Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. september 1977 23 lög eftir Björn Jakobsson, Ólafur Vignir Albertsson leikur á pinó. 17.00 Gekk ég yfir sjó og land. Jónas Jónasson á ferð vest- ur og norður um land með varðskipinu Óðni. Sjötti áfangastaður: Hombjargs- viti. 17.25 Hugsum um það.Andrea Þórðarsóttir og Gisli Helga- son fjalla um Gigtarfélag tslands og gigtarsjúkdóma (Aður útv. 5. mai) 17.50 Stundarkorn með þýska tendrsöngvaranum Peter Schreier sem syngur lög eftir Mendelssohn. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Lífið fyrir austan. Birgir Stefánsson segir frá: — Lokaþáttur. 20.00 íslensk tónlist: Verk eftir Skúla Halldórsson. a. Söng- lög við ljóð eftir Orn Arnar- son.Pétur Jakobsson og Jón Thoroddsen. Svala Nielsen syngur við undirleik tón- skáldsins. b. Svita. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stjórnar 20.30 Heimsókn i Þingvallabæ. Geir Vilhjálmsson sálfræð- ingur ræðir við Eirik J. Eiriksson sóknarprest og þjóðgarðsvörð um Þing- velli, þjoðgaröinn, kirkju og trú. 21.15 Serenade fyrir strengja- sveit op. 6 eftir Josef Suk Kammersveitin i Munchen leikur: Karl Munchinger stjórnar. 21.40 „Órvélargný verksmiðj- unnar” Asgeir Rúnar Q Helgason og Jakob S. Jóns- son lesa ljóð eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnárnesi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög, Heiðar Astvaldsson dans- kennari velurlögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 4. september 18.00 Símon og kritar- myndirnar Breskur mynda- flokkur. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Sögur dr. Seuss Þrjár bandariskar teiknimyndir, byggðar á sögum eftir dr. Seuss, sem m.a. er kunnur hér á landi fyrir sögur sinar um köttinn með höttinn. Þýðandi Jón Thor Haralds- son Aður á dagskrá 9. októ- ber 1976. 18.35 Börn um viða veröld Þessi þáttur er um börn i Eþiópiu. Þýðandi og þulur Kristmann Eiðsson. HÍé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 SviturúrSvanavatniFrá listdanssýningu i febrúar- mánuði sl. Flytjendur ís- lenski dansflokkurinn Nils- Ake Haggbom o .fl. Tónlistin er eftir Tsjaikovski. Dans- höfundar Lev Ivanov og Marius Petipa. Ballett- meistari Natalie Konjus. Stjórn upptöku Andrés Ind- riðason. 21.10 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. óveður I aðsigi Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Þrir þjóðarleiðtogar Fyrsta myndin af þremur um þrjá stjórnmálaforingja sem voru þjóðarleiðtogar og bandamenn á timum seinni heimsstyrjaldarinnar, Churchill, Roosevelt og Sta- lln. 1. þáttur Winston Churchill.Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 23.00 Séra Jón Dalbú Hrobjartsson prestur I Laugarnesprestakalli flytur hugvekju. SÚSANNA LENOX Frú Warham sneri nú máli sínu til símastúlkunnar. „Það var ekki neitt", sagði hún og lét heyrnartólið á sinn stað. Hún var skelkuð, en ekki sannfærð. ,,Þetta var eina úrræðið", sagði hún, ,,og ég skil satt að segja ekki, hvers vegna — " „ Nei, auðvitað ekki," hrópaði Rut, sem ekki gat lengur haft neinn hemil á sér, þótt hún hefði á síðustu stundu getað komið i veg fyrir það, að hún yrði höfð að háði og spotti um allan bæinn. „En fólk er ekki jafn heimskt og það var áður fyrr, mamma. Það trúir ekki lengur öllu, sem að því er logið. Nei — við verðum —" Hún stóð kyrr dálitla stund með annan fótinn á efsta stigaþrepinu en hinn uppi á stigapallinum og hugsaði sig um. Móðir hennar virti fyrir sér grátbólgið andlit henn- ar. „Við gætum sent Súsönnu að heiman í kvöld", sagði móðir hennar hughreystandi. „Já", svaraði dóttirin. „Pabbi gæti farið í heimsókn til Provosts — og tekið hana með sér. Þá myndi Sam fara beina leið til Sinclairs". „Ég síma til pa'Gba þíns". „Nei," hrópaði Rut og stappaði niður fótunum. „Símaðu til Provosts og segðu honum, að pabbi ætli að koma. Svo getur þú talað við pabba, þegar hann kemur heim til þess að borða hádegisverðinn". við pabba, þegar hann kemur heim til þess að borða há- degisverðinn". „En ef til vill — " „Ef þetta blessast ekki, þá finnum við ný úrræði seinna í dag". Mæðgurnar forðuðust að líta hvor f raman i aðra. Báð- ar blygðuðust sín fyrir illyrmislega framkomu í garð Súsönnu. En hvorug þeirra var þannig skapi farin, að þær létu það aftra sér. Þegar frú Warham var að máta nýja kjólinn á dóttur sína, mælti hún: „Það yrði ekki heldur nema tímaeyðsla fyrir Sam að hanga yfir Súsönnu. Og fólk færi undir eins að bakbita hana. Vesalings stúlkan má ekki einu sinni brosa eða vera glaðleg á svipinn, þá halda allir að hún sé að fara sömu leiðina og — Lórella". „Já, það er líka satt", svaraði Rut, og nú voru báðar ánægðar með sig. „Var Lórella frænka ákaflega falleg, mamma?" „Yndirlega falleg", svaraði Fanney með viðkvæmni í röddinni, því að hún hafði dáð systur sína. „Annan eins litarhátt sér maður ekki daglega — alveg eins og Súsanna, hörundið drifhvítt". Og svo bætti hún við, dálítið óstyrk og flaumósa: „Jafnaðist hér um bil á við þig, Rut". Rut skoðaði sig i speglinum. „Guði sé lif, að ég er Ijós- hærð og ekki of stór", sagði hún ánægð með sjálfa sig. „Já, guði sé lof. Ég vil, að kvenfólk sé kvenlegt. Það er lika það, sem karlmennirnir vilja". „Finnst þér ekki, að við ættum að senda Súsönnu eitt- hvað burt um tíma?" spurði Rut eftir nokkra þögn. „Það verður með hverjum deginum Ijósara, hvernig fólk — lítur á hana. Hún er svo viðkvæm og góð, og mig tæki það svosárt, ef hún skyldi bíða einhvern hnekki". Og svo var eins og hún réði ekki við sig fyrir skynsamlegri hrifn- ingu: „Ég hef aldrei kynnzt jafn elskulegri stúlku. Hún myndi fremur vilja fórna öllu sjálf, en vita nokkurn annan afskiptan. Þed liggur við, að það keyri úr hófi fram". „Slíkt getur aldrei keyrt úr hóf i fram", sagði f rú War- ham. Þessi kristilega áminning kom eins og ósjálfrátt yfir varir hennar. „Veit ég vel", savaraði Rut. „Þess háttar er ágætt í kirkjunni á sunnudögum. En ég held nú samt, að þeir, sem vilja sjá sér farborða í lífinu, verði fyrst og fremst að hugsa um sjálfa sig..... Já — það þyrfti að senda hana eitthvað burt um tíma". „ Ég hef verið að hugsa um það," sagði móðir hennar. „Það væri ekki hægt að senda hana annað en til Zekes föðurbróður þíns. En það er svo einmanalegt þarna úti í sveitinni, að ég hef tæpast br jóst i mér til þess að senda hana þangað. Þar að auki myndi hún ekki vita, hvaðan á sig stæði veðrið, ef við færum að senda hana upp í sveit". „Hvað heldurðu, að pabbi segði?" „Þaðer líka mál útaf fyrir sig". Frú Warham var upp á síðkastið — og það ekki alveg að ástæðulausu — orðin smeyk um það, að maður hennar kynni að taka málstað Súsönnu, ef í harðbakkann slægi. Rut andvarpaði. „O", stundi hún. „Ég veit ekki, hvað til bragðs á að taka. Hvernig i ósköpunum verður nokkurn tíma hægt að gifta hana?" „Hefði hún bara verið strákur!" sagði frú Warham, sem nú lá á hnjánum og strauk fellingarnar á pilsinu. „Stúlka getur aldrei komizt hjá því að gjalda synda móður sinnar". Rutsvaraði ekki. Hún brosti í laumi að gömlu kynslóð- inni. Ef til vill var það synd. En það var annað, sem var miklu verra: sú heimska að láta karlmann vef ja sér um fingur sér. Lórella hlaut að hafa verið mesti einfeldn- ingur. Um hádegisbilið var Rut komin að niðurstöðu, sem hún gatfellt sig við: Sam hafði náttúrlega orðið hrifinn af Súsönnu vegna þess, að fundum þeirra hafði borið fyrr saman. Það þurfti ekki annað en þau hittust í góðu tómi, og eftir það myndi hann aldrei framar lita við Súsönnu. Hann hafði verið i austurríkjunum, þar sem mest var dáðst að stúlkum, sem líktust henni — stúlkum, sem eru háttvísar og smekkvísar í klæðaburði og framkomu. Ef hún gæti á annað borð komið því við að leggja snörur sinar fyrir hann, þá myndi hann undir eins sjá, hve Súsanna var klúr og — sveitaleg. En þegar Súsanna kom að matborðinu með Warham, blossaði af brýðisemin aftur upp í huga Rutar. Augnaráð Súsönnu var svo glettnislegt, hlátrarnir svo léttir og til- svörin svo f jörleg, jafnvel þótt rætt væri um hina hvers- dagslegustu hluti. Hvernig gat kvenlegur yndisleiki hátt- prúðrar og siðlátrar stúlku eins og Rutar notið sín í ná- vist hennar? Hún beið úrslitanna, þögul og áhyggjufull, meðan móðir hennar talaði við föður hennar inni í dag- stofunni. Warham, sem aðeins var karlmaður, hló að ráðagerðum konu sinnar. „Ekki fían til fagnaðar, Fanney", sagði hann. „Ef þessi ungi maður lítur Rut hýru auga og henni lízt vel á hann, þá er allt i ákjósanlegasta lagi. Það er áreiðanlega ekkitil bóta, þóað þú farir að skipta þér af þessu. Látum unglingana bara í friði". „Mig f urðar á því, Georg Warham", hrópaði Fanney, „að þú skulir vera svona heimskur og samvizkulaus. Maður gæti haldið, að hjónabönd væru ekki annað en verzlun með nýlenduvörur, eftir tali þínu að dæma."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.