur gat verið i vafa um, hvar elskhugi hennar myndi kyssa hana fyrst. Og jafnvel brosið var óendanlega milt og heillandi og grábláu augun brugðu yf ir það þeim alvöru- og angursblíðublæ, sem oft er samfara skörpum gáfum. Varir hennar voru rauðar, stundum svo sterkrauðar, að það gat virzt óeðlilegt, og hin f ínlega, bogadregna lína þeirra benti til þess skaplyndis, sem I jóslega kom f ram i vaxtarlagi hennar — hinu yndislega, granna vaxtarlagi, sem átti allan þokka æskunnar og blóma þroskaðrar konu. Hún var eins og hinar suðrænu rósir, sem eru ung- legar og ferskar og saklausar á að líta, en vekja ástriðu- rika þrár og sýnir hjá þeim, sem á þær horfir. Hreyfingar hennar voru jafn fagrar og andlit hennar og vöxtur— frjálslegar, öruggar og yndislegar, og hún bar litla höfuðið hátt og þó án nokkurrar drambsemi. Það sem mestum Ijóma varpaði á líkamsfegurð hennar, var framkoman, sem var fullkomlega laus við hvers konar tilgerð, — er bæði karlar og konur bera utan á sér til þess að vekja meiri athygli — þessi uppf undnu smábrögð einsog tæpitunguoq sakleysissvip, smábrögð,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.