Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 2
1 Miftvikudagur 31. ágúst 1977 Aðalfundur S j ómannaf élags Reykjavikur: XJtgerð og fisk vinnsla van- rækt í Rvík A aftalfundi Sjómannafélags Reykjavikur sem haldinn var ný- lega, var Ijallaft um mörg mál, sem varfta reykviska sjómenn, og meftal annars þaft fyrirbæri aft forráöamenn ýmissa gróinna at- vinnufyrirtækja hafa á seinni ár- um tekift þann kost aft flytja höf- uftstöftvar starfsemi sinnar I önn- ur sveitarfélög. Var um þetta gerft svolátandi samþykkt. „Aftalfundur Sjómannafélags Reykjavikur haldinnn 25. ágúst 1977 harmar öfugþróun sem nú er orðin áberandi aft gróin atvinnu- fyrirtæki meft hundruft manna i vinnu, flytja frá R«ujgpvik > önn- ur sveitarfélög. Skorar fundurinn á borgar- stjórn aft vinna aft þvi meft öllum tiltækum ráðum aft snúa þessari þróun vift. Jafnframt verði unnift aft þvi aft bæta aftstöftu til útgerft- ar og fiskvinnslu i borginni og styðja slik fyrirtæki, sem dregizt hafa saman á siftustu árum, m.a. vegna of litillar opinberrar fyrir- greiftslu. Bendir fundurinn i þvi sam- bandi á nauðsyn þess aft nýta bet- ur fiskimift og einstakar fiskteg- undir i Faxaflóa sem hafa samt fulla aftgát a‘ fjölda veiöiskipa og magni þess fisks, sem þar verftur dreginn úr sjó. Þá telur fundurinn aö Reykja- vikurborg eigi aft gangast fyrir þvf aft koma á fót fiskmarkafti i vesturhöfninni. Muni þaft hafa i för meft sér aukift aöstreymi fisks til vinnslu og neyzlu i höfuöborg- inni og sanna efta afsanna fullyrft- ingar um aö fiskverft sé i mörgum tilfellum ranglega verölagt. Til aft tryggja betur vinnu verkamanna, iönaftarmanna og viftkomandi fyrirtækja i Reykja- vik, spara gjaldeyri og fjölga dvalardögum sjómanna i heima- höfn, skorar fundurinn á borgar- yfirvöld aft stuðla ötullega aft þvi, aft á hafnarsvæðinu verfti komift upp flotkvi fyrir hin stærri skip til botnhreinsunar og viftgerfta. Þá skorar fundurinn á þing- menn kjördæmisins aft taka upp baráttu fyrir þvi aft Reykjavikur- borg njóti sem aðrir hafnarbæir opinberra framlaga til hafnar- gerða og hafnarbóta." A fundinum voru eftirfarandi tillögur einnig samþykktar: „'Aftalfundur Sjómannafélags Reykjavikur haldinn 25. ágúst 1977 skorar á Alþingi og rikis- stjórn að fella niftur öll aöflutn- ingsgjöld og söluskatt af mynd- segulbandstækjum sem til notk- unar eru um borð i fslenzkum skipum. Jafnframt veröi Sjón- varpinu falift þaft verkefni aft taka á segulbönd til dreifingar um flot- ann vikulegt fréttayfirlit, annaft innlent efni svo sem iþróttaþætti og kvikmyndir.” „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur haldinnn 28.8’77 felur stjórn félagsins og starfs- mönnum aft kanna meft viöræöum viftsamtök sjómanna i Noregi, Ir- landi og Færeyjum, hvort um vilja og möguleika gæti verift aft ræfta á gagnkvæmum skiptum or- lofshópa.” Blómin hafa til skamms tima skart'aft sinu fegursta og ilminn af þeim anganrikustu lagt langar leiftir. En I rokinu um srftustu helgi létu þau vífta á sjá. Nú er nótt lika farift aft lengja og fljótlega hallar aft hausti. Þá er tift blómanna úti um sinn. En jörftin væntir sin meft nýju vori, og þá er aft bifta þess vift þaft yndi, sem haustift og veturinn geta léft. —Timamynd: Róbert. Akureyringar vinna aft þvi af kappi aft koma heita vatninu ibæinn, enda er þeim I mun, aft það vatn sem fengiz.t hefur, nýtist bæjarbúum semfyrst. Hér séstaftveituæftin, sem iiggur skáhallt upp brekkuna gegn flugstöftinni. ^Tfmamynd: KS Tölvustýrð röntgen 1 * Ný tækni rædd á ársfundi SKOOUn á Hótel Lof tleiðum Dagana 30. og 31.. ágúst 1977 verft- ur ársfundur i Nordisk Forening for Neuroradiologi og Hótel Loft- leiftum. Þetta eru samtök þeirra röntgenlækna á Norðurlöndum, sem hafa sérhæft sig i rönt- genskoftun á heila og miðtauga- kerfi. A þessum fundi verða m.a. fluttir fyrirlestrar um hina nýju tækni við röntgenskoftun, þ.e.a.s. tölvustýrfta röntgenskoðun. Þessi nýja tækni er alger bylting i siúkdómsgreiningu meft röntgen- geislum og hefur farift sigurför um heim allan undanfarin ár. Tækni þessi hefur verift i notkun á Norðurlöndum i nokkur ár, en er ekki fyrir hendi hér á landi. Með þessari tækni. má stytta skoftunartima sjúklinga til muna og hún er óþægindalaus meft öllu. Auk þess er sjúkdómsgreining mun nákvæmari. NORHÆNIR SAMVINNU- TRYGGINGAMENN Á ÞINGI í REYKJAVÍK Dagana 18.-19. ágúst s.l. var hald- iö aö Hótel Sögu I Reykjavik 12 þing norrænna samvinnutrygg- ingafélaga. Þing þessi eru haldin þriftja hvertár, þannig aft þau eru haidin á 15 ára fresti i hverju Norfturlandanna. Þingift sóttu nú 58 fulltrúar frá hinum Norfturlöndunum og 14 frá Islandi, og voru fulltrúar mættir frá 10 tryggingafélögum sam- vinnumanna á Norfturlöndunum. Kvöldift áftur en þingift hófst haffti stjórn Samvinnutrygginga og Liftryggingafélagsins And- vöku boft inni aft Hótel Sögu þar sem stjórnarformaöur félaganna, Erlendur Einarsson, forstjóri, ávarpafti hina norrænu gesti og bauft þá velkomna til landsins. Formaftur undirbúningsnefnd- ar þingsins, Jón Rafn Guftmunds- son, fram kvæmdastjóri Liftryggingafélagsins Andvöku, setti þingið og minntist látinna þátttakenda, þ.á.m. Asgeirs heit- ins Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdasjóra Samvinnu- trygginga og Andvöku. Helztu umræftuefni þingsins voru sem hér segir: 1. Greinargerft um starfsemina I þátttökulöndunum s.l. þrjú ár. Framsögumaftur: Jón Rafn Guft- mundsson, framkvæmdastj ori Andvöku. 2. Tilgangur og markmift — sjáifsgagnrýnift mat á trygginga- starfsemi, byggftri á samvinnu- grundvelii. Framsögumaöur: Klas Back, forstj óri Folksam i Sviþjóft. 3. Tölvunotkun sem hjálpartæki vift sölu trygginga og gildi slfkrar þjónustu. Framsögumaftur: Seppo Sarlin, sölustjóri Poyja i Finnlandi. 4. Atvinnulýðræðið innan sam- vinnutryggingafélaganna. Framsögumaftur: Kjell Holler, forstjóri Samvirke i Noregi. Aft lokum fóru svo fram hring- borftsumræöur um tryggingasvik, og voru þátttakendur frá öllum Norfturlöndunum, nema tslandi, en tryggingasvik hafa aft undan- förnu aukizt talsvert annars staft- ar á Norfturlöndum. 1 sambandi vift þingiö var dag- ana 19.-22. ágúst haldin i Norræna húsinu sýning á ýmsu sölu- og auglýsingaefni, sem þátttöku- félögin hafa gefift út, ásamt til- heyrandi upplýsingum. Aft þinginu loknu ferftuftust flestir þátttakendanna um Suftur- land og til Vestmannaeyja. Næsta þing norrænna sam- vinnutryggingafélaga verftur haldiö i Kaupmannahöfn árift 1980. Fulltrúar norrænna sam vinnutryggingafélaga á fundi I Reyikjavik. ■:*y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.