Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1977, Blaðsíða 3
Miövikudagur 31. ágúst 1977 3 Hætta verður yfirborgunum KEJ-Reykjavik — „Það er ekki rétt, sem haft er eftir Þóröi ólafs- syni, formanni verkalyösfélags- ins hér í Þorlákshöfn, aö ekki hafi verið haft neitt samráö við verka- lýösfélögin út af stöövun frysti- húsanna. Við héldum fund meö þeim á Selfossi og geröum grein fyrir þvi aö viö neyddumst til aö stööva reksturinn. Það var siöan aö ráöi verkalýösmanna, að ákveðið var að segja ekki upp öllu starfsfólki, heldur aðeins hluta þess”, sagöi Páll Andreasson, framkvæmdastjóri Meitilsins i Þorlákshöfn, i samtali viö blaðiö i gær. Þá sagði Páll, að ástæðan fyrir þvi aö nú væri unniö að breyting- um i húsi félagsins væri tviþætt, að hafa eitthvað að gera fyrir mannskapinn, sem ekki hefur verið sagt upp, og að koma á þeirrihagræðingu sem unnt væri, þrátt fyrir að þeir hefðu engin efni á þessum framkvæmdum og þá ekki að borga fólkinu laun. Sagði Páll, að sjálfsagt kysi verkalýðsforinginn að öllum yrði sagt upp og öll vinna lægi niðn. Hjá Meitlinum er nú unnið a vélaverkstæði,i mjölbrseðslu og saltverkun, auk þess sem fasta- fólk i frystihúsinu heldur enn launum. Páll sagði, að vafalaust mætti margt betur fara i rekstri frysti- húsanna en það réði þó ekki úr- slitum i þessum efnum. Ástæöan fyrir þvi að frystihúsin fara hall- oka fyrir frystihúsum annars staðar á landinu sagði Páll, aö væri breytilegt hráefni, mikiö af karfa og ufsa, yfirborganir sem yrði að stöðva,langt væri að sækja á miðin og stopult hráefni. Taldi Páll að ekki væri nokkurt réttlæti að bera þetta saman við t.d. Vest- firðina, þarsemyfirleitter miklu styttra á miðin og aflinn nær allur þorskur. Auk þess þekktust þar ekki yfirborganir á fiski, sem Páll kvað ekki ná nokkurri átt, enda væri hráefniskostnaðurinn allt of mikill fyrir og raunar fiskverðinu fremur um aö kenna en launum starfsfólks frystihúsanna, hversu illa reksturinn gengur nú. Gengissamræmingin, sem varð i gær, sagði Páll, að hefði ekkert að segja i vanda frystihúsanna. Þá sagði hann, að gengisfelling 1 meira mæli væri aðeins gálga- festur og jafnvel likleg til að auka aðeins á ójöfnuðinn. Hitt kvað hann lifsnauðsynlegt að finna einhverja úrlausn á málinu, og fyrsta skrefið væri sennilega að koma alveg i veg fyrir yfir- borganir á hráefni. Sagði hann, að Þjóðhagsstofnun væri nú að at- huga málið og ekkertyrði ákveðið fyrr en niðurstöður þeirrar rann- sóknar lægju fyrir. veiðihornið Ytri-Laxá — Veiðin er nokkru betri en i fyrra og hefur lax veiðst fyrir ofan nýja stigann sem byggður var 1975, sagði Ámi Jónsson á Sölvabakka i samtali við Veiði- hornið. — Hins vegar virðist stiginn vera svolítið gallaður og sennilega vantar eitt þrep i hann, þvi fiskur safnast saman fyrir neðan hann. Arni sagði að niu laxar hefðu veiðzt fyrir ofan stigann, en samtals hafa veiðzt60 til 70 lax- ar i ánni i sumar. Fyrsti laxinn fyrir ofan stiga veiddist um mánaðamótin júli-ágúst, — Hvortog hvenær farið verð- ur i viðgerð á stiganum veit ég ekki, en það gefurauga leið að það þýðir ekki að byggja fjög- urra milljón króna stiga og láta aðeins vanta herzlumuninn á að hægt sé að nota hann, sagði Arni. — Það eru tvær stangir nú iánni, en þegar veiði vex verður aö sjálfsögðu hægt að fjölga þeim. Þegar svæðið fyrir ofan stigann opnast aukast að mun þeir möguleikarsem við höfum. 1 Veiðihorninu i fyrra var það haft eftir Arna, að veiðifélagið Flúðir hefði byggt stigann, sem hann minntist á.Það er ekki rétt með farið. Landeigendur byggðu hann, en Flúðir hefur unnið mikið við ræktun i ánni. Laxá i Aðaldal. Síðasti veiðidagurinn i Laxá i Aðaldal er i dag. Að sögn Helgu Halldórsdóttureru um 1800 lax- ar komnir á land. A sama tima i fyrra voru rétt um 1300 laxar komnir á land og til gamans má geta þess, aö 2. september 1975 höföu 1412 laxar veriö komnir á land. — Þyngsti laxinn sem veiðzt hefur i sumar er 23 pund, sagöi Helga. — Eftir þvi sem veiði- mennirnir segja mér, þá er áin frekar vatnslitil, Helga sagði, aö laxinn væri frekar smár og meöalþyngd verður þvi ekki eins góð og i fyrra, en þá var hún 10.2 pund. 1 gær voru Akureyringar að veiða i Laxá, og þegar Helga taldi þá upp mátti heyra nöfn eins og Jóhann Kristjánsson, en hann er meö afkastameiri laxveiðimönnum á Akureyri. Mikið hefur komið af 6 og 7 punda löxum á land i sumar úr Laxá. Elliðaárnar Friðrik hjá Stangaveiðifélagi Reykjavikur sagði Veiðihorninu að það væru komnir eitthvað um 1020 til 1030 laxar. Að meðaltali fást úr Elliðaánum um fimmtán laxar á dag. Stærstu laxarnir, sem hafa fengizt i sumar vógu sextán pund hvor um sig. Annar fékkst 10. ágúst i Neðri-Móhyl á Blue Charm flugu og var það Kristján Smith að verki. Hinn stóri laxinn fékkst rétt eftir opn- un.Þaö varhængur sem fékkst i fossinum svo hafa veiðzt nokkr- ir 15 punda laxar. Veiðin er tals- vertlakari eni fyrra, en þá voru komnir á land á sama tima tals- vert yfir 1300 laxar. Friðrik sagði að veiði hefði verið allsstaöar dræm að undanförnu á Suðurlandi, en vatnið hefur verið óvenju súr- efnisdauft, en nú um sl. helgi hefur eitthvað rótazt upp i án- um. Þannig tiltók Friðrik Grimsá, en hún hefur verið dauf þar til nú rétt fyrir skömmu að hún tók einhvern kipp. Laxá i Dölum. Þá hafði Veiðihornið samband við Helga Jakobsson veiðivörð við Laxá i Dölum. Helgi sagði okkur að veiöin væri fremur dræm og eru rétt um 300 laxar komnir á land. Meðalþyngd taldi hann vera um 9 pund, en þeir þyngstu eru rétt um 14 pund. Nú veiðir forstjóri Pepsi Cola i Bandarikjunum í ánni, og sagði Helgi hann hafa komið galvaskan með tvo laxa fyrir hádegi. — Ain er i miklum vexti, sagði Helgi, — og erfitt að veiða. Þá snjóaöi hér i fjöll i morgun og tekur laxinn ekki vel i kuldan- um. Lengi vel var veiðin dræm vegna þurrka og litils vatns i ánni, en nú hefur sem sagt skipt yfir. Sá stærsti sem hefur komið á land, vóg 18pund, en Helgi kvað veiðina ætla að verða nokkru minni en i fyrra. Hins vegar gæti vel oröið breyting á i þeim málum, ef siðustu vikurnar yrðu betri hvað veðurlag snert- ir.Siðastiveiðidagurinn iLaxá i Dölum er 20. september. — áþ Gaulverjabær i Flóa. Ljósmynd: Páll Jónsson Fréttir úr Gaulverjabæjarhreppi: Von til, að síma- martröðinni í Flóanum linni SJ-Reykjavik — 29. ágúst var höfuðdagurinn og var þaö álit margra áður fyrr að veðra - breytingar væri von um höfuðdagsleytið sagöi Stefán Jasonarson, fréttaritari Timans i Vorsabæ þegar hann heimsótti ritstjórnarskrifstofur okkar i vik- unni. — Ég hef heyrt aldraða inenn segja það nú, að siðasta höfuðdagsár hafi verið eitthvert það bliðasta og bezta hér um slóö- ir á þessari öld og jafnvel meiri og betri hey á Suðurlandi nú en oftast áður. — 1 minni sveit eru mikil og góö hey sagði Stefán, og má segja að þurrkdagarnir i byrjun ágúst hafi skipt sköpum um magn heyfengs- ins. Hófleg væta og hlý veörátta aö undanförnu hafa örvað sprettu i görðum og graslendi og bætt upp fremur hart vor. Að loknum heyönnum gafst tóm til að „slappa af” og allmargir bændur fóru i sumarfri með fólki sinu. Jafnvel eru dæmi þess að búandfólk i sókninni hafi skroppiö út fyrir pollinn. Nú i vikunni hefur kvenfélagið ákveðið hópferð inn á Hveravelli. Skemmtileg nýbreytni var það siðast þegar messað var i Taul- verjabæjarkirkju, að sóknar- presturinn sr. Valgeir Astráðs- son, kom riðandi til kirkjunnar ásamt 30-40 hestamönnum frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Eftir messu fjölmenntu hesta- mennirnir i félagsheimilið og fengu kaffi hjá kvenfélagskonum. þannig var i ferðinni séð um bæði andlegar og likamlegar þarfir ferðafólksins. — Fyrst ég er farinn aö segja fréttirúrsveitinnivilég geta þess að simasamband hér i hreppnum er frámunalega lélegt um þessar mundir.Það er aö sjálfsögðu ekki nema gott eitt að segja um af- greiösluna i simstöðinni i Gaul- Framhald á bls. 19. Frá Masanga i Ljónafjöllum. Tveir íslendingar við störf meðal holds- veikra í Ljónafjöllum Sjöunda dags aöventistar hafa með höndum öflugt hjálparstarf fyrir þróunarlöndin og þau land- svæði sem hart veröa úti vegna náttúruhamfara. Hjalparstarfið hefur mörg járn i eldinum viöa um lönd um þessar mundir. Akvörðun hefur verið tekin um að hjálpa Afrikurikinu Chad til að kenna bændum betri landbúnaö- arhætti. Hjalparstarfið mun veita sem svarar 50 milljónum isl. króna til að kenna áveitutækni i þurrkasvæöinu Shael 1 Chad. Þrir starfsmenn á vegum hjálpar- starfsins annast þjálfun 150 bænda nálægt bænum Ndjamena. Notuð er tæki sem bændurnir geta aflaö sér, s.s. vatnsdælur, sem uxar snúa og plógar og er vatni veitt úr Chariánni til þurra en frjósamra landa um 100 km frá þurrasta hluta Sahel-eyðimerkur. Aætlun þessi kom til fram- kvæmda á siðasta ári. A regntim- anum verður ræktaöur mais og hrisgrjón, en kartöflur, hveiti og grænmeti á hinum langa þurrka- tlma. Eftir fjögur ár mun hjálp- arstarfið leggja þetta ræktunará- form undir samvinnustjórn bændanna. Þetta er langtimaá- ætlun um aö fæöa hungrað fólk á Shad-svæðinu. 1 Afriku eru þúsundir holds- veikra manna og njóta þeir litill- ar aðhlynningar. Hjalparstarf að- ventista rekur holdsveikra- sjúkrahúsið Masanga I Sierra Le- one, og er það eina sjúkrahúsiö i þvi landi, sem sinnir holdsveik- um. Holdsveiki er hræðilegur sjúkdómur og enn hræöilegri vegna fákunnáttu fólksins. Starfsfólk sjúkrahússins fer um nærliggjandi héruö til að láta fólkinu i té fræðslu um orsakir og eöli sjúkdómsins. Við sjúkrahúsið starfa tveir lslendingar, Eric, sjúkraþjálfari og Harri læknir, báðir synir Júliusar Guðmunds- sonar fyrrv. forstöðumanns að- ventista á tslandi. Þetta eru að- eins tvö dæmi um það sem hjálp- arstarf aðventista er aö vinna að. Mörg verkefni eru á döfinni. Fjársöfnun stendur yfir hér á landi vegna hjálparstarfsins fram til septemberloka. Þeir sem safna á vegum hjálparstarfsins hafa meöferöis sérstök kynn- ingarblöð og innsöfnunarlista.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.