Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 20
f i
Marks og Spencer
HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI
YTRIFATNADIHI
1 np )
Komast Hj alteyrareignirn-
ar í hendur heimamanna?
Guöbjörn
Guöjónsson
Heildverzlun Siöumúla
Símar 85694 & 85295
Nútima búskapur þarfnast
JBX.UBR
haugsugu
18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
Síðustu
forvöð
að skila
tilboðum í dag
þ-Reykjavik. — Þaö eru komin
nokkur tilboö i Kveldiílfseignirn-
ar á Hjalteyri. Þau eru ýmist i
stærri eöa minni hluta af eignun-
um, sagði Stefán Pétursson, lög-
fræöingur Landsbankans, I sam-
tali viö Timann i gær. — Þetta er
aöeins hluti af Kveldúlfseignun-
um sem viö höfum verið að fjalla
um, t.d. voru stóreignir i Reykja-
vik og nágrenni, sem ýmist er
búið aö selja eöa er veriö aö
ganga frá sölu á.
Stefán var spurðuraö þvi, hvort
Landsbankinn myndi stuöla aö
þvi,aö eignirnará Hjalteyri lentu
i höndum hreppsfélagsins, eöa
hvort þær yröu seldar hæstbjóö-
anda. Hann sagöi, aö Landsbank-
inn væri bundinn af því aö selja
allar þær eignir, sem hann eign-
aðist i sambandi viö skulddaupp-
gjör, á eins hagkvæmu veröiog
kostur væri á. Þessi regla er aö
visu ekki til i Landsbankalögun-
um, en hana má finna i reglum
um sparisjóöi. Þær reglur eru
taldar gilda um Landsbankann
sem aöra banka.
— Viö veröum þvi að selja á
hæsta veröi sem býðst, sagöi
Stefán — en hitt er svo aftur
annaö mál aö til eru lög, sem eru
oröin eitthvaö um tuttugu ára
gömul, og voru sett til aö aðstoöa
kauptún og kaupstaöi að kaupa
löndin undir bæjunum. í sam-
ræmi viö þau lög er eðlílegt aö
hreppurinn eignist landið.
Siöasti dagurinn til aö skila til-
boöum er fyrsti september. En
Stefán tók fram aö ekki væri ætl-
unin að ganga beint aö þvi hæsta,
það yröi unniö úr tilboöunumog
siöan verður þaö bankastjómar-
innar aö ákveöa hvaöa tilboö er
taliö hagstæðast.
Hjalteyringar neituðu að tjá sig
nokkuö um málið i gær, en áöur
hefur komið fram aö þeir munu
leggja inn tilboö. Ekki er vitaö i
hvaöa formi þaö veröur og enn
siður um hvaöa fjárupphæöir er
aö ræöa.
Hjalteyri eins og þar er nú umhorfs. Flest eöa allt, sem á myndinni sést, er í lamasessi eftir langa
vanrækslu síöan Kveldúlfur gafst upp.— Tlmamynd: KS
Stjórn norræna iðnsjóðsins á fundi:
Jarðvarmaráðstefna 1
Reykjavík næsta sumar
SJ-Reykjavik — Þróun fram-
leiðsiu á islenzkum perlusteini er
stærsta verkefnið, sem unniö er
við á vegum Norræna tækni- og
iðnaþróunarsjóösins hér á landi
og eitt af stærri verkefnum, sem
sjóðurinn styrkir. Stjórn sjóösins
hélt fund i Reykjavík I gær og I
fyrradag skoðaði hún pcrlusteins-
vinnsiuna á Akranesi. Aö þvi
verkefni vinna Aalborg Portland
Cement Fabrik og Iönþróunar-
stofnun lslands I samvinnu og er
með rannsóknum leitazt viö aö
vinna ný notkunarsviö fyrir Is-
lenzkan pcrlustein.
Norræni tækni- og iðnaöarsjóö-
urinn styður verkefni, sem tvö
eða fleiri Norðurlandanna taka
þátt i, og sem álitiö er aö geti
stuðlað að verulegum tæknifram-
förum.
önnur verkefni sem tslending-
ar eru virkir þátttakendur i,eru
tilraunir meö rafbræðslu á basalti
og viöleitni i þá átt aö hreinsa af-
rennslisvatn frá fiskvinnslu-
stöðvum betur en áður og nýta
betur það vatn, sem nota þarf i
fiskiönaðinum. Danir, Islending-
ar og Norðmenn taka þátt I þessu
verkefni
Auk þessa styrkti sjóöurinn
námskeiö sem opinberar stofnan-
ir eða aðilar gangast fyrir I
stjórnun verkefna sem Rann-
sóknarráð rikisins, Stjórnunarfé-
lag tslands og Iönþróunarnefnd
héldu árið 1975.
Norræni tækni- og iönaðarsjóð-
urinn var stofnaöur 1. júli 1973 aö
tilstuðlan Norræna ráösins og
hefur það markmiö að stuðla aö
betri nýtingu norrænna starfs-
krafta i þágu tækni og iðnþróun-
ar. Sjóðurinn hefur til þessa veitt
um 37 milljónir sænskra króna
eöa 1665 millj. isl. kr. til margvis-
legra norrænna samstarfsverk-
efna. 360.000 sænskar krónur hafa
fariö beint til verkefna hér á
landi, en Islendingar eru þátttak-
endur i verkefnum, sem veitt
hafa verið um tvær milljónir
sænskra króna til. Framlag Is-
lendinga til sjóðsins þau fjögur
ár, sem hann hefur starfaö, nem-
ur 390.000 sænskum krónum.
tslendingar hafa tekiö þátt i
öðrum verkefnum, sem sjóðurinn
styrkir en þeim sem beinlinis fara
fram hér á landi, með þvi aö eiga
Framhald á bls. 19.
ÞAÐERAÐ
KOMAHAUS
KEJ-Reykjavik. — Hér er
tveggja stiga hiti kalsarigning
og þoka, svo viö sjáum ekki tii
fjalla og vafalaust hefur snjóaö
eitthvaö I fjöll sagöi Óli Hall-
dórsson Gunnarsstööum Þistil-
firöi, þcgar Timinn haföi tal af
honum I gær. Veður var fremur
kalt um allt land i gær og einna
kaldast noröanlands. Þó vildi
óli gera ráö fyrir, aö september
ætti eftir aö færa Norölending-
um bllöviöri, slikt væri ekki fá-
titt, hins vegar liöi varla sá
mánuöur, aö ekki snjóaöi eitt-
hvaö I fjöll.
Guömundur Hafsteinsson
veöurfræðingur sagöi i samtali
viö Timann i gær, aö i dag væri
gert ráö fyrir norölægri átt um
allt land, en austanátt sunnan-
lands meö kvöldinu og myndi
hlýna þar i bili. Þó taldi hann,
aö haustiö væri ekki langt undan
og ekki útlit fyrir mikla sumar-
hita héöan af.
Zambíumenn óskuðu
Friðriki til hamingj u
— Stuðningsyfirlýsingar streyma að
Þorvaröur Aifonsson, aöstoöarmaöur iönaöarráöherra, Rut Backlund,
Lennert Lubeck og Arni Snævarr, fyrrverandi ráöuneytisstjóri.
MÓL-Reykjavík. — Svör viö
kynningarbréfunum, sem viö
sendum út i júll, streyma nú inn
frá ölium áttum, sagöi Einar S.
Einarsson, forseti Skáksambands
islands, er Tlminn ræddi viö hann
I gær. — Viö höfum mcira aö
segja fengiö bréf frá skáksam-
bandi Zambfu, þar sem lýst er
yfir fuilum stuöningi viö Friörik
og þeir óska honum reyndar þeg-
ar til hamingju meö nýja starfiö.
1 júlimánuöi sendi Skáksam-
band Islands bréf til allra skák-
sambanda innan FIDE, alþjóöa-
skáksambandsins, allra skák-
blaöa og timarita og til annarra
áhrifastaöa til aö kynna Friörik
Ólafsson stórmeistara og fram-
boö hans sem forseta FIDE.
— N ú höfum viö fengið svör frá
þrem aöilum. Forseti Vestur-
Þýzka skáksambandsins, Alfred
Kinzel, sendi okkur bréf, þar sem
fullum stuðningi er lýst yfir viö
framboö Friöriks, og hvatt hann
til þess aö Evrópa sameinaöist
um framboð hans.
1 þvi sambandi má nefna aö
framboö Friöriks verður eitt af
helztu umræöuefnunum á fundi,
sem veröur haldinn i Glucksburg
inæsta mánuöii tengslum við 100
ára afmæli V-Þýzka skáksam-
bandsins. Um sama leyti veröur
sex-landa keppnin haldin á sama
staö, en Gisli Arnason, gjaldkeri
S1 mun sitja þennan fund i stað
Einars S. Einarssonar, sem haföi
verið boðið á hann.
— Þá höfum viö fengiö
stuðningsyfirlýsingu frá Thai-
landi og Zambiu sem kemur okk-
ur reyndar dálitiö á óvart, þvi bú-
izt haföi veriö viö aö þriðji
heimurinn svonefndi myndi sam-
einast um eitt ákveðiö framboð
sagði Einar aö lokum.
Stuldir á Akureyri
áþ-k s-Akureyri. Sföastliöna nótt
var brotizt inn I Krókey rarstööina
á Akureyri, en þaö er benzin og
s ælgætis verzlun skammt frá
Akureyrarflugvelli. Þaöan var
stoliö töluveröri upphæö I pening-
um, en auk þess sem nokkuö
hvarf af vörum. Þjófarnir eöa
þjófurinn braut glerrúðu I austur-
hliö hússins og hefur fariö þar
inn.
Aö sögn lögreglunnar á Akur-
eyri var sömu nótt stoliö bifreiö
frá Skipagötu.2. Hún fannst i gær-
morgun i útjaöri bæjarins og bar
hún þess greinileg merki aö þar
hafa sömu aðilar veriö á ferö. Bif-
reiöinvarnokkuö skemmd er hún
fannst. Þetta er Opel Record, ár-
gerö 1964 og ber einkennisstafina
A-1715, ljós með dökkan topp. Þaö
eru vinsamleg tilmæli Akur-
eyrarlögreglunnar til þeirra, sem
kunna aö hafa oröiö bifreiöarinn-
ar varir, frá klukkan 03 á mánu-
dagskvöld til 07 á þriðjudags-
morgun aö láta hana vita.
Þá gerðist þaö óhapp á
mánudagskvöld aö fólksbifreiö
valt ofan i hitaveitubrunn á Akur-
eyri og lenti þar á hvolfi. öku-
maöurinn sem var stúlka slapp,
ómeidd, en bifreiöin skemmdist
nokkuö.